Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 7. maí 1978. Mannréttindi og mannhelgi eru loks farin aB vera á dagskrá stjórnmálamanna þeirra, sem um örlög mannkynsins semja og þinga. Það er kannski ekki vonum fyrr. Fáir búast raunar við, að hinir svokölluðu ,,æðstu menn” stórra rikja eða smárra fái miklu áorkað i þessum efn- um enda hafa þeir flestir meiri áhuga á að bæta ástandið hjá öðrum en i eigin landi. Mig langar til að kynna hér bók, sem flestum öðrum betur lýsir and- legri kúgun, sem viðhaldið er með ofbeldi yfirvalda. Svipað ástand rikir enn þann dag i dag i mörgum rikjum, og mætti þvi miður fylla heilt dagblað ár út og ár inn með daglega nýjum fregnum af ofbeldi, kúgun og morðum, sem á einn eða annan hátt eru framin af löglegum yfirvöldum ríkja viða um heim. Nadezdja Mandelstam er fyrir löngu heimsþekkt fyrir minn- ingar sinar, sem komu út i upp- hafi þessa áratugar. Ég hefi undir höndum sænska þýðingu bókarinnar. .Kallast hún þar Kraftaverk Stalíns, og höfðar titillinn til þess að Nadezdja segir á einum stað, að undir ógnastjórn Stalins hafi allir orðið að trúa á kraftaverk og þau hafi stundum gerzt, en það eitt sé mannsæmandi lif að þurfa ekki að trúa á kraftaverk. Minningar Nadezdja Mandel- stam eru i senn f rásögn af ást og starfi, þrotlausri von og von- lausri baráttu fyrir réttinum til að fá að lifa eins og manneskja, og nákvæm lýsing á þvi hvernig er að liía undir járnhæli hinnar guðlegu forsjár rikisvalds, sem hafnar rétti einstaklingsins til að hafa eigin skoðanir, langanir og hugmyndir og fá að njóta þeirra án þess að eiga á hættu að vera útskúfað úr þjóðfélag- inu. Nadezdja Mandelstam fædd- ist 1899. Móðir hennar var lækn- ir en um föður hennar er fátt vitað, nema hvað hann var menntamaður. Nadezdja ólst upp i Kiev þar sem hún stundaði nám i myndlist meðal annars. Þar kynnist hún ýmsum, sem áttu eftir að verða þekktirlista- menn i Sovétrikjunum, og varð vinkona Ljuba, er siðar giftist Ilja Ehrenburg. Þar kynntist hún einnig einum furðulegasta persónuleika á fyrstu árum So- vétlýðveldanna, Bljumkin, sem myrti þýzka sendiherrann Mir- bach til þess að koma i veg fyrir friðarsamninga Rússa og Þjóð- verja. Hann var dæmdur til dauða en var náðaður af Lenin og varð áhrifamaður i gagn- njósnum Sovétmanna. Bljum- kin var stöðugt með skamm- byssu í hendinni og hótaði hvað eftir annað að skjóta Osip Mandelstam. Mandelstam tók þvi eins og hverju öðru grini. Bljumkin bauð Osip hvað eftir annað að gerast starfsmaður i stofnun, sem hann var að skipu- leggja og mundi eiga sér glæsi- lega framtið. Það var leynilög- regla Sovétrikjanna, sem siöar átti eftir að hrella Osip Mandel- stam á alla lund Bljumkin var tekinn af lifi árið 1929, sakaður um að vera i vitorði með Trot- ski. Nadezdja íærði ensku, frönsku og þýzku og starfaði sem þýðandi, og eftir 1956 fékk hún að vinna sem mála- kennari. Þegar hún dvaldist i útlegð i Tasjkentlauk hún prófi i enskri málfræði. Osip Mandelstam . fæddist i Varsjá árið 1891. Faðir hans var skinnakaupmaður, en móðirin pianókennari. Hann ólst að mestu upp i'Pétursborg, en eftir stúdentspróf var hann við nám i Paris og Heidelberg. Hann starfaði við bókmenntatimarit i Rússlandi og varð snemma vm- ur skáldanna önnu Achmatevu, | og manns hennar, Nikolaj I Gumilovs. Osip Mandelstam hreifst af byltingunnien sá brátt að sovézkt þjóðfélag þróaðist i Nadezdja Mandelstam. Um minningar Nadezdja Mandelstam aðra átt en hann hafði vonað. Hann var þó virtur sem mikið skáld og bækur hans vöktu mikla athygli. Siðasta bók hans kom út i Sovétrikjunum árið 1928, ensiðan kom ekkert út eftir hann iföðurlandi hans fyrr en 1955, að nokkur ljóð birtust eftir hann i ti'maritinu Moskva. 