Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 10
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Öll erum við að rogast með ein- hvers konar ábyrgð í lífinu. Við berum ábyrgð á börnum okkar og fjölskyldu, fjárhag okkar, fyrir- tækinu eða vinnunni. Við berum ábyrgð á orðum okkar og athöfn- um, framkomu og umhverfinu sem við lifum í. Í pólitíkinni er tekist á um ábyrgð gagnvart sam- félaginu. Sumir halda því raunar fram að besta pólitíkin sé sú að hver beri ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum og svo eru hinir sem segja þá ábyrgð hvíla á okkur öllum að „gæta bróður síns.“ Um þetta snýst nútímapólitíkin og er ýmist kölluð frjálshyggja eða félagshyggja og ég ætla nú ekki að fara nánar út í þá sálma. Ekki að sinni. Skoðum hins vegar veruleik- ann, eins og hann birtist okkur. Sigurður A. Magnússon, þjóð- þekktur rithöfundur, sem er orð- inn löggilt gamalmenni, upplýsir landa sína, í nýlegri blaðagrein, að hann haldi eftir sjötíu og sex þús- und krónum á mánuði, þegar búið er að greiða skatt af þeirri hung- urlús sem honum er skömmtuð úr „velferðarkerfinu“. Það má svo sem halda því fram að rithöfund- urinn geti sjálfum sér um kennt, að hafa ekki þénað meira yfir ævina og flotið sofandi að feigðar- ósi. Hann ber jú ábyrgð á sjálfum sér. Og svo yppa menn öxlum og fara að reikna út sjálfir, hvað þeir eigi eftir til efri áranna. Gallinn er hinsvegar sá að Sigurður A. er ekki einn um það að sitja uppi með ellilífeyri af þessari stærðargráðu. Þúsundir ellilífeyrisþega, jafnvel fólk með góða heilsu og í fullu fjöri, verður að láta af störfum, setjast í helgan stein og treysta á lífeyrisgreiðslur eða ellilífeyri, sem er í námunda við það sem Sigurði er boðið upp á. Á sama tíma og athygli var með þessum hætti vakin á kjörum eldri borgara, þrástagast ráðandi stjórnmálamenn á þeirri staðhæf- ingu að skattar ellilífeyrisþega lækki og kaupmáttur hækki frá því sem var fyrir tíu, tólf árum síðan. Skattar af hverju og kaup- máttur af hverju? Þeim sjötíu og sex þúsund krónum sem Sigurður og hans líkar halda eftir þegar upp er staðið? Og svo erum við að hreykja okkur af góðu velferðarkerfi! Í þann sama mund og þessi umræða átti sér stað, héldu bank- arnir aðalfundi sína og lögðu fram reikninga sína um afkomu og hagnað, sem nemur tugum millj- arða. Og öll þekkjum við starfs- lokasamningana margfrægu, þar sem fólk, sem ekki hefur einu sinni náð miðjum aldri, gengur út með tugi milljóna í vasanum. Ekki ætla ég að amast við þess- um happdrættisvinningum, hvað þá að gera lítið úr ævintýralegum árangri í bankaviðskiptum. Ég nefni þetta því aðeins til sögunn- ar, að hér kristallast sá himinn og það haf, sá ójöfnuður, sem nú færist í vöxt í íslensku samfélagi. Sumir fitna á fjósbitanum, meðan aðrir lepja dauðann úr skel. Ég er ekki einn um það að sjá þessa þróun. Björgólfur Guð- mundsson, aðaleigandi Lands- bankans og kannske auðugasti maður Íslandssögunnar, sá ástæðu til að minna sameigend- ur sína og samfélagið í heild á þá ábyrgð sem þessum ójöfnuði fylg- ir. Hann minnti á hina samfélags- legu ábyrgð, sem menn af hans toga þyrftu að axla. Björgólfur er með báða fætur á jörðinni. Fáa menn þekki ég sem betur eru að því komnir og til þess fallnir að axla ábyrgð ríki- dæmis og auðæfa, enda lifað tím- ana tvenna og þekkir lífskjörin beggja megin borðsins. Viðfangs- efni þjóðfélagsins er heldur ekki það að draga úr auðæfum eins né neins, heldur að axla þá ábyrgð og skyldu að leyfa sem flestum að njóta ávaxta allsnægtaborðsins. Í krafti auðæfa, arðs og frels- is á það að vera forgangsverkefni stjórnmálamanna, auðkýfinga og okkar allra, að bæta hag þeirra sem fara á mis við allsnægtirnar. Útrýma fátæktinni. Afnema þann smánarblett þjóðlífsins að eldri borgarar, og aðrir sem eiga undir högg að sækja, búi við sultarlaun. Hvers vegna í veröldinni er til dæmis verið að leggja skatt á þá peninga úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingunum, sem eiga að vera fólki til nauðþurfta og mannsæmandi lífsviðurværis? Það er nefnilega