Fréttablaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 21
Umsjón: nánar á visir.is MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.705 Fjöldi viðskipta: 405 Velta: 4.981 milljónir +0,61% MESTA LÆKKUN 20 29. október 2005 LAUGARDAGUR Actavis 43,00 +0,50% ... Bakkavör 44,80 +0,50% ... FL Group 13,80 -1,10% ... Flaga 4,06 +9,70% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslands- banki 15,10 +0,00% ... Jarðboranir 22,00 +0,00% ... KB banki 610,00 +1,00% ... Kög- un 54,10 -1,30% ... Landsbankinn 23,00 +0,90% ... Marel 65,20 +0,00% ... SÍF 4,36 +0,20% ... Straumur 13,45 +0,80% ... Össur 91,00 -0,60% Flaga +9,73% Mosaic Fashions+3,75% KB banki +0,99% Kögun -1,28% Vinnslustöðin -1,18% FL Group -1,08% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Eignir fleirra aukast meira en sem nemur landsfram- lei›slu á einu ári. Öll upp- gjörin framar væntingum marka›arins. Hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka Íslands, á fyrstu níu mánuðum ársins nam um 66 milljörðum króna eftir skatta og nærri tvöfaldast milli ára. Þetta þýðir að bankarnir hafi hagnast um 240 milljónir króna á hverjum degi á tímabilinu. Íslandsbanki hagnaðist um 15,4 milljarða, KB banki um 34,5 og Landsbankinn um 16,2 milljarða. Á þriðja ársfjórðungi högnuðust þeir um nærri tuttugu milljarða króna samanlagt. Uppgjör allra bankanna voru umfram væntingar markaðsaðila en þannig hefur raunin verið á árinu. Hagnaður Íslandsbanka var fjórtán prósentum fyrir ofan meðaltalsspá greiningardeild- anna, fimm prósent hjá KB banka en frávikin voru mest í til- viki Landsbankans þar sem af- koman var um 37 prósentum um- fram spár. Í lok september voru heildar- eignir bankanna komnar í 4.700 milljarða króna og höfðu hækkað úr 3.600 milljörðum frá ársbyrjun eða um 1.100 milljarða. Samanlagt eigið fé er um 350 milljarðar króna. Ef teknar eru nokkrar hag- stærðir til samanburðar þá nam verg landsframleiðsla 885 millj- örðum króna á síðasta ári og fjár- lögin voru upp á þrjú hundruð milljarða svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru skattskyldar tekjur einstak- linga um 601 milljarður á þessu ári. Heildareignir KB banka eru komnar yfir 2.300 milljarða króna og hafa aukist um 800 milljarða frá áramótum. Um 70 prósent af tekjum bankans verða til erlendis. Eigið fé bankans er komið í 173 milljarða. Gríðarlegur vöxtur einkennir Landsbankann en heildareignir hans hafa aukist um 55 prósent frá áramótum og eru 1.142 millj- arðar. Að sögn Sigurjóns Árnason- ar, bankastjóra Landsbankans, liggur mesti vöxturinn í erlendri starfsemi en 37 prósent af útlán- um hans eru þar. Eigið fé bankans er komið í 98 milljarða króna og hefur aukist um 162 prósent frá áramótum. Frá áramótum hefur Lands- bankinn hækkað mest eða um 90 prósent, KB banki um 37 prósent og Íslandsbanki um 35 prósent. eggert@frettabladid.is Hagna›ur bank- anna 66 milljar›ar KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] FRÁ KYNNINGARFUNDI LANDBANKANS Landsbankinn skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans var um 5,1 milljarðar. Íslandsbanki og KB banki skil- uðu einnig góðum tölum í hús. Fréttablaðið/E. Ól. Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam sextán millj- örðum króna eftir skatta, þar af 5.105 milljónum á þriðja ársfjórðungi. Afkoma bankans á þriðja ársfjórð- ungi er töluvert umfram væntingar markaðsaðila sem höfðu spáð rúm- lega 3,7 milljarða hagnaði. Til saman- burðar var hagnaðurinn 5.788 á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Hreinar vaxtatekjur voru 6,3 milljarðar og hækkuðu um 62 prósent milli ára. Aðrar rekstartekjur á fjórðungum voru töluvert umfram spár en þær námu 10,7 milljörðum en þar telst til dæm- is gengishagnaður af hlutabréfum. Hreinar rekstrartekjur voru því sautján milljarðar króna. Rekstrargjöld námu um fimm milljörðum og hækka um sautján prósent milli ára. - eþa Mjög gott uppgjör Landsbanka AFKOMA OG SPÁ Hagnaður LÍ á 3. ársfjórðungi Hagnaður LÍ 5.105 Spá KB banka 3.900 Spá Íslandsbanka 3.576 Meðaltalsspá 3.738 KB banki skilaði 9.708 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi og nemur heildarhagnaður ársins þá 34,5 millj- örðum sem er þreföldun á milli ára. Hagnaður KB banka á sama ársfjórð- ungi í fyrra var rúmlega 5,5 milljarðar. Uppgjörið er gott og umfram spár Íslandsbanka og Landsbankans sem gerðu ráð fyrir 9,2 milljarða hagnaði. Hreinar vaxtatekjur voru 9,5 millj- arðar á þriðja árshluta og hækka um 85 prósent á milli ára. Aðrar tekjur eins og þóknanatekjur og gengis- hagnaður nema 13,4 milljörðum. Hreinar rekstrartekjur voru 22,9 millj- arðar sem er helmingsauking miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld voru 9,5 milljarðar og hækka um 61 prósent. Heildareignir bankans eru komnar yfir 2.300 millj- arða króna og hafa hækkað um tæpan helming frá síðustu áramótum. - eþa Gó› afkoma KB banka AFKOMA OG SPÁ Hagnaður KB banka á 3. ársfjórðungi Hagnaður KB banka 9.708 Spá Landsbankans 9.430 Spá Íslandsbanka 9.032 Meðaltalsspá 9.231 20-21 Viðskipti 28.10.2005 20:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.