Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.08.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elinborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Vanlíðan og deilur á vinnustöð- um eru þættir sem hafa fylgt mannkyninu frá fornu fari en á sjöunda áratugnum hófust rann- sóknir á fyrirbærinu burnout sem á íslensku hefur verið kall- að starfsþrot eða kulnun. Starfsþrot lýsir sér í því að starfsmaður sem er undir stöð- ugu vinnuálagi dregur sig smátt og smátt frá vinnu. Starfsþrot getur komið fram í lélegri mæt- ingu, minni árangri og minni gæðum verkefna. Helstu tilfinningalegu ein- kenni starfsmanns sem finnur fyrir starfsþroti eru svartsýni, þungt skap, hryggð og tilfinn- ingasveiflur. Minnkandi sam- kennd er með vinnufélögum sem leiðir til meiri einangrun- ar og dregur úr starfsánægju. Líkamleg einkenni geta birst sem hraður hjartsláttur, auk- inn sviti, svimi, höfuðverkur og vöðvaverkir og ennfremur er starfsmaðurinn viðkvæm- ur fyrir pestum og sýkingum. Hann fær auðveldlega kvef og álagið sem hann er undir dreg- ur úr virkni ónæmiskerfisins. Starfsmaðurinn sér ekki tilgang með starfi sínu og sér ekki fram á að ná árangri. Eldmóður og hvatning hverfa og í stað kemur leiði og vanmáttarkennd. Í sam- skiptum við viðskiptavini kemur þetta fram sem áhugaleysi og lítil eftirtekt. Til þess að koma í veg fyrir starfsþrot er nauðsynlegt að starfsmenn hafi fengið viðeig- andi þjálfun. Þeim sem ekki hafa fengið undirbúning fyrir starf sitt er hættara við að finna fyrir starfsþroti. Ef hæfur starfsmað- ur sýnir merki um starfsþrot er ráðlegt að skoða starfslýsingu hans og jafnvel endurhanna starfið þar sem verkefnum og ábyrgð er komið á fleiri. Þá þurfa stjórnendur að hafa í huga að hrós fyrir vel unnin verk, hvatning, sveigjanlegur vinnutími, betri kynn- ing nýliða á störfum og fjölbreytileiki starfa getur haft mikið að segja í bar- áttu gegn kulnun. Sif Sigfúsdóttir M.A. í mannauðs- stjórnun. S T A R F S M A N N A M Á L Starfsþrot starfsmanna Í flestum löndum er skattkerfið eitt af því sem harðast er tek- ist á um á vettvangi stjórnmála. Umræðan um íslenska skattkerf- ið og áhrif þess á tekjudreifingu landsmanna undanfarið kemur því ekki á óvart. Eitt af því sem greinir ríkustu lönd heims frá þeim fátækustu er að þau fyrrnefndu hafa náð að byggja upp skattkerfi sem aflar verulegs fjár án þess að lama atvinnulíf eða leggja óþolandi byrðar á þegnana. Gott skattkerfi uppfyllir ýmis skilyrði. Það þarf að afla nægilegs fjár til að standa undir allnokkrum umsvifum hins opinbera, það má ekki í of ríkum mæli gefa kost á eða ýta undir skattsvik og enn síður hrekja fólk, fyrirtæki eða starfsemi úr landi. Þá þarf það að teljast sann- gjarnt þannig að sæmileg sátt sé um það hvernig byrðunum er skipt á þegnana. Einna erfiðast er þó að byggja upp skattkerfi sem dregur ekki um of þrótt úr efnahagslífinu. Íslenska skattkerfið, eins og raunar öll skattkerfi í nágranna- löndum okkar, ber þess merki að þegar reynt er að ná mörgum markmiðum í einu þá nást þau aldrei öll. Þannig er kerfið að sumu leyti ósanngjarnt, a.m.k. að margra mati, það er engin leið að koma alveg í veg fyrir skattsvik í því og að einhverju marki er það vinnuletjandi og truflandi fyrir efnahagslífið. Sem dæmi má nefna að marg- ir telja ósanngjarnt að þeir sem hafa einkum tekjur af fjármagni skuli einungis greiða 10% skatt af þeim tekjum á meðan aðrir greiða nær ferfalt hærra hlutfall af launatekjum í skatt. Þetta hlýt- ur að teljast sérkennilegt fyrir- komulag, jafnvel þótt horft sé til þess að fjármagnstekjuskattur er lagður á nafnávöxtun en ekki raunávöxtun og skatthlutfallið á raunvexti því hærra en 10% ef verðbólga er einhver. Fyrir þessu hafa þó verið færð ýmis rök. Þau byggja einkum á því að mun auðveldara er að færa eignir á milli landa og fela þær eða tekjur