Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 19

Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 19
HLUTAFJÁRÚTBOÐ 27. NÓVEMBER– 4. DESEMBER 2006 Fjárhæð útboðs: 4.995.000.000 kr. Hlutafjárútboð Icelandair Group Holding hf., kt. 591006-2150, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. ICELANDAIR GROUP HOLDING HF. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA FJÁRHÆÐ ÚTBOÐS Á hluthafafundi Icelandair Group Holding hf. þann 15. október sl. var samþykkt að sækjast eftir skráningu á öllu hlutafé í félaginu, alls að nafnverði 1.000 milljónir króna, í Kauphöll Íslands. Boðnir verða 185 milljón hlutir í útboði til starfsmanna samstæðunnar, almennings og fagfjárfesta. Í kjölfarið er stefnt að skráningu á aðallista Kauphallar Íslands. Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. hefur umsjón með útboðinu og er Glitnir banki hf. eigandi allra hluta sem boðnir verða í útboðinu. Verð í útboðinu verður 27 krónur á hlut. TILGANGUR ÚTBOÐS Tilgangur útboðsins er meðal annars að uppfylla skilyrði Kauphallar Íslands um dreifingu á eignaraðild og fjölda hluthafa og auk þess að gefa starfsmönnum samstæðunnar Icelandair Group Holding hf. tækifæri til að kaupa hluti í félaginu. ÚTBOÐSTÍMABIL Útboð til almennings, til starfsmanna samstæðunnar Icelandair Group Holding hf. og til fagfjárfesta munu öll standa yfir frá kl. 10.00 þann 27. nóvember 2006 til kl. 19.00 þann 4. desember 2006. ÚTBOÐ TIL ALMENNINGS 40 milljón hlutir eru til sölu í þessum hluta útboðsins. Almenningur getur skráð áskrift sína með rafrænum hætti á vefsvæði Glitnis, www.glitnir.is, frá kl. 10.00 þann 27. nóvember 2006 til kl. 19.00 þann 4. desember 2006. Áskrift hluta er bindandi fyrir þann sem skráir sig fyrir hlut. Lágmarksáskrift er 100.008 krónur eða 3.704 hlutir en hámarksáskrift í útboði til almennings er 50 milljónir króna eða 1.851.852 hlutir. Rafræn staðfesting um skráða áskrift er forsenda þess að áskriftin sé tekin gild. Staðfesting birtist að lokinni skráningu og getur áskrifandi prentað hana út og/eða fengið hana senda með tölvupósti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa aðgang að Internetinu geta hringt í Þjónustuver Glitnis í síma 440 4000 frá kl. 9.00 til kl. 19.00 virka daga. Þeir sem hringja inn til að skrá áskrift sína fá senda staðfest- ingu á áskrift með pósti. Ekki verður tekið við áskriftum með öðrum hætti en hér hefur verið lýst. ÚTBOÐ TIL STARFSMANNA 35 milljón hlutir eru til sölu í þessum hluta útboðsins. Hverjum starfsmanni samstæðunnar Icelandair Group Holding hf., sem starfaði hjá samstæðunni þann 15. nóvember 2006 verður gert kleift að skrá sig fyrir ákveðnum fjölda hluta í útboðinu án þess að eiga á hættu að sá fjöldi hluta verði skorinn niður ef eftirspurn í útboðinu verður meiri en framboð. Nýti einhverjir starfsmenn ekki rétt sinn að fullu mun útistandandi hlutum verða úthlutað í útboði til fagfjárfesta. Lágmarksáskrift í þessum hluta útboðsins er 100.008 krónur að kaupverði. Óski starfsmaður eftir að skrá sig fyrir fleiri hlutum en fráteknir eru fyrir hvern þeirra skal það gert á grundvelli ofangreinds útboðs til almennings. Áskriftum ber að skila með rafrænum hætti á sérstöku áskriftarformi á vef Glitnis, www.glitnir.is. Kennitala og lykilorð, sem sent var til starfsmanna með bréfi dagsettu þann 16. nóvember, eru nauðsyn- leg til að geta skráð áskrift. Rafræn staðfesting er skilyrði fyrir gildri áskrift. Staðfesting birtist að lokinni skráningu og getur áskrifandi prentað hana út og/eða fengið hana senda með tölvupósti. Þeir starfsmenn sem ekki hafa aðgang að Internetinu geta hringt í Þjónustuver Glitnis í síma 440 4000 frá kl. 9.00 til kl. 19.00 virka daga. Þeir sem hringja inn til að skrá áskrift sína fá senda staðfest- ingu á áskrift með pósti. Ekki verður tekið við áskriftum með öðrum hætti en hér hefur verið lýst. ÚTBOÐ TIL FAGFJÁRFESTA 110 milljón hlutir eru til sölu í þessum hluta útboðsins. Fagfjárfestar geta haft samband við verðbréfamiðlun Glitnis í síma 440 4499 og lagt fram bindandi tilboð. Fagfjárfestar eru þeir aðilar sem uppfylla skilyrði samkvæmt 7. tl. 2. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti. Lágmarksáskrift í fagfjárfestaútboðinu eru 370.370 hlutir eða 10 milljónir króna að markaðsvirði. Glitnir banki hf. hefur heimild til þess að hafna áskriftum í heild eða að hluta. NIÐURSTAÐA ÚTBOÐS Niðurstaða útboðsins verður birt á fréttasíðu Kauphallarinnar, news.icex.is, fyrir klukkan 10.00 þann 6. desember 2006. Þátttak- endum í útboðinu verður sendur greiðsluseðill þar sem fram koma upplýsingar um úthlutaða hluti og greiðslufyrirkomulag eigi síðar en 6. desember 2006. GREIÐSLA Áskrift í útboðinu er bindandi. Gjalddagi greiðsluseðla vegna hluta- fjárkaupa er mánudagurinn 11. desember 2006. Berist greiðsla ekki tímanlega má innheimta skuldina á þann veg sem lög heimila. Í stað þess að grípa til innheimtuaðgerða hefur Glitnir einhliða heimild til að fella ógreiddar áskriftir niður og ráðstafa þeim til þriðja aðila. AFHENDING HLUTA Eigi síðar en 13. desember 2006 verða hlutirnir afhentir til fjárfesta. LÝSING Lýsing á ensku var birt á upphafsdegi útboðsins þann 27. nóvember 2006 og hana má nálgast í fréttakerfi Kauphallar Íslands, news.icex.is, á heimasíðu Icelandair Group Holding hf., www.icelandairgroup.is og á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Í tólf mánuði frá útgáfu lýsingar er hægt að óska eftir útprentuðu eintaki hjá umsjónaraðila: Glitnir banki hf. – Fyrirtækjaráðgjöf, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, icelandairutbod2006@glitnir.is og á skrifstofu Icelandair Group Holding hf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Reykjavík, 28. nóvember 2006.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.