Fréttablaðið - 05.05.2006, Side 75

Fréttablaðið - 05.05.2006, Side 75
FÖSTUDAGUR 5. maí 2006 51 Mun gegna lykil- hlutverki á miðj- unni sem reynslu- bolti en fáir slíkir eru í liðinu. Nær vonandi að halda sér heilum því Fylkir má alls ekki við því að missa hann af miðj- unni – til þess er breiddin einfald- lega of lítil. Einn sá besti í sinni stöðu í deildinni, mjög góður í að brjóta niður spil andstæðinganna með því að lesa þeirra leik. LYKILMAÐURINN Ólafur Stígsson Kemur frá Danmörku til að fylla skarðið sem Finnur Kolbeinsson skil- ur eftir sig sem maðurinn sem býr til mörkin. Er auk þess örfættur en þannig leikmann hefur vantað sár- lega í Árbæinn síðustu sumur. FYLGSTU MEÐ.... Peter Gravesen Vörnin: Gæti lent í vandræðum í sumar. Missti fyrirliðann Val Fannar Gíslason en fékk í staðinn Jens Sævarsson sem hefur takmarkaða reynslu í efstu deild. Vantar sterkan vinstri bakvörð. Sóknin: Hafa misst sinn markahæsta mann frá því í fyrra, Björgólf Takefusa. Mikið mun því mæða á þeim Sævari Þór og Hauki Inga. | 6. SÆTI | FYLKIR LANDSBANKADEILDIN 2006 LEIKMANNAHÓPURINN MARKMENN: Fjalar Þorgeirsson Bjarni Þórður Halldórsson Jóhann Ólafur Sigurðsson VARNARMENN: Arnar Þór Úlfarsson Guðni Rúnar Helgason Jens Elvar Sævarsson Kjartan Ágúst Breiðdal Ragnar Sigurðsson MIÐJUMENN: Christian Christiansen Eyjólfur Héðinsson Ólafur Ingi Stígsson Páll Einarsson Peter Gravesen Jón Björgvin Hermannsson Hermann Aðalgeirsson Oddur Ingi Guðmundsson Björn Orri Hermannsson SÓKNARMENN: Albert Brynjar Ingason Haukur Ingi Guðnason Björn Viðar Ásbjörnsson Sigurjón Magnús Kevinsson Sævar Þór Gíslason Theódór Óskarsson KOMNIR: Jens Sævarsson (frá Þrótti), Páll Einarsson (frá Þrótti), Hermann Aðalgeirsson (frá Völs- ungi), Fjalar Þorgerisson (frá Þrótti), Peter Gravesen (frá Herfölge). FARNIR: Eric Gustafsson, Peter Tran- berg, Finnur Kolbeinsson (hættur), Gunnar Þór Pétursson (hættur), Björgólfur Takefusa (til KR), Valur Fannar Gíslason (til Vals), Helgi Valur Daníelsson (til Öster), Kristján Valdimarss. (til Grindavíkur), Viktor Bjarki Arnarson (til Víkings). Markið: Frábærlega mönnuð staða hjá Fylki. Bjarni Þórður er enn meiddur en Fylkismenn eru ekki á flæðiskeri staddir eftir að hafa fengið Fjalar. ÞJÁLFARINN Leifur Garðarsson veit hvað þarf til að búa til afrekslið eftir gott gengi með FH. Er í fyrsta sinn að þjálfa meistaraflokk einn síns liðs en er ekki með öllu reynslulaus. Leifur Garðarsson Miðjan: Ólafur Stígsson er að stíga upp úr meiðslum í byrjun móts. Peter Gravesen mun leika stórt hlutverk í sumar og ef Ólafur nær sér af meiðslunum og leikur af sinni bestu getu eru Fylkismenn í góðum málum. Bekkurinn: Fylkismenn hafa nokkuð breiðan hóp leikmanna og eru vel skipaðir á varamanna- bekknum. Fjölbreyttir leikmenn munu prýða bekk Árbæinga í sumar. Líklegt byrjunarlið 4-4-2 SPÁIN 1 ? 2 ? 3 ? 4 ? 5 ? 6 Fylkir 69 7 Grindavík 46 8 Víkingur 41 9-10 Breiðab. 32 9-10 ÍBV 32 Arnar Þór Úlfarsson Guðni Rúnar Helgason Jens Sævarsson Fjalar Þorgeirsson Ragnar Sigurðsson Ólafur StígssonPáll Einarsson Eyjólfur Héðinsson Sævar Þór Gíslason Christian Christiansen Peter Gravesen LANDSBANKADEILDIN Leifur Garðars- son er tekinn við Fylkisliðinu en frá því í fyrra hefur það misst lykilmenn á borð við Val Fannar Gíslason, Helga Val Daníelsson, Viktor Bjarka Arnarson og Björgólf Takefusa. „Við erum búnir að missa lykilmenn en á móti kemur að ungir strákar eru að koma sterkir upp. Við höfum einnig fengið nokkra leikmenn sem við bindum vonir við og það gengur vel að þjappa hópnum saman. Leifur hefur komið mjög vel inn í þetta og sumarið verður prófraun fyrir okkur,“ sagði Ólafur Stígs- son, fyrirliði Fylkis. Spáin bendir til þess að Fylkis- menn sigli lygnan sjó um miðja deild, eitthvað sem Ólafur er sátt- ur við enda væntingarnar ekki ýkja miklar. „Við gerum sjálfir ekki miklar væntingar til sumars- ins. Við erum að líta á framtíðina. Ragnar Sigurðsson og Eyjólfur Héðinsson eru strákar eru búnir að taka miklum framförum og komnir frá því að vera efnilegir í að vera mjög góðir. Það er hafin uppbyggingarstarfsemi hér með ákveðnum kynslóðaskiptum,“ sagði Ólafur. Fylki hefur oft vantað herslu- muninn til að vera með í toppbar- áttunni og segir Ólafur að það styttist í að liðið taki skrefið til fullnustu. „Væntingarnar eru ekki eins miklar núna og við getum ein- beitt okkur að því að bæta okkur,“ sagði Ólafur áður en hann hrósaði Peter Gravesen, bróður Thomas Gravesen, í hástert. „Hann er sá sem okkur vantaði og er frábær leikmaður. Hann hefur verið að spila mjög vel og á vonandi eftir að gera góða hluti í sumar,“ sagði Ólafur. - hþh Uppbyggingin er hafin Fréttablaðið og Sýn spá Fylki sjötta sætinu í Landsbankadeildinni í sumar. Fyrir- liðinn Ólafur Stígsson segir að uppbyggingarstarfsemi sé hafin í Árbænum. PETER GRAVESEN Frábær leikmaður, að sögn Ólafs Stígssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.