Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.04.2006, Blaðsíða 16
 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Hraðakstur er vaxandi vandamál í íslensku sam- félagi. Nauðsynlegt er að hugarfarsbreyting verði meðal ökumanna svo um- ferðarmál geti komist í rétt horf, segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík. Fregnir af hörmulegum afleiðing- um hraðaksturs hafa verið fyrir- ferðarmiklar í fjölmiðlum á undan- förnum árum. Fólk á öllum aldri hefur farist í umferðarslysum sem með einum eða öðrum hætti má rekja til hraðaksturs. Þrátt fyrir vilja fólks til þess að draga úr umferðarhraða, bæði innan og utan bæjarmarka, gengur erfiðlega að fá ökumenn til þess að breyta aksturslagi sínu til betri vegar. Alvarlegur vandi hjá ungu fólki Það sem af er ári hafa þrjú dauða- slys orðið innan bæjarmarka á Íslandi: tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík, segir hraðakstur innan bæjarmarka vera vaxandi vandamál, þrátt fyrir hörmulegar afleiðingar af hans völdum það sem af er ári. „Við stöðvum að meðaltali á milli tuttugu og þrjátíu ökumenn á hverjum degi vegna hraðaksturs. Við teljum hraðakstur vera mikið vandamál sem við reynum að taka á eftir fremsta megni. Stór hluti þeirra sem stöðvaðir eru keyra langt yfir leyfilegum hámarks- hraða. Því miður hefur það farið vaxandi að ungt fólk, sem nýlega er komið með ökuleyfi, keyri með víta- verðum hætti langt yfir hundrað kílómetra hraða innan bæjarmarka. Við köllum því eftir hugarfars- breytingu hjá ökumönnum.“ Umferð of hröð á Íslandi Almennur umferðarhraði, hvort sem það er í íbúðarhverfum, á stofnbrautum eða úti á þjóðvegum, er að mati lögreglu og ýmissa sér- fræðinga í umferðarmálum allt of mikill á Íslandi. Sérstaklega er það umferðarhraðinn á helstu götum innan bæjarmarka, þar sem umferðin er þétt og stöðug alla daga, sem veldur lögreglu áhyggj- um. Lögreglan í Reykjavík hefur stöðvað 1.457 ökumenn frá 1. mars fyrir of hraðan akstur en mesti umferðartími ársins er yfir sumar- mánuðina. Þá hefur á undanförn- um mánuðum borið á því að öku- menn sportbíla hafi hist gagngert til þess að „spyrna“ á götum borg- arinnar. „Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af of miklum umferðarhraða innan bæjarmarka. Við höfum ítrekað þurft að hafa afskipti af ökumönnum sem koma saman á kvöldin og að næturlagi og nota götur borgarinnar til kapp- aksturs. Þetta hefur nú þegar haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ökumenn sem líta á götur í þéttbýli sem vettvang fyrir glæfra- akstur eru hættulegir í umferðinni. Það gefur auga leið,“ segir Guð- brandur. Brennisteinsfnykur fannst víða um land eftir að hlaup hófst í Skaftá um helgina. Brennisteins- vetni í jökulvatninu, sem er eitruð lofttegund, ógnaði ekki fólki á svæðinu. Svo rammt kvað þó að fnyknum að fólk á Blönduósi og Akureyri lokaði gluggum. Hvað er brennisteinn? Brennisteinn er frumefni sem hefur verið þekkt frá forsögulegum tíma. Það er algengt frumefni og til í miklu magni í jarðlögum, ýmist sem tiltölulega hreint frumefni eða sem til dæmis gifs. Kolalög, olía og gasuppsprettur innihalda einnig brennistein. Til eru mörg efnasambönd brennisteins og mörg til iðnaðarnota. Eiginleikar efnanna eru margvíslegir og geta efnin verið eitruð og tærandi, til dæmis brennisteinssýra. Notkun brennisteinsefnasambanda í iðnaði getur verið mjög mengandi. Til hvers er brennisteinn notaður? Samkvæmt Biblíunni var brennisteinn notaður til að eyða hinum syndum spilltu Sódómu og Gómorru. Eftirspurn eftir brennisteini jókst þegar byssupúðrið fór að vinna land. Kínverjar uppgötvuðu byssupúðrið en framleiðsla þess jókst verulega eftir að uppskriftin var birt um miðja 13. öld. Brennisteinn hefur verið notaður í margs konar iðnaði. Hvaða áhrif hefur brennisteinn? Áhrif brennisteins á gróður geta orðið veruleg en það fer þó eftir magni og styrk. Þannig hefur súrt regn orðið til þess að skógar hafa eyðst í öðrum ríkjum Evrópu og alvarleg áhrif orðið á lífríki vatna. Í minna magni getur brenni- steinn orðið til þess að blaðgræna eyðileggst, ljóstillífun í jurtum minnkar og breytingar verða á efnaskiptum plantna og vatnsjafnvægi þeirra. Brennisteinsvetni í