Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 88
ÞAÐ ERU TIL ÞÚSUND LEIÐIR TIL AÐ AUKA ADRENALÍNFLÆÐIÐ Í DAG ÞARF CHEV CHELIOS Á ÖLLUM AÐ HALDA !óíbí.rk005 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 TALLADEGA NIGHTS kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 3, 6, 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 10.15 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA VOLVER kl. 3, 5.50, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA LEONARD C: Í M YOUR MAN kl. 6 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3 TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10 CRANK kl. 10 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 CLERKS 2 kl. 6 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR kl. 4 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 GRETTIR 2 kl. 4 !óíbí.rk005 Gildir á allar sýningar í Borgarbíó merktar með rauðu TAKK FYRIR AÐ REYKJA TALLDEGA NIGHTS kl. 3, 5.30, 8 og 10.25 SÝND Í LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.25 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 1.50, 3.50, 6, 8 og 10 CLERKS 2 kl. 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45 og 8 MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50 og 10.15 LITTLE MAN kl. 1.50 og 3.50 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 2 og 4 "BIÐIN VAR VEL ÞESS VIRÐI, OG SMITH KLIKKAR EKKI Í EINA MÍNÚTU. FYNDNASTA GAMANMYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU!" KVIKMYNDIR.IS EMPIRE EMPIRE V.J.V. Topp5.is Will Ferrell, John C.Reilly og Sascha Baron Cohen (Ali G.) fara á kostum í vinsælustu gamanmynd ársins í USA. DV L.I.B. Topp5.is 2 vikur á toppnum í USA! Stöllurnar Eva Dögg Sigurgeirs- dóttir, ritstjóri og markaðsfulltrúi Smáralindar, Helga Braga Jóns- dóttir leikkona og Sigríður Kling- enberg spámiðill eru að skipuleggja kvennaferð til Boston fyrir jólin í samvinnu við Icelandair undir yfir- skriftinni „Burt með jólastressið“. „Við hugsum þetta sem eins konar desemberuppbót fyrir konur. Heil helgi sem verður helguð konum. Þetta er ekki beint verslunarferð heldur svona afstressunarferð,“ segir Eva Dögg, en margt spennandi er á dag- skránni í Boston. Það er meðal annars farið í spa og Sigríður Kling- enberg ætlar að spá fyrir konunum og hreinsa áruna fyrir jólastressið. Konunum verður kennt að klæða sig eftir líkamsstærð og læra að vera dömur með stóru D-i að sögn kvennatríósins. „Boston er ein af skemmtileg- ustu borgum Bandarríkjanna, þess vegna varð hún fyrir valinu. Við erum líka búnar að skipuleggja ferð á Staupastein og ætlum okkur að skoða borgina frá a-ö,“ segir Eva Dögg og segir að aðalmálið sé að láta konurnar slaka vel á í jóla- stressinu og vera búnar að klára jólaundirbúninginn í nóv- ember til þess að geta notið ferðarinnar almennilega. Ferðin verður 14. til 18. desember og skora stöllurnar á eiginmenn, feður, syni og bræður að senda konurnar í lífi sínu í ferð- ina og lofa því að konurnar komi endurnærðar og fullfrískar heim. Ferðin mun verða kynnt á sýn- ingunni Konan 2006 og einnig á hinu árlegu konukvöldi Helgu, Sig- ríðar og Evu sem fer fram í nóvem- ber. Skráning í ferðina fer fram hjá Icelandair. „Það eru allar konur velkomnar í ferðina og eitt er víst að ævintýrin gerast í kvennaferð- um,“ segir Eva að lokum. - áp Jólabónus fyrir konur í Boston EVA DÖGG SIGUR- GEIRSDÓTTIR Einn af skipuleggjend- um kvennaferðar- innar. HELGA BRAGA JÓNS- DÓTTIR Ætlar að sjá til þess að mikið verði hlegið í kvennaferð- inni til Boston fyrir jólin. SIGRÍÐUR KLINGENBERG Mun spá fyrir ferðalöngunum í Boston og hreinsa áru kvenna fyrir jólin. KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Margir muna eflaust eftir því hvar þeir voru þegar Díana prinsessa lést í bílslysi í París sumarið 1997. Dauði hennar sameinaði bresku þjóðina í sorg en Elísabet