af þeim en það er fyrir launþega að flytja til útlanda eða fela launatekjur. Því er hætt við að fjármagns- tekjustofninn myndi rýrna mikið ef skatthlutfallið væri hækkað verulega. Þessi niðurstaða endurspeglar eitt einkenni flestra skattkerfa. Það er tilhneiging til að leggja á skatta sem erfitt er að kom- ast undan að greiða og auðvelt er að innheimta, þótt álagningin standist ekki alltaf ýtrustu kröf- ur um sanngirni. Há gjöld á bíla og bensín í flestum löndum eru önnur birtingarmynd þessa. Það sama má segja um mikið vægi virðisaukaskatts í tekjuöflun íslenska ríkisins. Mörg lönd keppa um hylli atvinnurekenda með lágum skött- um á fyrirtæki og ýmiss konar ívilnunum. Skýringin er einkum það hve auðvelt getur verið að flytja fyrirtæki eða starfstöðvar þeirra á milli landa. Vel hefur tekist að byggja upp efnahags- líf á Norðurlöndum, þrátt fyrir mikil ríkisútgjöld sem kalla á mikla skattheimtu. Ein skýring þess er að sumra mati að löndin hafa lagt talsverða áherslu á að skattleggja einstaklinga frekar en fyrirtæki. Það er þó auðvitað hægt að ganga of langt í skatt- lagningu einstaklinga, jafnvel svo langt að það dregur hrein- lega úr skatttekjum. Þetta ráku Svíar sig á þegar skatthlutföll á þá tekjuhæstu voru orðin um eða yfir 90%. Þá flúðu auðkýf- ingarnir úr landi. Ellefu öldum fyrr sá Haraldur hárfagri líka á bak ýmsum þegnum sínum til Íslands vegna skattheimtu. Það var íslenskum skólabörnum a.m.k. kennt til skamms tíma, þótt skýringar fólksflutninganna hafi vitaskuld verið fleiri. Samanlagt tekjuskatts- og útsvarshlutfall einstaklinga er nú tæp 37%, aðeins mismun- andi eftir sveitarfélögum. Það hvetur út af fyrir sig sjálfsagt ekki til dáða að halda einung- is eftir ríflega þremur krónum af hverjum fimm sem er aflað umfram skattleysismörk. Staðan getur þó orðið enn verri en þetta fyrir þá sem njóta bóta sem eru tekjutengdar, fá t.d. vaxtabætur eða barnabætur. Þannig geta við ákveðnar aðstæður barnabætur lækkað um 9 krónur og vaxta- bætur um 6 krónur fyrir hverjar 100 sem bætast við tekjur. Fyrir þá sem eru með tekjur yfir skattleysismörkum en ekki það háar að þeir fái ekki vaxta- og barnabætur getur sú staða því komið upp að þeir halda eftir innan við helmingi þeirra tekna sem þeir bæta við sig. Hjá þess- um hópi getur virkt skatthlutfall af viðbótartekjum, jaðarskattur, sem sagt orðið yfir 50%. Þeir sem hafa það háar tekj- ur að þeir njóta ekki vaxta- og barnabóta búa hins vegar við lægra skatthlutfall af viðbótar- tekjum og þeir ríkustu, sem eink- um lifa á fjármagnstekjum, enn lægra skatthlutfall. Það er óneit- anlega umhugsunarvert að jað- arskatthlutfallið sé hærra fyrir tekjulítið barnafólk en þá sem hæstar tekjur hafa. Þetta segir þó ekki alla sög- una. Þrátt fyrir það sem að fram- an segir um jaðarskatta felst enn talsverð tekjujöfnun í íslenska skatt- og bótakerfinu. Þar skipta skattleysismörk miklu. Þau vega miklu þyngra fyrir láglaunafólk en hálaunafólk og valda því að meðalskatthlutfallið hækkar alla jafna eftir því sem launatekjur eru meiri. Á sama hátt skipta hinar ýmsu bætur sem hið opin- bera deilir út til þegnanna meiru fyrir lágtekjufólk en hátekju- fólk. Skattar, hagvæmni og réttlæti Gylfi Magnússon forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands O R Ð Í B E L G Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.345 milljörðum króna í lok júní og benda sérfræðingar hjá KB banka á að þetta samsvari 120 prósent af vergri landsframleiðslu. Ótrúlegur árangur hefur náðst við að byggja upp lífeyrissjóðina á undanförnum árum þegar haft er í huga að árið 1997 var sama hlutfall 62 prósent. Þessi glæsti árangur er einstakt veganesti inn í komandi framtíð og vekur eflaust upp öfund annarra þjóða sem munu lenda í mikl- um erfiðleikum við að fjármagna eftirlaunakerfi sitt. Tvennt skýrir þessa miklu