Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.11.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. nóvember 1975. TÍMINN 13 1111111 miiiiHí 'iiMii nR 111 Léleg varahlutaþjónusta Ég undirritaður fór i vara- hlutaverzlun Bifreiða- og land- búnaðarvéla nú um daginn, þar sem ég hugsðist fá gler framan á ljósker i Moskvitch árgerð 1973, en ég reyndist þar kominn i „geitarhús að leita ullar”. Afgreiðslumaður tjáði mér nefnilega, að gler þessi hefðu ekki fengizt þar i umboðinu siðan fyrir hálfu öðru ári, og hana nú.... Já, þar hafið þið það piltar. Er þetta ekki bagalegt fyrir viðskiptavini ykkar, varð mér á að spyrja rétt si svona.... „Jú,” svaraði búðarmaðurinn þá, — ,,ég veit til þess að lögreglan er farin að klippa af bifreiðum skrásetningarnúmerin, af þess- um sökum”. Já, — nefnilega það, einmitt núna i vetrarbyrj- un, skammdegi og kuldum, að verða að láta sér lynda að horfa á handhafa lögregluvalds klippa af bifreið manns skrásetningar- númerin sökum sérlega lélegrar þjónustu bifreiðarumboðs. Ég fékk að vita það þarna i varahlutaverzlun umboðsins að viðar væri þjónustan slök af þessu tagi. Mér varð það nú fyrst fyrir, er út úr búðinni kom, að vikja málinu til F.l. B. þar sem mér var tekið af velvild og skilningi. Forstjóri félagsins hafði þegar i stað simasamband við eitt dag- blaðanna hér i borginni og tjáði þvi málavöxtu. t gær birtist svo eindálka greinarstúfur um málið eins og svo sem ekkert væri um að vera. Kannske er. þörf fyrir „frjálst og óháð dagblað” fyrir mál af þessu tagi. Fyrir mér er þetta allalvarlegt mál, og liklega fleirum. Ég hef fyrir satt að rúss- neskar nýlegar bifreiðar séu nú ónothæfar i þó nokkrum mæli, og hafi verið talsverðan tima, vegna þess að varahlutir eru ófáanlegir hjá umboðinu. Hér á þó rússneska umboðið ekki eitt hlut að máli. Viðar er pottur brotinn varðandi vara- hlutaþjónustuna. Svona sofandaháttur innflytjanda hlýtur að vera ekki aðeins óþægilegur, heldur getur hann varðað siðferði manna og vafalaust lif og limi einnig. Það er mjög i tizku nú að gera kröfur til allra nema sjálfra sin. Er þá nema von að ringulreið og jafnvel hrun blasi við, þegar sum hjól þjóðarlikamans eru að stöðvast og jafnvel farin að snú- ast aftur á bak. Já, lög eru sett á alþingi okkar hinu virðulega, en sumum hverjum þeirra laga reynist svo ekki unnt að framfylgja, sökum meinsemda i þjóðarskrokknum. ökutæki skulu i viðunandi ástand, þó sérlega öryggisút- búnaður þeirra og löghlýðnir menn og konur reyna af sam- vizkusemi og eftir beztu getu að fara eftir þessu sin og annarra vegna, en viti menn, svo fæst ekki hjá umboði bifreiðarinnar varastykki, bremsuborðar, stýrisendi, gler á ljósker, sam- loka, o. fl. o. fl. mánuðum saman. Nú, stýrisendi bilar skyndi- lega eða stýrið, þýðingarmikið stjórntæki — örkuml eða bani margra manna blasir við. Bremsurnar bila skyndilega i beygju við brú, voðinn blasir við. Ljósin slokkna fyrirvara- laust og hörmungarnar eru augljósar. Stundum neyðast menn til að aka bifreiðinni i ólagi og af verður kannske hörmungar- saga, vegna þess að skortur er á varahlutaþjónustu. Slikt kann að hafa i för með sér aukið kæruleysi og uppreisn hjá hinum ýmsu borgurum, ekki sizt viðkvæmum ungmennum. Það þarf að gera kröfu til hlutaðeigandi aðila um að bæta þegar i stað úr þvi slæma ástandi sem nú er rikjandi i nauðsynlegri þjónustu við bif- reiðaeigendur hvað varahluti snertir. Verði þessi krafa hunz- uð eiga réttir aðilar talsvert á samvizkunni. Þeir eru og verða ótaldir sem i hjólastól eða gröfina fara sök- um sofandaháttar bifreiða- umboða. Það verður þvi að gripa til róttækra aðgerða og er athug- andi hvort ekki kæmi til mála að láta stöðva sölu á bifreiðum hjá þeim umboðum er verst standa sig i lifsnauðsynlegri þjónustu við viðskiptavini sina, þar til þjónustan hefur verið fyllilega bætt. Slysafaraldurinn að undan- förnu er hörmungarsaga og ætti vissulega að kenna mönnum, ef menn á annað borð geta hugsað heilt. Sú báglega slysatiðni sem átt hefur sér stað fyrirfarandi er vissulega ekki sök innflytjenda