Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 18
18 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR „ORÐRÉTT“ nær og fjær Fjölmenni var við messu eldri borgara í Háteigskirkju í fyrra- dag. Áætlað er að um 280 manns hafi sótt messuna sem er held- ur meira en gengur og gerist við hefðbundnar messur. Tómas Sveinsson sóknarprest- ur messaði og Gerðubergskórinn söng. Þorgrímur Kristmundsson kórfélagi lék á heimasmíðaða munnhörpu sína við messuna en heldur fátítt er að leikið sé á munnhörpu við messu. Messur eldri borgara eru haldnar reglulega og er aðsókn jafnan góð. ■ Guðsþjónusta eldri borgara í Háteigskirkju: Blásið í munnhörpu í messu eldri borgara BLÁSIÐ Í MUNNHÖRPUNA Þorgrímur Kristmundsson lék á munnhörpuna sína við messu eldri borgara á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þorri gengur í garð föstudaginn 20. janúar að þessu sinni og hefj- ast um leið hefðbundin og rótgróin þorrablót um land allt. Þorrinn er snemma á ferðinni þetta árið en samkvæmt upplýsingum frá Þor- steini Sæmundssyni stjörnufræð- ingi getur þorri fyrst hafist 19. jan- úar. Verður sú raunin á næsta ári. Þorri hefst á föstudegi í þrett- ándu vikur vetrar og gerir gangur himintunglanna það að verkum að dagsetning þess dags getur sveifl- ast frá 19. janúar til 26. janúar. Er fyrsti dagur þorra nefndur bónda- dagur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er undirbúningur þorra- blóta þegar hafinn, bæði hvað varðar aðföng og skemmtiatriði. ■ SÚRIR HRÚTSPUNGAR Gjarnan snæddir á þorranum Gangur himintunglanna: Þorrinn óvenju snemma á ferð Sú tíð er liðin að ferðaskrifstofurnar kynni sumarleyfisferðir sínar um mánaðamótin janúar/febrúar. Sólarlandaferðir sumarsins eru komnar í sölu og margir hafa þegar bókað dvöl. „Þetta byrjaði miklu fyrr núna en undanfarin ár og allt var komið í sölu vel fyrir jól,“ segir Helgi Eysteinsson hjá Úrvali Útsýn. Fjölskyldufólk er jafnan fyrst til að ganga frá sumarleyfinu og vill hafa vaðið fyrir neðan sig. „Fjölskyldufólk veit að framboð á íbúðum með tveimur svefnherbergjum er mjög lítið og því þarf að bóka strax. Þegar hefur hellingur af fólki komið og gengið frá sínu sumarleyfi og gerði það um leið og ferðirnar komu í sölu.“ Margir bókuðu sína ferð strax í desember og svo hefur mikið verið að gera í upphafi nýs árs. Áður fyrr fylgdi því nokkurt umstang þegar ferðaskrifstofurnar kynntu sumarleyfisferðir sínar og var það jafnan gert um mánaðamótin janúar/febrúar. Hélst það í hendur við að nýtt kortatímabil væri í deiglunni en fólk hugaði ekki að sumarleyfinu fyrr en jólaneyslan hafði verið gerð upp við kortafyrirtækin. Sú tíð er liðin, nú voru ferðirnar komnar í sölu í desember og örtröðin talsverð á ferðaskrifstofunum. Helgi veit þó að þrátt fyrir almennt góðan efnahag geta ekki allir pantað sér ferðina sína strax. „Auðvitað bíða margir og sumir hafa af því áhyggjur hvort eitthvað verði enn til þegar nýtt kortatímabil hefst.“ Ferðavenjur Íslendinga hafa um margt breyst á fáum árum og fara margir í nokkrar styttri ferðir frá hausti fram á vor. Ekkert hefur dregið úr lengri sumardvölum á sólarströndum og virðast borgarferðir og heimsóknir á framandi slóðir hrein viðbót. ■ STRANDLÍF Sem fyrr munu Íslendingar flykkjast til sólarlanda í sumar og margir hafa þegar pantað sér ferð. Ferðaskrifstofurnar bíða ekki lengur fram í febrúarbyrjun með að kynna sumarleyfisferðirnar. Myndin var tekin í Sydney í Ástralíu á nýársdag en þar er nú sumar. MYND/AP Sólarlandaferðirnar renna út „Mér líst ofboðslega vel á þetta og Eiður á þetta svo sannarlega skilið,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona um val íþrótta- fréttamanna á Eiði Smára Guðjohnsen sem íþróttamanni ársins 2005. Hún fygldist með sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í fyrrakvöld og varð snortin. „Ég fékk tár í augun þegar hann afhenti peningana til einstakra barna, mér fannst það einstaklega vel gert hjá honum.