Tíminn - 06.10.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.10.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 6. október 1978 Lögleiðing toilkrítar gæti þýtt... Sparnað allt að eínum Kás— Nýlega hefur nefnd sú skilað áliti sem fyrrverandi f jármálaráðherra skipaði í apríl 1977, til þess að endur- skoða gildandi lög og reglur um toll- milljarði miðað við verðlag ársins 1977, segir i nýútkomnu nefndaráliti um toUamál Viðhorf til toUkrít- arinnar r Nær heimtu og tolleftir- lit. Hún átti m.a. að skila tillögum til ráðherra um toll- kredit, eða tollkrít. t nefndaráliti segir: „Aö lokinni þeirri rannsókn sem nefndin hefur gert á innflutningi til landsins, greiðslu tolla og annarra aöflutnings- gjalda er taliö aö unnt sé aö spara allt aö einum milljaröi króna á ári beint eöa óbeint, vegna áhrifa tollkrltar. Hér er átt viö heildarsparnaö, og er hann þá miöaöur viö þann innflutning, sem hagtölur sýna nú í dag. Telur nefndin aö unnt væri aö taka upp tollkrit án þess aö geröar væru breytingar á útlausn vöru, aörar en þær aö tollurinn yrði lánaður i ákveöinn tima. Slik toll- krit heföi eingöngu áhrif á geymslutíma vöru. t skýrslu J. Ingimars Hanssonar, sem fylgir áöurnefndu nefndaráliti, er taliö aö sparnaður af þvi aö varan stöövist einni viku skemur i hafnarskemmum, en áður, gæti þýtt 550 millj. kr. þar af eru um 300 millj. kr. vegna minni meðferöar vörunnar sjálfrar, en 200 millj. kr. vegna minni vaxtakostn- aöar. Gert er ráö fyrir þvi aö 50 millj. kr. spöruöust vegna minni tjónaáhættu. eingöngu kostir — frá sjónarmiði inn- flytjandans, segir Einar Birnir, sem sæti á í stjórn stórkaupmanna Kás — „Hagræöingin af þessu er alveg klár. Ég er sannfæröur um þaö aö þetta þýöir ekki minni sparnaö en talaö er um I skýrslu J. Ingimars Hanssonar, eöa um einn milljarö, á verðlagi ársins 1977”, sagöi Einar Birnir I samtali viö Timann, þegar hann var spuröur um viöhorf sitt til tollkritarinnar. En ný- lega hefur nefnd á vegum fjár- málaráöuney tisins skilaö nefndaráliti sinu um þetta mál- efni. „Ókosturinn viö þetta kerfi hefur veriö nefndur, aö rikiö veröi tolllaust um einhvern tima, meöan veriö er aö koma þvi á. Þetta er rangt, þaö getur ekki virkaö þannig. Aö minu áliti er óhugsandi aö þaö veröi afgreiddir nema 200-300 inn- flytjendur á einum mánuöi. Vinsunin og bara þaö aö koma meö brúklega pappíra veldur þvi aö allir geta ekki komiö I einu. Aöilarnirhljótaaö dreifast á lengra tlmabil. Persónulega held ég, án þess aö geta rökstutt þaömeönokkrum tölum, aö þaö muni taka um hálft ár aö koma þessu kerfi á laggirnar. Fyrir bragöiö veröi tekjutap rikis- sjóös minna, og ekkert til aö óttast. Tollkritin myndi létta mikiö vinnu þeirra sem fást viö inn- flutning. Þaö er augljóst. Einnig myndiþettaeinfalda vissa hluta peningamálanna. Ég er sann- færöur um þaö, aö tollkritin mun hvetja menn til frekari hagræöingar I innflutning'i. Menn athuga betur sinn gang þegar þeir fá tækifæri til þess aö selja vöruna áöur en þeir þurfa aö fara aö borga af þeim skatta, sem þeir eru látnir innheimta af neytandanum. Þaö eru ótviræöir kostir aö fá vöruna beint heim, þótt ekki sé nema vegna meöhöndlunar vör- unnar I pakkhúsi. En þaö aö stafla henni upp i háar stæöur, getur ekki beinlinis kallast góö meöferö. Ingimar Hansson metur t jón i vöruskemmum á 50 millj. kr.,á verðlagi ársins 1977. 1 þeirri upphæö er einungis talaöum greidd tjón, en þesser aö gæta, aö æöimargir innflytj- endur eru meö iögjöld sem miöa Framhald á bls. 23. „Ríkið gæti hagnast á þessu Kás — ,/Það væri að mörgu leyti til hagsbóta bæði fyrir innflytjendur og ríkið að taka upp tollkrítarkerf- ið#" sagði Björn Hermannsson/ tollstjóri í Reykjavík/ í samtali við Tfmann. „ Ef það væri tekið upp í ákveðnu formi." þegar til lengdar lætur” segir Björn Hermanns son tolistjóri ,,Nú, ég held, aö aö sumu leyti muni rikiö fá sinar kröfur fyrr greiddar en ella, þegar fram liöa stundir. Auövitaö kemur einhvert millibilsástand meöan verið er að koma þessu kerfi á, sem leiöir til tekjumissis. En ef einhver skynsamleg mörk yrðu sett á þetta, þannig að menn yrðu aö leysa út sina vöru innan tveggja mánaöa, þá held ég aö rikiö færi aö gera betur, heidur en hitt. Aö auki gæti þetta kerfi þýtt aö menn pöntuðu I stærri send- ingum, og þá um leið aukiö hag- kvæmnina. Svona háttur hefur verið haföur á i nokkrum vöru- tegundum, eins og t.d. timbri, steypustyrktarjárni, og stórum Björn Hermannsson. vélum til skipa, og hefur þetta gefist vel. Ég gæti trúað þvi, aö tollkritin gæti haft áhrif til hagræöingar á viðtækan hátt, sagöi Björn. 99 Hjalti Pálsson. Bind mikl- ar vonir við tollkrítina” — segir Hjalti Pálsson hjá Sambandinu Kás— „Ég held að upptaka á tollkrítarkerf inu geti verið ákaflega þýðingarmikið atriði, og bind ég töluverðar vonir við það," sagði Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Innflutningsdeildar Sambands- ins, í samtali við Tímann, þegar hann var spurður álits á tollkrítarmálinu. En hann átti m.a. sæti i nefnd þeirri sem fjallaði um málið. „Helstu kostirnir eru þeir, aö meö þessu kerfi veröur varan handleikin minna, og þvi hægara um vik aö koma henni á milli tveggja aöila. M.a. býöur þetta upp á þann möguleika aö flytja vöruna beint frá skipi til viökomandi aöila. Það er ekkert efamál, aö sparnaður mun fylgja þessari ráöabreytni, sem þýöir það, aö annað hvort fá menn meira fyrir að selja vöruna, eöa geta lækkaö hana aö sama skapi. Þaö fer minna i óaröbæra hluti. En I sjálfu sér er það furöulegt aö ekki skuli vera búiö að koma þessu kerfi á fyrir löngu,” sagöi Hjalti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.