Tíminn - 16.08.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1978, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 16. áglist 1978 á víðavangi Hvað tæki við, ef ísland færi úr Nato? Gils Guömundsson alþm. birti grein i Þjóöviljanum siöastl. sunnudag, þar sem hann tekur undir meö Svani Kristjánssyni i grein, sem hann birti í Þjóöviljanum 29. júli, en þar segir Svanur, aö mörgatriöi i málflutningi her- stöövaandstæöinga þarfnist athugunar og umræöu. Gils Guömundsson segir m.a.: Ein þeirra spurninga sem Svanur Kristjánsson varpar fram f grein sinni er þessi: „Hvaö tekur viö þegar hcrinn fer og island gengur úr Nató?” Þessi spurning er næsta mikilvæg, og hefur raunar oröiö á því háskaiega langur dráttur af hálfu herstöövaand- stæöinga aö ræöa hana hrein- skilnislega og leita skynsam- legra svara. Hvorki er hægt, né ástæöa til, aö loka augun- um fyrir þeirristaöreynd, aö á Miönesheiöi er stór alþjóöa- flugvöllur og innan fugvallar- giröingar ýmsar nýtilegar byggingar. Er ekki einsætt, aö flugvöll þennan hljótum viö aö reka? Fáa hygg ég talsmenn þe ss, aö flugvöllurinn veröi sprengdur I loft upp og öll mannvirki þar jöfnuö viö jöröu.Viö þurfum því vissu- lega aö gera okkur grein fyrir þvl og sýna öörum fram á þaö með rökum, hvernig okkur reynist kleift aö reka flugvöll- inn einir i þágu eölilegra flug- samgangna. Hver vandkvæöi fylgja slikum rekstri? Veröur hann okkur torveldur fjár- hagslega? Meö hverjum hætti getum viö best sniöiö okkur stakk eftir vexti? i þessu sambandi er vert aö nema andartak staöar viö fyrirætlanir þær, sem uppi hafa veriö hjá stjórnvöldum aö undanförnu um stórkost- lega flugstöövarbyggingu, sem sagt er aö kosta eigi tugi miljaröa króna. Er Banda- rikjamönnum ætlaö aö leggja fram þetta fjármagn aö mestu eöa öliu leyti. Þá vakna spurningar: Hvaö höfum viöaö gera viö svo risa- vaxna flugstöö nema ráö sé fyrir þvi gert aö herinn veröi hér um langt skeiö enn? Hvernig reynist okkur kleift aö reka hana þegar herinn fer? Er ekki meö þessari ákvöröun veriö aö gera okkur óþarflega og óeölilega háöa Bandarikjamönnum um langa framtið? Mér viröist einsætt aö viö herstöðvaandstæöingar eigum aö krefjast skýrra svara um fyrirætlanir stjórnvalda i þessum efnum. Vissulega er þaö rétt, aö þörf er á aö bæta aðstöðuna til afgreiöslu far- þégaflugs á Kefla vikurvelli En er þaö ekki heilbrigt og eölilegt viöhorf, aö viö kostum slikt sjálfir, og miöum allar framkvæmdir og fram- kvæmdahraöa viö eigin þarfir og getu? Óvopnuð eftir-litsstöð Gils Guömundsson segir enn fremur: "Þegarsú stund rennur upp, aö viö islendingar tökum einir rekstur Keflavikurflugvallar i okkar hendur, veröur aö sjálf- sögöu ekki undan þvi vikist aö halda þar uppi nauösyn- tegri löggæslu. En þá vaknar jafnframt önnur spurning, sem ýmsirhafa velt fyrir sér á undanförnum árum: Er hægt frá sjónarmiöi herstöövaand- stæöinga aö fallast á þaö, aö hér taki viö af herliöinu óvopnuö eftirlitsstöö, annaö tveggja á vegum Sameinuöu þjóöanna eöa islendinga sjálfra? Er sllkt ef til vill æskilegt? Má ekki leiöa rökaö þvi, aö full ástæöa sé til aö viö islendingar reynum eftir megni aö fylgjast meö þvi vopnaskaki stórvelda sem fram fer I nánd viö okkur á sjó og f lofti? Þá er ég raunar kominn aö enn einni spurningu, sem full ástæöa er til aö viö herstöðva- andstæöingar veltum fyrir okkur og leitum svars viö: Hvers viröier hugmynd sú um friölýsingu Noröur-Atlants- hafs sem Jónas Arnason og fleiri góöir menn hafa barist fyrir, án þess aö máliö fengi þann hljómgrunn aö þaö hafi komist verulega á umræöu- stig, hvaö þá lengra? Ég tel einsætt aöþetta mál þurfi aö ræöast I fullri alvöru. Tel ég þaö verðugt verkefni samtaka herstöðvaandstæöinga aö kynna hygmyndina og fjalla rækilega um hana, en taka aö þvi búnu endanlega afstööu til hennar. En þetta er svo stórt mál og viöamikiö aö þaö er efni I aöra grein. Aö lokum þetta: Látum þaö ekki henda, aö islenska þjóöin flæki sig æ þéttar I herstöðva- netinu án þess aö viö her- stöðvaandstæöingar gerum nokkurn skapaöan hlut annan en hrópa okkar ágætu kjörorö um island úr Nató og herinn burt — svo réttmæt og sjálf- sögö sem þau vissulega eru.” Þ.