Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.08.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.08.2006, Qupperneq 8
8 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir unnusta Magna Ásgeirs-sonar í Rockstar? 2 Hver verður kynnir í X-Faktor á Stöð 2 í vetur? 3 Hvað heitir litli bróðir Fídels Kastró? SVÖR VIÐ SPURNINGUNUM ERU Á SÍÐU 58 SKÆRUR Á SRÍ LANKA Erjur milli stjórnarhersins og tamíltígra hafa vakið ugg um að vopnahléið frá 2002 sé á enda. JAFFNA Trincomalee: Árásir úr lofti, af landi og sjó Svæði sem tamílar gera kröfu til S R Í L A N K A 100 km INDLANDS- HAF Colombo: Fremur rólegt er í höfuðborginni, en mikil öryggisgæsla. © GRAPHIC NEWS SRÍ LANKA Hátt í fimmtíu manns létu lífið í átökum á Srí Lanka í gær, en ríkisstjórn landsins íhug- ar nú að taka til skoðunar kröfur tamíltígranna um bætt aðgengi að vatni fyrir skjólstæðinga þeirra, gegn því að tígrarn- ir láti vatnsból í norðaustur- hluta landsins af hendi. Þetta er haft eftir Jon Hanssen- Bauer, sérstök- um erindreka Norðmanna, en þeir gegna hlutverki sáttasemj- ara í landinu. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðla- fulltrúi norrænu eftirlitssveitanna á Srí Lanka, segir að ekki sé ástæða til að óttast um öryggi sveitarinnar. „Ekki undir nokkrum kringum- stæðum stofnum við okkar mönn- um í hættu, það er ekki okkar hlut- verk að gæta friðar hér. Sveitin er ekki einu sinni vopnuð. Við fylgj- umst einungis með því hvort og hvernig vopnahléinu er framfylgt. Bardagarnir eru sunnan borgar- innar Trincomalee, þar sem við erum með skrifstofur, og borgin er ekki talin í hættu,“ segir Þorfinnur í samtali við Fréttablað- ið. „Hvorugur aðilinn hefur lýst yfir stríði eða sagt upp friðar- samningnum og við erum að von- ast til að skærum fari að ljúka. Vopnahléið er reyndar í fullu gildi, þótt það sé ekki virt á þessu svæði; landið skiptist í sex hluta og skær- ur eru einangraðar við þennan eina hluta.“ Von er á Hanssen-Bauer til Srí Lanka næsta föstudag og mun hann reyna að stilla til friðar. Einnig mun hann ræða framtíð norrænu eftirlitssveitanna. - kóþ Sáttatónn á Srí Lanka þrátt fyrir mannskæðar skærur: Óttast ekki um öryggi norrænu eftirlitssveitanna ÞORFINNUR ÓMARSSON ALÞINGI Sendinefnd Alþingis, sem var á leið á ráðstefnu í norður- hluta Svíþjóðar, þurfti að bíða í Stokkhólmi í fyrrinótt, því flugi nefndarmanna frá Keflavík hafði seinkað. Í nefndinni eru þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Sigurður Kári Kristjánsson og Jón Kristj- ánsson auk tveggja starfsmanna Alþingis. Nefndin átti að mæta á Norðurskautsráðstefnu í Kírúna í í gærmorgun, en flugi Flugleiða frá Keflavík til Stokkhólms í fyrradag seinkaði um fimm tíma svo þeir misstu af tengifluginu. „Það getur alltaf komið fyrir að flug tefjist,“ segir Björgvin. „Það slæma í málinu var að okkur var sagt í Kefla- vík að Flugleið- ir myndu redda tengifluginu, sem var hjá öðru flugfélagi. Þegar við komum út hafði ekkert heyrst frá Flugleiðum. Margir heyrðu af þessu og allir vísuðu þessu frá sér, eins og þetta væri ekki þeirra mál. Þetta var alveg óboðleg þjón- usta og fráleit framkoma. Blessun- arlega vorum við með mönnum sem þekktu til og gátu bjargað þessu.“ Nefndin komst loks til Kírúna, en missti af fyrri hluta ráðstefn- unnar vegna tafanna. „Þingið mun að sjálfsögðu skoða þetta og margir hafa bent á að það sé óeðlilegt að Alþingi skipti bara við Flugleiðir,“ segir Björgvin. „Við hljótum að mótmæla þess- um ummælum Björgvins,“ segir Guðjón Arngrímsson hjá Flugleið- um. „Starfsfólk Icelandair og IGS í Keflavík lagði sig fram við að veita þeim mikla þjónustu og allt gekk vel fyrir sig.“ - sgj Fimm manna sendinefnd frá Alþingi var of sein á ráðstefnu í Svíþjóð í gær: Þingmenn óánægðir með Flugleiðir GUÐJÓN ARNGRÍMSSON BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Þingmaður- inn segir þjónustu Flugleiða hafa verið óboðlega. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.