Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.08.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 20. ágúst 1976 TÍMINN 19 flokksstarfið - N Ungt framsóknarfólk í Keflavík V. Félagsfundur verður haldinn næstkomandi mánudag 23. ágúst kl. 20.30 i framsóknarhúsinu. Dagskrá: Kjör fulltrúa á þing SUF að Laugarvatni. Stjórnin. Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði laugardaginn 21. ágúst og hefst kl. 21.00. Ræðumenn verða Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. Skemmtiatriði: Garðar Cortes og Ólöf Harðardóttir syngja tvisöng og einsöng með undirleik Jóns Stefánssonar. Karl Einarsson gamanleikari, fer með gamanþætti. Hljómsveit Geir- mundar leikur fyrir dansi. V -------------------------------------------------------/ ------------------- Austur Húnavatnssýsla Aðalfundur félags ungra framsóknarmanna I Austur Húna- vatnssýslu verður haldinn 1 félagsheimilinu Blönduósi, 20. ágúst klukkan 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á SUF þing. V______________________________________________^ Austurríki — Vínarborg Fyrirhuguð er ferð til Vinarborgar 5.-12. sept. n.k. Þeim, sem hug hafa á"að láta skrá sig i ferðina, er bent á að hafa samband við skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta. Einnig eru laus nokkur sæti i ferð til Iriands 30. ágúst-3. sept. Skrifstofa Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna Rauöarárstig 18 Simi 24480. r Árnesingar Sumarhátið ungra framsóknarmanna i Arnessýslu veröur haldin i Árnesi laugardaginn 21. ágústog hefst kl. 21.00. Ræður flytja Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og Pétur Einarsson, ritstióri. Tii skemmtunar verður: Söngtrióið Við þrjú, Baldur Brjánsson og síöan leikur hljómsveit Ólafs Gauks fyrir dansi. V________________________________________________________/ Orðsending til framsóknarmanna í Kjósarsýslu Framsóknarfélag Kjósarsýslu hefur nú náð hagstæöum samn- ingum við Samvinnuferðir, sem gefa félagsmönnum kost á ódýrum ferðum til Kanarieyja i vetur, en ferðirnar hefjast I október. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga 42 Mosfellssveit simi 66406 á kvöldin. V ______________ —--------------------- O Jafntefli vörður Fram, bjargaði meistaralega með úthiaupi — hann náði að slá knöttinn aftur fyrir endamörk, og Valsmenn fengu hornspyrnu — sem átti eftir að skipta sköpum I leikn- um. Albert Guðmundsson var fljótur og framkvæmdi spyrn- una I snarhasti. Knötturinn barst fyrir mark Framliðsins, en hvað skeði. Ásgeir Eliasson tók knöttinn niður með brjóst- inu — og hann hrökk siðan út i vitateiginn. Framarar hættu — þeir stóðu hreyfingarlausir, þegar Ingi Björn Albertsson kom aðvifandi og skoraöi úr mjög þröngu færi. Dómarinn flautaði og dæmdi mark — en Framarar áttu erfitt með að sætta sig við dóminn og mót- mæitu kröftuglega við dómar- ann, Þorvarð Björnsson. Áhorfendur áttu erfitt með að átta sig á þessu atviki — menn horfðu undrandi hver á annan og spurðu: Hvað skeði? — Hvers vegna hættu Fram- ararog reyndu ekki að verjast skotinu frá Ingi Birni? Já, hvað skeði? Róbert ljósmynd- ari Timans stóð fyrir aftan markið, þegar atvikið átti sér stað,hann sagði svo frá: Al- bert var búinn að taka horn- spyrnuna áður en Þorvarður flautaði, að hann mætti fram- kvæma spyrnuna. Knötturinn var kominn i loftið, þegar dómarinn flautaði og Framar- ar stöðvuðu — og litu á dómar- ann. Þeir héldu greinilega að hann væri að flauta á eitthvert brot og hættu þess vegna, sagði Róbert. Ýmsir kunnir knattspyrnuunnendur ræddu um þetta atvik i hálfleik og voru þeir allir á þeirri skoðun, að þarna hefði dómarinn gert mistök — hann hefði með réttu átt að flauta aftur og láta Valsmenn endurtaka horn- spyrnuna. Eftir markið jafnaðist leikur- inn, en siöan fóru Framarar að sækja. Sigurbergur Sigsteinsson átti skalla, sem rétt strauk þver- slá. Sigurbergur var siðan aftur á ferðinni, þegar hann skoraði jöfnunarmark (1:1) Fram á 35. minútu. Trausti Haraldsson átti þá góöa sendingu fyrir mark Valsmanna, þar sem Sigurbergur var á réttum staö — hann stökk upp og skallaði knöttinn örugg- lega upp undir samskeytin á Válsmarkinu. Eggert Steingrimsson fékk gullið tækifæri til að bæta öðru marki við, fyrir Fram, fimm minútum siðar. Hann stóð þá fyrir miöju marki, þegar hann fékk knöttinn — en hann hitti hann illa og knötturinn strauk þverslá Valsmarksins. Valsmenn náðu siðan góðum tökum á leikn- um i siðari hálfleiknum, en