Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 54
 2. janúar 2006 MÁNUDAGUR30 Eitt árið stofnuðu allir pítsu-stað, og það næsta voru það súlustaðir sem áttu að gera alla athafnamenn ríka. Niðurstaðan varð að staðirnir settu hver annan á hausinn, en við sátum eftir sem þjóð uppfull af akfeitum kynlífsfíklum. En hvað var í tísku árið 2005? Og hvað af því viljum við alls ekki sjá aftur? 1. Raunveruleikasjónvarp Bandaríski ritstjórinn HL Mencken sagði eitt sinn að enginn hefði tapað pening á því að vanmeta alþýðuna. Íslenskir dagskrárgerðarmenn virðast reyna að byggja lífsafkomu sína á þeirri speki, en ekki er hægt að miða endalaust á botninn áður en maður brotlendir á honum. Þjóðin tók við Ástarfleyinu eins og ísjakinn tók við Titanic. Íslenski bachelorinn var jafn mikið klúður eins og mót- sagnarkennt nafnið gefur til kynna og Idolið verður leið- inlegra eftir því sem Bubbi verður pirraðri. Stelpurn- ar sýndu fram á ótvíræða kosti þess að hafa fyrir- fram skrifuð handrit, sér- staklega þegar þær eru bornar saman við Strák- ana. Íslendingum hlýtur þó á endanum að takast að búa til leikið efni sem er ekki samansafn atriða í áramótaskaupsstíl. Það er að minnsta kosti eitthvað til að stefna að fyrir fjörutíu ára afmæli íslensks sjónvarps á næsta ári. 2. Viðbjóður Sin City var fyndin þrátt fyrir (eða vegna þess) að gegndarlaust var verið að limlesta menn, og sér- staklega var haft gaman af því að misþyrma kynfærum karlmanna. Hostel skorti húmorinn, og reyndi að bæta upp fyrir það með enn meiri viðbjóð. Gallinn er fyrst og fremst sá að erfiðara er að ganga fram af manni í hvert skiptið, og verður þetta því oft leiðigjarnt fyrir vikið. Túskildings- óperan átti m ö g u l e g a að ganga fram af e inhverj - um með platbyss- um, kynlífi og Marilyn M a n s o n - b o l u m (man einhver eftir honum?). Viðbjóðurinn hefur smám saman verið að rata inn í íslenskar bók- menntir, svo sem í Barnagælur Óttars Norðfjörð og í bók Ófeigs Sigurðarsonar. Einhverjar íslensk- ar hryllingsmyndir eru á leið- inni, og Hugleikur Dagsson hefur einnig komið ógeðinu á svið og í teiknimyndasögur sínar, sem eru vissulega fyndnar. Líklega á þessi ástúð á líkamsvessum eftir að eldast af strákunum. En miðað við hvað raunveru- leikasjónvarpið var lengi á leiðinni eigum við enn nokkur ár eftir þangað til að viðbjóðurinn hér nær hámarki. 3. Koverlagaplötur og safnplötur Satanistarnir hjá Senu hafa aldrei verið þekktir fyrir hugrekki í plötuútgáfu, en nýjum lægðum var náð nú fyrir jólin. Enn eitt ár líður af öldinni og færir okkur enn eina safnplötu með Nó-Gó Bó, sem virðist hafa hætt að reyna eftir að hann tapaði Eurovision. Einar Bárðarson heldur áfram að reyna að semja texta, en heldur sig að mestu við að velja annarra manna lög á koverplötur. Ólíklegt þykir að útgáfa Nylon af Have You Seen Your Mother skáki Stóns. Gaman væri að heyra Brynhildi syngja eitthvað annað en gamlar lummur, og að heyra Lummurnar syngja sem minnst. Það er þó ekki allt slæmt í þessum efnum, Le Amour Fou gerðu stórskemmtilegar tang- óútgáfur af gömlu slögurunum, KK og Ellen fluttu jólalögin betur en þau hafa heyrst lengi og meist- ari Mugison tók frábæra útgáfu af Tom Waits-laginu Little Trip to Heaven. En samt sem áður, ekki er endalaust hægt að flá dauðan hest, og fyrr eða síðar verða menn að byrja að semja aftur. Sem betur fer. 4. Krimmar Fyrir nokkrum árum voru allir að skrifa sjálfsævisögulegar harmsögur, nú eru það krimmar. Samt laumaðist sjálfsævisöguleg saga Thelmu upp fyrir krimmaflóð- ið og varð óvænt ein af vinsælustu bókum ársins, meðan krimmarnir kæfðu hver annan. Mesta krimm- abylgjan virðist vera hjöðnuð í bili, því ekki er hægt að hella stöðugt salti í sama glasið. Það er pláss fyrir jafnt sjálfsævisögulegar