Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.01.1976, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. janúar 1976. TÍMINN 15 o Getum gjaldeyris okkar, en hinn sparar gjaldeyri og aflar hans. Gjaldeyr- issparnaður á hvern einasta starfsmann i vöruframleiðsluiðn- aði var 2,5 milljónir króna á árinu ’75. Framleiðsla þessara 23.000 manna i fiskveiðum, fiskiðnaði og almennum vöruframleiðsluiðnaði er sú undirstaða, sem öll önnur atvinnustarfsemi á tslandi bygg- ist á. Þessi almennu sannindi þurfa menn að gera sér ljós, og þessa undirstöðu verður að stækka. Ef yið eigum að tala um einhverjar framfarir, og ef við eigum að geta borgað hærra kaup hér á Islandi og Iátið þegnunum liða vel, þá verður að efla þessa undirstöðu. Það sem mér lizt verst á um þessi áramót, er að ég sé enga tilburði i þá átt, að verið sé að gera það. Við höfum verið að veðja á skipin, togarana, og með útfærslu landhelginnar er nauðsynlegt að eiga stóran flota, en svo fáum við svörtu skýrsluna i andlitið, og það kemur i ljós að við verðum að minnka sóknina en ekki auka hana, þó svo að við flæmum út- lendinga frá okkar fiskimiðum. Ég veit ekki hvort ég á að vera að telja upp fleiri svartar hliðar um þessi áramót, en þvi miður sé ég fáar bjartar. Mér finnst ógn- vekjandi, hve mikil kjaraskerð- ing hefur orðið á árinu sem leið. Ég hef áður sett fram nákvæm- lega hvað ég vil láta gera — við verðum að gera það upp við okk- ur, á hverju við ætlum að lifa i framtiðinni. Þessir atvinnuvegir hafa tekið við hver af öðrum. Fyrstu 1000 árin sem við bjuggum i þessu landi lifðum viö fyrst og fremst af landbúnaði og dálitilli sjósókn á smákænum, og undan- farin hundrað ár höfum við aðal- lega lifað á landbúnaði og sjávar- útvegi, en siðustu 30—40 árin ver- ið að þreifa fyrir okkur meö iðn- að, og nú er svo komiö, að þessi fjöldi manna, sem hér býr, getur ekki lifað af þvi sem sjórinn og landið gefa af sér, við þurfum meira. Þá þurfum við að snúa 'okkur að þvi að gerast iönriki, eins og aðrar þjóðir hafa gert. Það er afskaplega rökrétt að hafa unnið þetta eins og við höfum gert, byrja á landbúnaði og fara svo yfir I auðveldustu auðlindina, sem er sjórinn. Við verðum að byggja á fólkinu i landinu, að við- bættri þeirri orku, sem hér er, og þeim hráefnum, sem við eigum. A þessum þrem meginþáttum verðum við að byggja framtið okkar. Eins og tölurnar sem ég nefndi áðan sýna, er iðnaðurinn þegar orðinn töluvert stærri en sjávarútvegurinn, þótt fáir geri sér grein fyrir þvi. En þetta bil verður að breikka ennþá meira, þvi að framtiðarburðarás is- lenzkrar velmegunar verður að sjálfsögðu iðnaðurinn. Ég held að aðalatriðið sé að taka hér upp al- hliða iðnþróunarstefnu i sama dúr og þær þjóðir, sem tekizt hefur að byggja upp sinn fram- leiðsluiðnað, og það á öllum svið- um, bæði i fjármálum, skatta- málum, tollamálum, menntamál- um og tæknimálum. Það eina sem við förum fram á, er aö við njót- um sömu skilyrða og útlendingar búa við á íslandi. Allt það sem við kvörtúm um, er tekið burt i samningum við útlendinga, það er ekkert annað en að taka upp sams konar lif fyrir okkur og út- lendinga á tslandi. Við biðjum ekki um forréttindi, en við viljum hafa sama jarðveg að starfrækja okkar verksmiðjur i eins og þeir sem við keppum við frá útlönd- um, þvi ef þeir hafa miklu betra umhverfi, þá getum við ekki keppt