Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1977, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. marz 1977 15 söngur: Einsöngvarakdrinn syngur islensk þjóölög i út- setningu Jóns Asgeirssonar, sem stjórnar kórnum og hljóðfæraleikurum úr Sin- fóniuhljómsveit Islands. 21.30 Norræn tónlist á degi Norðurlanda Klarinettu- konsert op. 57 eftir Carl Nielsen. Kjell Inge Steven- son og Sinfóniuhljómsveit danska útvarpsins leika. Stjórnandi: Herbert Blomstedt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (39). 22.25 Kvöldsagan: „Sögu- kaflar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og’ bréfum (11). 22.45 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir lokum 11 skákar. Dagskrár- lok um kl. 23.45. sjónvarp Miðvikudagur 23. mars 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 18.10 Ballettskórnir Breskur framhaldsmyndaflokkur i sex þáttum. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Stúlkunum sækist vel ballettnámið, einkum Posy. Pálina leggur jafnframt stund á leiklist, og Petrova, sem hefur brennandi áhuga á vélum, fær að koma á bifreiðaverk- stæði Simpsons leigjanda á sunnudögum. Dag nokkurn gerir skólastjóri stúlknanna boð eftir Sylviu frænku. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.35 Merkar uppfinningar Sænskur fræöslumynda- flokkur. Myntin Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigiö 20.45 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liöandi stund. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. 21.25 Ævintýri Wimseys lávaröar Breskur saka- málamyndaflokkur I fjórum þáttum, byggður á sögu eft- ir Dorothy L. Sayers. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Wimsey lávarður fer til Skotlands sér til hvildar og hressingar og hefur þjóninn Bunter með sér. Þeir kynn- ast m.a. nokkrum listmál- urum. Einn þeirra, Camp- bell, er illa liðinn af félögum sinum, enda ruddamenni og drekkur meira en góöu hófi gegnir. Dag nokkurn, þegar Wimsey og Bunter fara á af- skekktan stað i héraðinu, finna þeir lik Campbells, og lávarðurinn telur allt benda til, að hann hafi verið myrtur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.15 Stjórnmálin frá striös- lokum Franskur frétta- og fræðslumyndaflokkur i 13 þáttum, þar sem rakin er I grófum dráttum þróun stjórnmála i heiminum frá striðslokum árin 1945 og fram undir 1970. Ennfremur er brugðiö upp svipmyndum af fréttnæmum viðburðum timabilsins. 1. þáttur. Eftir sigurvimuna Heimstyrjöld- inni siðari er lokiö, og Evróða er flakandi i sárum. Milljónir manna eru heim- ilislausar, og flóttamönnum eru allar leiðir lokaðar. Nú hefst timabil skömmtunar og svartamarkaðsbrasks. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.15 Dagskrárlok Hæffuíegf ferðalag eftir AAaris Carr ástfangna af manni sem er ekki þess virði að hnýta skóþveng þinn. Roy Matheson er duglaust sníkjudýr af verstu tegund. Hann mundi gera hvað sem væri í eigin- hagsmunaskyni, hversu viðurstyggilegar aðf erðir, sem hann þyrfti að nota. Penny greip fram f fyrir honum og reiðin ólgaði og vall í henni: — Þetta var reglulega andstyggilega sagt, hver sem í hlut ætti. — Nei, þetta er hreinn sannleikur. Ég get ekki sætt mig við að þú verðir fórnarlamb hans. Það verður þér dýrt, ef þú vingast um of við hann. — En hann er bara ósköp venjulegur ungur maður! Mér dettur ekki í hug að snúa við honum baki bara vegna þess að þér og hinum geðjast ekki að honum, sagði Penny og kerrti hnakkann þrjózkulega. — Við höfum gilda ástæðu til að vera illa við hann, sagði Mikeog það var beiskjutónn í röddinni. — Reyndu aðskilja, Penny. Við höfum unnið með honum og vitum hvernig hann hagar sér. — Þú ert sem sagt að fara fram á að ég hætti að um- gangast hann, en þú hefur ekki nefnt neina ástæðu! Hvað hef ur hann gert af sér? Ég krefst þess að fá að vita það! — Ég vil helzt losna við að segja þér það, svaraði Mike alvarlegur. Penny starði undrandi á hann. — Ég trú því ekki! Ef það væri eitthvað alvarlegt, hefðirðu líklega sagt mér það strax. Þú ert að gera úlfalda úr mýf lugu af þeirri einföldu ástæðu að Roy hefur tekizt það sem þér mist- tókst. Hún sá að þetta kom illa við hann og horfði áhann með hæðnissvip. — Þér er illa við hann vegna þess að hann þorirað andmæla skipunum þínum. Það er ekki glæpur að leiðast hérna. Nú skil ég hvers vegna hann vill komast héðan. Þaðer engu líkara en staðurinn og loftslagið sé komið inn í heilabúið á ykkur svo að þið sjáið ekki hlutina í réttu tjósi lengur. Allir verða að, falla inn í ákveðinn ramma og ef einhver gerir það ekki, er hann útilokaður. Hver er réttlætiskenndin? Hefurðu enga samúð, Mike? Roy er skelfilega ein- mana. Hann hef ur engan til að tala við. Hvers