Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 25

Fréttablaðið - 06.11.2006, Page 25
Ólafur Hjálmarsson verkfræð- ingur hefur mikinn áhuga á hljóðvist í skólum sem hann segir að sé víða ábótavant. Ólafur segir að hljóðvist í skólum sé mjög mikilvæg til þess að börn- in geti einbeitt sér almennilega að náminu og rannsóknir hafi sýnt að þau börn sem læra í umhverfi þar sem er mikill hávaði dragist fljótt aftur úr hinum. „Í því samhengi skiptir engu máli hvort hávaðinn verður til inni í skólastofunni eða utan hennar, ef umhverfið er of hávært kemur það niður á líðan og námsárangri og eykur hegðunar- vandamál,“ segir hann. Hljóðvist er ófullnægjandi í alltof mörgum skólum á Íslandi að sögn Ólafs. „Við erum að glíma við uppsafnaðan vanda sem að hluta til byggist á ófullnægjandi hús- næði og að hluta til á breyttum kennsluháttum. Margar skóla- byggingar eru hreinlega ekki byggðar rétt og ekki einu sinni að uppfylla ekki einu sinni reglugerð sem þó ætti að vera strangari og opið kennsluumhverfi gerir enn meiri kröfur til góðrar hljóðhönn- unar en gamla stofuskiptingin. Ingunnarskóli í Grafarvogi er gott dæmi um svokallaðan opinn skóla og ég var á sínum tíma fenginn til þess að vera með hljóðráðgjöf við hönnun skólans. Það er eitt ánægjulegasta verkefni sem ég hef tekið að mér.“ Ólafur telur að endurskoða þurfi ákvæði byggingarreglugerð- ar sem fyrst og segir það deginum ljósara að hún nái ekki nógu langt. „Umhverfisráðuneytið segir að ný reglugerð sé ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til þrjú ár og það er náttúrlega alltof langur tími í lífi barna sem þurfa að búa við of mikinn hávaða í skólanum daglega.“ Ólafur segir að þó að endur- bætur séu nauðsynlegar í mörgum skólum megi þær ekki vera ómark- vissar. „Ég legg mikla áherslu á að raunverulegt ástand sé mælt og borið saman við æskileg markmið og eftir endurbætur sé síðan mælt hvort tilskilinn árangur hefur náðst.“ Hávaði hefur áhrif Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.