Tíminn - 02.10.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.10.1976, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. október 1976 hljóðvarp Laugardagur 2. október 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir., Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 (Jt og suður Ásta R. Jó- hannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um slödegis- þátt meö blönduöu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veöur- fregnir). 17.00 Einsöngur: Sylvia Sass syngur „Kafarann”, ball- öðu eftir Schubert við texta eftir Schiller: Andreas Schiff leikur á planó. 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing Öskar Ingimarsson lýkur lestri sinum úr bókinni ,,Um láð og lög” (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá kumli til kaupstaðar Gisli Kristjánsson spjallar við Sigfús Þorleifsson fyrr- verandi útverðarmann á Dalvik. 20.00 óperutónlist eftir Christoph Willibald Glucka. Boris Christoff og Teresa Berganza syngja ariur. b. Sinfóníuhljómsveit útvarps- ins i Stuttgart leikur ballett- músik úr óperunni „Don Juan”: Klauspeter Seibel stjórnar. 20.45 Landssimi Islands 70 ára.Viðtöl við frumherja og frásagnir. Pétur Pétursson sér um þáttinn. 21.45 Paganini-etýður eftir Franz Liszt Josef Bulva leikur á pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 2. október 1976 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maður til taks Breskur gamanmyndaflokkur. Korriró og ,dillidó Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Til Málmeyjar Kvik- mynd, sem Sjónvarpiö gerði sumarið 1969 um Málmey á Skagafirði. Siglt er framhjá Þórðarhöfða og hann skoöaður af sjó. Kvikmynd- un örn Harðarson. Umsjón Ólafur Ragnarsson. Frum- sýnd 3. mai 1970. 21.35 Þrúgur reiðinnar (Grap- es of Wrath) Bandarísk bió- mynd frá árinu 1940, gerð eftir hinni alkunnu skáld- sögu Johns Steinbecks, sem komið hefur út í islenskri þýöingu. Leikstjóri John Ford. Aðalhlutverk Henry Fonda og Jane Darwell. Sagan gerist i Bandarikjun- um á kreppuárunum. Tom Joad hefur setið i fengelsi i fjögur ár fyrir að hafa orðið manni að bana i sjálfsvörn, en kemur nú heim I sveitina til ioreldra sinna. Fjöl- skyldan er að leggja af stað til Kaliforniu i atvinnuleit, og Tom slæst i förina. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.40 Dagskrárlok ______TÍMINN__________H ES£- í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA si Lars hlustaði rólegur á, þegar Jónas lýsti fyrir honum framtíðaráætlunum sínum. Hann vissi hreint ekki, hvað hann átti að halda um þennan skyndilega áhuga sonarins um að ryðja sér land til byggðar. — Auðvitað er þér velkomið að ryðja þér land þarna efra, sagði hann að lokum. En Jónas var ekki fullkomlega ánægður með svarið. Ryðja. Þaðskipti nú minnstu máli. Hér var um kaup að ræða. — Við skulum ganga þangað upp eftir og mæla blett- inn. Svo getur þú nef nt, hvað þú vilt f á f yrir hann. Marta hafði kallaðá Pál og Svein Ólaf til þess að segja þeim frá þessari nýju flugu Jónasar. Þeir voru á sama máli og faðir þeirra. Hann mátti sannarlega fá að ryðja blett þarna. En að gera landamerki og mæla út land til nýbýlis — það var annað mál. Hvað væri líka unnið með því? Hann mundi áreiðanlega gefast upp á þessu eftir viku eða svo. Jónas hélt fast við sitt, að faðir hans og bræður skildu brátt, að enginn friður mundi fást i Marzhlíð, fyrr en þeir létu að vil ja hans og mældu honum út blett. — Við getum gengið þangað upp eftir á morgun, sagði Páll. — Við gætum það í dag, sagði Jónas hvasst og stuttri stund seinna voru þeir allir á leið að Suttungi. Já, staðurinn lá vel við, það viðurkenndi bæði Lars og synir hans, en hingað til hafði hann þó ekki verið til neinna nytja fyrir Marzhlíð. Skógarnytjar voru nægar nær bænum, og heilt heyæki fengist ekki af þessu grasi- vaxna rjóðri. Jónas benti. Hér áttu landamerkin að vera — beina línu frá vatninu upp í nakta f jallshlíðina. Fyrir öðrum landamerkjum þurfti ekki að hugsa. Enginn frumbýlingur mundi nokkru sinni láta sér til hugar koma að hyggja á bólfestu í næsta nágrenni í norðri, austri eða suðri. Þar voru lendur Lappanna og ríkisins, og gátu tæpast boðið þau landgæði, sem fyrirhyggj'usamur land- námsmaður gat gert sig ánægðan með. Á tvær hliðar voru há f jöll og vatn á þá þriðju. — Jæja, hve mikið viltu þá f á f yrir það? Það lá nærri að Lars fyrtist. Hve mikið vildi hann fá? Þessi litli útkiki af landi Marzhlíðar var víst ekki mikils virði. — Þér er velkomið að ryðja eins mikið land hér og þú vilt, Jónas. — Nei, ef ég fæ ekki að kaupa landið, vil ég ekki sjá það. Ég vil geta sagt, að þetta land sé mitt. Hvort viltu heldur fá fimmtíu ríkisdali fyrir það eða nokkur hrein- dýr, þegar Turri kemur? Niðurstaðan varð sú, að Jónas keypti landið fyrir tvö hreindýr, en í kaupbréfinu áttu þó hreindýrin að jafn- gilda fimmtíu ríkisdölum. Á