Tíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 21. april 1977 17 hljoðvarpí Fimmtudagur 21. apríl Sumardagurinn fyrsti 8.00Heilsa0 sumri a. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri flytur ávarp. b. Herdls Þor- valdsdóttir leikkona les sumarkomuljóö eftir Matth- ías Jochumsson. 8.10Fréttir. 8.15 VeOurfregnir. Útdr. Ur forustugr. dagbl. 8.30 Vor- og sumarlög, sungin og leikin. 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar. (10.10 Veöurfregnir). a. „Sumar- iö” Ur árstíöakonsertinum eftir Vivaldi. Lola Bobesco og kammersveitin I Heidel- berg leika. b. Fiðlusónata I F-dúr op. 24, „Voráónatan” eftir Beethoven. David Oistrackh og Lev Oberín leika.c.Sinfónia nr. 1 op. 38, „Vorhljómkviöan” eftir Schumann. Sinfónluhljóm- sveit LundUna leikur: Josef Kripsatj. d. Konsert I E-dUr fyrir tvö pianó og hljóm- sveit eftir Mendelssohn. Vera Lljskova og Vlastimll Lejsek leika ásamt Sinfón- iuhljómsveit útvarpsins I Austur-Berlln (Hljóör. frá Austur-Þýskalandi). 11.00 Skátamessa I Kópavogs- kirkju Prestur: Séra Arni Pálsson. Organleikari: Guöni Guömundsson. Skát- ar syngja. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frfvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.00 Sand og Chopin Friörik Páll Jónsson segir frá. Lesari auk Friöriks Páls: Unnur Hjaltadóttir. í dag- skrárþættinum er leikin tónlist eftir Chopin. 15.00 „Nord-klang”: Norrænt samstarf blandaöra kóra Guömundur Gilsson kynnir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Samleikur I útvarpssal GuÖný Guömundsdóttir, Hafliöi Hallgrlmsson og Philip Jenkis leika Trló I C-dúr eftir Joseph Haydn. 16.40 Barnatlmi I samvinnu viö barnavinafélagið SumargjöfFóstrunemar sjá um val og flutning á efni. 17.30 Lagið mitt Anne Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Frá afmælistónleikum Skólahljómsveitar Kópa- vogsí Háskólabiói 26. f.m., — fyrri hluti. Stjórnandi: Björn Guöjónsson. Kynnir: Jón MUli Arnason. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. kynningar. 19.35 „Aö hugsa ekki f árum en öldum” Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri flytur erindi. 20.00 Óperan „Þrymskviöa” eftir Jón G. Ásgeirsson Einsöngvarar, ÞjóöleikhUs- kórinn og Sinfóníuhljóm- sveit Islands flytja undir stjórn höfundar. Persónur og söngvarar: Loki ... Siguröur Björns- son, Þór ... Guömundur Jónsson, Heimdall- ur ... MagnUs Jónsr son.Freyja ... GuörUn A Slmonar, Þrymur ... Jón Sigurbjörnsson, Systir Þryms ... Rut L. MagnUs- son. Aörir söngvarar: Hákon Oddgeirsson og Kris tinn Hallsson . Þorsteinn Hannesson kynnir. 21.45 Úr fórum Utvarpsins: Hestasögur eftir Sigurö Jónsson frá Brún Pálmi Hannesson rektor les (Áöur Utv. I aprll 1949). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Sumar- dansleikur Utvarpsins í'ramhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © ?' eftir Paul Gallico við í lifinu vegna fátæktar/ ætternis og stöðu, ef henni tækist að eignast þennan dásamlega grip. Fyrir sömu, svimháu upphæð gæti hún að vísu fengið skartgrip eða einn demant, sem væri eilíf ur. En f rú Harris hafði ekki áhuga á demöntum. Einmitt það, að einn kjóll gæti kostað svona mikla peninga, jók þrá hennar eftir hon- um. Hún gerði sér vel grein fyrir að ekki var vottur af heilbrigðri skynsemi í ósk hennar um að eiga hann, en það kom ekki í veg f yrir að hún þráði það. Það sem eftir var af þessum raka, leiðinlega og þokukennda degi hlýjaði hún sér við minninguna um kjólana, sem hún hafði séð og því meira sem hún hugs- aði um þá, þeim mun ákafari varð þrá hennar. Um kvöldið, þegar regnið helltist niður úr þéttri Lundúnaþokunni, satfrú Harris íhlýjunni í eldhúsi frú Butterfields, þar sem þær voru önnum kafnar við þá mikilvægu athöfn að fylla út getraunaseðilinn. Henni f annst, að svo lengi sem hún mundi, hef ði þær frú Butterfield lagt af mörkum sinn þriggja pensa skerf á viku til þessa þjóðarhappdrættis. Það var ódýr skemmtun miðað við allar þær vonir, allan æsinginn og spennuna, sem hægt var að kaupa fyrir þrjú pens á mann. Um leið og seðillinn var útfylltur og kominn í póstkassann, var hann ímynd ótakmarkaðra auðæva, þangað til úrslitin birtust í blöðunum og vonbrigðin, sem aldrei voru þó alvarleg, því þær áttu aldrei von á að vinna. Einu sinni hafði frú Harris unnið þrjátíu sill- inga og frú Butterfield hafði nokkrum sinnum fengið peningana sína til baka, eða réttara sagt spilað frítt næstu vikuna, en það var allt. Himinháu upphæðirnar héldu áfram að vera Ijómandi ævintýr, , sem hægt var að lesa um í blöðunum öðru hverju. Þar sem frú Harris hafði ekki áhuga á íþróttum eða tíma til að