Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. júni 1977 15 hljóðvarp Fimmtudagur 23.íúni 7.00 Morgunútvarp VeBur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigriður Eyþórsdöttir les sögur úr bókinni „Dýrunum i dalnum” eftir Lilju Kristjánsdóttur (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir viö Sigur- jón Stefánsson skipstjóra: — fyrri þáttur. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Janus Starker og Györgi Sebök leika Sónötu i D-dúr fyrir selló og pianó op. 58 eftir Mendelssohn/ félagar i Vinaroktettinum leika Sextett i Es-dúr fyrir tvö horn og strengjasveit op. 81b eftir Beethoven / Alfred Sous og félagar i Endres kvartettinum leika Kartett fyrir óbó og strengi i F-dúr (K404) eftir Mozart. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan : „Elenóra drottning” eftir Noru Lofts Kolbrún Friðþjófsdóttir les þýöingu sina (7) 15.00 Miðdegistónleikar Hljómsveit franska út- varpsins leikur „Hjaröljóð á sumri” eftir Arthur Honegger: Jean Martinon stjórnar. Sinfóniuhljóm- sveitin I Boston leikur Kon- serttilbrigöi eftir Alberto Ginastera: Erich Leinsdorf stjórnar. Aimée van de Wiele og hljómsveit Tónlistarháskólans i Paris leika „Concert Champétre” eftir Francis Poulenci: — Georges Prétre stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mái Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal: Sigriður Ella Magnúsdóttir syngurlagaflokkinn „Konu- ljóð” eftir Robert Schu- mann. Textaþýðing eftir Daniel A. Danfelsson. Clafur V. Albertsson leikur. 20.05 Leikrit: „Rógburður” eftir Lillian Hellman. Þýöandi: Þórunn Sigurðar- dóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: Karen Wright ... Guðrún Ásmundsdóttir, Martha Dobie ... Kristbjörg Kjeld, Mary Tilford ... Val- gerður Dan, Frú Amalía Tilford ... Anna Guðmundsdóttir, Lily Morter ... Þóra Friðriks- dóttir, Peggy Rogers ... Sól- veig Hauksdóttir, Joseph Cardin ... Arnar Jónsson, Rosalie ... Svanhildur Jóhannesdóttir, Evelyn Munn ... Helga Þ. Step- hensen, Agata ... Bryndis Pétursdóttir. Aörir leikendur: Sólveig Hall- dórsdóttir, Elisabet Þóris- dóttir og Viðar Eggertsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Fjöllin okkar. • Einar Haukur Kristjánsson skrifstofu- stjóri talar um Heklu. 22.45 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. LÍKI OFAL rK IIÐ rrs eftir Louis Merlyn Hann horföi rannsakandi á Fran. Hún var róleg, virtist köld, en einmitt það hafði orðið svo mörgum karlmönn- um að falli. Þannig minntist hann hennar, ekki eins og hún var þegar hann fann han í fyrstu, skelf ingu lostna og skjálfandi vegna atburðanna. — Þessi Neilson kom inn i herbergi yðar og þið rif ust. Hann fór fram og þér eltuð hann með þessa fallbyssu hérna. Er það rétt? Varir hennar skulf u, en hún svaraði rólega: — Já. — Þér hittuð hann aftur hjá fólkinu og nef nduð naf nið hans. Þegar hann sneri sér við, skutuð þér. Þrisvar. Þrjár kúlur hittu hann, ein í andlitið og tvær í líkamann í nánd við hjartað. Síðan komið þér hér inn og fóluð yður á vald Nat Silone, yfirmanni yðar. — Hættu þessu, Rick, sagði Silone. — Þer er búið að segja þér það. — Löggan rífur hana í sig, sagði Milan. — Þeir hella yfir hana spurningunum. — Þeir f á ekkert tækifæri til að ná henni. Ég læt engan lögregluhálfvita yfirheyra Fran. Rödd Silones var hlýlegri en Milan hafði nokkru sinni heyrt hana áður. Hann sagði: — Hún skaut hann í viður- vist vitna. Það er ekki hægt að neita sliku. — Þeir ná henni ekki, svaraði Silone. — Taktu hana með þér og feldu hana. Rick Milan hló, hljómlausum hlátri. — Ekki einu sinni fyrjr þig, Nat. Hún verður að taka afleiðingunum. — Nei. Milan leit við, þegar Siione tók bréfið ofan af byssunni. — Líttu á þessa hérna. Rick. Milan gekk yf ir gólf ið og tók byssuna upp. — Er þetta hún? — Það er hún, svaraði Silone. — Þetta er byssan, sem hún hafði í herbergi sínu. Sérðu nú, hvers vegna ég vildi, að þú tækir Fran með þér? — Hún gæti að minnsta kosti ekki hafa drepið neinn með þessari byssu. — Alls ekki með því að skjóta úr henni, svo mikið er víst, sagði Milan. Fran starði á þá til skiptis. Fallegar, rauðar varir hennar voru eilítið aðskildar. Hún var mjög aðlaðandi, þrátt fyrir allt of mikinn andlitsfarða, sem hún hafði vegna starfsins. Munnur hennar var fallega lagaður, likaminn vel byggður og fagurlagaður án þess að verka ögrandi, jafnvel þótthún væri í hvítum kjól