Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 12.08.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 12. ágúst 1977 21 Vilmundur á heims- leika enta Vilmundur Vilhjálmsson KR, spretthlauparinn, sem vakið hef- ur mikla athygli i sumar, hefur verið valinn til keppni á heims- leikum stúdenta, sem fram fara i Búlgariu 19.-23. ágúst n.k. Vil- stúd- mundur mun keppa i 100og 200 m. hlaupum. Margir frægustu frjáls- iþróttamenn heims eru með á þessum leikum, og róðurinn verð- ur þvi erfiður fyrir Vilmund. Bandariskir spretthlauparar og hlauparar frá austantjaldslönd- unum koma til með að verða erfiðustu keppinautar Vilmund- ar. Ef vel tekst til ætti Vilmundur að geta komizt i úrslitahlaupið bæði i 100 og 200 m hlaupunum. Vilmundur sést hér vinna öruggan sigur i 200 m hlaupinu á Meistara- mótinu. Valur sigraði Hauka Eiga nú aðeins Ármann eftir á leiðinni í úrslitin Valur sigraði Hauka örugglega með23 mörkum gegn 13 i Islands- mótinu i handknattleik utanhúss fyrrakvöld. Valur á aðeins eftir aö leika við Armann a’leiðinni i úrslitaleikinn. Valsmenn höfðu algjöra yfirburði i leiknum eins og tölurnar sýna. Markhæstur Valsmanna i leiknum var Jón Pétur Jónsson með 8 mörk. Markhæstur Haukanna i leiknum var Svavar Geirsson með 4 mörk. Armann sigraði tR meö 13 mörkum gegn 11 i nokkuð jöfnum leik. Markhæstur Armenninga var Hörður Harðarson með 5 mörk. Brynjólfur Markússon skoraði flest mörk tR-inga 5 tals- ins. KR sigraði svo HK i siðasta leik kvöldsins með 17 mörkum gegn 8. Markhæstur KR-inga var Þorvaldur Guðmundsson með 5 mörk. Staðan i mótinu eftir leikina i fyrrakvöld er þessi: A-Riöill Valur 3 3 0 0 68:46 6 Haukar 3 2 0 1 72:64 4 FH 2 0 1 1 37:32 2 Armann 3 1 0 2 48:64 2 1R 3 0 0 3 50:67 0 B-Riöill Fram 2 2 0 0 38:31 4 Vikingur 1 1 0 0 13:12 2 KR 2 1 0 1 42:38 2 HK 2 0 0 2 26:38 0 Jón Karlsson fyrirliði Vals ætlar sér greinilega að verja titilinn með félögum sínum. Vestarstarf TBR að hef jast Vetrarstarf Tennis og Badmin- tonfélags Reykjavikur hefst 1. september n.k. i húsi félagsins, Gnoðarvogi 1. Að vanda verður starfsemi félagsins fjölbreytt i vetur.ogmá nefna t.d. samæfing- ar keppnisfólks, sem nú verða tvisvar til fjórum sinnum i viku, úthalds og þrekæfingar, ungí- ingatimar, badmintonmót og keppni, o.s.frv. Stærstur hluti félagsmanna hefur þó ekki æft badminton sem keppnisiþrótt, og þá geta þess að mikil eftirspurri hefur verið á undanförnum árum eftir einkatimum. Hafa margir orðið frá aö hverfa vegna þessa. NU er timaleigan hafin hjá félaginu, og hafa félagsmenn for- gang að timunum fram til 20 ágúst. Björgvin Þorsteinsson er i 4. sæti á tslandsmótinu, en flestir búast við sigri hans. mótinu í golfi Atli Arason litið þekktur golf- leikari og Svan Friðgeirsson Golfklúbbi Reykjavikur eru i efsta sætimeð 73 högg eftir fyrsta keppnisdaginn á Islandsmótinu i golfi. Ragnar ólafsson er með 74 högg og Björgvin Þorsteinsson með 76 högg. Siðan koma fjórir menn með 77 högg þeir Óskar Sæmundsson GR. Jóhann Bene- diktsson GS. Magnús Birgisson GK. og Sveinn Sigurbergsson GK. 1 fyrsta flokki er Sv'einbjörn Björnsson GK i efsta sæti með 77 högg. Fjórir menn eru jafnir i næstu sætum. Það eru þeir Helgi Hólm GK. Einar Indriðason GR., Halldór Krisjánsson GR. og Eirikur Smith GK. 1 öldungaflokki er keppni lokið. Hólmgeir Guðmundsson sigraði án forgjafar en Vilhjálmur Arna- son með forgjöf. 1 2. flokki eru efstir og jafnir þeir Ingólfur Bárðarson og Donald Jóhannesson. I meistaraflokki kvenna er Jóhanna Ingólfsdóttir i forystu með 82 högg. I öðru sæti eru jafnar með 83 högg þær Katrin Frimannsdóttir GA. og Kristin Pálsdóttir GK. Klúbbakeppninni lauk með þvi, að tveir klúbbar voru jafnir i efsta sæti, og verður dregið um sigurverðlaunin i loka- hófi mótsins. Þeir klúbbar, sem voru i efsta sæti voru Golf- klúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykj avikur. Tveir 1 fyrsta Eftir fyrsta dag á íslands- FalUeikir í kvöld? og þrír leikir um helgina í 1. deild 1 kvöld ki. 19.00 leika á Akur- eyri Þór og KR. Það liö, sem tapar leiknum f kvöid, fellur I 2. deild. Ef jafntefli verður falla bæði iiðin. Það má þvi búast við hörkuelik á Akureyri I kvöld þar sem bæði liðin koma tii með að berjast við að halda í siðasta hálmstráið um áframhaldandi veru i deildinni. A morgun leika saman i Vestmannaeyjum, heimamenn og IBK. FH-ingar fá svo tslandsmeistara Vals i heim- sókn á sunnudag og hefst leikur- inn i Kaplakrika kl. 19. A Laugardalsvellinum leika Fram og UBK, og hefst sá leikur kl. 19.00 á sunnudaginn. Iþróttakennarar Að Grunnskóla Eskifjarðar vantar iþróttakennara pilta og stúlkna. Allar upplýsingar veitir Trausti Björnsson skólastj., simi 6182. Skólanefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.