Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 14. október 1975. Dansandi spéfuglar Á myndinni er Red Buttons, 54 ára gamall, að dansa við Groucho Marx, 84 ára gamlan, I veizlu, sem haldin var i tilefni frumsýningar á kvikmyndinni ,,The Towering Inferno” I Hollywood. Eins og gengur á þessum aldri hefur Groucho sina slæmuog góðu daga. Þegar honum liður vel, er hann til I að gera hvað sem er, eða næstum þvi það, til þess að geta hlegið hjartanlega. — Misskiljið mig ekki, áminnti hann ljósmyndar- ann, sem tók þessa mynd, — ég elska ennþá stúlkur — i hugan- um. Fuglamorðin halda áfram á Ítalíu Minnst 150 milljónir farfugla eru dauðadæmdir á þessu ári. Fuglavinir um gjörvalla Evrópu eru vonsviknir og hneykslaðir. Veiðilögin, sem áttu að banna eða að minnsta kosti minnka veiðar á söngfugl- um, ganga ekki i gildi. Tveimur lagafrumvörpum, þar sem meðal annars átti að banna fuglaveiðar með netum, var vis- að frá i þinginu i Róm. Enn verra er, að fyrir nokkrum vik- um lagði landbúnaðarnefnd öldungadeildarinnar fram laga- frumvarp, sem allir flokkar voru sammála um. t frumvarpi þessu er alls ekki talað um söngfuglaveiðar. ttölsk blöð segja, að með þessu sé svo að segja verið að löggilda fjölda- morð á farfuglunum. Þannig munu að minnsta kosti 150 milljónir farfugla, sem fljúga til ttalfu láta lifið, þrátt fyrir mót- mæli dýravina um allan heim. handritinu! Kvikmyndaatriði, sem valda hrolli hjá áhorfendum, eru oftast vanabundin vinna fyrir leikarana. Við töku myndarinnar „Docteur Justice” f Belgiu, varð hins veg- ar bláköld alvara úr leiknum. Ameriski kvikmyndaleikarinn John Philip Lawn, sem leikur aðalhlutverkið á móti Nathalie Delon, átti að klifra niður eftir 45 metra háum reykháfi. Hann hafði hafnað þvi að fá annan mann ”i staðinn fyrir sig. I rúmlega tiu metra hæð kom hið óvænta fyrir. Law skrikaði fótur, fékk hvergi fótfestu og missti lika takið á þunnum stálvir, sem hann hélt um og hrapaði. Sjúkrabill ók hinum slasaða á ofsahraða i nærliggjandi sjúkrahús. Þar gáfu læknarnir eftirfarandi yfirlýsingu: „Hann hefur verið heppinn”. Law viðbeinsbrotnaði aðeins. Hrapið ekki í var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.