Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 22
 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 AF NETINU UMRÆÐAN Landsbyggðin Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofs- sjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörf- um á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjón- ustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar lands- byggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífur- lega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæð- inu. Tæknin leysir ýmislegt Nútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg – sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum – og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynsl- an hefur þó sýnt að fjölmargir ein- staklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skaga- firði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfun- um er ekki rétt nema í undantekn- ingartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreif- býlisins. Undantekning Flutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skort- ir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerð- ar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnar- herrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman millj- arð og tæpa 8 milljarða á næsta ári. Spá mín er sú að stjórnarflokk- arnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega – senni- lega uppúr áramótum – rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stór- hættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreið- ar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og hol- ótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi! Sleðahundaheilkennið Ástæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokk- ur haga sér alltaf eins, hvert kjör- tímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli „grænlenska sleða- hundaheilkennið“ vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Græn- lendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundun- um sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarn- ir eiga að fara að draga sleða hús- bónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosn- ingum og það þarf að hafa kjós- endur góða. Þess vegna er verið að „fóðra þá“ með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vega- fénu verði skilað til baka. Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endur- reisa atvinnulíf á landinu. Sam- fylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundn- ir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum lands- ins? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi, Grænlenska sleða- hundaheilkennið UMRÆÐAN | Varnarmál Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkj-anna 15. mars sl. um brottför varnarliðs- ins atlaga að okkur? Nei – ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynning- in segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í sam- starfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgar- ana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án banda- rísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur rétti- lega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira inn- anríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að end- urskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgara- legt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkis- ins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrota- tíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðal- skotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst full- nægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að laga- legur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og til- högun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórn- valda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefna- leg rök séu þar gerð að hornrekum. Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu og var um árabil starfsmaður NATO. Utanríkismál orðið innanríkismál RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahund- ana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Krónur og aurar Viðbrögð við leiðara Mér sýnist nú því miður að því sjónar- miði hafi sífellt vaxið fiskur um hrygg hin síðari árin að hinn eini mæli- kvarði sem máli skipti séu krónur og aurar. Rétt og rangt, siðlegt og siðlaust, löglegt og ólöglegt eru bara gamaldags lummur, það eina sem máli skiptir er hagnaður eða tap og ef ég hagnast og kemst upp með það er allt í fína... Rétt eins og gildi kaþólsku kirkjunnar urðu alls ráðandi á tímum rannsóknarréttarins, hafa hagfræði og viðskiptafræði hægt og bítandi verið að leggja undir sig hugi mannanna, á kostnað heimspeki og siðfræði. Sorgleg þróun finnst mér, á þessari rímlausu skeggöld... Webhawk svarar leiðara Hafliða Helgasonar á skoðun á Vísir.is. Sönnunarbyrði Viðbrögð við leiðara Annar angi þessa máls er skaða- bótakrafa Reykjavíkurborgar á hendur olíufélaganna. Það verður mjög fróð- legt að fylgjast með því máli vegna þess að sönnunarbyrði í skaðabóta- málum hefur hingað til verið mikil og hefur þurft að rökstyðja hverja krónu þess tjóns sem brotaþoli telur sig hafa orðið fyrir (enda er upphæðin tiltekin uppá krónu í þeim dómum sem fallið hafa.). Nú bregður svo við að bótakrafan er slétt 150 miljónir það bendir nú frekar til huglægs mats en að nokkur útreikningur liggi að baki. Grimurk bætir við athugasemd við leiðara Jóns Kaldal á Vísir.is. ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði AFSLÁTTUR 35% ���������������������������������������� �������� ��������� ���������� ������������� �������������������������� ����������������������������������� ����������������������������� ���������� ���� �������������������� Tilboð: Kr. 15.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.