Breta- drottning virtist ekki geta sam- svarað sig þessari hegðun þjóðar sinnar. Kvikmyndin The Queen beinir sjónum sínum að því hvað fór fram innan veggja konungsfjölskyld- unnar á þessum tíma. Elísabet drottning hafði löngum horn í síðu „Prinsessu fólksins“ og þráaðist lengi vel við að sýna andláti Díönu þá virðingu sem þjóðin fannst hún eiga skilið en lét loks undan þegar fjölmiðlar höfðu tekið hana af lífi á hverjum degi og fólkið í landinu krafðist þess að Díönu yrði sýndur sá sómi sem henni bar. Þá er dreg- ið fram sérstakt samband Tony Blair og drottningarinnar því þótt forsætisráðherran væri ósáttur við aðgerðarleysi drottningarinn- ar stóð hann engu að síður þétt við bakið á henni og studdi með ráðum og dáð. Myndin er borin uppi af Helen Mirren sem sýnir stórleik í hlut- verki drottningarinnar, það er helst James Cromwell sem stenst henni snúningin en hann er kostulegur í hlutverki Filipp- usar, þessa íhaldssama og þröng- sýna fausks sem var sannfærður um að það yrðu bara sápuóperu- stjörnur og hommar í jarðarför- inni. Leikstjóranum Stephen Frears tekst á skemmtilegan hátt að svipta hulunni af hinni ómennsku ímynd konungsfjölskyldunnar og gefa hinum velþekktu sögulegu persónum líf á hvíta tjaldinu. Von- andi verður þess ekki langt að bíða að myndin fari í almennar sýningar því hún á vissulega erindi við alla þá sem muna eftir því hvar þeir voru 31. ágúst árið 1997 þegar Díana dó. Freyr Gígja Gunnarsson Þegar Díana dó... THE QUEEN LEIKSTJÓRI: STEPHEN FREARS Aðalhlutverk: Helen Mirren, James Cromwell og Michael Sheen. Niðurstaða: The Queen er skemmtileg innsýn í þann heim Buckingham-hallarinnar sem flestum hefur verið hulin. Spænski leikstjórinn Pedro Almod- ovar er glaður um þessar mundir en kvikmynd hans, Volver var val- inn sem framlag Spánverja til Ósk- arsverðlauna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd eftir Almodov- ar er tilnefnd en hann vann Óskar- verðlaun fyrir myndirnar Allt um móður mína árið 2000 og fékk verð- laun fyrir handrit myndarinnar „Hable con ella“ 2004. „Við eigum góða möguleika á að vinna þetta aftur í ár,“ sagði Pedro þegar til- kynnt var um tilnefninguna. Leikkonan Penelope Cruz leikur aðalhlutverkið í myndinnni en hún var sýnd hér á landi í tengslum við kvikmyndahátíð IFF sem fór fram fyrir stuttu. Myndin fékk mjög góða dóma hér á landi og þótti Cruz bera af í leik sínum. Volver á Óskarinn PEDRO ALMODOVAR Er glaður í bragði þessa dagana því kvikmynd hans Volver er framlag Spánar til Óskarsverðlauna. Queenklúbburinn, íslenskur aðdá- endaklúbbur hinnar rómuðu hljómsveitar, fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Það er þó ekki eina afmælið sem klúbb- urinn hefur ástæðu til að fagna. „Þetta ár er stórt fyrir fólkið sem lifir og hrærist í Queenheiminum. Freddie Mercury hefði orðið sex- tugur 5. september síðastliðinn og í nóvember eru liðin fimmtán ár síðan að hann lést,“ sagði Sigurður Sigurgeirsson, einn stofnenda klúbbsins. Meðlimir eru í dag um sjötíu talsins og fjölgar þeim ár frá ári. Í tilefni afmælisársins fékk Queenklúbburinn hljómsveit- ina Miracle til landsins, en hún spilar eingöngu Queenlög og skar- ar fram úr á því sviði. Þetta er í þriðja skipti sem Miracle, sem einnig fagnar tíu ára starfs- afmæli í ár, kemur til lands- ins. Hljóm- sveitin spilaði á Players í gærkvöldi og endurtekur leikinn í kvöld, en gestasöngvari verður Eiríkur Hauksson. Gestir Players geta búist við því að mæta kúbbmeð- limum í sparifötunum, því hefð hefur myndast fyrir því að klæða sig upp í Queen-búninga fyrir Miracle-tónleika og láta sumir meðlimir jafnvel sauma á sig galla. - sun Queen-fólk fagnar EIRÍKUR HAUKS- SON Fetar í fótspor Freddie Mercury og syngur Queen-lög í kvöld. FREDDIE MERCURY Söngvarinn dáði hefði orðið sextugur í byrjun september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.