Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.04.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 28. aprfl 1976 Ingvar Gíslason: Tæpast um nokkra stað festingu á N-Þingeyjar sýsluóætluninni að ræða Kyrr i þessum mánuði kom til umræðu i sameinuðu þingi fyrir- spurn þingmannanna Ingvars Gislasonar (F) og Jóns G. Sólnes (S) um það hvenær mætti vænta þess, að rikisstjórnin staðfesti by ggðarþróunaráætlun N-Þing- eyjarsýslu. t framsöguræðu minnti Ingvar Gislason á hina miklu fólksfækkun i N-Þingeyjar- sýslu á undanförnum árum og áratugum, og hversu höllum fæti atvinnulff i sjávarþorpum i sýsl- unni stæði. Ingvar taldi, að byggðarþró- unaráætlun fyrir N-Þingeyjar- sýslu væri mjög mikilvægur leiðarvisir um viðreisn N-Þing- eyjarsýslu. I framhaldi af þvi sagði þingmaðurinn: ,,Ég held, að kostur þessarar . áætlunar sé sá, að hún miðar að þvi að efla og treysta atvinnulifið í sýslunni og þar með byggðirnar, bæði einstakar sveitir og sýsluna i heild, án þess að stofna til um- byltinga á atvinnulifinu i hérað- inu eða á mannlifinu i heild.” Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra sagði i svari sinu, að rikis- stjórnin hefði gert svohljóðandi ályktun á fundi sinum 31. marz S.I.: ..Rikisstjórnin staðfestir, að liafa veitt byggðaþróunaráætlun N-Þingeyjarsýslu viðtöku og heimilar útgáfu hennar með fyrirvara um, að framkvæmdir samkvæmt áætluninni séu háðar nánari athugunum og ákvörðun- um meðal annars um fjárveiting- ar.” í ræðu sinni sagði forsætisráð- herra, að skuldbindingar hins Ingvar Gislason opinbera vegna áætlunarinnar væru siðferðilegar fremur en lagalegar og fyllilega bundnar af réttum lögheimildum i hverju til- viki. Aætluninni væri eigi að siður ætlað aö vera nytsamt gagn við öflun slikra heimilda, einkum fjárveitinga og lánveitinga. Siðar i ræðu sinni sagði forsætisráð- herra: „Af þessu leiðir, að N-Þing- eyjarsýsluáætlunin inniheldur engar beinar fullar og endanlegar skuldbindingar um fjárveitingar Geir Hallgrimsson eða aðrar aðgerðir rikisvaldsins. Væntanlega mun áætlunin gagn- rýnd af ýmsum fyrir einmitt þetta atriði. Gildi áætlunarinnar nelzt þannig fyrst og fremst i kerfisbundinni samstillingu allra nauðsynlegra þróunarskilyrða landshlutans. Uppfylling hvers þessara skilyrða styður að og efl- ir önnur, þannig að samstilltar þróunaraðgerðir á sem flestum sviðum veita mun meiri von, en einangraðar aðgerðir.” Ingvar Gislason þakkaði for- sætísráðherra svör hans, en sagði siðan: „Það kemur fram, að ríkis- stjórnin hefur ályktað á fundi sln- um 31. marz s.l. um þessi efni, en mér sýnist á þeirri ályktun, sem hér liggur fyrir, að þá sé tæpast um að ræða nokkra staðfestingu á N-Þingeyjarsýsluáætluninni. Ég held að það sé mikið vafamál, að svo sé og mér þykir það miður, að ályktun rikisstjórnarinnar skuli ekki vera ákveðnari að orðalagi en þar kemur fram, og ég vænti þess, að hæstvirt rikisstjórn endurskoði afstöðu sina til þessa máls mjög fljótlega. Ég hlýt að geta þess, að N-Þingeyingar hafa undanfarin ár, frá þvi fyrst var farið að ræða um þessa áætlun, bundið mjög miklar vonir við það, sem út úr þessari áætlun kæmi, og ég get ekki látið hjá líða að lýsa þeirri skoðun minni, að þessi ályktun, sem hér hefur verið birt frá rikis- stjórninni, hlýtur að verða til þess að slæva verulega þær vonir, sem N-Þingeyingar hafa gert sér i sambandi við þessa áætlun. Þannig að ég vona það, að hæst- virt rikisstjórn endurskoði