Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.01.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 13. janúar 1976. TÍMINN 17 ÞORLEIFUR ANANtASSON...sést hér skora mark hjá Þórsurum. , .Erkif jendur" börðust á Akureyri... — þar sem KA hafði betur og sigraði Þór 23:20 ★ Keflvíkingar gerðu óvænt jafntefli í leik gegn ÍR-liðinu Handknattleiksunnendur á Akureyri voru búnir að blða slðan fyrir jól eftir þessum leik, en honum varð að fresta a.m.k. tvisvar sinnum vegna þess að dómarar komust ekki frá Reykjavlk vegna ófærðar. En leikurinn var leikinn á laugardagskvöld og áhorfend- ur létu sig ekki vanta, þvl að það var troðfull „Skemma” eins og svo oft áður þegar „erkifjendurnir” K.A. og Þór leika saman. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Þórsarar byrjuðu betur og komust fljótt I 3:0, en fljótlega náðu K.A.- menn sér á strik og náðu að jafna 3:3. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleikinn, og höfðu Þórsarar næstum alltaf frumkvæðið, en forystan var aldrei meiri en 1-2 mörk. Stað- an I leikhléi var 12-11 Þór I hag. Það sást greinilega i upphafi leiksins að K.A.-liðið lék þenn- an leik undir miklu álagi, þvl að það er eina liðið i 2. deild, sem getur ógnað forystu Í.R.- inga i keppninni um 1. deildar sæti næsta ár. Hins vegar var Þórsliðið ekki I neinni sér- stakri baráttu um stig, það eina sem þeir kepptu að i þess- um leik var að vinna „fjend- ur” sina — K.A. K.A.-liðið kom öllu ákveðn- ara til leiks I seinni hálfleikn- um, og voru ákveðnir i að selja sig dýrt. Það bar fljótlega árangur, þvi að þeir jafna og komast yfir og héldu þvi svo út leikinn. Fyrstu lOmin. i siðari hálfleik mætti e.t.v. kalla „Halldórs þátt” þvi að þá var hann nærri óstöðvandi og skoraði 4 fyrstu mörkin I hálf- leiknum, og sýndi hann mjög góðan leik. Þá má ekki gleyma þvi, að markvarzlan var mjög góð hjá Magnúsi Gauta. 1 siðari hálfleiknum sýndi K.A.-liðið góðan leik og spilaði skynsamlega, og gerði það út um leikinn. Þórsliðið hefur sótt i sig veðrið með hverjum leik sem þeir hafa spilað. Þeir byrjuðu ekki mjög vel i haust, en núna má segja að þeir séu I beztri æfingu, og jafnvel þessi leikur hafi verið þeirra bezti i vetur. Lokatölur leiksins voru 23:20. Mörkin skoruðu: K.A. Halldór 12 (7v), Hörður 5, Jóhannes 3, Þorleif- ur 2, og Ármann 1. Þór: Þor- björn 8, Sigtryggur 4 (2v) Ólafur Sv. 3, Benedikt og Gunnar 2 hvor og Einar 1. Keflvikingar gerðu óvænt jafntefli (16:16 i leik gegn IR- liðinu i iþróttahúsinu I Njarð- vik, og Breiðablik vann óvænt- an sigur (14:9) yfir Fylki, eftir að Fylkir hafði haft yfir i hálf- leik — 6:3. Guðgeir og félagar léku aðeins 9 talsins — þegar þeir töpuðu fyrir Beveren GUÐGEIR Leifsson og félag- ar hans i Charleroi voru að- eins 9 talsins eftir á vellinum — þegar þeir töpuðu (0:2) fyr- ir Beveren á útivelli á sunnu- daginn. — Tveimur leikmönn- um Carleroi-liðsins var skipað að yfirgefa völlinn, eftir að soðið hafði uppúr, þegar vita- spyrna var dæmd á iiðið I byrjun slðari hálfleiksins. Leikmennirnir mótmæltu vltaspyrnudómnum kröftug- lega, með þeim afleiðingum, að tveimur var visað af leik- velli. Siðustu 30 min. leiksins léku aðeins 9 leikmenn i Charleroi-liðinu, og þeim tókst ekki að koma i veg fyrir, að Beveren bættu öðru marki við. Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans töpuðu einnig á sunnudaginn — 0:1 á útivelli gegn CS Brugge. —SOS N jarðvík ingar skelltu KR-ingum — sem léku án Curtis ,,Trukks'' Carter, sem var í keppnisbanni ★ Snæfellingar töpuðu tveimur leikjum, gegn Val og ÍS Njarðvíkingar sýndu stórgóðan leik, þegar þeir skelltu KR-ingum — sem léku án Curtis „Trukks" Carter, sem var i keppnisbanni — í Njarðvíkum 77:68. Stefán Bjarkason og Kári Maríusson léku aðalhlutverkið hjá Njarðvikingum — KR-ingar réðu ekki við þessa snjöllu landsliðsmenn, sem skoruðu samtals 39 stig i leiknum. Það var greinilegt, að það háði KR-liðinu, að „Trukkurinn” lék ekki með þvi, þar sem hann hefur stóru hlutverki að gegna I Vestur- bæjarliðinu. Njarðvikingar eru greinilega að rétta úr kútnum, eftir slæma byrjun — þeir léku oft á tiðum stórskemmtilega. Kári var drýgstur við að hrella KR- inga — hann skoraði 21 stig i leiknum, en félagi hans Stefán Bjarkason, skoraði 18 stig. Kristinn Jörundsson og félagar hans voru I sviðsljósinu um helg- ina — þegar þeir mættu læri- sveinum Krisins i Fram-liðinu. Það var greinilegt að Kristinn notaði ekki alla sina krafta gegn Fram-strákunum sinum,þvi að hann skoraði aðeins 4 stig i leikn- um, sem IR-ingar sigruðu 92:55. Kolbeinn Kristinsson skoraði mest fyrir IR-inga — eða 24 stig. Snæfellingar töpuðu tveimur leikjum um helgina — gegn Vals- mönnum og stúdentum. — Torfi Magnússon var I miklum ham gegn Snæfellingum, hann skoraði 33 stig fyrir Val, sem sigraði 81:54. Stúdentar sigruðu Snæfell- inga — á Akranesi — 79:67. HÖRÐUR KRISTINSSON...skorar örugglega hjá FH-liðinu. (Tlmamynd Gunnar). Auðvelt hjá FH-ingum... — þegar þeír mættu vængbrotnu Ármannsliði FH-ingar áttu ekki I erfiðleikum meö vængbrotið lið Armanns, sem lék án aðalmarkvarða sinna — Ragnars Gunnarssonar, sem er meiddur, og Skafta Halldórsson- ar.sem eraðlesa undirpróf— og hefur lítið getað æft að undan- förnu. FH-ingar sigruðu örugg- lega (28:20) I leik, sem var af- spyrnulélegur og ilia leikinn. FH-ingar gerðu strax út um leik- inn I upphafi, þegar þeir komust i 7:1, en þeir höfðu slöan yfir (15:9) i háifleik. Geir Hallsteinsson var skástur hjá FH-liðinu. — Hann tók góða spretti, en datt þess á milli niður i meðalmennskuna. Mörk FH-liðs- ins,skoruðu: —Geir6, Þórarinn 7 (3 viti), Viðar 5, Guðmundur S. 3, Guðmundur Arni 3, Arni 2, Sæmundur og Kristján eitt hvor. HörðurHarðarsonvar drýgstur hjá Ármenningum — hann skor- aði mörg lagleg mörk. Þeir, sem skoruðu fyrir Armann, voru: Hörður H. 9 (4 víti), Jens 4, Hörð- ur K. 3, Björn 2, Jón og Stefán eitt hvor. — SOS Ármanns- stúlkurnar sigruðu Armann vann sigur (13:12) yfir FH-stúlkunum i 1. deildarkeppn- inni i handknattleik kvenna. Breiöablik vann sigur (16:12) yfir Keflavlkur-liðinu, sem er komiö i alvarlega fallhættu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.