Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 2
2 27. september 2006 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Er Ísland úr Nató og kakka- lakkana burt næsta slagorð? Af tvennu illu vil ég frekar banda- ríska kakkalakka en bandaríska hermenn. Þeir eru aðeins friðsælli. Skordýrafræðingar segja kakkalakka- faraldurshættu í yfirgefnum hýbýlum Varnarliðsins. Stefán Pálsson sagnfræð- ingur er í stjórn Samtaka herstöðvaand- stæðinga. SAMGÖNGUR Vegagerðinni hefur verið falið að undirbúa útboð á flugleiðinni Reykjavík - Vest- mannaeyjar, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Samþykkt var að efna til þessa útboðs á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. „Þessi leið hefur verið farin í þeim tilvikum sem flugfélögin hafa ekki treyst sér til að halda úti þeirri þjónustu sem við teljum nauðsynlega,“ segir Sturla. Hann bætir við að útboðsferlið taki marga mánuði. Það sé á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem mikið regluverk sé til staðar. - jss Samgönguráðherra: Flug til Eyja fer í útboð Námskeið í Bucilla filtsaumi Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur • Sími 564 3232 • www.skola.is Opið virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-14 10. október Kl. 19.00-22.00 17. október 19.00-22.00ODDI HÖNN U N V O B 96 65 STJÓRNMÁL Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar- bæjar, sækist eftir sæti ofarlega á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Ekki hefur verið ákveðið hvernig valið verður á listann og tilgreinir Birna því ekki sérstakt sæti í yfirlýsingu um framboð. Birna, sem er fjölmiðlafræð- ingur að mennt, var í 7. sæti á lista flokksins í kjördæminu í síðustu þingkosningum. - bþs Birna Lárusdóttir: Vill á lista Sjálf- stæðisflokksins BIRNA LÁRUSDÓTTIR OFBELDI Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðis- legs ofbeldis gegn konum og börn- um. Aðgerðaáætlunin tekur til áranna 2006 til 2011. Meginmarkmið áætlunarinnar er að vinna gegn ofbeldi á heimil- um og kynferðislegu ofbeldi sem beinist að konum og börnum sem og að bæta aðbúnað þeirra er orðið hafa fyrir ofbeldi eða eru í áhættu- hópi. „Þetta er fimm ára verkefni og snýst meðal annars um rannsókn- ir, fræðslu, að auka þekkingu starfsfólks sem starfar með börn- um og unglingum til að átta sig á þessu, þarna verður komið inn á barnaverndaryfirvöld og tilkynn- ingarskyldu gagnvart þeim, lög- reglurannsóknir og fleira,“ segir Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra. Áætlað er að aðgerðaáætlunin kosti 140 milljónir í heildina og hefst áætlunin um áramót. „Fyrst við erum búin að fá grænt ljós á þetta þá munu viðkomandi aðilar byrja að vinna að sínum verkefn- um í áætluninni og koma þeim til framkvæmda. Það þarf síðan að hafa eftirfylgni með því og ég geri ráð fyrir því að stjórnvöld geri reglulega grein fyrir því hvernig verkefnið gengur.“ - ghs ÁTAK GEGN OFBELDI Um áramótin hefst fimm ára aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis gegn konum og börnum. Ríkisstjórnin samþykkir aðgerðaáætlun vegna ofbeldis gegn konum og börnum: Verja 140 milljónum í átakið Gæsluvarðhald framlengt Maður sem grunaður er um að hafa átt þátt í skipulagningu á smygli af tæp- lega tveimur kílóum af kókaíni þarf að sitja í gæsluvarðhaldi til 2. nóvember, samkvæmt dómi Hæstaréttar. HÆSTIRÉTTUR DÓMSMÁL Ungur síbrotamaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 20. október. Hann hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Maðurinn á að baki margvís- legan brotaferil, sem spannar einkum auðgunarbrot er verið hafa til rannsóknar hjá lögreglu í Keflavík, Reykjavík, á Selfossi og á Húsavík. Lögregla kveður hann í kröfugerð vera „vanaafbrota- mann“ sem þurfi að stöðva til þess að hægt sé að afgreiða mál hans með lögreglurannsókn, ákærumeðferð og væntanlegri dómsmeðferð. -jss Gæsluvarðhald: Síbrotamaður stöðvaður BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, flutti í gær sína síðustu formannsræðu á árlegu þingi Verkamannaflokks- ins. Hann viðurkenndi að sér reyndist torvelt að hætta sem for- maður, en sagði að það væri „hið eina rétta“ í stöðunni, fyrst „ekki væri hægt að halda áfram enda- laust“. Blair hvatti flokksmenn sína til að snúa nú bökum saman til að fara með sigur af hólmi í næstu kosningum, en lét ógert að lýsa yfir stuðningi við Gordon Brown, sem líklegastur þykir til að leiða flokkinn í þeim. Þeir félagar hafa lengi eldað grátt silfur saman en Brown hafði rétt Blair sáttarhönd daginn áður með langri lofræðu um forsætisráðherrann