án axlahlíra. Nú sagði hún: — Það hlýtur að vera þessi byssa. Milan sneri sér að henni. — Eruð þér viss? — Ég lét Nat fá hana. Hún hallaði örlítið undir flatt. Milan lokaði augunum. Hann vildi óska þess að hún væri ekki rauðhærð. Ekki raunverulega rauðhærð, heldur með þennan djúpa lit, sem írskir hundar hafa og sumar afskaplega vandaðar mahonímublur. Hann horfði á hana ópersónulegum svip eins og hann horfði raunar á allar konur, en háraliturinn fór í taugarnar á honum. — Og hvað gerði Nat við hana? — Ég lagði hana á skrifborðið, svaraði Silone. — Ég lagði bréfið yfir hana og hringdi til þín. — Ég var að spyrja hana. — Já, ég held að hann haf i gert það, svaraði Fran. — Ef Nat segist hafa gert það, þá gerði hann það. Milan hafði aldrei staðið Nat Silone að lygum. Hann var heiðarlegur af atvinnuspilara að vera. En hins vegar hafði Milan aldrei vitað til þess að Fran lenti i vanda. — Viltu sverja það, Nat? — Ég neyðist til þess, svaraði Nat Silone. — Þetta er ómögulegt, en það er svona samt. Grannir fingur hans hreyfðust yfir byssuna. — Og hvað? Milan tók sigarettuna út úr sér og horfði á hana. fleygði henni síðan í messingpott, sem stóð í horninu við skrif borðið. — Ég tek hana með, sagði hann. Hann var alltaf fIjót- ur að taka ávkvarðanir. Vonandi reyndist þetta ekki eitt af þeim tilfellum, sem honum skjátlaðist um. Hann tók lyklakippu upp úr vasanum og lagði hana á skrif borðið. — Billinn minn er úti baka til, stór, svartur, fólksbíll. Settu fötin þín og dótið í hann og bíddu mín. Flautaðu, þegar þú ert tilbúin. Fran stóð upp og leit spyrjandi á Silone. Hann kinkaði kolli og brosti stuttu og dauflegu brosi. Hún gekk að dyrunum með þeim yndisþokka, sem kona hefur, þegar hún kemur inn i f ína veizlu, en ekki eins og hún hefði rétt framið morð. Milan settist niður, þegar dyrnar lokuðust. — Má ég svo fá söguna, takk? Silone baðaði út handleggjunum. — Ég býst við að hún haf i orðið afbrýðisöm, Rick, ég hef aldrei getað þolað Neilson, hann var snikjudýr. En Fran var vitlaus í hann. Hann kom hingað með aðra konu. Fran er skapmikil. Milan sagði rólegur: — Ég hef mitt ákveðna starf, Nat. Ég á fullt í fangi með tryggingafélögin og hjóna- skilnaðina. Þó ég sjái um verstu skítverkin, er ég ekki fífl. Ég þoli heldur ekki, að neinn reyni að gera mig að fifli. Ekki einu sinni þú. — Um hvað annað gæti verið að ræða? spurði Silone. — Hvað annað? sagði Milan stríðnislega. — Þú mundir selja sál þina fyrir Fran Riley og það er gagnkvæmt. Þú ert eina mannveran sem hún f yrirlítur ekki f ullkomlega. Við vitum það báðir. En nú er ætlazt til að ég gleypi svona sögu hráa. Nei takk. — Þetta hljómar hjá þér einsog við Fran séum — elsk- endur, sagði Silone og brosti dauflega. — Ég veit betur, svaraði Milan. — En vináttusamband eins og ykkar getur verið alveg jaf n sterkt. En þetta sem þú sagðir áðan, er tóm þvæla. Silone baðaði aftur út handleggjunum. — Ég gat mér þess aðeins til, sagði hann. Hann horfði rólegur á Milan. . Hann var lítill, laglegur maður með olífugult hörund, silkimjúkt hár og brosti stundum fallega. Aðeins var hægt að sjá á augum hans, að hann væri f immtugur. Milan leiddi þetta hjá sér andartak. — Hvað var hitt fólkið að gera hérna svona snemma? Hann leit á úrið. — Klukkan er ekki orðin níu ennþá og ekki búið að opna opinberlega. — Fran hringdi til Neilsons og bað hann að koma. Miller var hér að tala við mig. Hann kemur hér m jög oft. — Og Neilson var með stúlku með sér? — Polly Baird, skýrði Silone, — Víxlarafyrirtækið. — Hvað með Neilson? — Hann var lögf ræðingssonur, svaraði Silone. — Hann lét Neilson eftir heilmikla peninga og prýðisfyrirtæki, en eftir-þvi sem ég hef heyrt, er lítið eftir að hvoru tveggja. Milan spurði lymskulega: — Skuldar hann þér nokkuð? — Fimmtán þúsund, svaraði Silone. — En ég mundi ekki myrða hann. — Dágóð skrýtla, sagði Milan. — Þú mundir ekki gera það, en Fran mundi hins vegar gera það. — Hún var bara æst, sagði Silone, — Hún var að reyna að hræða hann. Hún vissi, að það voru bara púðurskot i byssunni. Milan kveikti enn i sigarettu. — En ef einhver hefur reynt að setja raunveruleg skot i hana? — Nei, svaraði Silone. — Þetta er startbyssa. Það er ekki hægt að skjóta með þeim. Hlaupið er ekki nógu svert til að kúla komist gegnum það. — Mér sýnist það, sagði Milan. Hann stóð upp og greip

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.