Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 23. janúar 1976. TÍMINN 19 Þing Náttúrulækningafélag íslands I Heilsuvernd flytur BLJ út- drátt úr skýrslu forseta, Arnheiðar Jönsdóttur. Hér mun aðallega fjallað um þau atriði skýrslunnar, er snerta NLF-búðir og brauðgerð. Um þessi fyrirtæki ræddi forseti, eins og væru þau eign NLFl. En NLFÍ á EKKERT i þeim, og hefur aldrei átt. Það er þvi meira en litil biræfni að tiunda þau sem eign NLFt. 1 rauninni erþaðóskiljanlegt, að forsetinn, svo ágæt kona, skuli láta hafa sig til slikra heimskupara, svo að vægt sé að orði komizt. En ég held að ekki sé unnt að kveða of fast að orði um þá blygðunar- lausu ófyrirleitni og lögleysur sem beitt hefur verið undan- farið til að sölsa þessi fyrirtæki undir NLFl. Þar hefur tilgang- urinn helgað meðulin, og meðulin hæft tilgangninum. Félagsmenn vita mjög litið um þessi fyrirtæki. Hér skal þvi gerð örstutt grein fyrir uppruna þeirra og tilgangi. Það nálgast 23 ár siðan undirritaður hóf baráttu fyrir stofnun félags, er hefði á hendi rekstur verzluna með hvers konar hollefni, þar á meðal vitamin, steinefni, o. fl, sem ég hafði þá notað i rikum mæli i 5 ár og æ siðan, eftir að hafa verið búinn undir þann möguleika, að ég yrði aldrei vinnufær. Ég hafði þvi mikil- væga reynslu að baki um gildi þeirra fyrir heilsu og vinnu- þrek. Það var þvi nauðsyn að koma á fót verzlun. Ég bar hugmyndina upp á stjórnar- fundi i NLFR. En fékk litinn byr. Ég fékk þvi þó framgengt, að kallaðuryrði saman fundur i félaginu. Málið var rætt og endurrætt, og kynnt félagsmönnum i bréfi. Með litl- um hluta félagsmanna var félag stofnað, þótt það mætti harðri andstöðu undir forystu BLJ veðurfræðings. Skiptar skoðanir eru hollar hverju máli, ef unnið er af heilindum. Þráhyggja og afneitun staðreynda mun hins vegar fáu góðu til framdráttar. En BLJ hefur verið trúr and- stöðu sinni gegn félaginu til þessa dags, og aldrei við það skipt. Félagið var févana, svo að fara varð gætilega. Pöntunar- félagsformið var valið. Nafnið tengdum við NLFR, þvi til styrktar, þar sem stöðugt fækkaði i þvi. Það skilyrði var sett fyrir inngöngu i p.fél. að menn væru i NLFR. Þetta ákvæði skilaði nokkrum hundruðum nýrra félagsmanna inn i NLFR, og varð þvi mikil- vægur styrkur, bæði félagslega og fjárhagslega. Og jafnframt NLFl. Fljótlega opnaði félagið verzlun. Skömmu siðar var keypt kornkvörn, og kornið malað með hýði og kimi, eða öll- um sinum lifefnum. Hvort tveggja sigtað frá i mestu eða öllu innfluttu mjöli. Korn ætti að flytja inn i stað mjöls og tryggja þjóðinni mjöl, miklu meira að gæðum en hið innflutta. Samið var við bakari um bakstur fyrir búðina. Siðan keyptum við bakari. Brauðvör- ur eru svo gildur þáttur i fæði allra, ekki sizt barna og ung- linga, að nauðsyn var umbóta á þvi sviði. Ætla mætti, að allir NLF-sinnar fögnuðu þessari umbótastarfsemi. Og flestir gerðu það. En einn var sá, er skildi, að vanþakka bæri þetta framtak. BLJ vildi láta banna NLF-skammstöfunina i nafni búðar og brauðgerðar, þótt byrjað-væri með 17 teg. úr heil- mjöli. En auðvitað einnig hið hefðbundna. Ýmsir, er gengu úr NLFR, voru einnig ip.fél., en máttu það ekki skv. áðurgreindu ákvæði. Er við I stjórninni ætluðum að breyta lögunum og leiðrétta þessa veilu, voru BLJ og Árni komnir i félagið og söfnuðu liði gegn leiðréttingu, og unnu þannig beinlinis gegn hagsmun- um félagsins. Slik var félags- hyggja þeirra. Og hún er enn söm við sig. Nú rekur félagið 2 verzlanir, brauðgerð og kornmyllu. 