“ Eiður Smári hlaut hálfa milljón króna að launum frá Íslandsbanka fyrir að vera útnefndur íþróttamaður ársins en gaf umsvifalaust fjárhæðina til samtakanna Einstök börn. Regína Ósk segist ekki fylgjast grannt með knattspyrnu en fréttir þó þegar eitthvað markvert gerist. En ætli hún haldi með Chelsea í ensku knattspyrnunni? „Eigum við ekki að segja það bara,“ segir hún og hlær. „Fyrst Eiður er í Chelsea þá held ég með Chelsea.“ SJÓNARHÓLL EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2005 Á þetta svo sannarlega skilið REGÍNA ÓSK Alltaf gott að vera bjartsýnn „Ég er tiltölulega bjartsýnn á gengi landsliðsins og sannfærður um að við getum betur en við sýndum í fyrra.“ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN KNATTSPYRNUMAÐUR OG ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Í FRÉTTABLAÐINU. Þvílík hneisa „Það getur hver sem er leigt Laugardalshöllina til að halda tónleika, það eina sem þarf er leyfi frá lögreglustjóra sem kostar 5.000 krónur.“ EINAR BÁRÐARSON TÓNLEIKAHALDARI ER GAGNRÝNINN Á AÐ ENGAR REGLUR GILDI UM TÓNLEIKAHALD. MARKAÐURINN „Ég hafði það bara nokkuð gott um hátíðarnar, þakka þér fyrir“, segir Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, þegar blaðamaður forvitnast um hvernig hún eyddi dögunum um hátíðirnar. Helga hefur unnið sem kirkjuvörður í Langholtskirkju í tvö og hálft ár. „Það var mikið að gera fyrir jólin vegna þess mikla og lifandi starfs í kringum kirkjuna. Maður varð að vinna á aðfangadagskvöld og svo voru jólin svo stutt að ég var mætt til vinnu nánast daginn eftir“, segir Helga og hlær. Á Þorláksmessu tók Helga á móti miklum fjölda gesta og ættingja eins og venjulega. „Ég er alltaf með opið hús á Þorláksmessu, þá koma vinir og vandamenn í heimsókn eftir að búið er að loka búðum og fá sér hangikjöt og síld. Þetta hefur verið hefð hjá mér í áratugi“, segir hún. Framundan á nýju ári hjá henni er að efla félagsstarfið í kvenfélögunum, sem nú þegar er mikið og gott. „Við erum að undirbúa landsþing sem verður í sumar á Akureyri. Landsþing okkar er haldið á þriggja ára fresti og þá koma saman hundrað til tvö hundruð konur úr kvenfélögum landsins og það er gríðarlega skemmtilegt“, segir stoltur forseti sambandsins. Samband kvenfélaga hefur verið starfrækt í 76 ár í sumar og eru í því um tíu þúsund konur. Síðast var landsþingið haldið á Egilsstöðum. Kvenfélögin réðust í dúkkugerð á síðasta ári í samvinnu við Unicef. „Við konurnar í kvenfélögunum saumuðum dúkkur og það fóru um ellefu þúsund vinnustundir í sjálfboðavinnu í gerð þeirra. Þær seldust eins og heitar lummur og söfnuðust í kringum fjórar milljónir fyrir Unicef“. Spurð hvort hún hafi strengt einhver áramótaheit svaraði hún: „Nei, það geri ég aldrei. Þau eru eiginlega bara til þess gerð til þess að svíkja þau“. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, FORSETI KVENNFÉLAGASAMBANDS ÍSLANDS Söfnuðu 4 milljónum fyrir Unicef Ég slepp alltaf! GRÆDDI 50 MILLJÓNIR SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON OG FÉLAGAR HAFA SÖLSAÐ UNDIR SIG SPARISJÓÐ HAFNARFJARÐAR RÁÐHERRA ÞVÆR HENDUR SÍNAR DV2x15 4.1.2006 21:23 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.