Tíminn - 06.10.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. október 1976 TiMINN 3 r————— Litlar breyt- ingar við Kröflu gébé Rvik — Litlar breyting- ar hafa verið á jaröskjálfta- virkninni á Kröflusvæöinu nú siöustu daga. A siðasta sólarhring mældust 48 jarö- skjálftar. en voru 52 sólar- hringinn þar á undan. „Hef ekkert annað sagt en það sem ég tel rett og satt' — segir Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri alþingis gébé Rvik — Mér finnst mál þetta einkennilegt og furöuleg persónu- leg árás og ómakleg, þvf aö ég hef ckkert annaö sagt en þaö sem ég tel rétt og satt, sagöi Friöjón Sigurösson, skrifstofustjóri alþingis i gær, þegar Tlminn grennslaöist fyrir um viöbrögö hans viö kæru Gunnlaugs Þóröar- sonar. Eins og skýrt var frá I blaðinu I gær, hefur Gunnlaugur kært skrifstofustjórann til saka- dóms, fyrir aö hafa fariö meö rangt mál I svonefndu jafnréttis- máli, sem mikiö hefur veriö til umræöu aö undanförnu. Friöjón kvaöst ekkert hafa um kæru þessa heyrt, nema þaö sem hann hefur lesið I dagblööunum. — Mér finnst þaö dálitiö einkennilegt, aö Gunnlaugur virðist ganga út frá því sem sjálf- sögðu, aö hann einn hafi rétt fyrir sér, að hans skoöun eigi aö ráöa, en tekur ekkert tillit til umsagnar jafnlaunaráðs né til dómstólanna, sem fellt hafa dóm I umræddu máli, sagði Friðjón. Skrifstofustjóri alþingis sagöi einnig, aö svo virtist sem lögmaö- urinn, þ.e. Gunnlaugur Þóröar- son, túlkaöi hlutina eins og honum þóknaðist. Hins vegar heföi ýmsu verið ábótavant I meðferö Gunn- laugs I málinu, t.d. hefði dómur- Línusjómenn á Vestfjörðum: inn talið kröfugerö hans svo ófull- komna, aö þurft heföi aö flytja málið tvisvar fyrir dómi meö tveggja mánaöa millibili. — En honum finnst ekki ástæöa til aö lúta venjulegum dómstólum, sagði Friðjón Sigurðsson. Friðjón sagöi aö sér virtist sem um málið heföi veriö fjallaö mjög á einn veg I fjölmiðlum. Var hann þá spurður að þvi, hvers vegna verjandi i málinu heföi ekki mætt, þegar dómsuppkvaöningin var lesin upp i bæjarþingi, þvi aö þá hefði verið hægt að fá umsögn verjanda um málið. Svaraöi hann þvi til, að dómara heföi láöst aö láta verjanda vita hvenær sá atburður ætti að fara fram. gébé Rvik — Þaö viröist enginn áhugi vera á þvi aö koma til móts viö sjómenn á linubátum á Vest- fjörðum, og þvi situr enn viö það sama hér, sagöi Pétur Sigurös- son, formaður Alþýðusambands Vestfjaröa I gær. Sem kunnugt er hafa sjómenn á linubátum fyrir vestan veriö I „setuverkfalli” undanfariö til aö mótmæla bráöa- birgðalögum rikisstjórnarinnar frá 6. september, og þeir hafa ekki róiö á linuveiöar. Eins og áður hefur verið skýrt frá I Tímanum, var sérstakur samningur geröur við linubáta á Súgandafirði, en þar er linufisk- urinn aðaluppistaðan I hráefni frystihússins. — Hins vegar sjá togararnir á hinum stöðunum um aðnógsé af fiski, og þvi er nóg at- vinna, sagði Pétur Sigurðsson. — Það verður verst fyrir útgerðar- mennina að missa kannski þarna vanan mannskap, sem nú leitar annað i atvinnu. Þeir verða ekki öfundsverðir, ef þeir ætla að byggja á utanbæjarmönnum