einna. En þeir verða að gera sér það ljóst að fullu, að þeir eru i býsna mikilli ábyrgðar- stöðu, þótt allir beri auðvitað ábyrgð i umferðinni. Þá er ábyrgð umboðanna augljóslega ekki sizt þar sem þeir, er þar stjórna, geta beint eða óbeint verið örlagavaldar fjölda manna með veittri þjónustu sinni eða þjónustuleysi. Hér virðist vera verðugt verkefni handa Félagi islenzkra bifreiðaeigenda, að vinna að. Stjórnendur félagsins! Látið málið til ykkar taka, þá vinnið þið þarft verk, og vafalaust hafið þiðstuðning margra góðra manna. Heykjavik, 15. nóv. 1975. Guðni J. Þórarinsson Másseli O SUF-síðan fræðslu nái fram að ganga á þessu þingi og það sem fyrst. Alþýðusamtökin hafa starfrækt Bréfaskóla, en starfsemi hans hefur til þessa átt i vök að verjast vegna fjárskorts. En bezt sést hver þörf er á sh'ku fræðslustarfi af þvi, að nemendur eru nú hvorki meira né minna en 2000 talsins og i þeim hópi er fólk á öllum aldri, allt frá bömum til gamalmenna. Fróðleiks- og þekkingarþorstinn og þörfin er þvi mikil. Þá hefur MFA, þ.e. Menningar og fræðslu- samband alþýðu unniö mikið og merkilegt fræöslustarf i formi námskeiða, sem haldin hafa verið um land allt á vegum verkalýðs- félaganna. Siðast en ekki sizt vil ég nefna Félagsmálaskóla al- þýðu, sem rekinn er af ASl og MFA og á sér aðsetur I ölfusborg- um. Þessi skóli hóf starf sitt á þessu ári og þaðan hafa þegar út- skrifast tveir hópar úr fyrstu önn skólans,'en fyrirhugað er að önn- ur önn verði i febrúar á næsta ári. Ætlunin er að annirnar verði þrjár og taki hver þeirra tvær vikur. Nýlega útskrifaðist úr skólan- um annar hópurinn úr fyrstu önn. 1 hópnum voru 16 manns á öllum aldri, fólk úr alþýðustétt hvaðan- æva að af landinu. Þetta fólk á aðild að ýmsum verkalýðsfélög- um. Félögin eru misstór, og vafa- laust hafa hvert um sig gert það sem þau megnuðu til þess að styrkja sina menn. Fjárráð minnstu félaganna eru hins vegar svo litil, að þau megna ekki að greiða þann kostnað,sem af ferð- um og uppihaldi hlýzt, og þvi sið- ur vinnutap það, sem þeir verða að þola, sem námskeiðin sækja. Skólipn sjálfur er lika fjárvana. Þá verður kannski mörgum á að spyrja, hvernig á þvi standi að verkalýðshreyfingin eigi ekki til fræðslusjóði til þess að styrkja félaga sina. Þvi er til að svara, að mörg félaganna eiga nú þegar slika sjóði, en það þarf engum að segja hvernig þeir fjármunir fara i vitiseldi verðbólgunnar. 1 hon- um brennur það fé, sem félög og einstaklingar hafa ætlaö að eiga til þess að vera efnalega sjálf- stæðir. Það vita allir, að þeim fjármunum er hreinlega stolið — ég kalla það þjófnað, þó svo að hann sé lögverndaður. Ekki verður rætt um fræðslu- mál verkalýðshreyfingarinnar án þess að hugleiða hvaða tima verkamaðurinn á að hafa til þess að afla sér þjálfunar og þekking- ar. Þvi hefur verið haldið fram, að atvinnutekjur hérséu svipaðar og annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er kannski rétt, ef litið er á heildartekjur, en þá er þess að gæta að annars staðar er miðað við þá reglu, að menn vinni ekki nema sjö til átta tima á dag, en hér á landi er vinnutimi ósjaldan helmingi lengri, og þykir ekki til- tökumál, þótt menn vinni sextiu tima á viku, enda veröa menn að þræla myrkranna á milli og gott betur til þess að afla sér lifvæn- legra tekna. Þessi skipan mála er engum til góðs nema atvinnurekendavald- inu, sem telur sig hafa af þvi hag, að menn þurfi að þræla sem mest til þess að hafa i sig og á og kreista þannig úr þeim allan bar- áttukraft. Margrannsakað er, að fullum afköstum skilar verkamaður ekki, ef vinna fer fram úr sjö til átta stundum á dag. Það er m.a.s. mögulegt, að um framleiðslu- aukningu yrði að ræða i flestum greinum,efvinnutimiyrði styttur þannig, aðvinnuvikan yrði i raun 40 stundir og lögð yrði niður öll nætur- og eftirvinna. Eitt grundvallaratriðanna i stefnu Framsóknarflokksins er, að byggja á samvinnu við al- mannasamtökin en ekki á þjón- ustu við samtök fjármagnsins. Framsóknarflokkurinn verður i reynd að taka skelegga afstöðu til þessara mála. Þannig getur hann orðið