af- stöðu sina til þessa máls og stað- festi áætlunina berum og ákveðn- um orðum.” Fasteignamiðlun ríkisins? Framsóknarmennirnir Ingi Tryggvason og Steingrlmur Hermannssonn hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu, sem felur í sér, að rikisstjórnin láti framkvæma á þessu ári könnun á hagkvæmni þess, að stofnuð verði fasteignamiðlun rikisins, og undirbúi löggjöf þar um, ef niðurstaða könnunarinnar verður jákvæð. t greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: «A siöasta Alþingi var flutt þingsályktunartillaga, sem efnis- lega er samhljóða þings- ályktunartillögu þeirri, sem nú er flutt, en hlaut ekki afgreiöslu. Nú er gert ráð fyrir, að rikisstjórnin láti kanna, hvort hagkvæmt sé að setja á stofn fasteignamiðlun rikisins, og ef niðurstaða slikrar könnunar verður jákvæð, þá verði sett löggjöf um stofnun og starf- rækslu slikrar fasteigna- miðlunar. Tilgangurinn með Ingi Steingrímur Tryggvason Hermannsson stofnun sliks fyrirtækis væri fyrst og fremst sá að lækka kostnað við miðlun fasteigna. Ef vel væri á haldið og fasteignaviðskipti almennt beindust til fast- eignamiðlunar rikisins, yrði enn fremur dregið úr þeim verð- bólguhvata, sem núgildandi fyrirkomulag fasteignasölu vissulega er, a.m.k. þegar eftir- spurn er umfram framboð. Flestir þeir, er fasteignir selja, kaupa aðrar i staðinn. örar verð- hækkanir á fasteignamarkaði koma þvi fáum aðilum til fjárhagslegs ávinnings. Ef starfsræksla fasteignasölu ríkisins gæti lækkað kostnað við fasteignasölu og auk þess dregið úr almennri verðlagsþenslu væri mikilvægum áfanga náð. öllum er kunnugt, að fasteignaviðskipti hafa aukizt mjög mikið hér á landi á undanförnum árum og fer sú starfsemi sifellt vaxandi. A árinu 1975 fóru fram 2608 afsöl fasteigna i Reykjavik og var samanlagt skráð verðmæti þeirra 3405 227 436 krónur. Samkvæmt upplýsingum borgarfógeta- embættisins i Reykjavik er meiri hluti afsala án skráðs verðs á fasteign þeirri sem seld er og er þá verð eignarinnar áætlað. Aætlunin miðast yfirleitt við skráð fasteignamatsverð eignar- innar, nema augljóst sé, að sölu- verð hafi verið hærra, t.d. ef áhvilandi skuldir, sem fylgja eigninni, eru hærri en fasteigna- matsverð. Hús I smiðum eru metin eftir rúmmetrafjölda og byggingarstigi, þegar salan fer fram. Fullvist verður að telja, að samanlagt raunverulegt söluverð fasteigna i Reykjavik árið 1975 sé miklum mun hærra en skýrsla borgarfógeta ber með sér. Ef meðalverð hverrar fasteignar, sem seld var i Reykjavik á árinu 1975, hefur verið 5 millj. kr., er heildarverðmætið rúmir 13 milljarðar. Sé meðalverðmæti hverrar fasteignar hins vegar 6 millj.kr., þá er heildarverðmæti seldra fasteigna i Reykjavik samtáls 15.6 milljarðar. Venja mun, að fasteignasalar taki 2% af söluverði fasteignar sem þóknun fyrir það verk sitt að selja eignina. Umboðslaun af þeim 3.4 milljörðum, sem skráðar heimildir telja söluverð fasteigna i Reykjavik 1975, ættu þvi að vera rúmlega 68 millj. kr. og þykir sjálfsagt ýmsum ekki mjög stór upphæð. Sé hins vegar gert ráð fyrir þeim tölum, sem áður voru nefndar, að meðalsöluverð fasteignar sé annað hvort 5 eða 6 millj., þá er heildarúpphæð sölu- þóknunar samkvæmt þvi á að gizka 260-300 millj. kr. Hér er eingöngu miðað við Reykjavik og tölurnar, sem vafalitið eru of lágar, aðeins settar fram til að sýna fram á, að um umfangs- mikinn atvinnurekstur er að ræða og að tekjur af fasteignasölu, eins