Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. Gerd Muller skaut Real Madrid á bólakaf — og Bayern Munchen mætir St. Etienne í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða ★ West Ham leikur til úrslita I Evrópukeppni bikarhafa og Liverpool í UEFA GERD „Bomber” Muller var hetja Evrópumeistara Bayern Munchen, þegar Bayern vann góðan sigur (2:0) yfir Real Madr- id i gærkvöldi i Evrópukeppni meistaraliða. 74.800 þús. áhorf- endur, sem troðfylltu Olympiu- ieikvanginn I Munchen sóu Muller skora bæði mörk Bayern- liðsins, og fá nú Franz Becken- bauer og féiagar hans tækifæri til að vinna Evrópumeistaratitilinn þriðja árið i röö, þegar þeir mæta St. Etienne frá Frakklandi I úr- slitaleiknum á Hampden Park i Glasgow 12. mai. GERD MULLER.. skoraöi bæði mörk Bayern. TREVOR BROOKING var hetja West Ham á Upton Park, þar sem 39.202 þús. áhorfendur voru. Brooking skoraöi 2 mörk (49. og 77. min.) gegn Eintracht Frankfurt og Keith Robson bætti þvi þriöja (3:0) viö —af 25 m færi. V-Þjóöverjarnir skoruöu eitt mark, en það dugöi ekki — West Ham komst i úrslit Evrópukeppni bikarhafa með þvi að sigra (4:3) samanlagt. West Ham mætir belgiska liðinu Anderlecht I úr- slitaleiknum, sem fer fram i Brussel i Belgiu 5. mai — heims- borg Anderlecht. Þess má geta aö West Ham vann sigur I bikar- keppninni 1965. Lið West Ham var skipaö þess- um leikmönnum I gærkvöldi: Day, Coleman, Lampard, Bonds, T. Taylor, McDowall, Holland, Pad- don, Jennings, Brooking og Robáon. LIVERPOOL leikur til úrslita I UEFA-bikarkeppninni. 55.104 þús. áhorfendur voru á Anfield Road — þegar Mersey-liöiö gerði jafntefli (1:1) gegn Barcelona og vann þvi samanlagt — 2:1. Það var Phil Thompson sem skoraði mark Liverpool-liösins eftir aö John Toshach haföi skallaö til hans. Liverpool mætir belgiska liöinu Brugge i úrslitum — og verður leikið heima og heiman. Liverpool vann sigur I UEFA- bikarkeppninni 1973. Strákarnir tryggðu sér farseðilinn til Ungverjalands Liö Liverpool var skipaö þess- um leikmönnum i gærkvöldi: Clemence, Smith, Neal, Thomp- son, Kennedy, Hughes, Keegan, Case (Hall), Heighway, Toshach og Callaghan. Úrslit Evrópukeppni meistaraliða: Bayern-RealMadrid .........2:0 (Bayern áfram 3:1) Eindhoven-St. Etienne......0:0 ( St. Etienne áfram 1:0) Evrópukeppni bikarhafa: Anderlecht-Zwickau.........2:0 (Anderlecht áfram 5:1) West Ham-Frankfurt.........3:1 (West Ham áfram 4:3 UEFA-bikarinn: FC Brugge-Hamburger........1:0 ( Brugge áfram 2:1) Liverpool-Barcelona .......1:1 (Liverpool áfram 2:1) ★ ★★★★★ ENGLAND Úlfarnir * í mikilli * fallhættu * ÚLFARNIR eru nú komnir Df- mikla fallhættu, eftir að þeir töp- uðu (1:2) fyrir Arsenal á High-j^ bury. Það var gamla kempan hjá Arsenal, Terry Mancini, sem^. skoraði sigurmark Arsenal — hans fyrsta mark fyrir Lundúnar-^ liðiö, og fyrsta mark hans I rúm-^ lega 2 ár. Liam Brandy skoraði hitt markið fyrir Arsenal, en John Richards jafnaði (1:1) fyrir Úlf- ana. )f Alan Woodward skoraði sigur- mark (1:0) Sheffield United gegn Leeds á Elland Road i gærkvöldi, en aðeins 22.799 áhorfendur sáu ^ leikinn — lélegasta aðsókn á leik * Stórglæsilegt mark Þorvaldar í. Þorvaldssonar tryggði r Islendingum sigur (1:0) á Melavellinum í gærkvöldi STRÁKARNIR í unglinga- landsliðinu í knattspyrnu unnu sigur (1:0) í orrust- unni við Luxemborgar- menn í Evrópukeppni ung- lingalandsliða á Melavell- inum í gærkvöldi. Þar með eru þeir búnir