síðsumarshátíðinni í Fatt- mómak átti að ganga f rá kaupbréf inu og af henda það til þingslesturs á Ásahlésþingi. Morguninn eftir hélt Jónas með áhöld sín til hins til- vonandi heimkynnis. Hann hafði líka vikunesti með sér. Hið fyrsta sem hann gerði var að reisa einfalt Lappa- tjald af viðarrenglum, grenigreinum og hreindýraskinn- um. Þessi híbýli voru fullbúin að fáum klukkustundum liðnum, en þá greip hann orfið og fór að slá grasið í rjóðrinu. Hann hafði engin not fyrir heyið, en hann gat ekki fengið af sér að stínga skóflu sinni í þetta hvann- græna gras og troða það ofan í moldina. Þannig vann Jónas dögum saman að landruðningi sín- um. Hann hafði þegar gefið nýbýli sínu nafn, en þó hvorki kennt það við f jallið eða vatnið. Hann kallaði býl- ið Grænuf it. Að viku liðinni kom Lars til hans til þess að forvitnast-um hvað hann hefði fyrir stafni. Og gamli landnámsmaðurinn varð harla undrandi, þegar hann sá, að Jónas hafði brotið spildu, sem var á stærð við stærsta kartöflugarðinn i Marzhlíð. Eftir nokkrar vikur með sama áframhaldi mundi verða eins mikið brotið land i Grænuf it eins og Nikki Brandsson hafði keypt af Hansi Péturssyni. Þessi mikli árangur var ekki einvörðungu að þakka dugnaði og ákafa Jónasar heldur kornótt fjallamold, þar sem tærur og steinar voru einu hindran- irnar og þó smávægilegar. En starfsáhugi Jónasar varð að þola harða raun einn morguninn, er hann kom að Grænufit eftir næturdvöl heima í Marzhlíð þar sem hann hafði endurnýjað nesti sitt. Björn hafði heimsótt staðinn og nær því velt tjaldinu um koll. Jónas fnæsti af bræði og greip til byssu sinnar, en snöggt tillit til hins rudda lands varð því valdandi, að ræktunaráhuginn sigraði veiðif ýsnina í blóði hans. Hann gæti seinna fengið færi á birninum. Nú var meira um vert að halda áfram landbrotinu. Hinn ungi landnámsmaður unni sér varla matar frá sólaruppkomu. Fengju hakinn og skóflan að hvílast nokkra daga var það vegna þess, að hann haf ði tekið sér öxi í hönd eða orf. Víðikjarri og lyngi varð að eyða, ef grasið átti að geta vaxið í friði. Jónas var með hugann allan við störf sín, og allt annað varð að víkja. Hann varð að brjóta mikið land, áður eo frostin kæmu, og ekki einu sinni daunillur jarfi mundi hafa getað truflað starf hans. Ákafi hans skapaðist þó ekki af afstöðu hans til annarra manna. Hann hafði ekki í hyggju að fara yfir að Saxanesi, þegar ísinn á vatninu væri orðinn mannheldur, og draga Emmu á hárinu yfir að Grænufit til þess að sýna henni, að hann væri ekki mannleysa. Hann stritaði heldur ekki frá morgni til kvölds til þess að geta sagt við Stínu: „Líttu á, hér hef ég byggt bæ, er það nóg?" Jónas stóð nú í sömu sporum og margir aðrir frumbýlingar á undan honum. Hann hafði fundið bæjarstæði, sem féll honum vel i geð, og hann hafði í hyggju að búa þar um sig eftir beztu föng- um. Hann hugsaði ekki um það, að hver skóflustunga færði hann nær þeim degi, er hann stæði andspænis nýj- um og erfiðum viðfangsefnum. Yngsti sonur Lars var ekki hinn eini, sem tekið hafði sér bólfestu á afskekktum og óbyggðum stað, og margir menn áttu þá reynslu á undan honum, að nauðsynlegt reyndist að fá sér konu, kæmust þeir svo langt í starf inu að rækta sér jarðblett og afla heyja handa kú og nokkr- um geitum. Ef enginn var heima til að gæta skepnanna, gat húsbóndinn ekki vikið sér að heiman og ekki stundað veiðar, hvað þá heldur farið á fjarlæga markaði. En konu var ekki að finna bak við næsta runna. Það gat meira að segja valdið nokkrum erfiðleikum að finna hana niðri í sveitaþorpunum, og fáar voru fúsar að hverfa úr margmenninu út í fásinnið á afskekktu nýbýii. Það var og vonlaust að líta hornauga til fallegrar stúlku. Hann mátti þekka fyrir ef hann gæti krækt í einhverja sem farin væri að nálgast örvæntingaraldurinn og hefði enga áberandi annmarka. Ást? Hér var hvorki tími né tækifæri til að hugsa um slíkt. þegar kýrnar stóðu mál- þola heima í f jósinu. Jónasi reyndist nauðugur einn kost- ur að halda í austurátt í konuleitinni, því að honum var fullljóst, að engin stúlka í f jallabyggðunum vildi líta við honum. Aron kom dag nokkurn upp að Grænufit og lét greini- lega í I jós bæði undrun sína og vanþóknun. Hann settist á stein og horfði á bróður sinn vinna. — Gaztu ekki lynt við Lappana, spurði hann. — Jú, víst gat ég það. — Hvers vegna varstu þá að yfirgefa þá? — Ég undi mér ekki lengur meðal þeirra. Aron yppti öxlum. Undi? Hélt hann kannske að hann mundi una sér betur hér? — Ef þú hefðir dvalið hér heima síðastliðinn vetur, mundir þú ekki hafa yfirgefið Lappana, sagði hann þungbúinn. Nýbýli gef ur ekkert annað en sult og seyru. Ég verð hugsjúkur þegar ég hugsa til þess að til eru stað- ir þar sem frost þekkist ekki. „Vissir þú að það eru leynigöng ofan af háalofti niður i kjallara.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.