Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 28.09.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 28. september 1975 ItMINN 35 NÝSTÁRLEG GÍTARKENNSLA Ólafur Gaukur, gitarleikari og hljómsveitarstjóri er um þessar mundir að setja á stofn gitarskóla með all nýstárlegu sniði. Hann er að fá frá Bandarikjun- um sérstök tæki til hópkennslu á gitar, sem þar i landi hafa mjög rutt sér tíl rúms á siðustu árum, og i New York eru þau jafnvel notuð til almennrar músik- kennslu viða i barna- og unglinga- skólum. í kennslustofu Ólafs verður rúm fyrir átta nemendur samtimis, og fer öll kennslan fram innan lokaðs kerfis, þannig að nemendur fylgjast með gegn- um heyrnartól og hafa sjálfir samband við kennara og sin á millimeð notkun hljóðnema, sem tengdur er heyrnartólinu. Einnig fylgja sérstakir gitarar, sömu- leiðis tengdir umræddu kerfi, til afnota fyrir nemendur i kennslu- stundum. Nemendur þurfa þvi ekki að koma með hljóðfæri með sér I timana, og er að þvi mikið hagræði. Aðallega mun verða miðað við byrjendakennslu á námskeiðum i skólanum, en i ráði er aðhafa örfáa tima fyrir þá sem eitthvað kunna fyrir sér. Byrjendakennsl- an er létt og skemmtileg, en undirstöðuatriðum tónfræði blandað með i hæfilegum skömmtum og eftir ástæðum. Kennsla i Gitarskóla ólafs Gauks mun fara fram i verzlunarhúsinu Miðbæ við Háa- leitisbraut þar sem skólinn hefur fengið sérstakt húsnæði. Kennsl- an mun hefjast 14. október, en innritun fer fram i skólahúsnæð- inu eftir miðja næstu viku. Barnaskólanemendur I New York i tónlistartfma. Tækin eru af sömu gerð og notuð verfta f Gitar- skóia Olafs Gauks. O Ameríkuför verið til að dreifa. Kemst Chapman að þeirri niðurstöðu, að þá hafi borið að Vogey og hamarinn hái, þar sem fossar steyptust fram af, hafi verið Vogabjörg, þar sem Böstadals- foss fellur i sjó niður. Þeir finna hvergi höfn, þar sem þá ber að landi, svo að þeir leita norður með i þoku og súld, unz þeir komast, aðfram komnir af þorsta og hungri, i klettagjögur, þar sem þeir afla sér vatns og draga bát sinn upp. Hundur kem- ur til þeirra og visar þeim leið til mannabyggða, þar sem þeir dveljast i þrjá daga. Brandan leggur mönnum sinum rikt á minni að taka ekki neitt ófrjálsri hendi. En þegar þeir fara, hefur einn þeirra stungið á sig silfur- HITAVEITU teng ingar i Kópavogi/ Garðahreppi/ Reykjavík, Seltjarnarnesi. Hilmar J. H. Lúthersson Sími 7-13-88. ‘Vanctej? Þéttir gamla og nýja steinsteypu. SIGMA H/F Upplýsingar I simum 3-47-70 & 7 -40-91 Ármúlí 18. Sími 81760. Póstb. 5035. Reykjavík nqavörur h.f.j Tiimnner peningar grip, og verður það refsing guðs, að hann dettur dauður niður. Ekkert er sagt um fólkið i þess- ari byggð, sem Chapman telur hezthafa verið, þar sem nú heitir Gjógv, eða Gjá, en segir þó, að þetta kunni að hafa verið á Straumey — þá trúlega Tjörnu- vik. Heilagur Brandan og menn hans láta nú aftur i haf, og berst bátur þeirra viða eins og segir i Brandans sögu. Þeir hrekjast fram og aftur i grennd við eyjarnar, þar sem þeir sjá að muni vera gnægð vatns og mikið af smáfiski. Chapman ætlar, að þeir hafi komið á Sand, þvi að lýsingin svarar til Sandeyjar. 