að tryggja sér farseðilinn til Ung- verjalands, þar sem úr- slitakeppnin fer fram 27. maí til-7. júní. Þróttarinn ungi, Þorvaldur í. Þorvaldsson var hetja Islands i gærkvöldi — þessi efnilegi piltur skoraöi sigurmark Islendinga á 2. min. siöari hálfl. Þorvald- ur skoraði meö stórglæsilegu skoti af 30 m færi — knötturinn þaut fram hjá varnarmönnum Luxemborgarliðsins og hafnaði efst upp i bláhorninu, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Luxemborgarmanna. ÞORVALDUR í. ÞORVALDS- SON.. skoraði mark tsiands. Ungur Ólafsfirðinqur: Kom, sá og sigraði UNGUR ólafsfirðingur, Haukur Sigurðsson, varð islandsmeistari i 10 km göngu 17-19 ára. Þessi snaggaralegi piltur, var ekki tal- inn sigurstranglegur fyrir keppn- ina, þar sem hann hafði legið með flensu — en hann dreif sig i keppnina og kom, sá og sigraði. 7 keppendur tóku þátt 1 göng- unni og luku henni 6 þeirra, og komu i mark I þessari röð: Haukur Siguröss. Olafsf.41.02 Þorsteinn Þorvaldss. Ó1.42.36 Jónas Gunnlaugss., ísaf.44.57 Björn Arngrimss. Sigluf ....47.00 Birgir Sigurjónss. Rvik.52.05 Viðar Péturss. Fljótum..52.34 Viöar, sem varð sigurvegari á Isafiröi i fyrra, mátti bita i þaö súra epli á Akureyri, aö reka lest- ina. — KS/SOS hjá Leeds i vetur. * 1. DEILD: Arsenal—Wolves ....2:1 * Birmingham—Ipswich ... ....3:0 Coventry— Aston Villa .. . ....1:1 * Leeds—Sheff. Utd ....0:1 Newcastle—Man. City .... ....2:1 )+ Trevor Francis, vitaspyrna, Terry Hibbitt og Ken Burns skor- uðu mörk Birmingham, sem ^ hefur nú náð 2 stiga forskoti á úlf- * ana i botnbaráttunni. * 2. DEILD: Bolton—York ..............1:2 )f Notts. C—Nott. For........0:0 Portsmouth—Orient.........2:0)f W.B.A.—F'ulham............3:1 W.B.A. skauzt upp I 3. sæti i 2 deild, þar sem Bolton tapaöi ^ tveimur dýrmætum stigum i' toppbaráttunni. ..Magnús var ein- faldlegg betri if — sagði Akureyringurinn Halldór Matthíasson, eftir yfirburðarsigur Magnúsar Eiríkssonar í 15 km göngunni á Skíðalandsmótinu á Akureyri MAGNÚS EIRIKSSON......ég hef stefnt að þessu”. SIGLFIRÐINGURINN Magnús Eiriksson, sem hefur verið nær ósigrandi i skiðagöngu undan- farin ár, vann yfirburöasigur I 15 km skiðagöngu á Skiðalandsmót- inu á Akureyri i gær. Þessi 24 ára göngumaður, sem er fæddur i Fljótunum, kom i mark 2.24 minútum á undan tslandsmeist- aranum frá þvi á tsafirði i fyrra, Haildóri Magnússyni frá Akur- eyri. — Magnús var einfaldlega betri I dag, þess vegna fór hann með sigur af hóimi, sagði Halldór, eftir gönguna. — Ég er mjög ánægður meö sigurinn, þetta er þaö takmark, sem ég hef stefnt að, sagöi Magnús. Halldór var fyrstur eftir fyrri hringinn (25.53 min.) en Magnús fylgdi fast á eftir (26.00) — og siöan setti hann á fulla ferö I siðari hringnum og sigraði örugg- lega. Báöir voru þeir Magnús og Halldór mjög ánægðir meö áburðinn, sem þeir smuröu undir skiðin sin, — Við hittum á réttu smurninguna, sögðu þeir. Brautin var mjög góð, þar til undir lokin, þegar tók að hvessa og snjórinn aö blotna. Þá spóluöu keppendur oft i brekkunum. Fyrstu menn i 15 km göngunni voru: Magnús Eiriksson, Sigluf ... 53.54 Halldór Matthiass. Akurey .. 56.20 Trausti Sveinss. Fljótum .... 57.31 Kristján R. Guöm. ísaf....57.53 Eins og sést, þá munaöi ekki miklu á Trausta og gömlu kemp- unni frá Isafiröi — Kristjáni R. Þröstur Jóhannss. Isaf ...58.59 Reynir Sveinss. Fljótum .... 59.10 — KS/SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.