Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 66
 4. september 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is Samsýningin „Guðs útvalda þjóð“ var opnuð í galleríi Kling & bang um helgina. Yfirskrift hennar vísar til eldfims ágreiningsefnis eins og trúarbragða og ólíkra lífsgilda nútímafólks sem skiptir sér í fylkingar, til dæmis í deilum Ísrales- og Palestínumanna. Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson á frumkvæði að sýn- ingunni en hann segir hana meðal annars sprottna af andlegri vit- undarvakningu sem hann varð fyrir nýlega. „Maður hefur lifað í svo sjálfhverfu umhverfi lista- mannsins en svo fer maður að líta aðeins út fyrir rammann. Mynd- listin á að gera gagn fremur en að vera sjálfhverft og eigingjarnt samtal myndlistarmanna á milli.“ Snorri útskýrir að sýningin sé pólitísk en nálgun listamannanna sé ekki endilega pólitísk í öllum tilfellum því hann hafi fremur leitast við að kalla fram sem flest- ar hliðar málsins. Rúmlega þrjátíu listamenn, tónlistarfólk og myndlistarmenn, taka þátt í sýningunni og eru verk- in af margvíslegum toga, allt frá ljósmyndum til hljóðverka. „Ég lagði fyrir að þau myndu nálgast þessa setningu, Guðs útvalda þjóð, á persónulegan hátt,“ segir Snorri og útskýrir að á fundum hópsins hafi fljótt komið í ljós hversu mikið hitamál þetta er. „Það má varla nefna orðið Gyð- ingur nema með gæsalöppum,“ segir hann. „Það spruttu ekki upp neinar deilur en fólk var forvitið og opið og hóf til dæmis að leita sér heimilda og frekari upplýs- inga. Ég hef gert það sjálfur og skil nú betur að það er engin nið- urstaða og mjög erfitt að taka afstöðu í þessu máli. Ég veit raun- ar ekki enn hver afstaða lista- fólksins er, það verður bara að koma í ljós á sýningunni.“ Snorri segir að sýningin gefi áhorfendum gott tækifæri til þess að velta hitamálum heimsins fyrir sér. „Það hafa til dæmis einhverj- ir sagt að við Íslendingar séum Guðs útvalda þjóð.“ Sjálfur kveðst hann þó fremur trúa því að allir séu jafn blessaðir af guði. „Eng- inn einn kynþáttur, þjóð- eða trú- flokkur er í meira uppáhaldi hjá Guði en einmitt sá sem vill gang- ast við honum. Það er mjög hættu- legt að gefa út þá yfirlýsingu að maður sé nær guði en aðrir, ég upplifði það mjög sterkt þegar ég hóf að selja aflátsbréf um árið, það kallaði á mikið áreiti þar sem ég gaf það til kynna að ég væri milligöngumaður milli guðs og manna. Ég held því að það sé alls ekki öfundsvert fyrir Ísraela að vera Guðs útvalda þjóð, þvert á móti hefur það ábyggilega gert þeim erfiðara fyrir heldur en hitt.“ Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag en hún stendur til 1. október. - khh H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „SKYLDI HÆNA HAFA SÁL?“ Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is MEIN KAMPF EFTIR GEORGE TABORI ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������������� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „VILTU EKKI FÁ SMÁ BIRTU INN TIL ÞÍN?“ Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is BELGÍSKA KONGÓ EFTIR BRAGA ÓLAFSSON Kl. 9.00 Haustsýning Listvinafélags Hallgrímskirkju á verkum Hafliða Hallgrímssonar er opin milli kl. 9 og 17. Hafliði sýnir tólf verk með trúarlegu ívafi en sýningin stendur til 23. október. > Ekki missa af... samsýningunni Mega vott í Hafnar- borg. Listakonurnar Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Jessica Stock- holder sýna verk er bera vitni um nýjar nálganir í höggmyndalistinni. leikritinu Afgöngum eftir Agnar Jón Egilsson sem sýnt er í Austurbæ. Áleitið verk um efni sem allir þekkja. hausttónleikum Harðar Torfa sem fara fram í Borgarleikhús- inu um næstu helgi. SNORRI ÁSMUNDSSON MYNDLISTARMAÐUR OG SÝNINGARSTJÓRI „Myndlistin á að gera gagn fremur en að vera sjálfhverft og eigingjarnt samtal myndlistarmanna á milli“. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Útvaldar þjóðir og eldfim efni 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.