jarðgufu er mjög eitruð lofttegund og getur haft áhrif á augu, lungu og taugavef í mönnum við erfiðar aðstæður. FBL GREINING: BRENNISTEINN Á ÍSLANDI Í KJÖLFAR SKAFTÁRHLAUPS Áhrif á augu, lungu og taugavef manna FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is Fimm banaslys hafa orðið á árinu UMFERÐARSLYS Of hraður akstur ökumanna miðað við aðstæður er algeng- asta orsök umferðarslysa. Hugarfarsbreytingar er þörf hjá mörgum íslenskum ökumönnum, segja sérfræðingar í umferðarmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > Svona erum við Fjöldi og hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi frá árinu 1990 til 2005 Heimild: Hagstofa Íslands Talsmaður neyt- enda og umboðs- maður barna hafa tekið höndum saman um að setja frekari höml- ur á markaðssókn sem beinist að börnum og unglingum. Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda og segir fjölmargar ábend- ingar hafa borist vegna þessa. Hvað er neikvætt við auglýsingar sem beint er að börnum? Það sem er neikvætt við slíka mark- aðssókn er að mínu mati meðal ann- ars að foreldrar og aðrir forráða- og umsjónarmenn barna vilja væntanlega flestir halda einhverri stjórn á því hvort, hvenær, hvernig, hvar og við hvaða aðstæður viðskiptalífið getur haft áhrif á börn. Eru auglýsingar sem beint er að börnum alltaf neikvæðar? Nei, það fer eftir aðstæðum. Því yngri sem börnin eru og því óæskilegri eða umdeilanlegri sem varan, þjónustan eða skilaboðin eru, því neikvæðari telst markaðssóknin. Og því ógreinilegri sem landamærin eru á milli upplýs- inga, fræðslu og skemmtunar annars vegar og markaðssetningu hins vegar, þeim mun óæskilegra má telja slíkt. SPURT & SVARAÐ BÖRN OG AUGLÝSINGAR Verður að setja mörk GÍSLI TRYGGVASON Talsmaður neytenda. 8. 82 4 4. 80 7 4. 81 2 1.9%1.8% 4.6% 13 .7 78 3.1% 2005 2000 1995 1990Ár FJÖLDI SLYSA ÁRIÐ 2005 EFTIR ALDRI OG KYNI Aldursbil Karl Kona ➦ 60-84 25 20 ➦ 40-59 53 28 ➦ 20-39 95 55 ➦ 9-19 58 26 ➦ 17 ára 26 16 SLYS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ■ 2005 ➦ Þrjú banaslys – 80 ára kona, 42 ára karlmaður og 19 ára kona. ➦ 48 alvarleg slys ➦ 311 slys með minniháttar meiðslum ➦ Þrjú alvarleg slys má rekja beint til hraðaksturs ökumanns og níu minni háttar slysa. ■ janúar og febrúar 2006 ➦ Þrjú banaslys – 59 ára gömul kona, 15 ára stúlka og 18 ára kona. ➦ Sex alvarleg slys ➦ 73 slys með minni háttar meiðslum ➦ Eitt banaslys má rekja beint til hrað- aksturs það sem af er ári. „Ég finn afskaplega mikið til þegar ég heyri af banaslysi í umferðinni,“ segir Guðmundur Hjörtur Falk en hann missti son sinn, Þórarin Samúel Falk Guðmundsson, í bílslysi í Öxnadal á síðasta ári. Mikill hraðakstur var helsta orsök slyssins. „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu sárs- aukafullt það er að missa barn sitt í umferðarslysi. Ég óska engum að lenda í þeirri aðstöðu.“ Guðmundur vill að ungu fólki sé gert það ljóst áður en það fær bílpróf að bifreiðar séu ekki leiktæki. „Ef það er hægt með einhverju móti að kynna fyrir unglingum hvað það þýðir að missa stjórn á bifreið á mikilli ferð, þá væri það best. Ungir ökumenn bera of litla virðingu fyrir þeim krafti sem þeir ráða yfir þegar þeir eru undir stýri. Þessu þarf að breyta.“ Guðmundur telur enn skorta á það að nógu fast sé tekið á hraðakstri. „Það er álitamál hvort eðlilegt sé að ungmenni fái að keyra kraftmikla bíla skömmu eftir þeir fá bílpróf. Mér finnst hámarks- hraði vera of mikill. Áhrifaríkasta leiðin yrði að takmarka bíla við þann hámarkshraða sem leyfður er hverju sinni. Þessi leið hefur verið reynd erlendis og reynslan af henni er góð. Hún fækkar slysum.“ Guðmundur brýnir fyrir foreldrum að vera á varðbergi. „Ég er búinn að jarða barnið mitt. Við ungmennin vil ég segja, látið ekki jarða ykkur. Faðir sem missti son sinn í umferðarslysi sendir ungmennum skýr skilaboð: Hraðakstur er lífshættulegur �� ������������������ ���������� ���� �������������� �� ������ ������� ������������� ���������� �������������� �� ����� ����� ���������� �� ���� ������ ������������������������������������������� ������������������� ������������� ��������������� �����������

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.