við þá. Og það að við getum ekki keppt við þá, þýðir að við getum ekki greitt fólki okkar nógu há laun og þá ýmist versna lifskjörin eða fólkið flýr land, eins og komið hefur fyrir. Eina leiðin til að halda sérmenntuðu fólki i landinu er að geta boðið þvi störf við þess hæfi og viðunandi lifs- kjör. Fólk, sem farið hefur i há- tæknilegt nám, fer ekki að veiða fisk eða stunda landbúnað, en það vill t.d. gjarna vinna við háþróað- an efnaiðnað. __cB. © Hlutur kemur niður á vinnslustöðvunum og sjómönnum. Sannarlega þurftum við að endurnýja togaraflotann með stækkun landhelginnar f 50 milur. Kannski hefur sú uppbygging verið of hröð, sérstaklega ef miðað er við rannsóknir, sem gerðar hafa verið nú siðustu ár, og ástand fiskstofnanna. Einnig hefur gengið of hægt að koma út- lendingum i burtu af miðunum. Stöðvun togarakaupa kemur harðast niður á útgerðinni á Suðurnesjasvæðinu, þar sem er_ megin bátaútgerð landsins, ef svo" heldur fram sem horfir um minnkandi afla. Hvort þetta myndi lagast með fleiri togurum, það er ég ekki kominn til með að segja. Aðalatriðið er, að sóknin i heild er of þung. — Hað eigum við að eiga marga báta, og hve marga tog- ara? — Þvi er torvelt að svara. Mergurinn málsins er, að við verðum að fara ákaflega varlega i veiðar á þorski og ýsu, ef við eig- um ekki að ganga af stofnunum dauðum. Ég er bjartsýnn á að ef við hegðum okkur skynsamlega, eigi þeir eftir að byggjast upp aftur, en það tekur sinn tima. Og það verður sársaukafullt fyrir ýmsa að biða eftir þvi að stofn- arnir rétti við. Það er nýtt vandamál hjá okkur að þurfa að draga úr sókn, og þvi verðum við að bregðast við eftir beztu getu. Sumir vilja fækka skipum, en það er ekki hlaupið að þvi. Akveðið er að taka upp hert eftirlit með þvi að ekki verði gengið nærri fiskstofnunum og að þeir nái að hrygna i friði. Gert er ráð fyrir að lokað verði stærri svæðum en áður fyrir veiðum, þar sem smáfiskur heldur sig. Mest riöur þó á þegnskap sjó- mannanna sjálfra, að þeir haldi sig frá smáfiska- og hrygningar- svæðunum. Við treystum á að menn sýni samvinnu og sam- ábyrgð i þessu máli. Við þurfum að draga úr sókn- inni i þorskinn og reyna heldur að veiða aðrar fisktegundir. Ég held ekki að aflinn 1976 þurfi að verða miklu minni en á siðasta ári, en hlutur annarra, kannski verð- minni tegunda, mun aukast. Með smávegis heppni held ég að loðnan geti orðið okkur til bjargar. Við eigum að geta veitt meiri loðnu en við höfum gert, og lengri tíma á árinu og þannig létt á sókninni i þorskinn. Við ættum að geta veitt ioðnu siðari hluta sumars og að haustinu, en þá er hún betri til vinnslu, og stofninn virðist alveg þola það. Aðrar tegundir kunna einnig að eiga framtið fyrir sér, svo sem spæriingur,kolmunni og langhali. — Við höfum ekki leyst þann vanda, hvernig á að veiða kol- munnann, og einnig þarf að gera vinnslutilraunir. Hugsanlega væri hægt að vinna hann, herða og selja sem skreið. Langhala getum við eflaust veitt, en getum við selt hann? Úr mörgu þarf að fá skorið varðandi veiði, vinnslu og markaði áður en hafizt verður handa um veiði nýrra fiskteg- unda. — Afkoma sjávarútvegsins á slðasta ári var ekki góð, hvorki fyrir flotann né vinnsluna. Mark- aðsverð fisktegunda, nema salt- fisks.hækkaði að vi'su siðari hluta ársins, en ekki nóg til að vega á móti hærri vinnslukostnaði, og ef ekki verður breyting