1 byggð þar kemur til Brandans maður, sem býðst til þess að láta þeim i té vistír, sem þeir þarfnast frá páskum til hvitasunnu. Þeir brjóta brauð á skirdag á Sandi. Menn Brandans sjá hóp af hvitum sauðkindum, og þeir fá eina til páskahalds, ásamt ósýrðu brauði (drýl?) sem maðurinn lætur þeim I té. Sauðurinn, sem þeir fá, er sagður hafa verið stór eins og naut, og maðurinn, sem átti hann, skýrir það með þvi, að þarna sé nægt góðra bithaga og snjólétt á vetrum. Maðurinn býður þeim að fara með sér til eyjar, sem sést þar skammt undan og dveijast þar næstu nótt. Chapman telur, að þeim hafi verið boðið til Kirkjubæjar, sem sést úr Sandey. Þaðan áttu þeir að fara vestur á bóginn til eyjar, þar þar sem mikil er fuglamergð og dettur Chapman i hug, að það hafi verið Mykines. A þessum ferðum milli eyja finna þeir hval á reki, og fara þeir upp á hvalinn, sem þeir ætla fyrst, að sé sker. Með þessari ævintýrakenndu frásögn um hvalinn lýkur þessum kafla Brandans sögu. Þess getur ekki, hvort þeir komust nokkurn tima til þess staðar, sem Chapman telur hafa verið Kirkjubæ, en fomar sagnir herma, að Brandan hafi dvalizt þar og Brandansvik er þar örnefni. Næst er það af heilögum Brandani og mönnum hans að segja, að þeir fara vestur um og koma til eyjarinnar, þar sem tóku fyrst land. Þar er mjótt og straumhart sund, sem gæti hafa verið Vestmannasund, og loks koma þeir i lækjarós eða árós, og draga þar upp skip sitt nokkurn spöl, unz þeir koma-á lygnan poll. Chapman segist ætla, að þá hafi þeir verið komnir til Saksunar. Hér gerist þó það, sem vekur nokkurn efa hjá Chapman. Þeir sjá margt hvitra fugla. En i Fær eyjum hefðu ekki átt að vera slikir fuglar, sem heilagur Brandan þekkti ekki frá írlandi. Fuglafræðingur, sem Chapman hefur leitað ásjár hjá, telur þó hugsanlegt, að þetta hafi verið rjúpur, sem enn geti hafa verið hvitar á útmánuðum. Svo er lika frá sagt, að þessar rjúpur hafi hafzt við i tré, en það gerir amerisk tegund rjúpna, svonefndar viðirjúpur. Nú eru hvorki rjúpur i Færeyjum né villt kjarr, og yrði þar þvi að hafa orðið breyting á síðustu fimmtán hundruð árin, ef Chapman hefur rétt fyrir sér. Isögu Brandans segir aftur, að eyjarnar hafi verið grösugar og skógi vaxnar og blómgróður mikill. Kunnugt er, að skógur hefurvaxið i Færeyjum, og mikil sauðbeit öld eftir öld, ásamt hugsanlegum veðurfarsbreyting um, kann að hafa breytt mörgu, segir Chapman. A þessum siðastnefnda stað dvaldist Brandan i átta daga. Þá hafði hann fengið vistir og gat látið I haf enn á ný. Norðanátt og vestanvindar valda þvi, að þá félaga rekur suður á bóginn, unz þeirkoma til Azóreyja. Eftir dvöl þar er haldið áfram og þá komast þeir á slóðir, þar sem skilyrði eru þeim hagfelld. Nyrðri miðbaugs straumurinn ber þá vestur á bóginn, unz "þeir taka land, liklega við Barbadoseyjar. Þaðan fara þeir norður á bóginn, en á þeim slóðum eru Bahamaeyjar. Enn er farið lengra i norður, og þar tekur Golfstraumurinn þá og ber þá til Nýfundnalands. Sjá þeir isjaka mikla á floti á hafinu, sennilega á svipuðum slóðum og þar sem Titanic fórst. Straumar og vindar bera þá austur um haf til lands,þar sem þeir sjá eldgos, og telja verðurhafa verið Island, ogfrá þessu landi haida þeir heim til trlands. Paul H. Chapman segir að vit- neskja Kristófers Kólumbusar um för heilags Brandans og þá leið, sem hann komst vestur yfir Atlantshaf, hafi gert honum kleift að komast til Ameriku. Yamaha 50 cc.eru stílhrein i utliti, með tvigengisvél og sjálfvirkri olíuinnspýtingu, þannig að óþarft er að blanda olíu saman við bensinið og 5 gira kassa. Gott verð og greiðsluskilmálar. 1 „ Yamaha mótorhjól eru sérlega sterkbyggðog hafa jafnan verið í fararbroddi í mótorhjóla- keppnum erlendis. .* |*i * .. ■ ;|f ....(W' EIGUM EINNIG FYRIRLIGGJANDI 360 CC.TORFÆRUHJÓL YAMAHA 50 CC. MÓTORHJÓL Borgartúni 29 sími22680

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.