I þessar veiðar, sagði hann. — Þetta er ekki svo stórkostlega af- gerandi útgerð, að menn séu at- vinnulausir vegna þess að ekki er róið á linu, en hins vegar er það ekkert vafamál, að bezti fiskur- inn til vinnslu er sá, sem linubát- arnir koma með, sagði Pétur Sigurðsson. Gsal-Reykjavik — Hraunhitaveit- an hefur gefiö mjög góöa raun, og viö væntum þess aö fá nauösyn- legar Iánafyrirgreiöslur til þess aö hægt veröi aö halda áfram framkvæmdum viö hana af krafti, sagöi Páll Zóphaniasson, bæjarstjóri i Vestmannaeyjum i samtali viö Timann. Fyrsta húsið, sem hraunhita- veita var tengd við, var sjúkra- húsið iEyjum, og var það gert s.l. sumar, auk þess sem hún var einnig lögð i nokkur ibúöarhús. Sfðustu vikur hefur svo verið unn- ið aö þvi að tengja enn fleiri hús hraunhitaveitunni og sagði Páll, að hvert húsiö á fætur öðru hefði verið tengt veitunni að undan- förnu, og stefnt væri að þvf, að 25-30 hús yrðu hituð upp meö hraunhitaveitu fyrir árslok. Húsin, sem nú er verið aö tengja hraunhitaveituna við, eru austan Kirkjuvegar og noröan Sólhlíöar. — Þaö er búið að taka ákvörðun um þaö, að næsta skrefið í sam- bandi viö hraunhitaveituna, verði það, að nýta hraunvarmann fyrir Vesturbæinn, — þ.e. nýja hverfiö, sem byggzt hefur upp eftir gosið — meö því að tengja fjarhitunar- kerfið, sem þar er, við hraunhita- veituna. Það er veriö að undirbúa þessar framkvæmdir núna, og ætti að vera hægt að tengja þessi tvö kerfi um áramót, sagði Páll. I Vesturbænum eru um 30 ein- býlishús, rúmlega 80 Ibúðir í sam- býlishúsum, auk íþróttahússins og elliheimilisins. Við spurðum Pál um það, hvort einhyerjir sérstakir gallar hefðu komið fram varðandi hraunhita- veituna, og kvað hann það ekki vera. — Það koma hins vegar alltaf óhjákvæmilega upp ein- hverjir erfiöleikar, þegar verið er að vinna að einhverjum nýjung- um. Ég held að ég geti þó alveg fullyrt, að búið sé aö yfirstíga alla byrjunaröröugleika, sagði Páll. Um frekariáætlanir I sambandi viö hraunhitaveituna sagði hann, að fyrir lægi áætlun um það, að fjarhitunarkerfi kæmi I allan bæ- inn með þeirri undantekningu þó, aö nokkur hverfi verði áfram hit- uð upp meö rafhitun. — Takmarkiö er það, aö geta veriö með samræmt verö á orku til húsahitunar hér I Vestmanna- eyjum. — Hvenær búist þið við að ná þvi marki? — Það fer eftir þvi hversu vel gengur að afla fjár til þessara framkvæmda, en ég hygg, að þessu marki ætti aö vera náö um 1980, sagði bæjarstjóri. Að lokum inntum við Pál Zóphaniasson eftir þvi, hvað vísindamenn teldu að hiti i hraun- inu gæti haldizt lengi. Páll sagði, að visindamenn ættu erfitt með að spá nokkru um þaö.en sagði að sennilega væri ekki óraunhæft að reikna með þvi að hitinn dygði 110 til 30 ár. Hraunhitaveitan í Eyjum lofar góðu: Nýja hverfið og 25-30 önnur hús hituð upp með hraunvarma í árslok Trygging og Vængir deila um tjóna- uppgjör — auðvelt að tryggja annars staðar, segír Guðjón Styrkársson ASK-Reykjavfk. Næstkom- andi föstudag, rennur út trygging á flugvélum Vængja h/f, en vélar félags- ins eru tryggðar hjá Trygg- ingu h/f. I samtali við Tim- ann