1 verzlununum hefur stöðugt fjölgað hollefnum. Og svo mun verða áfram, ef „hugsjóna- mennirnir” i hælinu og hirð þeirra trufla ekki reksturinn. Og hér vil ég UNDIRSTRIKA, að það er pöntunarfélagið, sem ' kennt var við NLFR tjl stuðn- ings þvi' — sem rekur NLF-búð- irnar, brauðgerðina og korn- mylluna, en EKKI NLFR eða NLFt, eins og reynt hefur verið að telja félagsmönnum trú um. Það er PÖNTUNARFÉLAGIÐ, sem hefur stofnað, byggt upp og rekið þessi fyrirtæki frá upp- hafi, og borið á þeim alla á- byrgð. Það eru því ósannindi af fjárans ári leiðinlega hárri gráðu, þegar NLFt tiundar þau sem sina eign, eftir að hafa i rauninni alla tíð haft horn i siðu þeirra. Það er margt skrýtið víðar en i kýrhausnum. Pöntunarfélagið hefur frá upphafi verið sjálfstætt félag, sem aldrei hefur gerzt aðili að NLFl. Og nafntengslín voru ein- ungis, eins og áður er greint, til að styrkja NLFR. Og þær hafa heldur ekki verið þunnar þakk- irnar fyrir stuðninginn: nokkur hundrúð nýir félagsmenn. Skv. augl. NLFt eftir forstjóra fyrir NLF-búðirnar, ætlaði NLFt að gera p.fél. þann greiða að hirða öll fyrirtæki þess, 20—30 milljóna virði, fyrir ekki neitt. En við, sem kunnum ekki að meta greiðasemina, vörpuðum svo skiru ljósi á ósómann, sem verið var að fremja, að stjórnin gerði sér grein fyrir lögleysun- um og samþykkti einróma að hverfa frá innlimunartilraun- um. \ t Dagbl. 9. des. segir'BLJ: „Endanleg ákvörðun um félags- slit (p.fél.) verður vafalaust tekin á næstunni”. En i frh.: „hver sem þau úrslit verða”, gætir vafa. En fullburða stað- hæfing er, að meðan NLF-verzl. hafi NLF i nafni sinu, sé i gildi bann við sölu á hvitu hveiti, sykri og kaffi, sem samþykkt var i þingi NLFI. Þingið hefur enga heimild til að banna sölu þessara efna i NLF-verzl., en það, og stjórn NLFl, hefur án tvimæla rétt til að banna NLF-skammstöfunina i nafni verzl. Og þar sem þingið samþykkti bannið, er stjórninni ef til vill skylt að vernda nafn- tákn samtakanna gegn þeirri „saurgun”, að bannvörur séu seldar undir tákni þeirra. Verði skammstöfunin bönnuð, er skylt að taka það til greina, hvort sem það líkar betur eða verr. RÉTT skal vera RÉTT. t setningunni, sem ég vitnaði til i grein BLJ: „Endanleg á- kvörðun um félagsslit....”, leynir sér ekki óskin um félags- slit. En alveg er óhætt að full- yrða, að félaginu verður ALDREI slitið, nema með ,,ó- hreinum” aðferðum, eins og smölun atkvæða. Heilir félags- menn hafa ekki áhuga á að slita félaginu eftir 23 ár, i vaxandi gengi. Það er augljóst, að afsal eigna þess gerist EKKI, nema meö óheiðarlegum aðgerðum. Og þá er ástæða til að spyrja: getur nokkur heiðarlegur