Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1. desember 1977 19 flokksstarfið Prófkjör í Reykjavík Athygli flokksmanna Framsóknarflokksins I Reykjavík skal vakin á þvi, að áskorunarlistar vegna framboðs til prófkjörs liggja frammi á skrifstofu flokksins að Rauðarárstig 18 kl. 9.00-17.00 næstu daga. Framsóknarmenn á Suðurnesjum Félag ungra framsóknarmanna i Keflavik efnir til fundar laugardaginn 3. desember kl. 16.00 i Framsóknarhúsinu Austur- götu 26. Framsögu flytja Jón Skaftason alþingismaður um kjördæma- skipan og kosningalöggjöf og Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri um saltverksmiðju á Reykjanesi. Fundarstjóri verður Friðrik Georgsson. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Ungir fram- sóknarmenn eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna. Stjórnin Jólabingó Framsóknarfélag Reykjavikur heldur hið árlega jólabingó sitt i Sigtúni sunnudaginn 11. desember kl. 20.30. Stórkostlegir vinningar að vanda. Stjórnin Framhaldsaðalfundur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik heldur fram- haldsaðalfund sinn fimmtudaginn 8. desember kl. 20.30 að Hótel Esju. Fundarefni: Lagabreytingar. Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Reykjavik ákvað á fundi sinum 10. þ.m., að prófkjör fari fram 21. og 22. janúar 1978 um 4 efstu sætin á framboðslistum til borgarstjórnar- og alþingis- kosninga i Reykjavik, sem fram eiga að fara i vor. Samkvæmt ákvörðun og gildandi reglum er bent á eftirgreint: 1. Framboðsfrestur hefir verið ákveðinn til kl. 17 föstudaginn 9. desember 1977. 2. Kosið verður um 4 efstu sætin á báðum framboðslistunum. 3. Þeir einir geta verið frambjóðendur, sem skráðir eru fram- sóknarmenn eða lýsa yfir, að þeir fylgi stefnuskrá flokksins, og eru kjörgengir samkvæmt landslögum, enda hafi minnst 25 flokksfélagar skorað á hann eða mælt með honum til fram- boðs, og hann veitt samþykki sitt. 4. Niðurstaða prófkjörsins verður þannig virt, að 1. sætið á hvor- um lista um sig, hlýtur sá, sem flest atkvæði fær i það sæti, 2. sætið sá, sem flest atkvæði fær samanlagt i 1. og 2. sætið, 3. sætið sá, sem flest atkvæði fær i 1., 2. og 3. sætið samanlagt, og loks 4. sætið sá, sem fær samanlagt flest atkvæði i öll 4 sætin. 5. Framboðum skal skilað til kjörnefndarmanna eða á aðsetur nefndarinnar á skrifstofu Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna að Rauðarárstig 18. 17. nóvember 1977. Prófkjörsnefnd Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna iReykjavik. Ráðstefna Ráðstefna sú, sem boðuð hefur verið með bréfi af fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins, hefst á Hótel Heklu Rauðarárstig 18 kl. 14.00 laugardaginn 3. desember. Akureyri — Bingó Bingó verður haldið á Hótel KEA föstudaginn 2. desember kl. 20.30. Meðal glæsilegra vinninga eru þrjár utanlandsferðir. Guðrún A. Simonar syngur við undirleik Guðrúnar A. Kristins- dóttur. Stjórnandi verður Ingimar Eydal. Dansað til kl. 1.00 Forsala aðgöngumiða frá kí 17.00. SUF MMiiiwiiwnM———w—nw Eldheit ást Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út á þessu hausti niundu bókina eftir hinn vinsæla höfund Bodil Forsberg. Þessi bók segir frá ungu fólki með heitar ástriður. Kármu dreymdi um frægð og frama. Aörfleygri stundu var hún komin i hringiðu sjúklegs um- hverfis, þar sem sakleysi og hreinleiki voru óþekkt, en glæpir þróuðust i kjölfar eiturlyfja og annarra vimugjafa. Engum var að treysta. Eirikur var handtek- inn og ákærður fyrir morð. Hvert atvikið öðru dularfyllra raðast upp á siöum bókarinnar, sem er þrungin hinni fullkomnu spennu. Eldheit ást er ein vinsælasta og mest selda bókin, sem út hefur komið eftir Bodil Forsberg. Hún hefur hvarvetna hlotiö sérstakar vinsældir sem magnþrungin ást- arsaga. Bókin er 181 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentun og bókband er unnið I Prentverki Akraness. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu- teikningu. o íþróttir yfir Bayern á stuttum tima. Lorant sem hefur gert mjög góða hluti hjá Frankfurt tekur við stjórninni hjá Bayern, en Cramer fer til Frankfurt. — Ég hef trú á þvi, að við eigum eftir að ná okkur á strik, sagði Gerd Múller, fyrirliði Bayern, þegar hann frétti um skiptin á þjálfurum. — ,,Ég trúi þessu ekki”, sagði aftur á móti Juergen Grabowski,' fyrirliði Frankfurt, þegar hann frétti af þessu. f----------- \ r' Aðstoðarframkvæmdastjóri Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða aðstoðarframkvæmdastjóra sem fyrst. Viðskiptamenntun og reynsla við innflutn- ing og stjórnun fyrirtækja nauðsynleg. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra sem gefur nánari upplýsing- ar, fyrir 12. des. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA _______/ . , , ■ . Vilborgarsjóður auglýsir Félagar sem eiga rétt á styrk úr sjóðnum eru beðnir að hafa samband við skrifstof- una fyrir 15. desember n.k. Starfsmannafélagið Sókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.