Tíminn - 27.06.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1979, Blaðsíða 4
krossgáta dagsins 4 Mifivikudagur 27. júni 1979. Viltu byggja, breyta eða bæta? Loni Anderson heitir upprennandi stjarna I amerlska sjónvarpsheiminum. Þykja hennar mestu og bestu hæfileikar liggja i stórum og girnilegum brjóstum og miklu ljósu hári. En nú er Loni farin að þjást af sjúk- dómi, sem grasserar I amerisku þjóðlifi, um þessar mundir, sjúkdóminum ,,að segja allt og draga ekkert undan.” Frægar eru játningar fjölmargra þekktra karla og kvenna um áfengissýki sina og lyfjanotkun. Liklega getur Loni ekki státað af svo fínum kvillum, en þá greip hún til þess næstbesta, hún upplýsti nefnilega, að hún litaði á sér hárið. Frá náttúrunnar hendi er hún dökkhærð, en er hún fór aö leika, fannst henni það ekki nógu spennandi, svo að hún afréð aö lita hárið ljóst. Ekki nóg meö það. Fyrst hún var nú einu sinni komin i stuö,, að segja það allt og draga ekkert und- an,” hélt hún áfram og upplýsti, að fyrir þrettán árum hefði hún gengist undir skurðaðgerð til að láta minnka þessi frægu brjóst sin. — Mér finnst það ekkert til að skammast min fyrir. Mér fannst bara á þeim tíma, að ég væri öll of stór og var ekkert sérl. ánægð með útlit mitt, segir hún. Og fyrst hún var nú einu sinni lögö af staö út I breytingar, svona eins og sumir vilja gjarnan sifellt vera að breyta húsum sinum, datt henni nú i hug, að best væri að skipta um nef. En nú var skurðlæknin- um nóg boðið. Hann benti Loni á að hún væri með ágæti nef, sem alveg passaði inn I andlitsbygginguna að öðru leyti, og minnti hana á, aö þegar hún einu sinni væri búin að láta breyta nefinu á sér gæti hún ekki aftur fengið sitt gamla og góða nef, svo að Loni lét sér segjast, og hætti öllum endurbyggingaráformum — i bili a.m.k. Enhverveit nema hún eigi eftir að fá annaö tilfelliaf játningarþörf, og þá má hamingjan vita, hvað veltur upp úr henni, '' Wmí B „Tígrisdýra-dúett” Griski söngvarinn Georges Moustaki hefur mikið dáiæti á tigrisdýrum og vill leggja áherslu á aö þeim veröi ekki út- rýmt, en hann og fleiri náttúru-unnendur segja þeim hafa fækkaö svo mikiö, aö eitthvaö veröi aö gera f málinu. Hann hefur látiö búa til þessa tigris-grimu, sem hann sést hér meö — og einnig ervinkona hans máluö i stil viö hann, Þessi mynd á aö skreyta plötu-umslagið á næstu hijómplötu Moustakis, og kannski ætla þau aö syngja saman dúett, vinkonan og hann. Liklega veröur þaö ekki „Katta-dúettinn” frægi, sem heyrst hefur oft hér á tslandi sunginn af vinsælum söngkon- um —heldur má kannski kalla samsöng þeirra „Trigrlsdýra- dúettinn” og vonandi hljómar hann vel. Myndina lét söngvar- inn taka i auglýsingaskyni fyrir þessa nýju plötu bridge Reglan um „restricted choice” kemur oft að góðúm notum. Flestir þekkja hana þegar hún kemur fyrir I sinni einföldustu mynd, en hún er ekki alltaf jafn auðgrein- anleg. Norður. S 7 3 H K 7 T D 8 6 4 3 2 L K 7 5 S/Enginn. Vestur. S D 10 6 H D 5 4 T A 7 5 L G 9 8 3 Austur. S G9 52 H 10 9 6 3 T K 9 L A 6 2 Suður. lhjarta 2 grönd Suður S A K 8 4 H A G 8 2 T G 10 L D 10 4 Norður. 2 tiglar 3 grönd. Vestur spilaði út laufaþristi. Austur drapá ásinnoghéltáfram meðlaufið sem suður tók heima á drottningu. Suður spil- aði nútigulgosa, vestur setti fimmið, litið i blindum og austur tók þá kóng. Hann hélt áfram með laufið,norður drap á kóng ogspaða spilaöheim á ásinn. Þegar suður spilaði næst út tigultiu og vestur fylgdi lit með sjöunni var hann á krossgötum. Atti hann að stinga upp drottningu og spila upp á skiptinguna eins og hún er sýnd hér að ofan eða átti hann að hleypa tfunni og spila upp á að austur ætti AK staka. Þarna kom áðurgreindregla igóðar þarf- ir. Ef austur hefði átt AK blanka, hefði hann eins getað tekið á ásinn i upphafi. Þess vegna voru meiri likur á að tfgul- staðan værieinsoghúnraunverulega var, réttara sagt tveir á móti einum. Sagnhafi stakk þvi upp drottningunni og hreinsaði iitinn og hjartakóngur var siöan innkoma á tigulinn. S ■ r <o /2 ■ 3049. Lárétt 1) Slæma. 6) Fiskur. 7) Skyggni.9) Dauði. ll)Sex. 12) Tónn. 13) Leiða. 15) Hámark. 16) Sjó. 18) Hafkul. Lóörétt 1) Blær. 2) Kassi. 3) Fæði. 4) Vond. 5) Liflátið. 8) Gufu. 10) Fiska. 14) Beita. 15) Stafrófs- röð. 17) Eins. Ráöning á gátu No. 3048. Lárétt 1) Vetur. 6) Lán. 8) Haf. 9) Gæs. 10) Táa. 11) Nóa. 12) LVI. 13) Nón. 15) Uglan. Lóðrétt 2) Elfting. 3) Tá. 4) Unganna. 5) Áhöld. 7) Asnar. 14) 01.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.