sterkt afl innan verkalýðs- hreyfingarinnar, en til þess að svo geti orðið verður hann að setja vinnuna i öndvegið og þar með talið starf við öflun þekking- ar. Þetta verður að setja ofar fjármagni og fésýslu, þannig að fjármagnið þjóni vinnunni og verkalýðnum. Það er sárgrætileg staðreynd, að sá langi vinnutimi, sem við nú búum við, skuli þjóna þeim til- gangi helztum að svifta launafólk þeim tima og þvi þreki, sem það þarf á að haldá til þess að geta sinnt eigin kjara- og velferðar- málum, svifta það tima og orku til lestrar fræðilegra og menn- ingarlegra bókmennta eða þekk- ingaröflunar með öðru móti. Við Framsóknarmenn verðum að gera okkur ljóst, að þessum félagslegu markmiöum nær flokkurinn ekki f samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem alla tið hefur verið andsnúinn hagsmun- um alþýðu þessa lands. Ég vil ljúka þessum orðum með þvi að lýsa yfir bjartsýni minni á þvi, að okkur takist að auka tengsl Framsóknarflokksins viö verk a lý ðshre yf ingu na. Verkalýðsmálanefnd flokksins hefur nú boðað til ráðstefnu um verkalýðsmál i samvinnu við Samband ungra framsóknar- manna 29. og 30. nóvember n.k. Ég skora á alla framsóknar- menn i verkalýðsstétt, sem þvi fá við komið, að fjölmenna á þessa ráðstefnu. Þriþættur lopi. Okkar vinsæli þriþætti lopi ávallt fyrirliggjandi i ölium | sauðalitunum. Opið 9-6 alla virka daga og ti) hádegis á laugardögum, Magnafsláttur. Póstsendum um allt land. Pöntunarsimi 30581. Teppamiðstöðin, Súðarvogi 4, Iðnvogum, Kvik. Finnskt verðlaunaleikrit í útvarpi A FIMMTUDAGINN verður flutt i útvarpi finnska leikritið „Art Virtanen 8 ára” eftir Maijaliisu Dieckmann. Leikritið hlaut verð- laun i samkeppni norrænna út- varpsleikrita snemma á þessu ári. Maijaliisa Dieckmann er fædd i Mellila árið 1934, og er bóndadóttir. Hún lauk prófi frá kennaraháskólanum i Abo 1962. Hefur siðan kennt i ýmsum skól- um. Auk efnis fyrir skólaútvarp og bai;natima hefur hún samið nokkur leikrit. Þekktust þeirra eru „Ast og leirböð” og „Ari Vir- tanen 8 ára”. „Vandræðabarnið” Ari Vir- tanen, sem höfundur kallar svo, á bæði foreldra og heimili, en er engu að síður rótlaus og slitinn úr tengslum við umhverfi sitt. Hann er ósannsögull og skrópar úr skól- anum. Höfundur segir um hann m.a.: „Ari naut i rauninni um- hyggju i uppvextinum. Fjölskyld- an átti ekki i neinum fjárhagsörð- ugleikum og enginn drykkjuskap- ur var á heimilinu. Enginn, sem þekkir til slikra hluta, getur gert sér i hugarlund þann skort á hlýju, ástúð og vináttu sem Ari og hans likar eiga við að búa.” Hver er skýringuna að finna? Kannski i þvi, að fjölskyldan flyt- ur úr einum stað i annan, finnur ekki fótfestu þrátt fyrir velgengni á ytra borðinu? Slikt á sér marg- ar hliðstæðar bæði fyrr og siðar. Hver og einn verður að finna það svar, sem hann telur liklegast. Torfey Steinsdóttir hefur þýtt leikritið, en leikstjóri er Briet Héðinsdóttir. BRAUN SYNCHRON PLUS Örþunnt platínuhúðað blað Það er leyndardómur hins snögga og mjúka raksturs Snöggur og mjúkur á raksturinn að vera. Hann á svo sannarlega ekki að vera harður og óþægilegur. Þess vegna er blaðið húðað örþunnri platínuhúð og það er mjúkt þegar það leggst þétt að húð þinni. Platínuhúðin er öruggasta tryggingin fyrir þægilegum, snöggum og mjúkum rakstri. Þessi þægilegi/ snöggi ogmjúki rakstur er ástæðan fyrir þvú að þér kaupið og notií BRAUN SYNCHRON PLUS rakvélina. Fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða um land og hjá okkur.— Verð kr. 12.385. Sími sölumanns er 1-87-85. BRAUN-UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 ra hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmánuðina er Bíiapartasalan opin frá kl. 1*6 eftir hádegi. Upplýsingar í síma 11397 frá kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. j ‘á vrojVðt 'Sfíffa r % Til leigu | ijK I m ív: m 1 • er geymsluhúsnæði á jarðhæð i Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. Upplýsingar á Hafnarskrifstofunni. y s.f’ x * llalnarst jórimi i Reykjavik. m ,T; . S5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.