Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.02.1971, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 22. febrúar 1971 föl&ófynr alla KAKALI skrifar: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Skrípaleikurínn í Kaupinhöfn Um þessar mundir lýkur skrípaleiknum í Norðurlandaráði og heim eru þegar komnir nokkrir af aukaleikurum verksins, tveir eru stokknir í opinbera heimsókn til Luxemborgar, en enn nýr ráSherra er kominn út til þátttöku í síðustu lotunni. Hafa þá fimm af sjö ráðherrum þjóðarinnar sótt fundinn ásamt tí-menningunum, fylgdar- og hagsmunaliði flokkanna, sem auðvitað urðu að sitja fundinn. Þegar þetta er ritað hefur Tím- inn fagnað því, að Island skuli ,,fá“ að vera aðili að norrænu farþegaskrifstofunum og þykir blaðinu þetta stórsigur. öðrum augu mvirðist litið á gullið af loftleiða hálfu, þeim aðila, sem málið skiptir mest, því að það gaf sömu daga út yfirlýsingu um samskipti sín við tröllið SAS. Þjóðin hefur hlustað í sjónvarpi á viðtal við þá Magnús Kjartansson, sömu hugarórana og hann er látinn berjast fyrir hér heima og sagt að hafa í hámælum á öllum skandinavisk- um kjaftaþingum, sem honum er leyft að heimsækja. Auk þess fékk þjóðin að heyra í forsætisráðherra rétt áður en hann náði í Lúxemborgarvélina og taldi hann einna vænleg- ;astan árangur ráðsins vera þann, að persónuleg kynni þátt- takenda yrðu Islendingum, sem smáþjóð, ómetanleg. Til þessa hafa þau verið einskisvirði, jafnvel verri en ekkert, og draum- ar forusturnanna um „stórveldið" Norðurlönd — allar tuttugu miljónirnar —á heimssviðinu jafn fáránlegar og afskipti for- ustúsauðarins Svíþjóðar af „lýðveldum" Afríku. Eftir viðtalið við forsætisráðherrann í sjónvarpinu komu fréttir af fundinum, þær nýjustu, sem voru af því, að allt væri komið í uppnám milli Norðmanna og Dana út af refsingum í sambandi við eiturlyfjasmyglið og þá hættu, sem linar refs- ingar Dana hefðu skapað. Vilja Danir ekki missa þá einstæðu afstöðu sína að vera miðdepill eiturlyfjasölu á Norðurlöndum, hafa öruggan business í Svíþóð og hæfilega fávísa íslendinga í þjónustu sinni. Er þar og Dönum nokkur vorkunn því klám- afurðir þeirra seljast nú hvergi nærri eins vel og áður. klám- messur þeirra lítið hrifningarefni og minna tekjuefni en ríkið reiknaði með, illska hlaupin í laxarán á höfum úti, dúndrandi verkföll, verðhækkanir og allskyns önnur óáran annað hvort þegar komin á eða yfirvofandi. Þingið samþykkti að vísu að veita verðlaun fyrir bókmenntir, en jafnvel þessi ákvörðun er þegar komin undir smásjá. Hinsvegar hafa allar veizlur tekizt með ágætum, enda vel veitt og enn betur þegið. Eitt merkasta mál þingsins er að hefta alla mengun í skandi- naviskum höfum og munu fáar þjóðir hafa öllu stórfenglegri áætlanir á prjónunum enda mun stíflan milli skandinavisku yfirráðasvæðanna á hafinu vera eitt stórmerkasta mannvirki, sem um getur í veraldarsögunni. Hinsvegar verður bann við flugi vissrar flugvélategundar yfir landsvæði norrænu þjóð- anna, álitið mesta afrekið til þessa. Frábær heimsókn Um síðustu helgi sáu Islendingar all-merkan listviðburð i Þjóðleikhúsinu. Til landsins kom íslenzkur ballet-dansari, sem talinn er í dag með fremstu mönnum í sinni listgrein og sýndi áhorfendum undurfagra dansa ásamt ungri ballerínu. Þetta framtak Þjóðleikhússins er virðingarvert og mikill akkur fyrir þá, sem njóta vilja góðrar listar í aðal-leikhúsi þjóðarinnar. Helgi Tómasson er ánægjulegt dæmi þess hversu langt sá getur kcmizt sem rækir vel sína