Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 25.03.2006, Qupperneq 57
Tónlist með hljómsveitinni Radiohead verður að finna í kvikmyndinni A Scanner Darkly sem skartar Keanu Reeves í aðalhlutverki. Meðal annars verður þar nýtt lag með söngvaranum Thom Yorke sem er tekið af væntanlegri sólóplötu frá honum. Engar frekari fregnir hafa borist af sólóplötunni en Radiohead er um þessar mundir að vinna að sinni næstu plötu. Sveitin hefur þegar bókað sig á tónleikahátíðir í Ungverjalandi, Englandi og Tennessee í Bandaríkjunum. A Scanner Darkly, sem kemur í bíó í sumar, er byggð á samnefndri vísindaskáldsögu Philips K. Dick. Leikstjóri er Richard Linklater, sem á m.a. að baki Before Sunrise og School of Rock. ■ Sjónvarpsmaðurinn sérstaki Buzz er kominn aftur í tölvuleiknum vin- sæla Buzz!: The Big Quiz, sem er kominn út fyrir Playstation 2 leikja- tölvuna. Buzz!: The Big Quiz byggir á hinum gríðarlegu vinsældum tón- listarspurninganna í fyrsta leikn- um, en nú á að reyna á hvað þátttak- endur vita í raun. Að þessu sinni geta spurningarnar verið um hvað sem er. Þeim geta fylgt myndir, hljóð eða myndbönd og koma spurn- ingarnar inn á svið á borð við kvik- myndir, íþróttir og tónlist. Auk þess eru nokkrar spurningar sem fjalla um undarlega þekkingu Buzz. Buzz snýr aftur Radiohead í bíó Bandaríski tónlistarmaðurinn Nathan Amundson sem kallar sig Rivulets heldur tónleika í Kaffi Hljómalind í dag og á Grand Rokk annað kvöld. Með honum í för er Michael sem spilar á rafmagnsgít- ar en sjálfur spilar Nathan á kassagítar. Trúbadorinn Þórir mun eitthvað verða þeim innan handar. Þetta er fjórða heimsókn Nat- hans hingað til lands á fimm árum. Í þeirri fyrstu tók hann upp stutt- skífuna Thank You Reykjavík í hljóðveri Rásar 2 og haustið 2000 spilaði hann á óopinberum loka- tónleikum Hljómalindar á Grand Rokki. Nathan, sem hefur verið á tón- leikaferð um Evrópu, segist líka mjög vel við Ísland eins og tíðar heimsóknir hans hingað gefa til kynna. „Þetta er uppáhaldslandið mitt í heiminum og ég myndi flytja hingað ef ég gæti,“ segir Nathan. „Landslagið er undurfag- urt og fólkið er mjög vingjarn- legt. Landið er líka ekki eins upp- tekið af markaðsmálum eins og Bandaríkin þar sem McDonalds er á hverju horni,“ segir hann. Hann segir tónlistina sína vera rólega þó svo að hún sé eitthvað farin að hressast upp á síðkastið. Textarnir séu persónulegir, en þó ekki endilega um hann sjálfan. „Ég syng um persónuleg sambönd á milli fólks og eiginlega um lífið og tilveruna.“ Eftir tónleikana hér heima heldur hann aðra tónleika í Banda- ríkjunum með hljómsveitinni Low sem hefur verið áberandi í jaðar- tónlistinni þar í landi. Hefur hann spilað með sveitinni einu til tvisv- ar sinnum á ári undanfarin ár. Rivulets hefur gefið út tvær plötur og sú þriðja er væntanleg síðar á árinu hjá nýju hljómplötu- fyrirtæki. Á tónleikunum um helg- ina verða plötur og stuttermabolir merktir Rivulets til sölu og hvetur hann sem flesta til að láta sjá sig. Ísland er uppáhaldslandið NATHAN OG MICHAEL Þeir félagar ætla að halda tvenna tónleika hér á landi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. RADIOHEAD Hljómsveitin vinsæla á nokkur lög í myndinni A Scanner Darkly. Sænska söngkonan Lisa Ekdahl, sem hélt tónleika fyrir fullu húsi í Háskólabíói í gærkvöldi, ætlar að dvelja hér á landi fram á mánu- dag. Ætlar hún að nýta tækið og fara á hestbak og í Bláa lónið ásamt syni sínum sem er með henni í för. Skömmu eftir komuna til landsins á fimmtudag fékk hún sér kaffi á Kaffitári og snæddi síðan um kvöldið dýrindismáltíð á Þremur frökkum. Ljóst er að hún ætlar sér að njóta veru sinnar hér á landi til fullnustu. Slappar af á Íslandi LISA EKDAHL Sænska söngkonan ætlar að njóta verunnar á Íslandi. BUZZ Sjónvarpsmaðurinn sérstaki snýr aftur í nýjum tölvuleik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.