á þessu ári, er ekki að búast við að afkoman verði góð, einkum og sér i lagi þar sem við verðum að auka veiði verðminni tegunda. Engu að siður er sjávarútvegurinn sú gull- kista, sem við sækjum að heita má allan okkar gjaldeyri i. Erfiðleikarnir á mörkuðunum stafa ekki sizt af þvi, hvað aðrar þjóðir styrkja sinn sjávarútveg mikið. Þannig er um keppinauta okkar Norðmenn, ýmis Efna- hagsbandalagsrikjanna og Kanada og á siðast liðnu ári voru slikir styrkir stórauknir. Við getum ekki styrkt okkar sjávarútveg, og þvi er erfitt fyrir okkur að keppa um verð við þessi lönd. Við bindum miklar vonir við hafféttarráðstefnuna, ekki sizt vegna þess að allar óskir okkar um verndun og nýtingu fiskstofn- anna hafa verið teknar til greina i sameiginlegum texta ráðstefn- unnar, sem tekin verður ákvörð- un • á næsta fundi hennar nú i marz. Ef illa gengur, verðure.t.v. sett inn ákvæði um umþóttun er- lendra þjóða eða gerðardóm. En að svo komnu máli finnst mér okkur hafa gengið vel i haginn. Sg 0 Landbúnaður tekizt að telja tugþúsundum mætra, góðviljaðra og sann- gjarnra borgara trú um, að sauð- kindin þessi lifgjafi islenzku þjóðarinnar, sé hálfgert óarga- dýr, sem hafi eyðilagt landið, þótt þeir, sem búskap stunda viti betur og láti þennan áróður lönd og leið. Svo langt hefur þessum annars mæta manni tekizt að læða áróðri sinum og blekkingum inn i hug þjóðarinnar, að jafnvel rikisútvarpið — sjónvarpið — getur ekki sýnt mynd úr islenzkri náttúru á nýársdag án þess, að sauðkindin sé borin þar ósönnum sökum. Þessi áróður nær ekki að- eins til íslendinga. t jólakveðju til min frá sænskum vini minum, bú- settum þar, getur hann þess, að einhver Bjarnason hafi i sænsku blaði tjáð sig vera i striði við ‘ sauðkindina, sem sé hinn mikli skaðvaldur gagnvart gróðri. Svi- inn óskar þess, að ég hafi þegar fengið þennan Bjarnason settan bak við lás og slá! Hér er ekki rúm til að ræða þennan þátt skað- legs áróðurs hinna svonefndu „skógræktarmanna” hér á landi, en ég er reiðubúinn að mæta þeim til rökræðna i fjölmiðlum eftir samkomulagi. Þetta var nefnt hér, aðeins til að sýna, að skrif Visis og Dag- blaðsins geta haft hliðstæð áhrif. Þau eitra hugarfar margra af þeim hluta þjóðarinnar, sem ekki er kunnugur landbúnaði af eigin raun, þótt það sé hið mætasta fóik i alla staði og vilji engum ö.rétt sýna. Ahrifanna virðist gæta allt inni raðir alþingismanna.eða ekki er hægt annað að merkja eftir af- stöðu þingmanna til nýmæla, er landbúnaðinn varðar. Allir, sem til þekkja, vita að landbúnaðar- ráðherra vill allt vel gera fyrir landbúnaðinn, enda hefur hann sýnt það i verki gagnvart fram- kvæmd gildandi laga um landbúnaðarmál, þótt hann hafi neyðzt til að fallast á smávægi- legan samdrátt rikisútgjalda til landbúnaðarmálefna, sem þáttar i virðingarverðri viðleitni rikis- stjórnarinnar til sparnaðar á nú- verandi erfiðleikatimum i fjár- málum þjóðarinnar. öðru máli gegnir um framgang nýmæla, er varða landbúnað. Búnaðarþing sendir árlega landbúnaðarráðu- neytinu nokkur frumvörp ýmist til breytinga á gildandi lögum, sem þurfa breytinga við vegna breyttra þjóðfélagshátta eða frumvörp um nauðsynleg ný- mæii. Siðustu árin hafa slik frum- vörp varla verið flutt á Alþingi, hvað þá samþykkt. Gildir þar einu, hvort um minniháttar nauðsynjamál er að ræða, eins og t.d. frumvarpum breytinguá lög- um um