Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 28
B erlínarborg er þekkt sem mið- punktur menning- arlífs Evrópu og þar er sannkallað gósenland fyrir list- þyrst fólk. Þar blómstra mynd- list, leiklist og tónlist úr ýmsum áttum í heimsborg með langa sögu og ríkar hefðir sem opnar þó arma sína fyrir nýjum straumum, fólki og tækifærum. Freyja hefur búið í Berlín í á áttunda ár, hún fluttist ung út til þess að halda þar áfram tónlistar- námi sínu en hún lauk meistara- gráðu í klarinettuleik frá tónlist- arháskóla Hanns Eisler árið 2005. Hún segir að borgin hafi breyst töluvert á þessum stutta tíma. „Fyrst þegar ég kom var borgin eitt vinnusvæði, kranar og vinnu- vélar úti um allt. Síðan hafa risið skýjakljúfar og ótal byggingar en landslagið í listunum hefur líka breyst mikið.“ Andrúmsloftið var líka hlaðið orku endar var mikil gróska í listalífi borgarinnar á þessum tíma. „Það var allt hægt – mikið af listafólki fluttist til borgarinnar á þeim tíma og ódýrt var að leigja íbúðir og vinnustofur. Það er einn helsti munurinn á Berlín og öðrum stór- borgum eins og til dæmis New York, þar sem lífsgæðakapphlaup- ið er svo mikið og dýrt að búa.“ Nú segir hún að ástandið hafi róast töluvert með árunum, þó eymi enn af orkunni. „Það er komið jafn- vægi á hlutina og stemningin er aðeins settlegri en um leið hefur listalífið kannski markaðsvæðst meira. Orkan er enn til staðar en borgin er ekki jafn mikið að springa út eins og áður.“ Það voru talsverð viðbrigði fyrir unga stúlku af Nesinu að upplifa Berlín í fyrsta sinn. „Það var allt svo spennandi og stórt til að byrja með, það að heyra Berlín- ar Fílharmoníuna spila í fyrsta sinn var ógleymanlegt, ég hafði aldrei heyrt nokkru þessu líkt.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið töluvert á að venjast þessum nýju aðstæðum og komast inn í gamal- gróinn tónlistarheim borgarinnar. „Ég efaðist samt ekki um þetta val mitt að verða tónlistarmaður eftir að ég flutti og nú hef ég fundið minn stað í þessu stóra sam- hengi.“ Með árunum hefur aðkomu- stúlkan kortlagt sín horn í borg- inni og Freyja kveðst vera farin að skjóta rótum. „Berlín eru vega- mót. Fólk kemur hingað til að læra og finna sig en heldur síðan áfram. Svo eru sumir sem ílengjast, eins og ég.“ Freyja hefur leikið með hljóm- sveitum og kammerhópum í Berlín auk þess sem hún kemur reglu- lega fram sem einleikari. Hún kveðst síður vilja takmarka sig við eina tegund tónlistar og segist læra mest á því að spila sem fjöl- breyttasta tónlist. Þá stundina var hún til dæmis á kafi í hárómantík, á leið að leika í ljóðadagskrá og hugðist svo leggjast yfir nokkrar þungar sónötur. „Á síðasta ári spilaði ég mikið af nýrri músík og hljóðritaði geisladisk með einleiksverkum fyrir klarinett frá 20. öldinni,“ segir hún. Freyja valdi þá efnis- skrá sem innihélt bæði „klassísk“ verk innan nútímatónlistarinnar og verk sem sérstaklega voru skrifuð fyrir hana. Hún hefur auk þess tekið upp hljómdisk með ítalska cembalomleikaranum Luigi Gaggero. En starf tónlistarmannsins hlýt- ur að á köflum að vera dálítið ein- manalegt? „Maður eyðir auðvitað óhemju miklum tíma einn inn í her- bergi að æfa sig,“ segir Freyja hlæjandi. „En það er allt í lagi þegar maður hefur tak- mark, mér líður voða vel einni inni í herbergi.“ Freyja áréttar að það sé líka alltaf eitthvað að gerast í menn- ingarlífinu í Berlín og hún sé jafnan dugleg að sækja tón- leika. „Það eru svo margar tónlistarstefn- ur sem hafa gert Berlín að sinni höfuðborg, til dæmis er hér lífleg djassmúsíksena, og líka electro og techno þó það sé ekki alveg minn tebolli.