fé- lagsskapur reynt að helga sér eignir annars félags á þann hátt? Það er óskiljanlegt, að stjórn NLFÍ skyldi leiðast til þátttöku i sliku. óhætt er að fullyrða, að NLF-hugsjón Jónasar lækn- is Kristjánssonar svifur ekki yfir slikum óheilindaað- gerðum og ránsskap, sem reynt var að fremja gegn p.fél. Von- andi stendur NLFÍ aldrei fram- araðþvíliku, —Ener enginlög- vernd gegn þvi, að óprúttnir hópar ráðist inn i félög og geti með klækjum náð og ráðstafað eignum þeirra? — Þetta er spurning. Hitt er aftur á móti engin spurning, að hverri sam- bandsstjórn ber að stuðla að friði, réttlæti og samvinnu. Henni ber þvi að taka i taum- ana, ef ofstækismenn i þjónustu hennar vaða uppi með lögleys- um. Stjórn NLFI fór öfugt að. Hún studdi ofstækið og lögbrotin og stofnaði til átaka. Það var þvi engin furða, þótt einn er til min hringdi i dag, spyrði, hvað mafian hefði nú á prjónunum. Ég vona, að það verði i fyrsta og síðasta skipti, sem stjórn NLFl gefur tilefni til að verða kennd við „máfiu”. Og ég vona, að samþykkt hennar um að hverfa frá allri ihlutun i NLF-verzl. sé gerð i alvöru, en ekki undir yfirskyni, sem aug- ljóst er að verið hefur, leyfi hún Arna og BLJ frekari tilraunir til að sölsa eignir p.fél. undan þvi. Hver slik tilraun verður skoðuð sem ósk um harðnandi átök. Og sú ósk mun uppfyllt, jafnóðum og tilefni verður gefið. Þá verður timabært að birta bréf Jónasar læknis, þar sem hann lýsir afstöðu sinni til vinnu- bragða, nokkuð hliðstæðum þeim.sem beitt hefur verið und- anfarin ár gegn p.fél., og há- punkti náö i auglýsingu eftir forstjóra að fyrirtækjum, sem auglýsandi hafði enga heimild til afskipta af. Það er liðin saga, sem vonandi endurtekur sig ekki i neinni mynd. „Barnaheimilið” að Sogni, sem var mikið deilumál, er það var i undirbúningi, er bezt að ræða sem minnst um. Það er byggt uppá afneitun staðreynda og heimskupörum, Vonandi verður það ekki til eilifðar autt og tómt, einmanalegt hús, án verkefna, nema yfir blásumar- ið. Kannski á það eftir að verða „stórt” hús. Við skulum vona það bezta. Skömmu eftir að ég skrifaði greinina: „Hvað er að gerast i NLFt? Óskammfeilnar tilraun- ir”,sem birt var i Dagbl. 6. des., heyrði ég eftir fylgjanda „fóst- bræðranna”, að greinin væri rógur um NLF-samtökin. Hann hefur þvi lesið greinina með sama hugarfari og skrattinn bibliuna. 1 greininni var enginn rógur, heldur staðreyndalýsing. En felist rógur i staðreyndun- um, eru gerendur þeira rógber- arnir, en ekki ég. Og vissulega eru þau vinnubrögð, sem þar er lýst, sizt til að hækka NLF-stefnuna i sessi eða auka henni virðingu. Og ádeilu mina staðfesti forseti i skýrslu sinni á þingi samtakanna, og siðan með forstjóraauglýsingunni. En að óreyndu skal út frá þvi gengið, að stjórn NLFl hafi af fullum heilindum horfið frá til- raunum til að nálgast eignir p.fél. og fyrirbyggi frekari til- raunir, i fullum skilningi þess, að pöntunarfélagið sé sjálfstætt félag, sem hafi sama starfsrétt og NLFl. Og að eignir þess séu eignir þess, en EKKI NLFÍ. Þá hafa þessi smávægilegu átök ekki orðið til einskis, þvi