sauðfjárbaðanir, mat á kjöti og mat á ull og gærum, eða stórmál eins og Jarðalagafrum- varpið, sem er mál málanna fyrir framtið islenzkra bænda. Hins vegar er á hverju Alþingi eftir annað flutt frumvörp um skerðingu á eignar- og afnotarétti bænda til landsins og gæða þess, lands og landsgæða, sem bændur hafa þó fullan eignarrétt á sam- kvæmt stjórnarskrá Islands. Svo er fyrir að þakka að þessi frum- vörp hafa ekki enn náð fram að ganga. Ég hef það á tilfinningunni að landbúnaðarráðherra finni af hyggjuviti sinu, að landbúnaður- inn eigi ekki i bili nægu fylgi að fagna hjá stjórnarflokkunum i sölum Alþingis, til þess að gagn- leg málefni hans nái fram að ganga. Ég hefi heyrt, að ekki séu miklar likur til, að annað land- búnaðarmál, ef landbúnaðarmál getur kallast, verði samþykkt á Alþingi i vetur, en sú breyting á lögum um Framleiðsluráð land- búnaðarins, að létta af Mjólkur- samsölunni smásöludreif ingu mjólkur, en færa hana til hinna almennu matvöruverzlana. Ef til vill leiðir það til bættrar þjónustu fyrir sum heimili, en ég dreg i efa, að þegar til lengdar lætur verði það til að lækka dreifingar- kostnað þessarar vörutegundar. Þetta erindi er orðið lengra en ég hafði ætlað mér, en þó er margt órætt, sem ég vildi hafa rætt um eins og t.d. þróun landbúnaðarins, hagkvæmni mis- munandi bústærðar einstakra bú- greina o.fl. varðandi bætta af- komu þessa atvinnuvegar, en það verður að biða siðari tima. Að lokum vil ég óska þess, að hið nýbyrjaða ár verði bændum , og þjóðinni allri hagsælt og gott. Fundir um sjávarútvegsmál Vestfirðingar. Fundir um málefni sjávarútvegs verða haldnir á Bildudal kl. 14.00 laugardaginn 10. jan. Patreksfirði kl. 16.00 sunnudaginn 11. jan. Tálknafirði kl. 21.00 sunnudaginn 11. jan. Fleiri fundir auglýstir siðar. Allir velkomnir. Steingrimur Hermannsson. Viðtalstímar alþíngismannc °9 borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viötals á skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 laugardaginn 10. janúar frá kl. 10 til 12. Bílddælingar, nærsveitarmenn Samband ungra Framsóknarmanna, kjördæmissamband Fram- sóknarmanna á Vestfjörðum og Framsóknarfélagið á Bildudal gangast fyrir félagsmálanámskeiði i Félagsheimilinu á Bildu- dal, sem hefst föstudaginn 9. jan. kl. 21.00. Leiðbeinandi verður Heiðar Guðbrandsson, form. verkalýðs- og sjómannafélags Alftfirðinga, Súðavik. Námskeiðið er öllum op- ið. Hádegisverðar fundur FUF i Reykjavik heldur hádegisverðarfund i Klúbbnum laugar- daginn 10. janúar og hefst hann kl. 12. Gestur fundarins veröur Freysteinn Jóhannsson ritstjórnarfulltrúi á Timanum. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kanarí- eyjar Þeir sem áhuga hafa á ferðum til Kanarieyja (Teneriffe) í febrú- ar, gefst kostur á ferð hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Góðar íbúðlr, góð hótel. Sérstak- ur afsláttur fyrir flokksbundið framsóknarfólk. örfá sæti laus. Þeir, sem eiga pantaða miða, en hafa ekki staðfest pöntun sina með innborgun eru beðnir um að gera þaö strax, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að missa af ferðinni. Haf- ið samband við skrifstofuna að Rauðarárstig 18, simi 24480. Esra S. Pétursson, læknir hefur flutt stofu sina um set i Domus Medica. Nýi siminn þar er: 26290. Sérgreinar: Sálgreining. Sál og geðlækningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.