1967 kom svo út bók hans, Sam- tal um Dante. Nadezdja Mand- elstam fór að búa með Osip árið 1919 og siðan hefur lif hennar verið helgað honum, minningu hans og verkum. Hún varðveitti áratugum saman óbirt ljóð hans, sem reynt hafði verið að eyðileggja með öllu. Frá 1938 hafði hún ekki fengið að búa i Moskvu en 1964 gerðist siðasta kraftaverkið: Hún fékk leyfi til að setjast að i höfuðstaðnum og átta ljóð manns hennar voru prentuð i' sovézku timariti. Minningar Nadezdja eru eins og áður sagði sambland al- mennrar sögu og þá einkum menningarsögu Sovétrikjanna á 4. áratug aldarinnar, og saga um óbliðörlögfólks,sem neitaði að beygja sig undir valdniðslu. Það var árið 1934, að fyrsta höggið reið. Osip Mandelstam hafðium hrið veriðóþægurljár i þúfu þeim , sem með völdin fóru i Sovétrikjunum. Hann hafði ekki viljað yrkja lof um hinn mikla, milda föður fólksins, Jósef Stalin, og gagnrýnt að- ferðirnar, sem notaðar voru til að brjóta niður alla mótspyrnu innanlands. Meðferðin á sjálfs- eignabændunum, flutningur þeirra til Siberiu og morð á þeim i stórum stil, hafði vakið reiði hans og andúð. Innan rit- höfundasambandsins voru menn, sem töldu sig vita hvern- ig ætti að yrkja, og hvað skyldi mæra i ljóði, og með þeim átti Osip enga samleið. Ljóð hans fengust ekki birt, og hann fékk ekki verkefni af neinu tagi. En ljóð hans bárust út, óprentuð, sum jafnvel óskrifuð. Meðal þeirra var ljóð um Stalin, sem stakk i stúf við lofgerðina, sem sá maður annars var ausinn. 1 mjög lauslegri þýðingu hljóðar það svo: Við lifum án þess að finna til jarðarinnar undir oss. Tiu skref burtu heyrast raddirnar ekki meir. Allt sem heyrist er hamrabúinn i Kreml, morðinginn sá og drápsmaður bænda. Feitir einsog ormar eru fingur hans og orðin eins og blý er þau falla af vörum hans. Kátt hlær yfirvaraskeggið og stigvélin glansa. Leiðtogarnir snúast i kringum hann: brúður með fuglahálsa, varla mannlegir, blistrandi, jarmandi, plpandi strax og hann talar og bendir. Eitt af öðru er boðum hans kastað eins og skeifum f augu, andlit, mjaðmir. Og sérhver dauði er yndi digra Kákasusmannsins. sem sóttust eftir umgengni og vináttu til þess eins að flytja fregnir af hegðun, skoðunum, störf um og áætlunum samborg- ara sinna til þeirra, sem völdin hafa. Þetta furðulega kerfi per- sónunjósna hefurvarla nokkurs staðar verið svo fullkomið sem i Sovétrikunum. Þar þótti mest um vertaðgetabentá yfirsjónir náungans, leiða athyglina að undarlegri og afbrigðilegri hegðun og skoðunum. Fólk var stöðugt að skrifa bréf um það, sem grunsamlegt var,ogeinnaf þeim, sem mest var dáður í hinu sovézka samfélagi var drengur- inn Pavlik, sem tilkynnt hafði yfirvöldunum um pólitiskar skoðanir foreldra sinna. Þáu voru bæði tekin af lifi en dreng- snáðinn varð fyrirmynd barna. Nadezdja kveðst hafa hitt I út- legðinni fjórtán ára munaðar- lausan dreng. Foreldrar hans höfðu verið tekin af lifi fyrir óþjóðholla starfsemi eins og það Osip Mandeistam í þessu formi' barst ljóðið til leyniþjónustunnar, og Osip var handtekinn,leitað að handritum hans og þau eyðilögð sem til náðist. En hann var ekki tekinn af lifi eins og allir bjuggust við. Hann var dæmdur i útlegð og þau hjón bjuggu i þrjú ár i smá- bæ úti á landi, fengu siðan að koma aftur til Moskvu 1937, en i mai 1938 var Osip enn handtek- inn og nú hvarf hann með öllu. I fyrra skiptið varð það Stalin sjálfur sem hringdi til Boris Pasternaksog tilkynnti honum, aðlifi Osipsyrði þyrmt. 1 seinna skiptið heyrðist ekki neitt, og engin veit með vissu hvenær Osip Mandelstjam dó. Þó er tal- ið að hann hafði látizt veturinn 1938. Nadezdja segir frá kunningj- unum, og svo öllum þeim, sem rikisvaldið notaði til að njósna um fólk, alla þessa undarlegu menn og konur, unga og gamla, ,,Alla leið til gr af ar innar, i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.