Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 14. nóvember 1975 með ungu fólki Hilde Helgason var að kenna Kristinu Kristjánsdóttur i 2. bekk S raddbeitingu. Þetta er ein stærsta kennslustofan i skólanum. Litið inn i kennslustund hjá Gylfa Baldurssyni. Hann er þarna að kenna 3. bekk taltækni. Eins og sjá má er kennslustofan litil, og lítið fer fyrir hiísgögnunum. Pétur Einarsson skólastjóri. rúmgóð og með stórkostlegu útsýni yfir Tjörnina. En sökum timi afgangs fyrir nemendur þótt þeir vilja vinna með náminu. Svo eru lánamál þess- ara nemenda i kalda koli, eins og annarra námsmanna um þessar mundir, en eins og kunnugt er, er beðið eftir lir- skurði rikisstjórnar um þau mál þessa dagana, og þvi er enn allt óvist um framtiðina. Þegar við spyrjum Pétur um húsnæði skólans, kemur i ljós, að mesturhluti kennslunnar fer fram i gamla Iðnskólahúsinu við Tjörnina, en þar var Fósturskólinn áður til húsa. — Hér höfum við þrjár stórar stofur og tvær litlar, og i norður- enda hússins höfum við þrjár litlar stofur, en þar ervonazttil að hægt verði lika að koma upp kaffistofu og setustofu fyrir kennara og nemendur, sagði Pétur. — Likamsþjálfun er dreifð um alla miðborgina — hún fer fram á fjórum stöðum. Einna verst settir eru nemend- ur fjórða bekkjar, sem eru á hálfgerðum hrakhólum. Þeim er kennt að Frikirkjuvegi 11, þar sem við höfum lika húsnæði, en einnig sækja þeir tima hér. Þeir eru raunverulega á þeytingi um allan miðbæinn til að sækja tima. — Varanlegt húsnæði fyrir skólann? Það er allt i óvissu um hvernig húsnæðismálin þróast i framtiðinni. En þær kennslu- stofur, sem við höfum nú til umráða, eru mjög óhentugar, þvi þær eru flestar alltof litlar. Við þurfum stórar kennslu- stofur. Nú, eins og allir vita, er umferðin mikil hér i miðbæn- um, og hávaði frá henni truflar eðlilega mikið kennslu hér. — Nemendur eiga um tvennt að velja, að kafna úr loftleysi eða opna gluggana og drepast úr hávaða! Það má eiginlega segja, að Lækjargatan liggi i gegn um kennslustofurnar! Um fjármál skólans sagði Pétur að fjárveiting hefði verið búin til upp úr tómum kössum, og fékk skólinn fimm milljónir til umráða fram að áramótum. — Skólinn fer af stað af miklum vanefnum, en það gefur auga leið, að það kostar mikið að koma upp skóla sem þessum, undirbúningur er mikill og stofnkostnaður að sjálfsögðu lika. Rikið kostar starfsemina og nemendur greiða ekki skóla- gjöld. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er nú i smiðum og kemur inn á næstu fjárlög. Að lokum spyrjum við Pétur, hvort hann hyggist leika eitt- hvað í vetur. — Ekki eins og er, hér er of mikið að gera til þess að það sé hægt. Það er auðvitað slæmt að detta alveg út úr, þvi starfi, enda vonaég,aðþað komiekki til. Auk þess að vera skólastjóri Leiklistarskóla íslands kennir Pétur leiktúlkun, og starfið tekur all't mest állan tima hans. —gébé— Eins og kunnugt er hóf nýr skóli göngu sina i höfuðborginni i haust, Leiklistarskóli tslands. Margir voru þeir, sem lengi höfðu beðið skóia þessa með óþreyju. Fyrir þrem árum þegar biðin þótti orðin ærið löng, stofnaði svo ungt áhuga- fólk um leiklist leikiistarskóia, SÁL. Siðan, eða fyrir rúmu ári, var annar ieiklistarskóli stofnaður að tiihlutan leik- húsanna tveggja i Reykjavik. Upp úr þessum tveim skólum var svo Leiklistarskóli tsiands stofnaður. Hann hóf starfsemi sina i haust i húsakynnum gamla Iðnskólans við Tjörnina, en starfsemi hans fer einnig fram á öðrum stöðum i borginni,'. þar sem húsnæði þetta er hvergi nærri nógu stórt og fremur óhentugt til þessarar kennslu. Blm. og ljósmyndari Timans litu inn hjá Pétri Einarssyni leikara, sem nú er skóiastjóri Leiklistarskólans, og svaraði hann greiðlega öllum spurningum. — Nemendur þeir, sem voru i leiklistarskólunum tveimur, komu til náms i nýja skólanum i haust, sagöi Pétur. Alls hófu 44 nemendur nám, en nú hafa tveir dottið út, og eru alls ellefu nemendur utan af landi. Engir nýir nemendur voru teknir inn i haustog litlar likur eru á að það verði gert haustið 1976. Það er með öðrum orðum ekki búizt við að unnt verði að taka nýja nemendur inn i skólann fyrr en haustið 1977. Astæðuna til þessa kvað Pétur vera þá, að meðan verið væri að byggja upp skóla- starfið og það væri I mótun, væri ekki talið ráðlegt að bæta við nyjum nemendum. — Við ein- beitum okkur að uppbygging- unni áður en við tökum inn nýja Blm. Timans ræðir við Pétur I skrifstofu hans sem er f risi hússins, brunahættu mega ekki vera þar inni I einu fleiri en 4 manneskjur........ nemendur, sagði hann. — Nemendur skólans eru mis- jafnlega langt komnir i námi sagði Pétur. Kennt er i fjórum bekkjum, öðrum bekk S (SÁL) og öðrum bekk H (Húsa- skólinn), þriðja og fjórða bekk. Nemendur i fjórða bekk út- skrifast næsta vor, en þeir eru ellefu talsins og allir úr ieik- listarskóla SAL. Enginn nemendanna, sem hófu nám við skólann i haust, þurfti að taka sérstakt inntökupróf, enda höfðu þau öll staðizt hæfnimat I sinum skól- um frá s.l. vetri. Og Pétur heldur áfram: — Tólf kennarar starfa við skólann, og eru þeir allir laus- ráðnir nema ég. Aðalnáms- greinin er leiktúlkun, og er verkefnakerfið spunnið i kring um það. Þá er einnig kennd likamsþjálfun, sem ekki má rugla saman við venjulega leikfimi. þessi þjálfun er með allt öðru sniði. Þá læra nemend- ur raddbeitingu, taltækni, leik- listarsögu, bæði innlenda og er- lenda, og svo bragfræði Töluvert er um fyrirlestra i sambandi við námsefnið, og eru þeir tengdir verkefnum, sem eru f gangi á hverjum tima. Þá eru nemendur i söngtimum i Söngskóla Reykjavikur, sem einnig leggur til kennara, sem sjá um þessa hlið menntunar- innar. Skólaárið skiptist i þrjár annir, og námið er mjög strangt, þvi nemendur sækja um fjörutiu til fjörutiu og fimm tima á viku. Þetta er mikil vinna og áreynsla, og þvi enginn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.