völdu listgrein og mega aðrir listamenn okkar ýmislegt af honum læra. Þjóðleikhúsið ætti oftar að fá, ef hægt er afbragðsfólk í heimsókn. Þar höfum við bundið okkur um of við miðlungsfólk úr nágrannalöndum, en ekki leitað nóg eftir því bezta eða a.m.k. úrvali, sem við gætum lært af. Þó við eigum á að skipa nokkrum afbragðs- góðum listamönnum í leiklist, þá er enn svo langt í land, að við getum boðið upp á heilsteypt listaverk, að aðeins góðar fyrirmyndir geta vísað veginn þar. Þessvegna — meira úrval. I HREINSKILNI SAGT - Vísir og sjénvarpið — Vallar útsendingarnar vin- sælar — Hverjir eiga að ráða — Spurning dagsins eg „gömul, vitur“ ung stúlka — 72% gegn 28% — Sam- anburður deyjandi kynsléðar — Gylfi og Gröndal gegn almenningsóskum — Ég var að lesa lítið greina- korn, eða rétrara sagt, fimm lítil greinakorn semsé svör borgaranna við spurningu Vís- is um hvort þeir væru samþykk- ir eða andvígir því hvort við íslendingar fengjum að horfa á Keflavíkursjónvarpið. Þessi viðtöl Vísis eru skemmtileg, gefa góða spegil- mynd af hugsunargangi almenn- ings og afstöðu til ýmissra mála, sem uppi eru þessu og þessu sinni. Skoðanakannanir blaðsins vekja líka athygli en þær hafa verið ræddar hér áður. Aðeins einn þeirra sem spurður eru gefur einhverja við- hlítandi skýringu á svari sínu, segir, eins og satt er, að það sé ávallt til bóta að mönniun sé gefin kostur á að velja og hafna eftir geðþótta. Þetta er hið já- kvæða. Hið neikvæða er, að hann skellir fram þeirri full- yrðingu, að íslenzka sjónvarpið „sé heldur ekki það mikið betra en það keflvíska, hvað mynda- val áhrærir" að ástæða sé að loka fyrir það. 11 ára ungling- ur segir hinn barnalega sann- leik, að hann sakni ekki kefl- víska sjónvarpsins þó það hyrfi með öllu, enda mun sjónvarpið, hvort heldur íslenzkt eða erlent, hafa nokkur minnstu áhrif á þennan aldursflokk né bægja þeim frá eðlilegum leikjum og útiveru. Tveir eldri menn eru spurðir, en ætla má, að með- fædd hræðsla, einstrengisháttur deyjandi kynslóðar ráði mestu um hleypidómafullar fullyrð- ingar þeirra, svo og að enginn íslenzkur texti fylgir talinu. Mesta athygli vakti hjá mér svar ungrar stúlku, sem í raun- inni virðist starfa hjá tslenzka sjónvarpinu. Eins og hinir seg- ir hún sjónvarpið sjást vel hjá sér, en það megi „alveg missa sín fyrir mér. Það ncest á tcekið heima, en ég horfi sárasjaldan á það, vegna þess að mér finnst það vera svo vitlaust". Þetta er eftir myndinni að dæma ung stúlka, sem hefur orðið, og þó ekki sé annað full- yrt, þá er hún vissulega verðug- ur fulltrúi sjónvarpsmanna okk- ar hvað álit, hleypidóma, ein- muna stórmennskubrjálæði og firna mikla glámskyggni áhrær- ir. Það er auðvitað gott og bless- að fyrir stúlku uppi á íslandi, í blaði, sem aðeins er lesið af innfæddum, að blotta sig svona herfilega, verr en jafnvel al- heitustu andstæðingar Keflavík- ursjónvarpsins hafa enn gert. Það kann auðvitað að vera, að árið 1971 skuli vera að vaxa upp stúlka, sem er svo menntuð, svo geypilega vel að sér og víð- förul, að hún telji suma fræg- ustu skemmtikrafta, listamenn, bæði hljómlist, leiklist og dans- list, fimleikamenn, konsert- meistara, klassíska söngvara frá Callas og niður „skalann" jazz- leikara og pop-leikara etc. etc., einmuna lélega og vart sam- bærilega við Nordvision-garp- ana og annað viðurkennt rusl, sem sýnt er í okkar sjónvarpi. Það er ekki aðeins réttur heldur sjálfsögð fríðindi fyrir hvern sem er að hata Ameríku og þar af leiðandi allt sem það- an