Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 60
 12. júní 2006 MÁNUDAGUR40 Atli Þór Albertsson, leikari og einn af strákunum, er afar latur maður. Það segir hann alla vega sjálfur. Hann leggur því mikla áherslu á að húsið og garðurinn umhverfis það sjái um sig sjálft. „Húsið verður að þrífa sig sjálft. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Atli. „Og ef það þrífur sig sjálft er mér alveg sama hversu stórt það er. Það má vera risastórt mín vegna.“ Atli býr núna á gömlum bóndabæ úti á nesi. „Það er best að búa á Seltjarnanesi, ekki spurning,“ segir Atli en án efa eru margir sem ekki eru sammála þeirri staðhæfingu. „Ég væri til í að draumahúsið væri í funkis stíl, en ég er mjög hrifinn af honum,“ segir Atli, en hann ætti að falla vel inn í hópinn á nesinu í risastóra sjálfhreinsandi funkis-húsinu sínu. Ekki gafst tími til frekari útskýringa þar sem Atli var erlend- is, án efa að pirra þarlenda borgara fyrir framan myndavélarn- ar okkur til ómældrar skemmtunar. DRAUMAHÚSIÐ MITT: ATLI ÞÓR ALBERTSSON, LEIKARI Allt á að sjá um sig sjálft Atli Þór Albertsson nennir ekki að þrífa draumahúsið FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Við byggingaframkvæmdir í Reykjanesbæ afhjúpaðist bygg- ingarsaga þegar klæðning var rifin utan af húsi þar í bæ. Nýlega hóf- ust fram- kvæmdir við Hafnar- götu 90 í Reykjanes- bæ þar sem unnið er að því að koma upp nýju útibúi KB banka. Þegar búið var að rífa klæðningu utan af húsinu komu í ljós ummerki eftir gamalt skilti á framhlið hússins. Á skiltinu gamla stendur ritað Vélsmiðja Björns Magnússonar. Greint er frá þessu á vef Víkur- frétta, www.vf.is en þar er sagt að eftir því sem best er vitað byggði Björn Magnússon húsið í kringum árið 1950 en forsögu fyrirtækisins má rekja aftur til 1940 þegar Björn hóf starfsemi á Suðurgötu 29 í Reykjanesbæ. Talið er að Vélsmiðja Björns Magnússonar hafi starfað í um tvo áratugi. Auk almennrar vél- smíði var smiðjan um árabil stór- tæk í ketilsmíði. Framleiðsla fyrir- tækisins var landsþekkt undir heitinu BM-katlar. - jóa Banki í stað vélsmiðju Sólborg er leikskóli í Vestur- hlíð. Hann sækja um 70 börn, þar af að jafnaði 10 börn með sérþarfir. Samkvæmt mennta- sviði Reykjavíkurborgar er meginmarkmið leikskólans að móta skóla sem mætir þörfum allra barna í sameiginlegu umhverfi, heildtæk skólastefna / nám án aðgreiningar. Heild- tæk skólastefna snýst um aðferðir og vinnubrögð sem notuð eru til að ná þessu markmiði. Skólinn leggur áherslu á að viðurkenna og virða breytileika hjá börnum og vinna með tilliti til ólíkra þarfa þeirra. Starfsgrundvöllur og meginmarkmið Sólborgar byggja á þremur megin þáttum: Markmiðum og áherslum Bank Street uppeldisáætlunarinnar, kenningum Dr. Howar Gardner um fjölbreytileika greindar, og alþjóðlegum samþykktum um rétt fatlaðra og ófatlaðra barna til að læra hvert af öðru og með hverju öðru. Skólinn var stofnaður árið 1994 og byggt var við hann ári síðar. Arkitektar byggingar- innar er Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson á arkitektastofunni Arkitektar ehf. Nokkrir aðrir leikskólar er byggðir eftir sömu teikningu og búð er að byggja við þá flesta. SÓLBORG Maður lenti undir átta tonna af steypujárni nú fyrir helgi. Brúarsmiður sem var við vinnu að gerð mislægra gatnamóta á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar má þakka sínu sæla að ekki fór verr þegar átta tonn steypustyrkt- arjárni féllu ofan á hann. Maðurinn festist undir járn- hrúgunni og tók það slökkviliðs- menn hátt í 45 mínútur að ná brak- inu af honum. Að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum þykir mildi að maðurinn hafi ekki slas- ast meira en raun ber vitni. -jóa Slapp naumlega SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 21/4- 27/4 169 28/4- 4/5 157 5/5- 11/5 186 12/5- 18/5 171 19/5- 25/5 147 26/5- 1/6 175 Þegar maður lætur fara vel um sig í sófanum fyrir framan sjónvarpið, spjallar við vini sína á Netinu, hringir í ömmu sína þá hugsar maður ekki um alla þá tækni sem þarf til að búa til fullkomið samband við heimili þitt. Maður nýtur þess bara. Ekkert vesen og allt í góðu lagi. Nánari upplýsingar á www.samband.or.is Svona viljum við hafa það ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N O R K IS L3 29 79 06 .2 00 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.