auðsöfnun okkar Íslendinga. Annars vegar er þjóðin ung, sem þýðir að innstreymi iðgjalda er langt umfram útstreymið. Verður varla breyting á þessu á komandi árum. Hins vegar hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna verið framúrskarandi á síðustu þremur árum sem helgast af mikilli ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði og í seinni tíð af góðri ávöxtun á erlendum hlutabréfum og gengislækkun krónu. Ánægjulegt hefur verið að sjá þann mikla vöxt sem hefur orðið í erlendum eignum lífeyrissjóðanna að undanförnu og styttist óðum í það að þriðja hver króna sé bundin í erlendum eignum. Erlend eignasöfnun dreifir áhættu líf- eyrissjóðanna og gerir þá minna háða efnahagsþróun innanlands. Hafrót á fjármálamörkuðum á þessu ári veldur því hins vegar að lítið er um örugg skjól nú um stundir. Ósennilegt er að fjárfestar horfi upp á annan eins vöxt á hlutabréfamarkaði og þann sem við höfum orðið vitni að. Þetta þýðir að langtímafjárfestar, eins og lífeyris- sjóðirnir, munu eiga erfiðara með að sýna sömu raunávöxtun og sést hefur og vakna þá spurningar hvernig þeir bregðist við lækkandi arðsemi. Telja verður augljóst að stjórnendur lífeyr- issjóða skoði í enn ríkari mæli kosti þess að sameina og fækka sjóðum í því augnamiði að skila sjóðs- félögum betri langtímaávöxtun en ella. Nokkrir meðalstórir líf- eyrissjóðar hafa þegar runnið saman og hafa þrjár sameiningar gengið í gegn í ár. Tína má til ýmsar ástæður fyrir því að stærri og færri lífeyrissjóðir séu betur í stakk búnir til að takast á við næstu verkefni. Með stærðinni næst til dæmis fram áhættu- dreifing í eignasafni, kostnaður við rekstur sjóðanna minnkar og sérþekking starfsmanna verður fyrir bragðið meiri. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir hafa náð, ef eitthvað er, betri ávöxtun en aðrir sjóðir á síðustu árum og meiri vexti fyrir vikið. Eflaust munu þeir leika stóra rullu í sameiningarferli lífeyrissjóðanna. Full ástæða er til þess að ætla að athygli fari vaxandi á starf- semi sjóðanna og frammistöðu þeirra með aukinni fjölmiðla- umfjöllun, almennri vitund um mikilvægi og stærð sjóðanna í íslensku efnahagskerfi og vaxandi séreignarsparnaði almenn- ings. Þetta kallar á það að stjórnendur lífeyrissjóða haldi vöku sinni eftir ævintýri síðustu ára. Sterkt lífeyrissjóðakerfi fæst við krefjandi verkefni: Sameiningar lífeyris- sjóða næstu skref Eggert Þór Aðalsteinsson Ósennilegt er að fjárfestar horfi upp á annan eins vöxt á hlutabréfamarkaði og þann sem við höfum orðið vitni að... Þetta þýðir að langtímafjárfestar, eins og lífeyrissjóð- irnir, munu eiga erf- iðara með að sýna sömu raunávöxtun og sést hefur og vakna þá spurningar hvernig þeir bregð- ist við lækkandi arðsemi. Gott skattkerfi uppfyllir ýmis skilyrði. Það þarf að afla nægilegs fjár til að standa undir allnokkrum umsvifum hins opinbera, það má ekki í of ríkum mæli gefa kost á eða ýta undir skattsvik og enn síður hrekja fólk, fyrirtæki eða starf- semi úr landi. Þá þarf það að teljast sanngjarnt þannig að sæmileg sátt sé um það hvernig byrðunum er skipt á þegnana. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. “Hópurinn mjög ánægður með námskeiðið og allir sáu greinilegar framfarir á lestrarhraða. ...mun nýtast okkur vel í starfi.” Hópur frá Upplýsingatæknisviði Landsbankans. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Meiri tími - Aukið forskot – Sterkari sérstaða Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, krefjandi, mikil aðstoð, árangursríkt, góð þjónusta. NÝTT!! 6 vikna námskeið hefst 22. ágúst ...næsta 6 vikna námskeið 12. september AKUREYRI 31. ágú. & SUÐURNES 12. okt. Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Gerum föst verðtilboð í fyrirtækjanámskeið Betri leið til að vinna á tímaskorti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.