I gærkveldi, sagði Guð- jón Styrkársson, hrl., stjórnarformaður Vængja, að tryggingin hefði ekki ver- ið framlengd vegna þess að ágreiningur væri um tjóna- uppgjör. Deilurnar standa um bætur vegna Island- er-vélar félagsins, sem varð fyrir óhappi á Snæfellsnesi i fyrravor. — Þetta eru álika upphæð- ir, sagði Guðjón Styrkárs- son, — og það er allsendis óvisthvort við skuldum þeim eða öfugt. Starfsemi Vængja er allsendis óháð þvi hvort Trygging h/f vill tryggja vélarnar, þvi að auðvelt er að fá önnur tryggingarfélög til þess. Enn í„setu verkfalli" ávíðavangi Gylfi Þ. og Benedikt hafa miklar áhyggjur af þverrandi siðferði i þjóðfélaginu. Ahyggjur þeirra eru ekki ástæðulausar. Hverjir hafa gefið út Alþýðublaðið? Upplýst hefur verið, að allir hclztu leiðtogar Alþýðuflokks- ins stofnuðu mcö sér sam- eignarfélag til hliöar við AI- þýðublaðiö í þvi skyni að koina taprekstri biaðsins yfir á herðar almennings I landinu. Skiptu þeir skuldum Alþýöu- blaðsins á milli sin og kröfðust siðan lækkunar á persónuleg- um sköttum sinum. Þeirri kröfu hefur verið hafnað. Ekki er óiiklegt, að fyrrver- andi viðskiptaráðherra, Gylfi Þ. Gislason, núverandi for- maöur þingflokks Alþýðu- flokksins, eigi höfundarréttinn að þessu verki. Til fróðleiks skal hin furðu- lega útgáfustarfsemi Alþýðu- blaðsins rifjuð upp: 1. Samkvæmt lauslegri athug- un virðist Alþýðufíokkurinn skráður fyrir útgáfu blaös- ins frá upphafi til ársloka 1967. 2. Frá ársbyrjun 1968 til októ- ber 1970 cr blaðið gefið út af félagi, sem bar nafnið ,,Nýja útgáfufélagið”. For- maður þessa félags er skráður Jón H. Guömunds- son, Kópavogi. Félag þetta varð gjaldþrota, og mun mál þess enn fyrir skipta- rétti. 3. Frá október 1970 til marz 1972 er Alþýðuflokkurinn talinn útgefandi blaðsins. 4. Frá marz 1972 til júli sama ár er „Útgáfufélag Alþýöu- blaösins” skráð fyrir útgáf- unni. Formaður þessa fé- lags var Gylfi Þ. Gislason. Félag þetta hefir hætt út- gáfunni, en mun cnn á skrá sem fyrirtæki. 5. Frá júli 1972 til marz 1974 er „Alþýðublaösútgáfan” skráð fyrir útgáfu blaösins. Formaöur þessa félags var Axcl Kristjánsson. Félag þetta hefir hætt útgáfunni, en mun þó enn á skrá yfir skráð fyrirtæki. 6. Frá marz 1974 til ársloka 1973 er „Blað h.f.” skráður úlgcfandi blaðsins. For- maöiir þessa félags var Ey- jólfur K. Sigurjónsson. Við slofnun þcssa félags er lýst yfir, að félagiö taki ckki aö sér neinar skuldbindingar tilheyrandi hinu fyrra fé- lagi, þ.e. félaginu, sem bar nafnið „Alþýðublaðsútgáf- an”. Blað h.f. hefur nú hætt útgáfunni, en mun enn á fyrirtækjaskrá. 7. Frá árslokum 1975 til dags- ins i dag er skráður útgef- andi biaösins ncfndur ,,A1- þýðuflokksfélag s/f.” For- maður þessa félags er Jón Armann Héðinsson. Þessu félagi virðíst meðal annars hafa veriö ætlaö, að semja við Visi um fjármál Alþýðu- blaðsins eöa reksturskostn- að þess. Verkefni fyrir atvinnubiaðamenn Samkvæmt framangreindu er Ijóst, aö á s.l. 8 árum hafa Alþýðuflokksmenn stofnað 5 fyrirtæki til að annast útgáfu Alþýöublaösins. Um cndan- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.