Tíminn - 17.09.1976, Síða 13

Tíminn - 17.09.1976, Síða 13
Föstudagur 17. september 1976. TÍMINN. 13 eftir Emanuel Chabrier, Ernest Ansermet stjórnar. Stokowski-hljómsveitin leikur „Svaninn frá Tuonela” eftir Jean Sibelius og „Dónárvalsinn” eftir Johann Strauss: Leopold Stokowski stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Feröaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing. Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láð og lög” (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 20.00 Sinfóniskir tónleikar frá útvarpinu í BerlinSalvatore Accardo og Filharmoniu- sveitin þar i borg leika: Zubin Metha stjórnar. a. Sinfónia nr. 34 i G-dúr (K338) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. b. Fiðlu- konsert nr. 2 i d-moll op. 32 eftir Henryk Wieniawski. Svita eftir Robert Devise. b. Gavotte, Sarabande og Bourré eftir Johann Sebastian Bach. 21.30 Ótvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveanu. Dagur Þorleifsson les þýð- ingu sina (9). 22.00 Fréttir. 22. 15 Veðurfregnir. Til umræðu: Tekin fyrir æsku- lýðsmálefni Reykjavikur- borgar. Baldur Kristjánsson ræðir við borgarfulltrúana Alfreð Þorsteinsson og Davið Oddsson. 22.55 Afangar. Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 17. september 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kirgisarnir i Afganistan Bresk heimildamynd um Kirgisa, 2000 manna þjóð- flokk, sem býr i tjöldum I nærri 5000 metra hæð á há- sléttu I Afganistan. Þjóð- flokkur þessi býr við ein- hver erfiðustu lifsskilyrði i heimi. Annað hvert barn deyr nýfætt, og þriöjungur mæðra deyr af barnsförum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.35 Sekur eða saklaus? (Boomerang) Bandarisk biómynd frá árinu 1947. Leikstjóri Elia Kazan. Aðal- hlutverk Dana Andrews, Jane Wyatt, Lee J. Cobb og Arthur Kennedy. Sagan, sem byggð er á sannsögu- legum atburðum, gerist I Fairport i Connecticut. Prestur er skotinn til bana. Mikil leit er hafin að morðingjanum, en hann finnst ekki. Kosningar eru I nánd, og stjórnarandstæð- ingar gera sér mat úr mál- inu til að sýna fram á getu- leysi lögreglu og saksókn- ara. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 23.00 Dagskrárlok fcr í JÖTUNHEIMUAA FJALLANNA 68 farnast vel meðal Lappanna, ef hann rækti starf sitt af samvizkusemi. Páll og Sveinn Ólafur letu sér vel líka, að broðir þeirra hafði ráðið sig hjá Turra. Heima hafði hann ekki gert annað upp á síðkastið en liggja í illdeilum. Heimilið myndi líka njóta góðs af þvi, að Jónas gerðist hjarð- maður. Það hafði strax komið á daginn, því að ekki hef ði Turri komið meðtvö hreindýr, ef Jónas hefði ekki verið kominn til hans. Margrét andæfði ekki heldur þessari ráðabreytni. En Ólaf ía var áhyggjuf ull á svipinn. Henni virtist það rangt af Jónasi að fara til Lappanna. Það hefði illt í för með sér. Jónasi þótti vænt um einhverja stúlku, og nú fór hann burt. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. XIX. Menn bjuggust við hörðum vetri, og þegar um jóla- leytið var orðið lýðum Ijóst, að hungrið myndi sverfa fast að sumum. Það var þungt áfall, að næturfrostin skyldu eyðileggja uppskeruna, en ofan á það bættist, að snjólög urðu mikil og oftast mjög frosthart. Veðra- hamurinn torveldaði veiðiskap, og öðru eins rjúpnaleysi og þennan vetur mundu menn ekki eftir síðan í hallærinu 1867. Það var líka fátt um tóf ur og úlfa. Menn voru með boga og gildrur úti um allt, hlóðu skothús og flæmdust um allar trissur i leit að dýrum, en báru lítið úr býtum. Það var eins og veðurharkan hefði hrakið allt lifandi til suðlægari stöðva. Aron kom að Marzhlíð í byrjun janúarmánaðar. Hann horfði ekki björtum augum til framtíðarinnar. Kornið var svo dýrt, að enginn gat keypt það, og áður en voraði yrði helmingurinn af sambýlisfólki hans búinn að leggja upp laupana. Nei, gæti hann bara aflað sér peninga til þess myndi hann fara til Ameriku. í þessu landi var ekki búandi. Lars hlustaði þögull á harmtölur sonar síns. Þetta Ameríkutal var ekki nýtt af nálinni. Bæklingar frá stóru skipafélögunum bárust við og við eftir einhverjum duldum leiðum alla leið upp i fjallabyggðirnar. Hefði látið sæmilega í ári, myndi fólk tæplega hafa litið á þá! En nú varð mörgum fjallabúana það fyrir að fletta þessum litskrúðugu auglýsingapésum og lesa um landið, þar semhvorki þekktist f rost né hungur. En engum datt í hug að skrifa vestur um haf og biðja um glöggar frá- sagnir af dásemdunum í þessari furðulegu heimsálfu. En þeir, sem áttu ekki peninga f yrir einni tunnu af korni, gátu ekki auðveldlega keypt sér farseðil til Ameríku. Það var hér um bil jafn miklum erfiðleikum bundið að fara til þessa ævintýralands og komast í himnariki í lifanda lífi. í Marzhlið ríkti ekki enn nein neyð. Náttúrlega hafði veiðin verið nauðléleg, þar eins og annars staðar, en það hafði verið haldið vel utan að kornlúkunni og miklu af berki verið blandað í mjölið. Hreindýrakjötið kom líka í góðar þarfir, og ein af kúnum hafði borið fyrir jól. Hér var ekki heldur hóp barna að metta. Það var alltaf til eitthvað til þess að stinga upp í börnin tvö, sem Margrét átti, og litlu stúlkuna, sem Ólafía hafði átt fyrir fáum mánuðum þurfti ekki að ætla neinn mat. Hún fékk næringu svo lengi sem móðir hennar hélt holdum og fyllti brjóstin. Ef ekkert sérstakt steðjaði að, voru líkur til þess, að fólkið í Marzhlíð slyppi öðrum betur þennan harðindavetur. Janúarmánuður var svo kaldur, að það var varla kom- andi út fyrir dyr. Milli frostkaflanna, voru grenjandi hríðar. Sulturinn læsti klónum inn í grá hús frumbýling- anna í f jalladölunum, og barnmargar konur neru beina- berar hendur sínar í örvæntingu. Magarnir á börnunum voru orðnir undarlega þembdir. Drukku þau of mikið af vatni? Eitthvað varð þó að gef a þeim, þegar þau grétu af hungri — vatn og of urlítinn bita af silungi, sem saltaður hafði verið um haustið. Menn urðu áhyggjufyllri með hverjum degi. Nú áræddu þeir ekki lengur að fara í langar veiðiferðir. Einn frumbýlingurinn hafði fundizt helfrosinn nokkra kílómetra frá bæ sínum og aðrir óttuðust sömu örlög — að þeir gæfust upp af sulti og sinnuleysi og kæmust aldrei heim. Þeir urðu að láta sér nægja að leggja snörur í grennd við byggðirnar og hyggja að netunum. Það var samt tilgangslaust að vitja um netin. í þessari hörku f ékkst ekki branda í netin. Þeir vissu það, en gátu samt ekki látið vera að rölta niður á ísinn og vita, hvort ekki hefði gerzt kraftaverk. En meðan menn biðu eftir kraftaverkinu, gerðist undarlega hljótt á heimilum flestra frumbýlinganna. Hvergi heyrðist hundagá — sg Hetja, þetta var ekki mikiö og ekkert alvarlegt.... svona, svona! Hrægammar fylgjast vel meö okkur!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.