Þ. Alfreð Þorsteinsson: Ómengaður Mö ðruvellingur — Örstutt svar til formanns FUF í Reykjavík Vegna fjarveru minnar Ur bænum hefur dregist úr hömlu, aö ég svaraði blaöafulltrúa nýrrar Mööruvallahreyfingar i Framsóknarflokknum, Birni Lindal, formanni FUF. En raunar undrar mig hógværö hins raunverulega foringja þessa hóps, aö hann skuli ekki sjálfur ganga fram fyrir skjöldu i staö þess aö etja reynslulitlu ungmenni fram á ritvöllinn. En hér, eins og oftar, endurtekur sagan sig. Aöstoöarmaöur dómsmálaráöherra kýs heldur aö nota búktalsaöferöina eins og gömlu Möðruvellingunum var tittaö gera, en foringjum þeirra var stundum likt viö frægan is- lenskan bUktalara og brúöu hans fyrir þá sök, aö sá, sem talinn var hinum fremri talaöi gjarnan i gegnum hinn. En hvað sem öllum tækni- brögöum liöur, þá kemst boö- skapurinn ómengaöur til skila. Satt best að segja haföi mig ekki óraö fyrir þvi, aö hin örfáu viövörunarorö min i Timanum myndu valda slikum usla i hænsnabúinu á Mööruvöllum. Alvarleg þversögn Kjarni málsins er sá, aö þaö var aöeins veriö aö benda þessu fólki á mjög alvarlega þversögn i framferöi þess. Sá boöskapur þess, aö nauösynlegt væri aö nreinsa til i ýmsum stofnunum flokksins, m.ö.o. aö reka þyrfti ýmsa starfsmenn vegna slælegrar frammistööu þeirra, til þess, aö „umbótasinnarnir”, einsog þeir kalla sig, gætu tekiö til hendi og lyft flokknum upp Ur öldudalnum.er almennt séö ekki óeölilegur. Raunar er þaö mjög algengt, aöbreytingar séu gerö- ar, hafi menn brugðist i starfi. En i þessu tilviki er alveg ljóst hverja á aö reka, ef einhver ja á að reka. Smásjáin beinist auö- vitaö aö fólkinu, sem tók aö sér öll lykilhlutverkin f nýafstöön- um kosningum og brást ger- samlega. Kjósendur sáu sjálfir um aö reka þá Mööruvellinga, sem skipuöu baráttusæti flokks- ins i Reykjavik meö þvi aö fella þá, en viö kosningastjórann Björn Lindal var þrautin þyngri, þar sem hann var ekki i framboöi sjálfur. Spyrja má, hvers konar siö- feröier þaö hjá manni, sem ber höfuðábyrgö á misheppnaöri kosningabaráttu, jafnvel þótt afsaka megi þaö aö hluta til vegna reynsluleysis, aö kenna öðrum um ófarirnar, aö krefjast þess, aö aörir séu reknir fyrir nluti, sem hann og meðreiðar sveinarhans bera sjálfir ábyrgö á? Enn dýpra er siöleysiö fyrir þá sök, aö mennirnir, sem hann heimtar i burtu, eru einmitt þeir menn, sem einna ötulast hafa gengið fram i flokksstarfinu I Reykjavik og skiluöu blómlegu búi i hendur Björns Lindal og félaga hans. Mættu þeir gjarnan minnast þess, þegar þeir orna sér viö eldinn aö Rauöarárstig 18. Og Björn Lindal bjargar sér ekki fyrir horn meö þvi aö bendla ýmsa ágæta Fram- sóknarmenn i kosninganefnd við mistök sin. Hann veit manna best, aö „sigurvegaramir” úr prófkjörinu ásamt honum stýröu skútunni. Þvættingur Björns Líndal Þrátt fyrir þaö, aö kosninga- ósigur Framsóknarflokksins i Reykjavik kæmi ekki á óvart, m.a. varaöi ég viö honum vegna þess, aö ég vissi hvaöan það liö kom, sem „sigurvegarar” próf- kjörsins drógu i kjörklefana, og þaö myndi ekki skila sér i al- mennum ksoningum, þá var siö- ur en svo, aö ég og ýmsir aörir ömuöumst viö Birni Lindal og ófarafólki hans eftir borgar- stjórnarkosningarnar. Þaö er þvi hreinn þvættingur, sem