Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. marz 1977 15 Rósa Hjörvar Helga Eysteinsdóttir Dýrmæt minningargj öf HINN 14. marz, á fæðingar- degi Rósu Hjörvar, sem nú er fyrir skömmu látin, barst Kvenfélagasambandi tslands tilkynning um, að börn hennar hefðu ákveðið að gefa sam- bandinu glitofiö veggteppi úr búi hennar. Skal þaö varöveitt i minningu tveggja kvenna, Rósu Hjörvar og Helgu Eysteinsdóttur, sem teppið óf. Helga Eysteinsdóttir var kunn fyrir handavinnu sina. Hún var móðir Asmundar Sveinssonar myndhöggvara ogþeirra systkina. Þetta teppi óf hún handa vinkonu sinni, Rósu Hjörvar, áriö 1921 og var það fyrsta stóra teppiö, sem hún óf, en vitað er um a.m.k. fjögur önnur, sem hún óf siöar. Rósa Hjörvar kom tepp- inu á Iðnaðarsýninguna I Reykjavik áriö sem hún eign- aöist það og hlaut það verð- laun. Er verölaunaskjalið varöveitt og mun fylgja tepp- inu að Hallveigarstööum. Rósa Hjörvar var fædd 14. marz 1892 að Litla-Vatnshorni i Haukadal i Dölum og voru foreldrar hennar Daði Daöa- son bóndi þar og kona hans Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Kasthúsum i Reykjavik. Rósa flutti með foreldrum sinum til Reykjavikur árið 1902 og árið 1917 giftist hún Helga Hjörvar rithöfundi. Þeim varð átta barna auðið. Rósa andaðist 5. janúar s.l. Hún var glæsileg kona og væn á alla lund. Helga Eysteinsdóttir var fædd aö Höll i Þverárhlið 6. júli árið 1861. 1883 giftist hún Sveini Finnssyni frá Háafelli I Miðdölum og hófu þau búskap þar, bjuggu siöan aö Kvenna- brekku um sex ára skeiö, en eftir það — og lengst af — aö Kolstööum I Miödölum, Þau Helga og Sveinn eignuðust ellefu börn, sem upp komust. Arið 1925 fluttist Helga að Eskiholti I Borgarfirði þar sem synir hennar Bjarni og Finnur bjuggu lengi og þar andaðist hún 15. júni 1935. (FréttfráKvenfélagasam- bandi lslands) á AKUREYRI vió kynnum árgeró 1977, laugardaginn 19/3 og sunnudaginn 20/3, kl. 14- -1829 SNIÐILL HF. - Skoda umboóió - 'Oseyri 8 - Akureyri þúgerir hvergi betri kaup AMIGO 105 - kr. ca. 860.000.- AIMIGO 120 L - - - 960.000.- AMIGO 120 LS-- - 1010.000,- þetta eiga bílar að kosta Skoda Amigo er mjög falleg og stilhrein bifneið. Hún er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Kömió og skoóió þessa einstöku bifreió á bilasýningu okkar. ■An ■ ... JOFUR hf Tdckneska bfieócwmboóió ó íslandi AUOWÍKKU 44>46 - KÓfWOGl - StMl 42600 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM AÐALFUNDUR Samvinnubanka Islands h.f. Sigrí&ur Björnsdóttir fyrir framan eitt verka sinna á sýn- ingunni. Sigríður sýnir í Norræna húsinu JB-Rvik. Laugardaginn 19. marz opnar Sigriður Björns- dóttir sýningu á verkum sin- um INorræna húsinu. Sigriöur stundaði myndlistarnám I Reykjavik og London og er þetta fimmta einkasýning hennar. Aður hefur hún haldið þrjár einkasýningar i Reykja- vik og eina i Stokkhólmi auk þess sem hún hefur tekið þátt i fjölda samsýninga bæöi hér heima og erlendis. Sextiu og ein mynd er á sýningunni og eru þær flestar málaðar á sið- ustu tveim árum en nokkrar eru 10-15 ára. Myndirnar eru akrýl myndir málaöar á striga. Þær eru allar til sölu. Sýningin stendur yfir dagana 19.-28. marz og verður opin frá kl. 2-22 daglega. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 19. marz 1977 og hefst kl. 14 ATH: Ekki hliðarsal, eins og kom fram í augl. í biaðinu f gær Bankaráð Samvinnubanka Islands h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.