kemur. Vissulega býður það góða land upp á ýmislegt, sem við viljum ekki kynnast í sjón eða raun. En burt séð frá Am- eríkumönnum, þá er ýmislegt annað, frá Evrópu t. d. frægustu leikflokkar etlskra, heimsfrægir ballettar Rússa, jafnvel sirkus- inn þeirra, sem sýndar eru syðra, og þá ekki sízt þær f jöl- mörgu söngstjörnur sem þar koma fram, auk skemmti- og listamanna, sem innfæddir sjálf- ir eiga. Það er auðvitað á færi ungrar stúlku að segja að Perry Mason prógrammið eigi engan rétt á sér, né heldur Ed Sulli- van, sem kynnir oft sumar fræg- ustu alþjóðastjörnur heimsins, og sízt þarf hin unga stúlka að hrífast af sumum kvikmyndun- um, sem endursýndar eru. Danny Kay og Dean Martin koma þarna fram vikulega, en t. d. Martin er sennilega einn dýrasti þáttur í sjónvarpi í öll- um heimi og evrópsk lönd greiða milljónir fyrir þætti hans. Við þekkjum allir klauf- ann Leonard Bernstein og jafn- vel íslenzka sjónvarpið keypti þann þátt, sem við sáum frítt, ásamt fræknum feðgum og Steinaldarmönnunum. Desilu Playhouse hefur ekki þótt úr- hrak til þessa, en myndir þaðan þykja bera af. Midnight-show- in og umræðuþættir þar sem þekktustu blaðamenn, prófessor og jafnvel leiðandi ráðherrar Bandaríkjanna koma fram og veröldin hlustar á, er auðvitað léttmeti fyrir íslenzku mann- vitsbrekkuna, sem eflaust sofnar út af Aristoteles en vaknar við Sokrates í daglegu lífi. Við skul- um sleppa öllum gamanþáttun- um, því vitanlega hlýtur svo vimr stúlka að fyrirlíta allt glens og gaman, en hlú betur að hinu alvöruþrungna í barneign- um, rauðsokkum og mótmælum. Þau eru undarlega sammála tvö aðspurðu afbrigðin. Þau dæma þætti sem allur heimur- inn, jafnvel austantjaldslöndin, kaupa og sýna með þeim hleypi- dómum, sem venjulegt fólk hélt að væru úreltir á íslandi. Mað- urinn fullyrðir, að hann leggi þætti beggja sjónvarpanna að jöfnu, stúlkan að bæði séu á- líka, en þó það íslenzka „ekki neitt mikið betra". Niðurstaða blaðsins er áð 72% aðspurðra í skoðanakönn- un þess séu samþykkir að al- menningur geti stillt inn á vall- arsjónvarpið, en 28% á móti. Samkvæmt kenningum' Jöfgá-J sinna, einræðisflokka og komm- únista, utan austantjaldsland- anna, sem ekki lengur táka minnsta tillit til skoðanna fjöld- ans, þá er sjálfsagt að meiri- hlutinn beri lægra í hlut. Þessi aðferð átti einu sinni að gilda í vestrænu landi, en fór svo, að stjórnin fél1 á bröltinu. Gylfi Þ. Gíslason og Benedikt Grön- dal eru forkólfar í þessu „bann"- máli í sambandi við sjónvarps- krílið. Þeir ættu að muna út- reið flokks síns í síðustu kosn- ingum og mætti ekki æda, að afstaða þeirra í þessu máli, sem snertir nálega hvert einasta heimili á S. Vesturlandinu hafi ekki iíka átt sinn þátt í því, að afgreiða flokkinn eins og gert var og hyggilegra væri að setja sig ekki afmr jafn algjörlega í andstöðu við almenningsvilja þegar um ekki alvarlegra mál er að ræða en þetta. Gylfi og Gröndal létu öfundsjúku asn- anna, sænsku og dönsku krat- ana, beinlínis pína sig í þessa afstöðu, því báðir þessir aðilar horfðu öfundaraugum á það, að ísland fengi þetta endurgjalds- laust. Þeir hafa nú uppskorið þá virðingu, sem þeim sæmir og að endurtaka þetta gæti orðið erf- iður biti að kyngja. Það má vel geta þess, að þeg- ar saman eru borin íslenzka sjón varpið og bandaríska krílið á Keflavíkurvelli, þá ber það ís- lenzka af í þeim efnum sem snúa að beinum útsendingum, kynningum, fréttalestri, veðri og slíku. Bandarísku sjóliðarnir Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.