þetta með ábyrgðina. Lífsgæðin felast ekki í digrum sjóðum. Þau felast í því að geta látið gott af sér leiða. Ef öðrum líður vel, þá líður þér sjálf- um vel. Það er sælla að gefa en þiggja. Það er ekki ný kenning og heldur ekki ný sannindi. Í þeim sannleika liggur hin samfélags- lega ábyrgð. ■ Það er þetta með ábyrgðina UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI KJÖL ALDRAÐRA ELLERT B. SCHRAM Í krafti auðæfa, arðs og frelsis, á það að vera forgangsverkefni stjórnmálamanna, auðkýfinga og okkar allra, að bæta hag þeirra sem fara á mis við alls- nægtirnar. Útrýma fátæktinni. Söngva- og söngvarakeppnir eru viðamestu einstöku dag-skrárverkefnin sem Ríkissjónvarpið og Stöð tvö ráðast í þennan veturinn. Idol keppni Stöðvar tvö er nú haldin í þriðja sinn og er meira lagt í hana en fyrri ár. Idolið er vinsæl- asta sjónvarpsefni Stöðvar tvö í næstum tuttugu ára sögu stöðv- arinnar. Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú haldin með meiri glæsibrag en nokkru sinni og kemur það meðal annars til af því að Ríkissjónvarpið fagnar fertugsafmæli sínu á árinu. Áhorfið fyrsta keppniskvöldið var meira en á annað efni Sjónvarpsins þá vikuna og um leið það sjónvarpsefni sem flestir Íslendingar horfðu á. Margt gott má segja um báðar keppnir en það mikilverðasta er sjálfsagt að fjölskyldan öll getur sameinast fyrir framan skjáinn. Sérstök ástæða er til að nefna það enda ekki margt á dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, svo undarlegt sem það nú er. Mitt í endalausum áróðrinum um mikilvægi þess að fjölskyldurnar verji saman tíma koma keppnir sem þessar sem himnasending. Auðvitað væri æskilegt að börn og foreldr- ar gerðu eitthvað annað og uppbyggilegra saman en að horfa á sjónvarpið en það verður víst ekki á allt kosið. Söngva- og söngvarakeppnir hafa margt til að bera til að njóta vinsælda. Sungin eru gömul lög og ný og er umgjörðin öll hin glæsilegasta. Keppendur leggja sig alla fram enda mark- mið þeirra að vinna. Minnstu mistök eru dýr. Það er þó líklega símakosningin sem gerir efnið jafn bráðvinsælt og það í raun er. Þátttaka áhorfenda í framvindunni ræður úrslitum – það er í þeirra höndum hver vinnur og hver tapar. Sérfræðingar í sjónvarpsmálum segja að þáttum þar sem áhorfendur geta haft áhrif á gang mála í atkvæðagreiðslu muni enn fjölga á næstu árum. Allar götur síðan 1986 hefur verið talað illa um Söngvakeppni Sjónvarpsins og almennt ekki þótt smart að fylgjast með henni. Það tómstundagaman hefur þó meira verið á orði en á borði því áhorfið hefur alltaf verið gott. Og ekkert hefur skort á umræð- urnar í samfélaginu; flestir hafa haft skoðanir á keppendum og lögum þeirra. Vissa Íslendinga um gott gengi í lokakeppninni er svo kapítuli út af fyrir sig og er það yfirleitt skiptimarkaður fjarlægra nágrannaþjóða með atkvæði sem stendur í veginum fyrir sigri okkar. Öfugt við það sem almennt gerist í Söngvakeppninnni eru það nýgræðingar í söng sem reyna með sér í Idol-keppninni. Þar hafa áhorfendur orðið vitni að hreint ótrúlegum hæfileik- um ungs fólks sem sumt hvert hefur sungið eins og sprenglært. Á annað þúsund ungmenni hafa skráð sig til þátttöku ár hvert og verður að teljast merkilegt hve margir eiga auðvelt með að koma fram fyrir gagnrýna dómnefndina, svo ekki sé minnst á áhorfendur heima í stofu. Er það til merkis um aukið sjálfs- traust unga fólksins. Þess gætir líka á smærri samkomum eins og ættarmótum eða bekkjarkvöldum í skólum. Krakkarnir stíga óhræddir á svið og syngja, líkt og þeir hafi ekki gert annað um ævina. Og með þessu fylgjast Íslendingar. Með unga fólkinu í Idolinu og fagmönnunum í Söngvakeppninni. Allir eiga sitt uppáhald og greiða því atkvæði sitt. Það er fjör á heimilunum þegar söngva- og söngvarakeppnirnar eru á dagskrá. Þetta er baðstofumenn- ingin nýja. Hún varð til í árdaga sjónvarps á Íslandi og gengur í endurnýjun lífdaga þegar stöðvarnar sýna eitthvað sem öll fjöl- skyldan getur horft saman á. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Söngva- og söngvarakeppnir laða heilu fjölskyldurnar að sjónvarpstækjunum: Baðstofumenning Réttarhöld Kafkas Eitt frægasta bókmenntaverk síðustu aldar fjallar um undarlega atburðarás þar sem opinber embættismaður, herra K, hafnar á sakamannabekk. Í Réttar- höldunum eftir Franz Kafka er hvergi unnt að átta sig á því hvað herra K hafði til saka unnið. Nokkrir spakir menn rifjuðu upp sögu snillingsins frá Prag í heita pottinum fyrir helgina eftir að hafa kynnt sér fréttir af Birni Friðfinnssyni ráðuneytisstjóra, en hann stefndi í vik- unni Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til greiðslu tug- milljóna miska- og skaðabóta. Stefnan byggist á því að tveir viðskiptaráðherrar hafi haldið Birni frá ráðuneytisstjóra- embætti sínu í heilan áratug. Hér verður að fylgja sögunni að Björn var forseta- skipaður ráðuneytisstjóri í ráðherratíð stórkratans Jóns Sigurðssonar árið 1988. Vitringarnir í pottinum sáu ekki hvað Björn hafði til saka unnið og furðuðu sig á þessum örlögum hans. Að því leyti væri líkt á komið með honum og herra K í sögu Kafka. Einn pottverjanna hugsaði þó dýpra en hinir og fullyrti að Björn hefði það til saka unnið að vera ekki framsóknarmaður. Tómt basl og leiðindi Sá löglærði í heita pottinum sagði að það væri meginregla íslensks vinnurétt- ar að ekki væri unnt að þvinga menn til að vinna störf sem þeir ekki vildu sinna. Eins hitt, að ekki væri hægt að knýja atvinnurekendur til þess að taka við starfsmanni sem þeir ekki vildu. Þrátt fyrir þetta væri ekkert sem kæmi í veg fyrir að menn gætu fengið sig dæmda inn í störf sem þeir hefðu verið fengnir til að vinna. Það hlyti að eiga við um Björn sem hefði verið sviptur möguleika á að sinna starfi sínu þrátt fyrir forsetaskipun og samninga við fjóra ráðherra. En verða ráðherrar ekki að fá að velja sér embættismenn, var spurt. Það þarf að vera festa í stjórnkerfinu þar sem ráðherrar koma og fara og eiga það til að gera ýmsar kúnstir, var svarað. Það verður nú ljóta baslið fyrir okkur ef réttarhöldin og dómur yfir Valgerði verður felldur síðustu vikurnar fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar, sagði sá í pottinum sem kaus Framsóknarflokkinn síðast. johannh@frettabladid.is Lá í blóði sínu í rigningu og kulda Maður á sjötugsaldri var látinn liggja í blóði sínu á bensínstöð á Selfossi eftir að hafa fengið aðsvif og skollið með höfuðið á steinkant við bensíndæluna. Íslenskur maður og kona myrt í El Salvador Íslendingur á fertugsaldri, Jón Þór Ólafsson, fannst myrtur í El Salvador í fyrradag. Á sama stað fannst einnig lík ungrar konu. Nýir kóngar í Reykjavík? Gunnar Már Þráinsson, vert á 22, vinnur nótt sem nýtan dag við að endurbæta staðinn. Íslendingur skotinn í El Salvador Lesendur Vísis fylgdust með fréttum af voðaverkinu í El Salvador, sem settu mark sitt á vikuna. Lúna Lovegood fundin Hin fjórtán ára gamla Evanna Lynch datt aldeilis í lukkupottinn þeg- ar hún var valin til að leika hlutverk Lúnu Lovegood í fimmtu myndinni um Harry Potter. Dagur B. Eggertsson hlaut fyrsta sætið Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag. Úrslitin eru þau að Dagur B. Eggertsson lenti í fyrsta sæti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir í öðru og Stefán Jón Hafstein í því þriðja. Stakk undan Elvis Presley Ólafur Jóhannes- son kvikmyndagerðarmaður réð karate-goð- sögnin Mike Stone, bróður Sharon Stone í vinnu. Mike átti meðal annars vingott við Priscillu Presley. Hnéskelin stóð út Maður um tvítugt varð fyrir fólskulegri árás fyrir utan skemmtistaðinn Pravda. Fimm menn gengu í skrokk á honum með þeim afleiðingum hnéskel hans stóð úr holdinu. Hrottaleg nauðgun í Grafarvogi um helgina Hrottaleg nauðgun átti sér stað í heimahúsi í Grafarvogi. Kona um fimmtugt kærði ítrekað- ar nauðganir og líkamsmeiðingar sem stóðu í marga klukkutíma. Hinum grunaða var sleppt úr haldi lögreglu eftir. Nýtt dagatal með bassaleikurum Þrettán bassaleikarar prýða dagatal með litljósmynd- um sem er komið út á vegum 12 Tóna. MEST LESNU FRÉTTIRNAR Á VÍSI ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.