hann segir, aö hann og hans fólk hafi aöeins „mætt þögn milli dembulygaog sviviröinga” auk „undirferlis.” Það sagöi enginn eitt aukatekiö orö. Menn höföu aðeins samúö meö þessu fólki vegna hrakfara þess, sem aö visu bitnuöu á flokknum. Þaö er ekki fyrr en þetta Mööruvalla- fölk fer aö sparka Ut og suöur, að þaö fær ádrepu. Blaðstjórn svarar Möðruvellingum Blaöstjórn Timans hefur þeg- ar svaraö á veröuganhátt kröf- um Björns Lindal um brott- rekstur Kristins Finnbogason- ar, framkvæmdastjóraTimans, meö þvi aö samþykkja einróma traustsyfirlýsingu honum til handa. Ein hjáróma Mööru- valiarödd lét i sér heyra eftir þennan fund, en sú hin sama komst ekki á blaöstjórnarfund- inn, enda búin á mettima aö flækja sig svo I barnaheimilis- málin i Reykjavik, eftir aö henni var falin forsjá félags- málaráös, aö hUn situr væntan- lega föst i þeim það sem eftir er kjörti'mabilsins og gerir ekki annað á meöan. En hvern ætluðu Mööru- vellingar aö reka af ritstjórn Timans, sbr. samþykkt þeirra um hreinsun þar? Og fyrir hvern átti aö losa ritstjórastól? Þaö á ekki aö reka Þórarin segja þeir núna. En hvern þá? Ætla þeir aö reka Jón Sigurðs- son? Eöa Jón Helgason? Tæp- lega hafa þeir i huga aö reka einstaka blaöamenn, sem vinna undir stjórn þessara manna. Er til of mikils mælst, að Mööru- vellingar tali hreint út og segi hvað þeir méini? Þaö biöa ýmsir spenntir eftir útskýring- um þeirra. Málefnabarátta Möðruvellinga Það er siöur en svo aö ég ótt- ist að ræöa einstök málefni við Mööruvellingana nýju. En ég hef ekki orðiö þess var, aö þeir væru á þeim buxunum aö ræöa nein málefni yfirhöfuö, aö undanskildum almennum „frösum” um nánari tengsl viö verkalýös- og samvinnu- hreyfingu. Vilja ekki allir efla þau tengsl? Nei, þaö eru ekki málefni, sem nýju Mööru- vellingarnir bera fyrir brjósti. Þaö er sifellt veriö að kljást viö persónur, bola i burtu til aö ota sinum tota. Ég mætti nýju Mööruvellingunum fyrst i próf- kjörinuás.l. vetri. Égvarðþess ekki var, aö þeirheföu neitt Ut á störf mi'n I borgarstjórn aö setja, nema siöur væri. Sem dæmi má nefna, aö þegar einn aðalframbjóöandi þeirra kom fram I sjónvarpi skömmu fyrir borgarstjórnarkosningar, haföi hann það eitt til málanna aö leggja, að auka ætti aöstoö viö svokallaöa frjálsa félaga- starfsemi i borginni, iþróttafé- lög, skátahreyfinguna og ýmsa skylda starfsemi. Þessi eini boöskapur nýja frambjóðand- ans var „gömul lumma” frá mér, baráttumál frá 1970 og all- ar götur siöan. Þegar hundur og köttur gangaí fóstbræðralag... Ég efast um, aö ég hafi geö i mér til aö standa i frekari oröa- skaki viö þennan hóp, sem nú hælir sér opinskátt fyrir aö vera i ætt viö gömlú Mööruvelling- ana. Ég hreinlega nenni ekki aö moka flórinn úr Möðruvalla- fjósinu aftur, lái mér hver sem vill. En tilupprifjunarfyrir hinn unga Björn Lindal, sem stærir sig af þvi aö vera Mööruvelling- ur, án þess aö þekkja sögu þeirrar hreyfingar nægilega vel aðeigin sögn, skal á þaö minnt, að gömlu Mööruvellingarnir áttu ekki aöeins i útistööum viö Alfreö Þorsteinsson, Tómas Karlsson eöa Kristin Finnboga- son, heldur miklu fremur við ólaf Jóhannesson, formann Framsóknarflokksins, sem þeir töldu höfuöandstæöing sinn. 1 þá daga birtust svivirðingar um formann Framsóknarflokksins dag eftir dag á SUF-siöu Tim- ans. Nú, þegar formaöur FUF og mágur hans, aöstoðarmaöur dómsmálaráöherra, annars vegar, og ýmsir stærri fylgifisk- ar hins vegar, hafa svarist I fóstbræöralag undir fána Möðruvalla má minna á þaö, aö þegar hundur og köttur gera fóstbræðralag, er samsærinu venjulegast beint gegn brytan- um, þó aö leiðin i búriö geti orö- iö bæöi löng og ströng.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.