harmsögur sem krimma, bara svo lengi sem menn einbeita sér ekki allir í einu að því sama. 5. Fjárfestar og fótboltamenn Fjárfestingar eru nýja rokkið. Hjá breskum ungmennum eru Beck- ham og Kaninn Bill Gates helstu fyrirmyndirnar, hér Bjöggi Thor og Eiður Smári. Nú dreymir alla um að stofna banka frekar en að læra á rafmagnsgítar. Bjöggi Thor var maður ársins og á nú allar símalínur Austur-Evrópu frá Grikklandi til Finnlands. Hann- es Smárason lætur sér nægja að kaupa alla götuna sem hann býr í, til að geta svo endurskapað hana í eigin mynd. Hvenær hættum við að líta upp til ríka og fallega fólksins og förum aftur að tilbiðja listamenn sem berjast fyrir því að uppgötva hin miklu lífs- sannindi? Og því að komast á listamanna- laun? 6. Hnakkar Hnakkarnir slógu frá sér á árinu sem leið og tókst loks- ins að finna nafn á höfuðandstæðinga sína, hina svonefndu trefla. Líklega þarf að fara aftur til diskósins og pönksins til að finna jafn skýrar línur í poppmenn- ingunni. Næsta ár lítur vel út fyrir hnakkana, þar sem bæði kon- ungur og drottn- ing hinna aflituðu (og sumir myndu segja afleitu), Gilz og Brynja, fá sína eigin sjón- varpsþætti á Sirkus. Kannski endar þetta allt með því að ástir takast yfir víglínuna í anda Rómeó og Júlíu. Eiríkur Örn Norðdahl og Brynja Björk? Kristín Eiríks og Gilz? Eiríkur og Gilz? Allt mun þetta að sjálfsögðu enda með harmleik. 7. Jólin Svo virðist sem nýtt sölumet sé sett um hver jól. Múgurinn flækist hlýðinn á milli yfirvinnu og innkaupa og heldur tannhjólum kapítalismans vel smurðum með því að bæta hag kaupmanna hvern desembermánuð. En að launum fær hann ekki nema einn aukafrídag í ár, sem er varla nóg til að jafna sig eftir tveggja mánaða undirbúning- inn. Aldrei hefur verið meira selt, en eitthvað minna fór fyrir gleð- inni. Jafn þreytandi og jólin sjálf eru svo hinar endalausu kjallara- greinar sem bölva þeim en geta engu breytt. Því standa vonir til að jólin komist ekki aftur í tísku næsta desember (og nóvember og októb- er), heldur líði hljóðlega framhjá eins og Rikshaw og Pelican um árið. 8. Íslendingar Á þessum miklu útrásar- tímum tíðkast það sem aldrei fyrr að bregða sér til útlanda í nokkrar vikur eða mán- uði og koma svo til baka og „ s k i l g r e i n a “ Íslendinga, tala statt og stöðugt um hvað Íslending- ar séu hitt og þetta, og hverju þeir þurfi nú að breyta til að geta orðið jafnmikl- ir heimsborgarar og sá sem mælir. Álíka þreytandi er umræðan um sérstöðu Íslands, sem nær til bæði landbúnaðarmála sem drykkjusiða og gerir okkur undanskilin því að veita þróunar- aðstoð. Enn geta allir farið úr landi og slegið í gegn fyrir það eitt að vera Íslendingar, að því er virðist. En fyrr eða síðar fær umheimurinn leið á okkur, og við þurfum að læra að komast af án forgjafarinnar. Ísland verður ekki alltaf í tísku. Það er enginn vafi á því að við höfum margt annað til brunns að bera en þjóðernið eitt, en það er eins gott að vera undirbúin sviptingunum. BRENGLAÐUR OG HVERFULL RAUNVERULEIKI TÍSKUNNAR ÍSLENDINGAR Mun fólk enn hafa áhuga þegar það kemst að því að það eru engir álfar hér? GILZ KONUNGUR Ríkir yfir Hnakkalandi líkt og Macbeth yfir Skotlandi. ÆVAR ÖRN Bíður eftir símtalinu sem kveikir nýjar hugmyndir. HUGLEIKUR Fyndin mynd, en þarf að bæta við sig. SUMARLIÐI Er fullur efasemda um næsta ár. Oscar Wilde sagði einhvern tímann að tískan væri svo skelfilegt fyrir- bæri að það yrði að breyta henni á sex mánaða fresti. Valur Gunnarsson lítur til baka og skoðar tískufyrirbæri sem stóðu upp úr árið 2005 og mega hverfa sem fyrst. ROKKARAR SAMTÍMANS Bjöggi heggur skarð í Austur-Evrópu. EINAR BÁRÐAR Fyndin mynd, en þarf að leggja af. JÓLIN Ætli þau lifi af eitt árið í viðbót?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.