Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 83
32 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 10 11 12 13 14 15 16 Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  16.00 Þróttur og Víkingur Ó. mætast í 1. deild karla í fótbolta sem og lið KA og HK. ■ ■ SJÓNVARP  11.40 EM í frjálsum í beinni útsendingu á RÚV.  21.40 Helgarsportið á RÚV.  13.45 Chelsea og Liverpool mæt- ast í leik um Samfélagsskjöldinn og er leikurinn sýndur í beinni á Sýn. FÓTBOLTI Víkingar hafa vakið mikla athygli í Landsbankadeildinni í sumar fyrir leikgleði og baráttu. Eftir þrettán umferðir er liðið í fjórða sæti deildarinnar en í síðasta leik burstaði það ÍBV á heimavelli sínum, 5-0. Arnar Jón Sigurgeirs- son átti glimrandi leik og hefur verið valinn leikmaður þrettándu umferðar af Fréttablaðinu. „Þetta var mjög sérstakur leik- ur, fram að fyrsta markinu höfðu Eyjamenn verið betra liðið á vellin- um. Við sýndum þolinmæði og biðum aðeins til baka. Um leið og við komumst yfir gáfust þeir eigin- lega strax upp,“ sagði Arnar Jón en fyrsta markið í leiknum kom ekki fyrr en á 44. mínútu. Arnar er uppalinn hjá KR og var í herbúðum félagsins þar til hann fékk félagaskipti í Víking í febrúar- mánuði. Hann gat ekkert spilað í fyrrasumar vegna hjartagalla en hann fór í hjartaþræðingu í júní- mánuði. Þau veikindi settu þó feril hans ekki í hættu. „Ég fékk alveg að vita það að ég gæti snúið aftur í fót- boltann þannig að það var aldrei í hættu. Ég þurfti að bíða eftir þess- ari aðgerð sem ég fór í og hefði getað spilað eitthvað í fyrra ef ég hefði farið í hana fyrr.“ Arnar segir það vissulega hafa verið sérstaka tilfinningu í fyrstu að spila í öðrum búningi en KR-bún- ingnum. „Maggi (Magnús Gylfason, þjálfari Víkings) hafði samband við mig en Víkingur sýndi mikinn áhuga á að fá mig. Ég þekkti náttúr- lega Magga vel frá því ég var í KR og ákvað að slá til. Stærsta ástæðan fyrir því var sú að ég taldi að ég myndi fá stærra hlutverk hjá Víkingi. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því enda hefur geng- ið mjög vel í sumar,“ sagði Arnar Jón. Hann hefur leikið frábærlega á tímabil- inu og verið í lykilhlut- verki hjá Víkingi. „Þetta hefur verið alveg stórskemmtilegt og persónulega hefur gengið mjög vel hjá mér. En það spilar náttúr- lega inn í að það eru mjög góðir leikmenn sem eru í kringum mig,“ sagði Arnar Jón en samn- ingurinn sem hann gerði við Vík- ing var bara út þetta tímabil. „Ég er byrjaður að ræða við Vík- ingana um nýjan samning, þeir vilja halda mér og við erum bara að skoða þetta í sameiningu.“ Víkingar hafa einnig fundið sig vel í bikarkeppninni en þeir eru komnir alla leið í undanúrslitin þar. Arnar Jón vann fjóra titla með meistaraflokki KR á árunum 1999- 2003 og þekkir því sigurtilfinning- una vel. „ Það er mjög jákvætt að venja sig á það að vinna titla og von- andi náum við að skila bikar í hús á þessu tímabili,“ sagði Arnar Jón. elvargeir@frettabladid.is Fékk stærra hlutverk hjá Víkingum Arnar Jón Sigurgeirsson hefur blómstrað með Víkingi í Landsbankadeildinni í sumar. Á fimmtudag vann liðið stórsigur á ÍBV á heimavelli en Arnar Jón lék fantavel í leiknum og er leikmaður 13. umferðarinnar. HEFUR BLÓMSTRAÐ Í SUMAR Arnar Jón Sigurgeirsson er hér með boltann í leik gegn Fylki fyrr í sumar en varnarmaðurinn Guðni Rúnar Helgason er að tækla. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR LIÐ UMFERÐARINNAR Grétar S. Sigurðsson Sigmundur Kristjánsson Óskar Örn Hauksson Tryggvi Guðmundsson Arnar Jón Sigurgeirsson Ingvar Þór Kale David Hannah Jóhann Þórhallsson Höskuldur Eiríksson Viktor Bjarki Arnarsson Bjarni Guðjónsson 3-4-3 FÓTBOLTI Miðarnir renna hratt út á vináttulandsleik Íslands og Spán- ar sem fram fer á þriðjudaginn á Laugardalsvelli. Salan tók góðan kipp eftir að sterkur hópur Spán- verja var tilkynntur. Ekki eru margir miðar eftir í stúku en einnig er hægt að kaupa miða í stæði á þennan leik þar sem um vináttulandsleik er að ræða. Spánn er einnig í sama riðli og Ísland í undankeppni EM 2008. Hægt er að kaupa miða á heima- síðunni www.midi.is og einnig í verslunum Skífunnar á höfuðborg- arsvæðinu og BT-tölva á Akureyri og Egilsstöðum. - egm Landsleikurinn gegn Spáni: Miðarnir renna hratt út Ásdís keppti í spjótkasti Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í 25. sæti af 27 keppendum á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Gautaborg í gær. Hún var 7,32 metra frá því að komast í úrslit með því að kasta spjótinu 51,33 metra. Skora eitt eða leggja upp tvö? Leggja upp tvö. Hver er seinastur á æfingar? Kiddi Hafliða. Erfiðasti andstæðingur? Kristján Örn. Auðveldasti andstæðingur? Sigur- björn Hreiðarsson. Willum er... klassaþjálfari. Hver er besti leikmaður heims? Henry. Að vera valinn í landsliðið er... draumur og heiður. Óttastu að vera rassskelltur eftir Spánarleikinn? Var ekki farinn að hugsa út í það. Spænski eða enski boltinn? Enski. Bold and the Beautiful eða Neighbours? Neighbours. Nýja klippingin er... mögnuð. Gillzenegger er... sætur strákur. > Stelpurnar urðu neðstar Íslenska landsliðið í körfuknattleik stúlkna 16 ára og yngri tapaði í gær fyrir Portúgal 58-66 í lokaleik sínum í B-deild Evrópumótsins sem fram fór í Finnlandi. Hafrún Hálfdánardóttir var stigahæst í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn vel en svo fór að halla undan fæti en Hafrún skoraði tuttugu stig. Íslensku stúlkurnar töpuðu öllum sjö leikjum sínum á mótinu og höfnuðu í sautjánda og neðsta sæti B-deildarinn- ar. Jafnaldrar þeirra í piltalandsliðinu töpuðu fyrir Úkraínumönnum 64-76 í A-deild Evrópumótsins á Spáni í gær þar sem Pétur Jakobsson var stigahæstur í íslenska liðinu með þrettán stig. Þetta var annað tap strák- ana í jafnmörgum leikjum. FÓTBOLTI Peter Gravesen, leikmað- ur Fylkis, gæti hafa leikið sinn síð- asta leik með liðinu í sumar. Hann lenti í samstuði við Guðmund Sæv- arsson, leikmann FH, í leik liðanna á fimmtudag og þurfti að fara af velli í kjölfarið. „Hnéð er enn mjög bólgið og er ekki hægt að segja með vissu hversu alvarleg meiðslin eru,“ sagði Peter í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Vitaskuld hef ég áhyggjur af liðböndunum en ég er þó aðeins skárri núna en gat til að mynda varla gengið fyrsta daginn. Vonandi næ ég fleiri leikjum í sumar.“ - esá Peter Gravesen: Óttast um hnémeiðsli PETER GRAVESEN Hefur átt mjög gott tíma- bil með Fylkismönnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEÐ MATTHÍASI GUÐMUNDSSYNI60 SEKÚNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.