vegna ert þú að reyna að skilja okkur að? Hann hefur ekki verið hérna nema nokkrar klukkustundir og vegna þess að ég kann vel við hann og f innst hann þægilegur í umgengni, reynir þú allt sem þú getur til að setja mig upp á móti honum. Penny neyddist til að þagna til að draga and- ann. Mike var svo reiður, að það beinlínis neistaði afhon- um. Varirnar voru eins og mjótt strik og andlitið var hvítt undir sólbrunanum. Pennýju flaug i hug, að nú hefði hún líklega gengið of langt. — Fyrirgefðu, sagði hún hikandi. — En ég botna ekk- ert í því, sem þú ert að gefa í skyn. Ég geri bara það, sem ég sjálf tel rétt. — Þú um það. Rödd Mikes var fsköld. — Ég leyfði mér að vona, að þú treystir dómi mínum að vissu marki. En nú skil ég að ég sóa aðeins tímanum með því aðtala við þig. Ég vonaði líka að við værum tengd viss- um böndum, en ef þú berð enga virðingu fyrir tilfinn- ingum mínum, er tilgangslaustað halda áfram að ræða þetta. En guð hjálpi okkur öllum, ef þú verður alvar- lega ástfangin af þessum manni. Það þýðir ekki að biðja þig að halda þig frá honum. Þú ert álíka þrjósk og faðir þinn var. — Þú hefur líklega ætlað að segja „réttlát" var það ekki? Tárin brutust fram í augu Pennýjar. Hjartað var eins og steinn í brjósti hennar og hana verkjaði í hálsinn. — Segðu Fannýju að ég sé með höf uðverk. Ég ætla snemma í rúmið í kvöld. Hún beið ekki svars, heldur hljóp þvert yf ir torgið og inn í kofann. Hún leit ekki um öxl, því tárin streymdu niður vanga hennar. Nú vissi hún að eina ástæðan til þess að hann hafði boðið henni í gönguferð niður að ánni, var sú að hann ætlaði að vara hana við Roy. Hann eyddi sannarlega ekki tímanum til ónýtis, hugsaði hún bitur. Fyrstsegir hann mér hugljúfar sögur um gamla daga, sem hann veit að ég hlusta á. Líklega hef ur hann haldið að ég yrði samvinnuþýðari á eftir. En þar skjátlaðist honum- En þessi sigur hennar gladdi hana lítið. Hún sat í stólnum og starði fram fyrir sig. Hvers vegna var Mike og hinum svona illa við Roy? Meira að segja Vincent... Hann hafði líka brugðist illa við komu Roys. En höfðu þeir ekki starfað saman, þegar malaríufaraldurinn gaus upp? Það var eitthvað í þessu öllu, sem ekki kom heim og saman. En var ekki rangt að dæma einn mann svona hart aðeins þess vegna? Hvers vegna sá Mike það ekki? Hún taldi sig vita hvers konar maður Roy væri eftir bréf unum hans að dæma. Það væri ekki rétt að efast um hann. Enginn skrifast á við aðra manneskju í tvö ár án þess að kynnast henni eitthvað! 7. kafli. Næstu dagana var Penny fegin þvi að hafa boðizt til aðaðstoða í sjúkraskýlinu. I fyrsta lagi gat hún haldið sig í hæf ilegri f jarlægð f rá hinu fólkinu með því og eins og Vincent hafði sagt, hugsaði hún ekki um annað á meðan. Hún eyddi æ meyri tíma í skýlinu og gerði það að venju að líta þangað eftir kvöldmatinn til að hjálpa Maríu að búa sjúklingana undir nóttina. Andrúmsloftið milli þeirra Mikes var í svalara lagi síðan kvöldið góða. Penny hafði gert nokkrar tilraunir til að rjúfa vegginn, því hún iðraðist margs, sem hún hafði sagt. En það virtist þýðingarlaust. Mike var yf ir- máta kurteis, en vísaði öllum sáttatilraunum hennar á bug með kaldhæðnislegum athugasemdum. Það var rétteins og hann vildi leggjaáherzlu á að hún hefði val- ið sína leið og skyldi halda sig við hana. Hvert einasta hæðnisorð hans skar þana i hjartað og þegar hún sá að þeim Júlíu virtist koma betur saman en nokkru sinni og heyrði glaðlegan hlátur þeirra, fannst henni hún ekki geta þetta miklu lengur. Ef þetta er tilraun hans til að refsa mér, þá hefur hún tekizt vel, hugsaði Penny beizk, þegar hún sá hann leggja handlegginn utan um Júlíuog ganga með henni heim til Fannýjar i eitt heim- boðið enn. Milli þeirra og hinna var einnig að rísa vegg- ur, aðeins Will og Grace létu sem ekkert væri. Grace hafði allan hugann við barnið og Will var svo niður- sokkinn í starf sitt, að þau vissu varla hvað fram fór innan hópsins. Bráðlega hlýtur eitthvað að gerast, sagði Penny við sjálfa sig einn morguninn, þegar hún gekk yf ir torgið á leið aðsjúkraskýlinu. Ég er farin að tapa tilf inningunni fyrir raunveruleikanum og þoli ekki spennuna lengur. En Roy hagar sér rétt eins og honum sé nákvæmlega sama um álit hinna á honum. Ég verð að reyna að komast til botns í þessu öllu. Það býr eitthvað undir, en í hvert sinn, sem ég reyni að leiða málið að því, þagna allir! í rauninni var það Fanný sem næstum hratt Pennýju til að gera það sem þurfti til að losa um spennuna. Þennan umrædda morgun var lítið að gera í skýlinu og „Mamma. Nýi blaðastrákurinn okkar er stelpa.” „Þú skait leita þarna, en ég ætla aö leita á bak við runnana.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.