að stjórn NLFt var komin út á hál- an fs, sem erfitt hefði orðið á fóta sig á, hefði deilan harðnað og lengzt. Það hefðu ekki marg- ir fundizt til varnar sliku eign- arráni, sem búið var að undir- búa og reynt var að fram- kvæma. Stjórn NLFt má hrósa happi, að það skyldi ekki takast. Það gleður mig að geta sagt með fullri vissu, að stjórn NLFI Framhald á bls. 23. „Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri" Zóphónias Pétursson sendir Heilsuhæli N.L.F.l. kveðju sina i Morgunblaðinu 20. des. s.l. Þessi háttur hans er nýjung. Mörg siðustu ár hefur hann flutt persónulega jólakveðju á Hæl- inu. Hefur hann þá jafnan lofað þessa „heilsulind” með fögrum orðum og beðið henni guðsbless- unar af hátiðlegri andagift. Lýsti hann með hjartnæmum orðum, hversu góð og fullkomin þessi blessaða stofnun væri. En i grein sinni i Morgunblaðinu virðist hann harma, að hafa komizt i kast við þessa „ringul- reið”. Eftir lestur fyrrnefndrar greinar verður maður að álykta: Hefur orðið einhver snögg breyting á hælinu, eða hefur orði'ð snögg breyting á hugarfari Zóphóniasar, eða var allt sem hann áður sagði ekki af heilindum mælt’, cðaeru skrifin nú I Morgunblaðinu ekki frá hjartanu runnin? Hjartnæm eru þau að minnsta kosti ekki, hvað sem öðru liður, og engan veginn koma þau heim og saman við mina reynslu. Væri ómaklegt að ég tæki ekki svari Hælisins, slik „heilsulind” — svo ég noti enn orð Zóphóniasar — sem það hefur verið mér og fjölda manna fyrr og siðar. Ég er ekki dómbær á öll þau atriði, sem Zóphónías finnur Hælinu til miska, enda læt ég þau hlutlaus. Aðeins get ég sagt, að þær mörgu rangfærslur, sem ég veit skil á, eru mér tilefni þess að taka sanngildi allrar greinar Zóphóniasar með fyrir- vara. Ég er sammála honum um óraunhæfa andstöðu gegn kjöt- neyzlu. Kjötframleiðsla er ts- lendingum þjóðhagsleg nauð- syn. Þar að auki er óhollusta af kjötneyzlu ósönnuð, að ég ætla. Myndi ekki saka þó að gerður væri dagamunur með kjöti á borðum Hælisins t.d. I viku hverri. Hins vegar er það óþarfi, þvi að fæðið felur það i sér, að enginn viröist sakna kjötsins. Oft heyri ég hælisgesti tala um það sin á milli, að fæðið á Hælinu verði betra með hverju ári sem liður. t fyrrnefndri Morgunblaðs- grein segir Zóphónias: „Heilsu- hæli i nútima þjóðfélagi, sem er á móti öllum lyfjum og vitamin- um, hlýtur að heyra steinöldinni til, en svo er um heilsuhælið i Hveragerði”. Hér hef ég mina eigin reynslu til samanburðar. Ég fór hingað á hælið f fyrsta sinn 1971, þá nýlega kominn af spitala. Þaðan hafði ég fyrirmæli um lyfja- notkun, og Hælinu hafði áður verið sent læknabréf um sjúk- leika mina, sem voru fleiri en einn og fleiri en tveir. Þegar ég kom til viðtals við Björn lækni, sagðihann: „Þú ert á lyfjum, ég vil lita á þau”. Ég sótti lyfin og hann sagði: „Það er bara heilt apótek”. Eftir nokkra athugun fékk hann mér lyfin án athuga- semda. Siðan hefur Björn að- eins spurt mig, hvort breyting væri nokkur á heilsu minni, og hvort ég hefði ekki áfram sömu lyf. Eitt sinn þótti honum ég of magur og ákvað mér aukalega egg