á þinginu. Sú ræða féll gjörsamlega í skuggann af meintum ummælum Cherie Blair, eiginkonu Tonys. Frú Blair er sögð hafa hreytt út úr sér að lofsyrði Browns væru lygar einar, en hún hefur síðan afneitað þeim ummælum með öllu. Í ræðu sinni kallaði forsætis- ráðherrann væntanlegan eftir- mann sinn „ótrúlegan mann“ og sagði að án hans hefði sigurganga Verkamannaflokksins aldrei orðið að veruleika. - kóþ Kveðjuræða Tonys Blair á aðalfundi Verkamannaflokksins: Langar alls ekki til að hætta TONY BLAIR Á ÞINGINU Í GÆR Blair kom sér undan stuðningsyfirlýsingu við Gordon Brown og sagði að nú væri tími til kominn að snúa bökum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra flutti í gær ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Á þinginu er áhersla lögð á þróunarmál og sagði ráðherrann að íslenska ríkið legði sífellt meira fram til þróunaraðstoðar og hét auknum skerfi af þjóðar- framleiðslu til hennar. Jafnréttisbarátta og umhverf- ismál voru ráðherranum hugleik- in í ræðunni og hvatti hún til þess að starfsemi UNIFEM yrði gefið aukið vægi innan SÞ. Einnig minntist ráðherrann á hryðjuverkaógnina og sagði í því samhengi að mannréttindi væru óumsemjanleg; að pyntingar væru óréttlætanlegar. - kóþ Ávarp Valgerðar á þingi SÞ: Pyntingar eru óréttlætanlegar VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. MENNTAMÁL Hólaskóli verður gerður að háskóla, verði frum- varp þar að lútandi að lögum. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra kynnti frumvarp um breytingu Hólaskóla í háskóla á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Hólaskóli - háskólinn á Hólum, býður upp á nám í hrossarækt, hestamennsku, fiskeldi, fiskalíf- fræði og ferðaþjónustu. - bþs Lögum um Hólaskóla breytt: Verður háskóli DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur lengt farbannsúrskurð yfir spænskum manni, Jesus Sainz, vegna gruns um að hann hafi stolið vísindanið- urstöðum og viðskiptalegum upp- lýsingum frá Íslenskri erfðagrein- ingu. Maðurinn, sem er fyrrverandi starfsmaður ÍE, er ásamt fjórum öðrum fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins ásakaður um að hafa afritað skrár sem innihalda verð- mætustu leyndarmál fyrirtækis- ins. Þeim er gefið að sök að hafa flutt afrituðu gögnin með sér til Bandaríkjanna þar sem hinir fjór- ir starfa hjá þarlendum samkeppn- isaðila. Samkeppnisaðilinn sem um ræðir er Barnaspítalinn í Fíladelf- íu sem stofnaði nýverið miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarann- sóknir. Þeirri miðstöð er ætlað að vera í beinni samkeppni við ÍE á sviði erfðarannsókna. Hákon Hákonarson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar ÍE, var ráðinn forstöðumaður mið- stöðvarinnar síðastliðið sumar og þrír aðrir háttsettir starfsmenn fylgdu honum yfir frá ÍE. Mál- flutningur vegna kröfu ÍE um taf- arlaust lögbann á störf fimmmenn- inganna við miðstöðina og notkun á gögnum fyrirtækisins var tekið fyrir í Pennsylvaníu í gær. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Sainz, segir aðför ÍE að umbjóðanda sínum nornaveiðar. Hann hafi hvorki afritað gögnin til að deila með öðrum né ráðið sig til starfa hjá miðstöðinni. „Þetta er fræðimaður sem hefur starfað á þessu sviði í mörg ár og það er verið að eyðileggja orðspor hans og möguleika á því að starfa áfram í þessum geira. Mér finnst stór- felld málshöfðun blasa við gegn Íslenskri erfðagreiningu þar sem þeir bera á hann alvarlegar sakir gegn betri vitund.“ Þórir Haraldsson, lögmaður ÍE, segir manninn órjúfanlegan hluta af samsæri hinna fjögurra um að afrita dýrmætustu vísinda- og við- skiptaleyndarmál fyrirtækisins til nýtingar hjá öðrum aðila. Þá segir hann að mjög sterkar vísbending- ar bendi til þess að Sainz hafi ráðið sig til starfa hjá sama aðila og hinir fjórir. Að gefnu tilefni vill ÍE árétta að ekki er um persónugrein- anlegar upplýsingar þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins að ræða, enda tryggi dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að slíkar upplýsing- ar séu ekki í fórum þess. thordur@frettabladid.is Fyrrum starfsmenn sakaðir um stuld Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Þeir eru sakaðir um að hafa stolið mikilvægum vísinda- og við- skiptaleyndarmálum. Málshöfðun gegn ÍE blasir við segir lögmaður eins þeirra. SVEINN ANDRI SVEINSSON RANNSÓKNASTOFA Fimm fyrrverandi starfsmenn eru sakaðir um að hafa stolið við- skiptaleyndarmálum. Lögmaður eins þeirra segir aðför ÍE minna á nornaveiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.