“ „Þegar ég var lítil ætlaði ég að læra á saxófón. Það var alveg draumurinn! Ég mætti í tónlistar- skólann á Seltjarnarnesi og ætlaði nú aldeilis að byrjað að læra. Þá tilkynnti Björn Th. Árnason fagottleikari mér að ég væri með of litla fingur til að spila á saxófóninn. Hann sannfærði mig með miklum fortölum að ég ætti að prófa klarinettuna og síðan gæti ég fengið að skipta eftir eitt til tvö ár. Ég samþykkti það með miklum semingi.“ Freyja ílengdist í klarinettu- náminu en dreymir þó stöku sinn- um um saxófóninn. „Ég er reynd- ar að byrja að fara í saxófóntíma mér til gamans. Ég vélaði nefni- lega saxófón út úr gömlum vini mínum,“ segir hún sposk. Það er því aldrei að vita nema hressilegir fönktónar berist út um gluggann í Rosa Luxemburgstrasse. Freyja segist reyna að koma reglulega heim til Íslands og kveðst gjarnan vilja spila meira þar. „Það er alltaf pínu öðruvísi að spila heima, það skiptir máli þegar maður spilar fyrir fólkið sitt – það er persónulegra og oft gaman að hafa alla vini sína í salnum.“ „Það var ýmislegt sem hefði legið beinna við en tónlistin,“ segir Freyja um framavalið. „Ég kem til dæmis ekki úr mikilli tónlistarfjöl- skyldu, fyrir utan afa minn sem var skáld og trúbador.“ Bækur hafa til dæmis fylgt Freyju alla tíð og ber heimili hennar þess skýrt vitni. „Ég var og er alveg ægilegur bókaormur,“ segir hún og hlær. Hún kveðst vera hrifnæm á bækurnar eins og annað en að sama skapi gagnrýnin. „Ég á auð- velt með að gleyma mér í góðri frásögn og það að segja sögur hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Það er mikið sagnafólk í kringum mig og ég býst við að það sé smitandi. Ég bjó lengi hjá afa mínum sem var gamall sjóari og hann sagði mér sögur alla mína barnæsku. Þá lærðist mér að hver steinn hefur sína sögu.“ Það bakland hefur reynst Freyju vel, ekki aðeins í túlkun tónlistarinnar heldur líka í óvænt- um íhlaupaverkefnum en hún hefur tekið að sér að lóðsa for- vitna íslenska ferðamenn um borgina. „Þar fæ ég útrás í að segja sögur sem kom mér skemmtilega á óvart. Ég á auðvelt með að romsa upp úr mér sukk- sögunum um Weimarlýðveldið og hirð Friðriks mikla. Leiðsögu- mannastarfið er fyrirtaks tilbreyt- ing frá hinni vinnunni en ég hef reyndar ekki unnið ærlegt hand- tak síðan ég var átján ára og vann í kjötborðinu í Hagkaup,“ segir Freyja og skellihlær minnug þess að þar fann klarinettukennarinn hana einn daginn við að skera kótelettur og spurði hvað hún væri eiginlega að gera við hendurnar á sér! Freyja unir glöð við sitt í Berlín en þó blundar í henni flakkari. Starfið hefur líka fært hana til fjarlægari staða en hún hefur haldið tónleika víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og aukinheldur kennt á klarinett í Kóreu. „Mér finnst ósköp gaman að koma á nýja staði og fæ enn fiðrildi í mag- ann af tilhugsuninni en mér finnst hræðilegt að ferðast, ég verð aga- lega flugveik og sjóveik,“ segir hún og kímir. „Það er eitt af því besta við tónlistina að það eru engin takmörk fyrir því hvert hún þeytir manni.“ „Ég á auðvelt með að gleyma mér í góðri frásögn og það að segja sögur hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Það er mikið sagnafólk í kringum mig og ég býst við að það sé smitandi.“ Á vegamótunum í Berlín Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari býr við líflega götu í miðborg Berlínar. Kristrún Heiða Hauksdóttir tók hús á henni og fræddist um borgarlífið, bransann og músíkina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.