þá höfðu þeir þægilegan vind i bakið. Framarar sóttu við og við, en þeir náðu ekki að koma knettinum 1 netið hjá Valsmönnum, þrátt fyrir nokkrar góöar sóknarlotur. Hámark sóknar þeirra var svo, þegar Rúnar skaut I stöng, eins og fyrr segir — en Valsmenn sluppu með „skrekkinn” og jafntefli varð staðreynd. Bergsveinn Alfonsson var bezti maður Valsliðsins — hann var si- fellt á ferðinni, stöðvaði sóknar- lotur Framara og byrjaði jafn- harðan að reyna að byggja upp sóknarlotur fyrir Valsmenn, meö vel hugsuðum og nákvæmum sendingum. En varnarveggur Fram var fastur fyrir — og Framarar náðu að bæla niður flestar sóknarlotur Valsmanna, sem fóru að reyna langskot, þeg- ar þeir sáu, að þeir áttu erfitt með aö komast i gegnum Framvörn- ina. Sigurður Dagsson átti einnig góðan leik — varði vel og greip oft vel inn I leikinn. Ásgeir Eliasson, Sigurbergur Sigsteinsson, Rúnar Gislason og Trausti Haraldsson voru beztu menn Fram. Eins og svo oft áöur var varnarleikur Fram-liðsins sterkur, en sóknarleikurinn nær bitlaus. —SOS 0 Ingi Björn markvörður Vals, meiddist Iltil- lega I gærkvöldi — og treysti hann sér þess vegna ekki til að leika gegn Luxemborgarmönnum. Þá mun Matthias Hallgrimsson vera veikur — og kemur hann þvi ekki frá Sviþjóð. —SOS o Svartolía brennslu svartollu er. En þeirri hlið málsins hefur Óttar Karlsson skipaverkfræðingur gert grein fyrir. Þá vil ég og lltillega minnast á svartoliu þá, Intermediate No. 2, erviö höfum mestmegnis brennt. Þessiolla hefur yfirleitt veriö það hrein, að nægt hefur að hreinsa skilvindutvisvará sólarhring. En við höfum ekki sjálfhreinsandi skilvindur. Hins vegar höfum við nokkrum sinnum tekið hérlendis rússneska „Light Fuel” svart- oliu. Hún hefur minni seigju en Intermediate No. 2, en hefur reynzt misvel hrein, svo að erfið- leikum hefur vaidið. Þetta ætti þó ekki að koma að sök hafi menn sjálfhreinsandi skilvindu. En þykkari eldsneytisoliu en Inter- mediate No. 2 tel ég vafasamt að brenna I vélum af þeirri stærð, er við mest notum, þar eö slikt út- heimtir kostnaðarsamari útbún- að, svo sem hitasplrala 1 geymsluhylki o.fl., erekki svarar kostnaöi, nema að notkun sé þvi meiri, svo sem I mikið stærri skipum en okkar eru. Þá vil ég og geta þess, að brennsla svartollu, sér i lagi i hin- um meðalhraðgengu dieselvél- um, gerir án efa meiri kröfur um hæfni vélstjóranna, er þeim stjórna, en þegar brennt er létt- ara eldsneyti. Kemur þar margt til. Og aö lokum þetta. Væri þaö nú ekki æskilegur áfangi, ef raðstaf- anir væru gerðar til þess, nú þegar, aðgera öllum þeim kleift, ergetaogekki treysta sér til þess aö brenna svartoliu á vélum sin- um, að brenna nú Marine Diesel- oil i' stað Marine Gasoil, sem nú er gert. En sú olla er nú 1375,00 kr. ódýrari pr. tonn i höfnum i Evrópu. Og gerum viö nú ráð fyr- ir að þessi skip noti um 120.000 tonn á ári af Marine Gasoil. Þá sparastvið þetta um I65milljónir króna, og munar um minna. Jón örn Ingvarsson, (sign), vélstjóri. Rokkhátíð í Laugardalshöll Gsal-Reykjavik. — Miðvikudag- inn 1. september næstkomandi verður haldin rokkhátið I Laugar- dalshöll, þar sem fimm af vinsæl- ustu rokkhljómsveitum landsins koma fram. Rokkhátið sem þessi hefur ekki verið haldin hérlendis frá þvi árið 1969, en frumkvöðull og framkvæmdastjóri þessarar hátlðar er Óttar Felixson. Þær hljómsveitir sem koma fram á hátiðinni, sem nefnist „Rock’n’roll festival” eru Paradis, Celsius, Cabarett, Fresh og Eik. Forsala aögöngumiða er þegar hafin viðs vegar um land, en verð hvers aðgöngumiða er 2000 krón- ur. Héraðsmót Héraðsmót framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið I Valhöll .Eskifirði, laugardaginn 28. ágúst og hefst kl. 21.Avörp flytja alþingismennirnir Tómas Arnason og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Skemmtiatriði auglýst siö- ar. Kjördæmisþing Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið dagana 28. og 29. ágúst I Valhöll Eskifirði Þingið hefst laugardaginn 28. ágúst kl. 14. Auk hinna hefð- bundnu starfa þingsins verða orkumál Austurlands rædd. Fram- sögumenn og gestir þingsins verða Jakob Björnsson orkumála- stjóri og Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri Austurlands. Ungt framsóknarfólk 16. þing SUF verður haldið að Laugarvatni dagana 27.-29. ágúst n.k. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna sem fyrst og til- kynnið þátttöku. stjórn SUF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.