Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1979, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 3. janúar 1979 Stjórnarmyndimarsamningur keisarans og Baktiar: Baktiar myndar stj órn og keisarinn fer úr landi Teheran/Reuter — Stjórnarmyndunartilraunir Shapur Baktiar, fyrrum stjórnarandstöðuleiðtoga, i íran ganga að sögn ágætlega en litlar vonir eru sagðar á þvi að ástandið i landinu batni — að ráði þó honum takist að koma saman nýrri stjórn. Óeirðir voru viða i Iran i gær en þó hvergi eins miklar og I iönaðarborginni Qazvin þar sem óstaðfestar fréttir herma að milli 50 og 60 manns hafi falliö i götu- bardögum i gær. Sömu heimildir herma að allt að 100 manns hafi fallið i þessari sömu borg i fyrra- daj. Ýmis vestræn lönd svo sem Bandarikin, Kanada, Belgia og Nýja Sjáland skipuleggja nú sér- stakar flugferðir til Iran til að koma úr landi þeim borgurum þessara rikja sem vilja yfirgefa iran. Ráöuneytistalsmenn I Banda- rikjunum upplýstu i gær að um fjögur þúsund Bandarikjamanna, einkum starfsmenn stjórnarinnar bandarisku en einnig ferðamenn og bandariskir innflytjendur I Iran, mundu yfirgefa Iran á næstu dögum með tilstyrk Banda- rikjanna. Verkfallsmenn á flugvöllum og flugstjórn i Iran hafa fallist á að hleypa þessum vélum i gegn og afgreiða þær en setja það skilyröi að þær komi tómar og sinni ekki öðrum erindum en þeim að sækja þegna annarra rikja I Iran. Eins og áður segir reynir Shapur Bakitar nú stjórnarmynd- Fer keisarinn úr landi? un i Iran og hefur velgengni hans vakið bjartsýni hjá sumum en óstaðfestar fréttir herma að sam- kvæmt samningi Baktiar við Iranskeisara verði hinn siðar- nefndi aö fara úr landi um stundarsakir innan tiðar til að auðvelda Baktiar að koma á ró I landinu. Haft var eftir keisaran- um I gær að hann yrði þvi fegnastur að komast i fri. óstað- Framhald á bls. 19. Hess fái að deyja frjáls „Kuldaboli” í Evrópu Neytir blóðs sér til London/Reuter — Mikið vetrarriki hefur verið meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum að undan- förnu og dauðsföll af þess völdum þegar orðin fjöl- mörg. A Bretlandseyjum, Frakklandi og 'v-Þýskalandi höfðu i gær 23 látið lifið á einn eða annan hátt af völdum vetrarveðranna og þar af fimm á N-Þýskalandi af völdum eldingar. Vegir hafa mjög viða teppst Framhald á bls. 19. gamans Frankfurt/Reuter — Tuttugu og tveggja ára gamall v- þýskur námsmaöur sem handtekinn var fyrir skömmu vegna ásakana um aö hann gæfi skólastúlkum inn eitur- lyf, viöurkenndi i gær aö sögn lögreglunnar að hann heföi þaö að tómstundagamni að drekka maunsblóð. Á heimili hans fundust fjórar flöskur meö mannsblóði i, sláturhnifur, sprautur og ýmsar eiturlyfjategundir. Hefur hann siðan viðurkennt að neyta sér til gamans blóðs úr sjálfum sér og vinum sinum. Nýsjálensk herþota fljúgandi furðuhluta Wellington/Reuter — Miklum sögum hefur undanfarna daga farið af fIjúgandi furðuhlutum á Nýja-Sjálandi og eru það ekki síst lögreglumenn og f lugumferðarstjórar sem tilkynnt hafa um slíka hluti en nýsjálenska flug- hernum hafa síðastliðna tvo daga borist 20 slíkar til- kynningar. 