Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG 28% 42% Matgæðingar velja Fréttablaðið* Fr é tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í september 2005. Tímarit Mbl. á sunnudegi Matur ofl. á föstudegi Lestur meðal 20–40 ára. Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2005 — 312. tölublað — 5. árgangur Heillaður leikstjóri Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti leikstjóranum Qu- entin Tarantino og áttu þeir ánægjulega stund á Bessastöðum. FÓLK 62 BIRTA NFS TEKUR TIL STARFA Nú verða sagðar fréttir lára stefánsdóttir og dansinn FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG tíska tónlist heilsa bækur matur stjörnuspá tíðarandi sjónvarp SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 18 .-2 4. nó ve mb er nú verða sagðar fréttir! » Lóa, Hallgrímur, Þorfinnur & Rósa Björk 01 birta-forsíða 15.11.2005 14.34 Page 1 AUSTURLAND FLJÓTSDALSHÉRAÐ Er fjölskylduvænt og fagurt AUKABLAÐ MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Fljótsdalshérað BLS. 2 Er afar fjölskylduvænt Lagarfljótsormur BLS. 2 Er lyngormur Skógrækt BLS. 2 Trjám fjölgar um landið Strikið BLS. 4 Nýja aðalgatan á Egilsstöðum Eiðar BLS. 4 Sinna Austfirðingum betur Leiklist BLS. 4 Líf og sál Fljótsdalshéraðs Listamenn BLS. 4 Fá betri aðstöðu Hreindýr BLS. 6 Þrífast fyrir austan Álverið BLS. 6 Teygir anga sína víða Skíðasvæði BLS. 6 Góð aðstaða fyrir austan Eldri borgarar BLS. 8 Mikið félagslíf Safnahúsið BLS. 8 Miðstöð menningar Framhaldsnám BLS. 9 Af ýmsu er að taka Unglingar BLS. 9 Kraftur í austfirskum unglingum Kvikmyndahús BLS. 10 Ofarlega á lista Elínar Káradóttur Skriðuklaustur BLS. 11 Menningar- og fræðasetur EFNISYFIRLIT höfuðstaður á héraði [ SÉRBLAÐ UM EGILSSTAÐI OG NÁGRENNI – FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 ] SKIPT ÚR ÖÐRUM GÍR Í ÞANN FIMMTA Hjalti Axelsson er varðstjóri á Egilsstöðum. SJÁ BLS. 10 DAGAR MYRKURS hátíð á Austurlandi. SJÁ BLS. 2 01 forsíða lesið 17.11.2005 15:38 Page 3 Himnesk hönnunarsýning Tímaritið Hús og híbýli stendur fyrir samnefndri hönnunarsýningu í nýju Laugardalshöllinni. Ritstýrur blaðsins eru alsælar með sýninguna. FÓLK 48 Samfélag samsæranna „Hvers konar þjóðfélag bregst við tæknilegri bilun í sjónvarpi á þennan hátt? Standi menn upp úr pólitísku skotgröfunum liggur í augum uppi að ástandið er orðið sjúkt!“ segir Birgir Guðmundsson. Í DAG 26 UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að vilji sé til þess að kanna aukið hlutverk Íslands á sviði þyrlubjörgunar í samstarfi við Bandaríkjamenn. Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í gær gat hann þess að viðræður um framkvæmd varnar- samningsins við Bandaríkjamenn hefðu gengið seinlega. Íslensk stjórnvöld hefðu í því sambandi boðist til þess að greiða verulegan hluta þess kostnaðar sem hlytist af rekstri og viðhaldi Keflavíkur- flugvallar. „Þá hafa stjórnvöld lýst vilja til þess að kanna möguleika á samstarfi á sviði þyrlubjörgun- ar þannig að Ísland taki að sér aukið hlutverk í þeim efnum hér á landi. Hvort tveggja mundi leiða til aukinna útgjalda og sýnir því eindreginn vilja af okkar hálfu til að finna framtíðarlausn.“ Geir sagði að meginmarkmið viðræðnanna væri að tryggja lágmarksviðbúnað á Íslandi sem þjónaði hagsmunum beggja ríkja og Atlantshafsbandalagsins í heild á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og í samræmi við ákvæði hans um verkaskiptingu aðila. Geir sagði í samtali við Frétta- blaðið að ef til þess kæmi yrði Landhelgisgæslunni falinn rekst- ur slíkrar þyrlubjörgunarsveitar af hálfu Íslendinga. Hugmynd- ir um samstarf í þessum efnum hefðu ekki verið útfærðar enn. Þyrlubjörgunarsveit á vegum Bandaríkjahers hefur um áratuga skeið verið á Keflavíkurflugvelli og tekið þátt í fjölda björgunar- aðgerða á landi sem á hafi úti. Landhelgisgæslan hefur yfir tveimur þyrlum að ráða. Rekstr- arkostnaður flugdeildarinnar var áætlaður um hálfur milljarður króna í fyrra. Starfsmenn hennar eru á bilinu 20 til 25, þar af 9 til 10 flugmenn og 8 flugvirkjar. - jh Bjóða samstarf um þyrlubjörgunarsveit Utanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær að í viðræðum um framtíð varnar- samningsins hefði Bandaríkjamönnum verið boðin hlutdeild Íslendinga í rekstri