fylgjast með knattspyrnuúrslitum, og þar sem möguleikarnir á samsetningu seðilsins skiptu milljónum, var hún vön að taka ákvarðanir sínar með ágizkunum og láta guð um afganginn. Það átti að spá fyrir um úrslit um það bil þrjátíu leikja, og aðferð frú Harris var fólgin í að láta blýantinn svífa yfjr hverri linu og bíða þess að boðskapur utan frá eða innan til- kynnti henni, hvað hún ætti að skrifa. Heppni, var að henni fannst eitthvað sem hægt var að höndla, eitthvað sem f laug um loftið og datt stundum í stórum skömmt- um niður á einhvern. Heppni gat maður þreifað á, grip- ið og teygt sig í, hún gat verið rétt hjá manni aðra stundina og verið horfin þá næstu. Þess vegna reyndi frú Harris að hleypa því óþekkta inn í huga sinn, þegar hún útfyllti seðilinn sinn. Ef hún fann enga sérstaka strauma, kaus hún að merkja jafntef li við viðkomandi leik. Þar sem þær sátu þarna um kvöldið í lampaljósinu með getraunaseðlana fyrir framan sig ásamt tebollun- um, fannst frú Harris hún umvafin andrúmslofti heppninnar og að það væri álíka þungt og þokan fyrir utan. Þegar blýanturinn hékk yfir efstu linunni: — Aston Villa : Bolton Wanderers, leit hún upp og sagði ákveðin við f rú Butterf ield: — Þetta er fyrir Dior-kjól- inn minn. — Hvað þá, vina mín? spurði frú Butterfield, sem hafði ekki heyrt nema með öðru eyranu, hvað vinkona hennar sagði, því sjálf taldi hún að trans-aðferðin væri heilladrýgst við að útfylla seðilinn og var að því komin að falla í það ástand, að eitthvað sagði „klikk" í huga hennar og hún skrifaði i hvern reitinn á fætur öðrum án þess að draga andann. — Dior kjóllinn minn, endurtók frú Harris og bætti síðan við með slíkri áherzlu að engu var líkara, en hún gæti látið óskina rætast í krafti orðanna:— Ég vil eign- ast DioKkjól. — Einmitt? tautaði frú Butterfield, sem kærði sig ekki um að vakna alveg upp úr því draumaástandi, sem hún var að líða inn í. — Er það eitthvað nýtt sem þeir hafa fengið hjá Marks & Sparks? — Marks &Sparks, en sú della! sagði frú Harris. — Hefurðu aldrei heyrt um Dior? — Nei, satt að segja, þá hef ég það ekki, svaraði f rú Butterf ield, sem ennþá var ekki komin almennilega til :sjálfrar sín. — Það er dýrasta verzlun í heimi. Hún er í París. Kjólarnir þar kosta f jögur hundruð og fimmtíu pund. Nú glaðvaknaði frú Butterfield í hvelli. Neðri kjálki hennar datt niður og hökurnar skullu saman eins og harmonikubelgur. — Fjögurhundruð og fimmtíu-hvað? sagði hún á inn- soginu. — Já en vina mín, ertu gengin af vitinu? Andartak fannst frú Harris þetta líka ótrúlega háar tölur, en næsta andartak var það einmitt upphæðin, ásamt þránni, sem sezt hafði að i henni, sem styrkti hana enn.— Lafði Dant á einn slíkan í skápnum sínum, sagði hún.— Hún fór í honum á góðgerðarsamkomuna í kvöld. Ég hef aldrei séð neitt líkt á ævinni — ef til vill þó i draumi eða bók. Hún lækkaði róminn og sagði íbygg- in: — Ekki einu sinni drottningin á svona kjól. Síðan bætti hún við fastri röddu: — Og ég ætla að eignast einn slíkan! Frú Butterfield var að jafna sig eftir áfallið og, venjuleg svartsýni hennar birtist nú. — Já, en vina mín, hvar ætlarðu að fá peningana? — Hérna! svaraði frú Harris og stakk blýantinum í getraunaseðilinn til að örlaganornirnar yrðu ekki i neinum vaf a um til hvers ætlazt var af þeim. Frú Butterfield mótmælti ekki, þar sem hún hafði sjálf komið sér upp löngum lista yf ir hluti, sem hún ætl- aði að eignast ef hún ynni. En svo datt henni annað í hug. — Slíkir kjólar eru ekki fyrir okkur, vina mín, sagði hún döpur. En frú Harris svaraði af ástriðuþunga: — Mér er alveg sama! Þeir eru það fallegasta, sem ég hef nokkru sinni séð og ég vil eignast svona kjól! Frú Butterf ield létsig ekki. — En til hvers ætlarðu að nota hann, ef þú getur eignast hann? Frú Harris varð ráðvillt, því hún hafði ekki hugsað um neitt annað, en aðeins að eignast kjólinn. Það-eina sem hún vissi, var að hún þráði það meira en nokkuð annað og þess vegna gat hún ekki svarað öðru en: — Ég vil eiga hann! Bara eiga hann! Blýantur hennar hvíldi á efstu línu seðilsins. Hún beindi athyglinni að honum og sagði: — Jæja, sjáum nú til. Og án frekara hiks, rétt ejns og fingur hennar hreyfðust sjálfstætt fyllti hún út reit eftir reit, þar til allur seðillinn var Cftfiutltur. Aldrei hafði hún verið svona f Ijót aðþessu. — Þarna! sagði hún sigri hrósandi. — Heppnin fylgi þér, vina mín, sagði frú Butterf ield. Hún var svo hrifin af þessu afreki vinkonu sinnar, að „Það er samþykkt.... ég lofa aö syngja ekki „Bi, bl og blaka”, og þú ferö beint I rúmiö klukkan níu.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.