og rjóma daglega. Aldrei minnztá aðtaka af mér lyfin að breyta neinu þar um. Um vitaminin sem Zóphónias telur mjög skorta á Heilsuhæl- inu, vil ég segja þetta: Ég nota aldrei vitamin og finn ekki á sjálfum mér, að þeirra sé þörf, enda er fæðið svo fjölbreytt og fjörefnarikt, að notkun vita- mina hlýtur i flestum tilvikum að vera óþörf. Annars er vist engum hælisgestum bannað að taka vitamin, og hjúkrunarkon- ur gefa vitaminsprautur, þeim er þess óska. Og enn segir Zóphónfas: „Einnig erum við félagarnir mjög óánægðir með fæðið á hæl- inu, það er allt of fábreytt og engan veginn rétt meðhöndlað, miðað við það, sem annars stað- ar tíðkast nú á timum”. Ekki trúi ég þvi, að „félag- arnir” séu almennt óánægðir með fæðið, eins og Zóphónías vill vera láta. Hitt er annað mál, að alltaf og alls staðar eru ein- hverjar vanmeta kindur, er að öllu finna, hversu gott sem það er. Þá eru til aðrir menn, sem forðast vilja deilur, og eru þess vegna sammála þeim gikk I veiðistööinni, er gera kann ófrægingu að eins konar at- vinnu. Enga forskrift gefur Zóp- hónias um hina réttu meðhöndl- un, og enga kokkabók visar hann á i þessu efni. Zóphónias segir réttilega, að á Hælið komi oft fólk mjög illa haldið, eftir erfiða sjúkrahús- vist, einnig sálrænt sjúkt og kvalið af gigt og illa farið vegna alls konar hjartasjúkdóma og áfalla. „Þarna þyrfti að vera læknir,” segir Zóphónias, „sem hægt væri að ná til allan sóíar- hringinn.” Og enn kvað hann: „Læknirinn verður að hafa áhuga og tima til að gefa sig að sjúklingunum og hugga þá á all- an hátt.” Þessi geysiþarfa og viðamikla hlutverki hyggst Zóp- hónías fullnægja með einum lækni vel menntuðum og fjöl- hæfum.að þvi viðbættu, að hann sé tiltækur jafnt á nóttu sem degi. Allir geta séð, að hér er farið á hundavaði. Enginn einn læknir kemst yfir allan þennan vanda, burt séð frá menntun og hæfileikum, sem vart mun að finna i fari eins manns. Tveir læknar á Hælinu er raunar lág- mark, sem keppa þyrfti að. Hvað gigt varðar, er þjónusta á Hælinu með ágætum, tækja- búnaður nógur og starfsfólkið kann vel til verka. Zóphónias talar mikið um drauga i grein sinni. Einn þeirra segir hann að heiti „fanatik”. „Sérstaklega eltir hann fólk. sem er af kyni þvi, sem telur sig i ætt við svonefnt hugsjónafólk. Ég sem hælisgestur hef ekki orðið var við neina „fanatik". Ég held að Zóphónias geri sér ekki ljósan muninn á stjórnsemi og „fanatik”. Sumir menn kalla allar reglur „fanatik", hefur t.d. bindindisstarfsemi löngum orðið fyrir barðinu á slikum for- dóm um. Ekki leynirsérlitilsvirðingin i grein Zójiióniasar i garð þeirra manna, sem eiga hugsjónir. Spyrja má: Eru ekki allar framfarir og umbætur fyrst og fremst hugsjónir? Var ekki Heiisuhæli NLFt i Hveragerði i upphafi til sem hugsjón? Hug- sjónasnauðir menn verða aldrei brautryðjendur fyrir góðum málefnum. Ég átti á öðru von af Zóphóni- asi Péturssyni, sakir ágætrar ættar hans, en óraunhæíum sleggjudómum, sem margnefnd grein hans i Morgunblaðinu er menguð af. Þórarinn llelgason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.