1 gær var svo gripiö til þess ráðs aö senda eina flugvél hersins I leit aö þessum furðuhlutum en eftir nokkurra klukkustunda leit lenti hún að nýju án þess að hafa fundið nokkuð grunsamlegt. Visindamenn hafa sagt að lang- liklegast sé aö fólk sjái Venus og ekki fljúgandi furðuhluti en birtu- stig Venusar er nú með mesta móti. Flugumferöarstjórar á Nýja leitaði Sjálandi hafa þó þvertekið fyrir að þeir rugli saman Venusi og fljúgandi furðuhlutum eöa þá ljósbjarma frá skordýrum eins og öörum visindamönnum þykir lik- legast. Segja flugumferðarstjór- arnir að þeir hafi bæöi séö Venus á lofti og fljúgandi furðuhlut og að minnsta kosti sé ekki við þvi að búast að Venus komi fram á radar hjá þeim eins og umrætt óþekkt fyrirbæri geröi. Visinda- menn svara þvi aftur til aö radar- truflanir séu allþekkt fyrirbæri. Það er ekkert útlit fyrir að mál fljúgandi furöuhlutanna leysist á næstunni. Þinginu slitið og tveir menn myrtir á Spáni — þingkosningar fara fram 1. mars Madrid/Reuter — Spænskur lögreglumaður og major I hernum voru fyrstu fórnarlömb hryðjuverkamanna Baska á Spáni á nýhöfnu ári. Majorinn var skotinn niöur með vélbyssu er hann var að stiga inn I bil sinn en lögreglumaðurinn lést er hann var aö reyna aö gera sprengju óvirka og hún sprakk. Samkvæmt upplýsingum yfir- valda á Spáni létust alls 91 á ný- liönu ári á Spáni af völdum póli-. tiskra óeiröa og hryðjuverka. Þá tilkynnti Adolfo Suarez for- sætisráöherra fyrir helgina aö boöað yrði til kosninga i landinu og var þingi landsins slitið i gær en það haföi samið hina nýju stjórnarskrá iandsins. Þingkosn- ingar veröa svo haldnar 1. mars næstkomandi og sveita- og borgarstjórnarkosningar hinn 3. april. ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson Suarez hefur nú rofiö þing V-Berlin/'Reuter — Fyrrver- andi umsjónarmaður Spand- aufangelsisins i V-Berlin sendi Sovétieiðtoganum Brésnjef nú um áramótin skeyti þar sem hann skoraöi á hann að veita samþykki sitt og lands sins til þess að Rudolf Hess staðgeng- ill Hitlers á sinum tfma verði látinn laus úr Spandaufang- elsinu þar sem hann hefur setið inni slöan 1947 og einn fanga i 600 klefa fangelsi I 12 ár nú. Sovétmenn, Bandarikin, Bretland og Frakkland hafa yfirumsjón með Spandaufang- elsinu sameiginlega og hafa Sovétmenn nú um nokkurn tima verið þeirrar skoðunar að framfylgja skuli lifstiðar- fangelsisdómi Hess en hin rik- in þrjú hafa viljað sleppa hon- um lausum sakir þess hversu gamall hann er orðinn, og I fyrrnefndu skeyti umsjónar- mannsins sagði: ,,gefiö þess- um garnla manni sem enga pólitiska þýðingu hefur lengur kost á þvi að deyja frjáls”. Hess hefur nýlega verið flutt- ur úr fangelsinu á spitala vegna minni háttar hjarta- áfalls. Kambódía kærir Vietnam og Sovét fyrir Sameinuöu þjóðunum Sameinuðu þjóöirnar/Reuter — Aöstoðarforsætisráðherra og utanrikisráöherra Kambodiu sendu I gær öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna skeyti þar sem aöstoöar samtakanna var óskað til að stöðva bardaga milli Kambodiu og Vietnam og voru bæöi Sovétrlkin og Vietnam i skeytinu sökuð um grófa árásar- og útþenslustefnu. I skeytum ráðherranna var fullyrt að bæði Vietnamar og Sovétmenn væru potturinn og pannan I innrásum I Kambódiu og innanlands- óeirðum sem kambódiskum skæruliðum hafa verið kenndar af Vietnömum. Var meðal annars fullyrt aö MIG- þotur sem notaöar hefðu verið til árása á landið væri stjórnað af sovéskum flugmönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.