Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 44
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Genfarsamkomulagið var sam- þykkt þennan dag en það skipti Víetnam í Norður- og Suður- Víetnam. Ráðstefnan í Genf var haldin 26. apríl til 21. júlí 1954 þar sem fulltrúar frá Kambódíu, Kína, Frakklandi, Laos, Bandaríkj- unum, Bretlandi, Sovétríkjunum og Víetnam komu saman til þess að koma á friði í franska Indókína og Kóreu. Fyrra Indókínastríðið var háð í Suðaustur-Asíu á árunum 1946 til 1954 á milli Frakka og andspyrnu- hreyfingar Víetnam sem leidd var af Ho Chi Minh. Árið 1946 höfðu Frakkar gert samkomulag við Víet- nama um að landið fengi sjálfstæði innan franska ríkisins en franskar hersveitir yrðu í landinu næstu fimm árin. Samkomulagið gekk þó ekki upp þar sem Víetnamar vildu aukið sjálfstæði sem Frakkar voru ekki tilbúnir til þess að gefa þeim. Stríðið fór að mestu fram í norðurhluta Víetnam en breiddist einnig út til nágrannanna í Laos og Kambódíu. Það voru Frakkar sem töpuðu stríðinu og þurftu að þola mikið mannfall og varð stríðið mjög óvinsælt í Frakklandi. Eftir að friður komst á með Genfar-samkomulaginu fékk Ho Chi Minh yfirráð yfir Norður-Víetnam en í Suður-Víetnam ríkti Bao Dai keisari. Flest landanna staðfestu sam- komulagið en þó ekki Bandaríkin og Suður-Víetnam. Seinna Indókínastríðið átti sér síðan stað á árunum 1954 til 1975 þegar Norður-Víetnamar vildi sameina landið undir kommúnistastjórn. Þeir höfðu stuðning Kínverja og Sovétmanna en ráðamenn í Suður-Víetnam vildu meiri samvinnu við Vesturlönd- in og höfðu stuðning Bandaríkjanna. ÞETTA GERÐIST 21. JÚLÍ 1954 Víetnam skiptist í norður og suður ÚTFARIR 13.00 Bergsteinn Jónsson prófessor, Snorrabraut 56, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni. 13.00 Guðmundur Þorvaldur Jónsson frá Galtarhrygg, til heimilis í Hjallaseli 55, áður Hverfisgötu 58a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Óttar Ketilsson, Reykhúsum 4d, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju. 14.00 Björn St. Hólmsteinsson, fyrrverandi útgerðarmaður frá Raufarhöfn, síðast til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Rauf- arhafnarkirkju. 14.00 Ingibjörg Jóhannesdóttir, frá Ytri-Hjarðardal, Hlíf 2, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju, jarðsett verður í Holti. 15.00 Lillian A. Guðmundsdóttir, Dalbraut 16, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju. ERNEST HEMINGWAY (1899-1961) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Allar góðar bækur hafa eitt sameiginlegt, þær innihalda meiri sannleik en hefði sagan gerst í raun og veru.“ Ernest Hemingway var bandarískur rithöfundur sem fékk Nóbelsverðlaun- inin í bókmenntum árið 1954. MERKISATBURÐIR 1939 Tveir þýskir kafbátar koma til Reykjavíkur stuttu eftir að seinni heimsstyrjöldin skell- ur á og voru þetta fyrstu kafbátarnir sem komu í íslenska höfn. 1963 Skálholtskirkja er vígð að viðstöddum áttatíu próföst- um, prestum og biskupum. 1967 Albert John Luthuli, fyrsti Afríkumaðurinn til þess að fá Friðarverðlaun Nóbels, deyr þennan dag eftir að hafa orðið fyrir lest. 1983 Lægsti hiti sem mælst hefur mælist þennan dag, -89.2 °C, á Suðurheimskautsland- inu. 2002 WorldCom óskar eftir gjald- þrotaskiptum í stærsta í gjald- þroti í sögu Bandaríkjanna. 2003 Síðasta gamaldags bjallan er framleidd hjá Volkswag- en í Puebla í Mexíkó. AFMÆLI Guðni Bergsson er 41 árs. Jóna Hrönn Bolla- dóttir er 42 ára. Steinar Berg Ísleifs- son er 54 ára. Í dag verður lokahátíð Sumarskólans haldin en skólinn er ætlaður útlending- um sem vilja læra íslensku og fræðast um íslenskt þjóðfélag. Vala S. Valdi- marsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími, segir að um tvöhundruð manns hafi sótt námskeiðin í sumar. Sumarskólinn hefur verið haldinn síðan árið 1994 og er samstarfsverkefni Námsflokkanna, Mímis og Alþjóðahúss. „Þetta er allt erlent fólk, bæði búsett hér og sem er tímabundið hérna eða hreinlega fólk sem kemur bara til að fara á námskeiðið vegna áhuga á íslensku, þetta er mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vala, en Mímir sér um íslenskukennsluna í skólanum. „Þetta er tvíþætt fyrir fullorðna fólkið, þetta er íslenskukennsla á fjórum stigum og fólki er raðað í hópa, svona tíu til fimmtán manna hópa eftir því hvar það er statt, og þetta er fólk frá öllum mögulegum þjóðlöndum og á öllum aldri. Svo er Alþjóðahúsið með sam- félagsfræðslu og er með tíu stundir á móti þeim fjörutíu stundum sem er bara hrein íslenskukensla,“ segir Vala en námskeiðið er alls fimmtíu stundir. Fólk getur valið um að mæta í fjór- ar vikur, þrjú kvöld í viku, frá sex til níu eða á morgnana frá níu til tólf í þrjár vikur. Vala segist sjá miklar framfarir hjá nemendunum og að flest- ir nemendurnir vilji ná betri tökum á málinu vegna þess að þeir ætla sér að búa hérna í framtíðinni. Mímir býður einnig upp á íslenskukennslu á veturna og segir Vala að margir komi í Sumar- skólann til þess að læra meira. Náms- flokkar Reykjavíkur hafa kennt í Sum- arskólanum undanfarin ár og er þetta í fyrsta skipti sem Mímir sér um kennsl- una. „Það er mikil áhersla lögð á dag- legt mál og það að bjarga sér í sam- félaginu, við erum með leiki og spil til þess að hjálpa fólki og auðvitað er mál- fræðin fléttuð inn í þetta,“ segir Vala. Í samfélagsfræðslunnni var meðal annars farið á bókasafnið og starfsemi Alþjóðahússins kynnt. Síðan var farið í vettvangsferðir til Útlendingaeftirlits- ins og lögreglunnar og í næstu viku verður svo farið í hvalaskoðunarferð og Bláa lónið. Sex til sextán ára krakkar hafa undanfarin ár haft aðgang að Sumar- skólanum en í ár var tekin upp sú nýbreytni að sex til tólf ára krakkarnir færu á ÍTR-námskeið í sínu hverfi og þrettán til sextán ára krakkarnir fóru í Vinnuskólann þar sem íslenskukennsla var fléttuð inn í starfið. Lokahófið er í Austurbæjarskóla, þar sem kennslan hefur farið fram í sumar, og hefst klukkan ellefu. „Við reynum að virkja nemendur til að syngja, spila lag, dansa og mjög oft eru Taílendingarnir með ofsalega skemmti- lega dansa. Það hefur verið magadans og allt mögulegt, bara eftir því hverjir vilja og geta. Síðan koma þau öll með mat frá sínu heimalandi, við leggjum á langborð og allir leggja í púkk og svo er bara veisla,“ segir Vala að lokum. gudrun@frettabladid.is VALA S. VALDIMARSDÓTTIR: LOKAHÓF SUMARSKÓLANS ER Í DAG Mjög fjölbreyttur hópur VALA S. VALDIMARSDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI Á sumarhátíðinni verður dansað, sungið og borðað en nemendurnir ætla allir að koma með mat frá sínu heimalandi og slá upp veislu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Við færum öllum hjartans þakkir er auðsýndu okkur samúð og stuðning vegna heimfarar elskaðrar eiginkonu, móður og ömmu, Bergþóru Kristinsdóttur húsmóður og trúboða, Tjarnarási 13, Stykkishólmi, er fór heim til Drottins 30. júní sl. Drottinn blessi ykkur öll og leiði inn í ljósið og lífið, sem hafið ekki ennþá fundið þetta dásamlega skjól. Benjamín Þórðarson Björg Benjamínsdóttir Bergþóra Rós Ólafsdóttir Örn Reynir Ólafsson Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi, Jón Kr. Kristinsson Vallarbraut 10, áður Ásgarði 3, Keflavík, lést þriðjudaginn 18. júlí. Jarðarför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Magnea Jónsdóttir. 50 ára afmæli Í tilefni af 50 ára afmæli ætlar Eiður Sveinsson að bjóða til veislu að Seljabraut 18 þann 22. júlí. Veislan byrjar kl. 19.00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma. 60 ára afmæli Í tilefni af 60 ára afmæli Elísar Hansen 25. júlí ætla hann og Lissý eiginkona hans að taka á móti vinum og ættingjum í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal í dag, föstudaginn 21. júlí, milli 18 og 21. Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta og gleðjast með honum. Ástkær eiginmaður minn, Sveinn Halldórsson framkvæmdastjóri, Ofanleiti 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 18. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnlaug Emilsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.