og hún er nú rekin, ættu að geta staðið undir verulegu fyrirtæki á vegum rikisins. Fyrirkomulag á fasteigna- miðlun rikisins gæti verið með ýmsu móti. T.d. gæti verið hugsanlagt að tengja starfsemi hennar embættum sýslumanna og bæjarfógeta svo og Húsnæðis- málastofnun rikisins með einhverjum hætti. Slikt þarf þó nánari athugunar við. Hér er ekki gert ráð fyrir, að rikisvaldið fái neina einokunaraðstöðu til fasteignamiðlunar. Einstaklingar hefðu frjálsar hendur með að leita til annarra fasteigna- miðlana, kysu þeir það heldur. I sambandi við fasteignamiðlun rikisins kemur margt til skoðunar, sem kanna þarf áður en frá löggjöf er gengið. En ef starfsemi slikrar þjónustu gæti leitt til lækkunar á ibúðarverði, er til mikils að vinna," Lánamál landbúnaðarins 1 fyrirspurnartima i sam- einuðu þingi i gær, svaraði Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra fyrir- spurn frá Ólafi B. Óskarssyni um lánamál landbúnaðarins, en spurt var um stöðu Stofn- lánadeildar og hversu mikið fjármagn hún hefði til ráðstöf- unar á þessu ári. Gerði landbúnaðarráðherra grein fyrir þvi. Verður sagt frá umræðum um þetta mál á þingsiðu á morgun. Jón G. Sólnes: VIII leyfa tóbaks- °9 áfengis- auglýs- ingar Fjörugar umræður urðu i sameinuðu þingi i gær um þingsályktunartillögu, er Guðmundur H. Garðarsson (S) gerði grein fyrir, en tillag- an felur það i sér, að ríkis- stjórnin láti gera athugun á áhrifum auglýsinga erlendra fyrirtækja i islenzka sjónvarp- inu á samkeppnisaðstöðu inn- lendra framleiðenda. Með- flutningsmaður Guðmundar var Gunnar J. Friðriksson (S). Meöal þeirra, sem þátt tóku i umræðunum, var Jón G. Sól- nes (S), sem lagðist gegn þeirri hugmynd, sem að baki tilllögunni liggur. Taldi þing- maðurinn, að það þjónaði litl- um tilgangi að banna erlendar sjónvarpsauglýsingar. Sagðist hann vera hlynntur slikum auglýsingum. lsl. væru ekki það veikburða, að þeir sköðuðust af þeim. Þá sagði Jón Sólnes, það vera sina skoðun, að ástæðulauát væri að banna tóbaks- og áfengis- auglýsingar i Islenzkum fjöl- miölum. Slikar auglýsingar væru alls staðar leyfðar og birtust i erlendum timaritum, sem seld væru hér. Að hans áliti væri það siður en svo skaðvænlegt, að fólk fengi að sjá hvernig ætti að meðhöndla áfengi og töbak á menningar- legan hátt. t raun hefði það já- kvætt uppeldislegt gildi. Þá minnti þingmaðurinn á, að slikar auglýsingar öfluðu okk- ur gjaldeyris. Ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki HINAR árlegu ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki hefjast i Heilsu- verndarstöð Reykjavikur mánu- daginn 3. mai n.k. Til aö halda við ónæmi gegn mænuveiki, þarf að endurtaka ónæmisaðgerðina á þvi sem næst 5ára fresti,a.m.k.að50ára aldri. Heilsuverndarstöðin vill þvi leggja áherzlu á, að þeir sem eru fæddir 1956, 1951, 1946 o.s.frv. (þ.e. verða 20, 25, 30 ára o.s.frv. árið 1976) fái þessa ónæmisað- gerö nú i vor. Verða þær þá i beinu framhaldi af þeim ónæmis- aðgerðum, sem börn fá á barna- deild og i skóla, einnig að þeir komi, sem bólusettir voru s.l. vor og sagt var að koma eftir ár. Fólk er þvi hvatt til að taka þetta til greina og stuðla að betrí ónæmisvörnum gegn mænuveiki og auðvelda skipulag. Jafnframt er bent á að ónæmisaðgerð þessa er ekki hægt að fá yfir sumar- mánuðina, þ.e, frá júni til októ- ber. Ónæmisaðgerðin er ætluð Reykvikingum 20 ára og eldri, og er ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.