Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 4
4 30. december 2005 FRIDAY LÖGREGLA Lögreglan í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli fundu 250 grömm af marijúana í fyrrakvöld. Lögreglan komst á sporið þegar höfð voru afskipti af fimmtugum ökumanni. Við leit í bifreið hans fundust 120 grömm af marijúana. Á heimili mannsins í Reykja- vík fannst í framhaldinu meira af efninu ásamt kannabisfræjum og rúmlega 100 þúsund krónum í seðlum. Að auki fundust rúmlega sextíu marijúanaplöntur í atvinnu- húsnæði í Sandgerði ásamt tækj- um til ræktunar. Maðurinn, sem er grunaður um ræktun og sölu efnanna, var látinn laus eftir yfirheyrslur. - jse Lögreglan í Keflavík: Maður tekinn með marijúana BÆJARMÁL Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, sækist eftir því að leiða sjálfstæðis- menn í Kópavogi í komandi bæj- arstjórnarkosningum. Prófkjör vegna kosninganna verður haldið 21. janúar næstkomandi. Fjórir af fimm bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins hyggjast gefa áfram kost á sér. Gunnar hefur verið í leyfi frá Alþingi í vetur vegna bæjar- stjórastarfsins og segir hann prófkjörið og kosningarnar í vor munu leiða í ljós hvort hann hverfi aftur til starfa á þingi eða verði áfram í bæjarstjórastóln- um. - æþe Sjálfstæðismenn í Kópavogi: Gunnar vill leiða áfram Marklaus hræðsluáróður Stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi og ánægju með þá kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerði nýverið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu, þar sem lægstu laun voru hækk- uð. Ung vinstri græn undrast einnig það sem þau kalla gífuryrði ýmissa erindreka Sjálfstæðisflokksins í tengslum við þetta mál og kalla það marklausan hræðslu- áróður. STJÓRNMÁL BRENNUR Áramótabrennurnar þetta árið verða á tólf stöðum í höfuð- borginni. Þá hefur Fylkisbrennan verið færð til og ný brenna verður á Ártúnsholti. Stærstu brennurn- ar verða við Ægisíðu, á Geirsnefi, Fylkisbrennan, sem nú verður við Rauðavatn, og við Gufunes hjá gömlu öskuhaugunum. Smærri brennur verða í Skerjafirði, í Suðurhlíð, vestan Laugarásvegar, við Suðurfell, hjá Leirubakka, við Kléberg á Kjalarnesi, Úlfarsfelli og á Ártúnsholti sunnan Ártúns- skóla. Kveikt verður í bálköstum klukkan 20.30. Staðsetningar á korti er hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar. Aðrar brennur á höfuðborgar- svæðinu verða í Kópavogsdal, við Arnarnesvog í Garðabæ, á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, á Ásvöllum í Hafnarfirði, á Bökk- um á Álftanesi og á tjaldsvæðinu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. - æþe Áramótabrennurnar: Tólf brennur í Reykjavík BRENNA UM ÁRAMÓT Brennur verða á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. SAMFÉLAGSMÁL „Við erum nokkuð ánægð með útkomuna, sem virð- ist leiða í ljós að flóttamönnunum líður vel hér á landi þó ávallt sé erfitt að meta vellíðan,“ segir Árni Gunnarsson, formaður inn- flytjendaráðs. Í gær voru kynntar niðurstöður könnunar sem gerðar voru fyrir ráðið á reynslu og við- horfum flóttamanna hér á landi. Þó voru nokkrir þættir sem fara mættu betur í þessum mála- flokki. Til dæmis svöruðu 76 prósent aðspurðra að menntun þeirra nýttist ekki að fullu í starfi þeirra hér. Því taldi aðeins um fjórðungur þeirra sig fá vinnu við hæfi. Flestir sögðu ástæðuna vera skort á íslenskukunnáttu eða að réttindi þeirra giltu ekki hér á landi. „Einnig er oft svo að flótta- menn hafa tapað pappírum sem staðfesta réttindi þeirra,“ segir Árni. Einnig kom fram í viðtölum við flóttamennina að þeir kysu að íslenskukennarar, sem og þeir sem veita þeim andlegan stuðn- ing, töluðu þeirra tungumál. Þeim þótti einnig upplýsingar um ýmsa mikilvæga þætti þjóðlífsins ekki nægilega aðgengilegar. Samtals hefur 451 flóttamað- ur komið til landsins frá því 1956 og eru þeir frá sjö löndum. Flest- ir þeirra komu frá Víetnam en á þessu ári komu sjö flóttamenn frá Kosovo og 24 frá Kólumbíu. - jse Innflytjendaráð kynnir könnun um viðhorf flóttamanna: Fjórðungur fær vinnu við hæfi FORMAÐUR INNFLYTJENDARÁÐS Árni segir nokkuð vel hafa til tekist í málefnum flóttamanna hér á landi. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 29.12.2005 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,47 63,77 Sterlingspund 109,13 109,67 Evra 75,15 75,57 Dönsk króna 10,075 10,133 Norsk króna 9,36 9,416 Sænsk króna 7,991 8,037 Japanskt jen 0,5378 0,541 SDR 90,63 91,17 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 105,7012 ÚKRAÍNA, AP Jarðgasfyrirtæki Úkraínu lýsti því yfir í gær að það hefði nægar gasbirgðir til að sjá landinu fyrir húshitunarorku fram á vorið þótt skrúfað yrði fyrir gasinnflutning frá Rúss- landi. Um þriðjungur þess gass sem Úkraínumenn nota kemur frá Rússlandi. Þrátt fyrir að æðstu ráðamenn grannríkjanna tveggja hefðu síðustu sólarhringa reynt að leggja sitt af mörkum til að finna lausn á harðvítugri deilu um verð á jarðgasi sem rússneska gasút- flutnings- og einokunarfyrirtæk- ið Gazprom selur til Úkraínu var engin lausn í sjónmáli í gær. Gazprom hefur hótað að skrúfa fyrir sölu á gasi til Úkraínu um áramótin fallist Úkraínumenn ekki á að verðið verði rúmlega fjórfaldað, að sögn í því skyni að færa það að heimsmarkaðverði. Talsmenn Gazprom segja þá ráð- stöfun nauðsynlegan lið í að laga rekstur fyrirtækisins að alþjóð- legum stöðlum þar sem nú er verið að opna fyrir erlendar fjárfest- ingar í hlutafé þess. Ráðamenn í Úkraínu hafa hins vegar sagt að þessi ráðstöfun sé ekkert annað en pólitísk refsiaðgerð vegna þess að í „appelsínugulu byltingunni“ fyrir ári komust til valda í Kíev menn sem ekki vilja lúta Moskvu- valdinu. „Þessi verðhækkun er ögrun,“ sagði Viktor Jústsjenkó Úkraínuforseti. Gazprom sér einnig aðildar- ríkjum Evrópusambandsins fyrir um það bil helmingi alls jarðgass sem þau nota. Langstærstur hluti þess gass er fluttur um leiðslur sem liggja um Úkraínu og því hefur gasdeila Úkraínumanna og Rússa valdið áhyggjum víða í álfunni. Talsmenn Gazprom hafa heitið því að deilan muni ekki hafa áhrif á afhendingu gass til annarra Evrópulanda en tals- maður úkraínska gasfyrirtækis- ins Neftogaz dró þá fullyrðingu í efa. Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti bauð Úkraínumönnum í gær þriggja milljarða evra lán, and- virði 225 milljarða króna, til að hjálpa landinu að „standa undir skuldum vegna breytinganna yfir í markaðsverð á gasi,“ samkvæmt því sem RIA-Novosti-fréttastofan greindi frá. Talsmenn Úkraínu- stjórnar segja það eðlilega kröfu að þessi verðaðlögun fari fram í smærri skrefum á nokkrum árum; skyndileg margföldun gas- verðs verði algert reiðarslag fyrir úkraínskan iðnað. audunn@frettabladid.is Gasdeila enn í hnút Ekkert samkomulag var enn í sjónmáli í gær í deilu Rússa og Úkraínumanna um verð á jarðgasi frá Rússlandi. Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gassölu yfir landamærin núna um áramótin nema margfalt verð komi fyrir það. GASBIRGÐIR FRAM Á VOR Starfsmenn úkraínska gasfyrirtækisins Neftogaz vinna við gasdælustöð í Gutsulivske, um 700 kílómetra vestur af höfuðborginni Kíev. Talsmaður fyrirtækisins sagði gasbirgðir í landinu nægar til að tryggja húshitun fram á sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANDHELGISGÆSLAN Vélsleðamað- urinn sem féll í gær niður um vök á Lyngdalsheiði á Suðurlandi er á batavegi. Félagar mannsins náðu honum upp úr ísvatninu, færðu hann úr blautum fötunum í þurr og keyrðu með hann til móts við björgunar- sveitarmenn. Þyrla landhelgis- gæslunnar flutti manninn á Land- spítala - háskólasjúkrahús. Maðurinn var mjög kaldur og þrekaður en var þó að mestu búinn að jafna sig þegar lent var með hann í Reykjavík. Engir áverk- ar voru á honum og talið að hann myndi losna af spítalanum seinna um kvöldið. - dac Vélsleðamaður lenti í vök: Þrekaður en nú á batavegi ÞYRLAN TF-LÍF SÆKIR VÉLSLEÐAMANN Maður sem féll í vök er á batavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.