þyrlubjörgunarsveitar. Landhelgisgæslunni yrði falið verkefnið. RJÚPNAVEIÐI „Það er ekkert gaman að skjóta rjúpur með haglabyssu, það er meiri vandi að gera það með riffli,“ segir Ari Einarsson, rjúpnaskytta frá Blönduósi, og kímir góðlátlega. „Þar að auki leiðist mér að bryðja högl á jólun- um,“ bætir hann við og hlær. Hann gefur lítið fyrir það að vera góð skytta; segist eiga góðan riffil, aldraðan Husqvarna-riffil frá Svíþjóð. „Ætli hann sé ekki kominn á fimmtugsaldurinn,“ segir hann. Riffillinn er þokka- lega öflugur og því vill Ari helst ekki veiða innan um aðra veiði- menn. „Kúlan getur flogið upp undir einn kílómetra, þannig að það er vissara að ekki séu aðrar skyttur á veiðisvæðinu,“ segir hann. Veiðisvæðið í Langadalsfjalli þekkir hann út og inn eftir fjöl- margar ferðir gegnum árin. Þetta er önnur ferðin í haust og sam- tals hefur hann skotið tólf rjúpur. „Ætli ég segi þetta ekki gott, enda kominn með kvótann eða því sem næst,“ segir hann. - ssal Ari Einarsson frá Blönduósi: Leiðist að bryðja högl ARI EINARSSON Ari var nýkominn ofan úr Langadalsfjalli á móts við bæinn Fagranes í Langadal þegar blaðamaður og ljósmyndari Frétta- blaðsins rákust á hann. Sjö rjúpur lágu að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RIGNING EÐA SKÚRIR um sunn- an- og vestanvert landið. Úrkomulaust á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður um allt land. VEÐUR 4 May á leið til Fylkis? Forráðamenn Fylkis eru stórhuga þessa dagana en þeir standa í viðræðum við David May, fyrrum leikmann Manchester United, um að hann leiki með Fylki í Landsbankadeild- inni næsta sumar. May ætlar að svara Fylkis- mönnum eftir áramót. ÍÞRÓTTIR 54 PYNTINGUM MÓTMÆLT Frá mótmælum gegn pyntingum á föngum fyrir utan Hvíta húsið. BANDARÍKIN Samkvæmt niður- stöðum könnunar sem birt var í gær finnst um helmingi Banda- ríkjamanna í lagi að beita meinta hryðjuverkamenn pyntingum. 31 prósent svarenda álítur að pyntingar á föngum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum séu réttlætanlegar undir vissum kring- umstæðum. Fimmtán prósent telja að oft sé rétt að beita þeim. Sautján prósent svarenda telja pyntingar sjaldan réttlætanlegar og 32 pró- sent hafna þeim alveg. Fréttavefur Aftenposten greindi frá. ■ Viðhorfskönnun vestra: Annar hver ver pyntingar SKIPULAGSMÁL „Ég er búinn að halda fyrirlestra um Sundabraut í níu ár, en þetta er í fyrsta sinn sem einhver nennir að mæta,“ sagði Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur Línuhönnunar, í upphafi kynningarfundar fram- kvæmdaráðs Reykjavíkur um lagningu Sundabrautar. Á fundinn, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær- kvöldi, mætti á fjórða hundrað manns og mátti sjá þingmenn borgarinnar innan um. Meðal þeirra sem til máls tóku voru fulltrúar íbúasamtaka Laugardals og Gra fa r vogs , G u ð m u n d u r Arason og Elísabet Gísla- dóttir. Þau sögðust bæði þeirrar skoðunar að fara þyrf- ti betur yfir áætlanir og skoða fleiri kosti varðandi Sundabraut, sama hversu langan tíma það tæki. „Við viljum að byrjað sé frá grunni,“ sagði Elísabet, „og samráð haft við íbúa frá upphafi en þeim ekki kynntar áætlanir á lokastigi.“ Guðmundur vildi að íhugaðar yrðu betur allar leiðir sem lagð- ar voru til umhverfismats og líka nokkrar til viðbótar. „Við leggj- um mesta áherslu á að fylgt verði eftir loforðum um víðtækt samráð við íbúa.“ Anna Kristinsdóttir, formaður framkvæmdaráðs borgarinnar, sagði fundinn ekki síst haldinn vegna áhyggja íbúa bæði í Laugar- dal og í Hamrahverfi í Grafarvogi af væntanlegri legu Sundabraut- ar. „Við boðuðum alla þingmenn borgarinnar því auðheyrt er á íbúum að þeir hefðu viljað fara ytri leiðina,“ sagði hún og bætti við að peningarnir sem eyrna- merktir hafa verið verkefninu úr sölu Símans væru skilyrtir við þá innri. Anna sagði það geta tafið lagn- ingu Sundabrautar um allt að því tvö ár að fara aftur í umhverfis- mat, vildi fólk fara aðrar leiðir. „Hins vegar þarf nauðsynlega að finna einhverja sátt, bæði við íbúa Hamrahverfis og svo við Skeiða- voginn.“ - óká Kallað eftir frestun á lagningu Sundabrautar á fjölmennum fundi í gærkvöldi: Íbúar vilja byrja aftur frá grunni GUÐMUNDUR ARASON Fulltrúi íbúasamtaka Laugardals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.