Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 61

Fréttablaðið - 13.12.2006, Side 61
13■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { blessuð jólin } ■■■■ sinn og snjórinn eru eitt af því sem skapa góða jólastemningu og því er um að gera að nota ísinn sem mest í skreytingar. Til að gera ísskreytingu eins og er hér á myndunum er eftirfar- andi aðferð beitt. Hráefnið er sett í einingar, litlar dollur eða stærri form. Hægt er að frysta ber, grein- ar, greni eða hvað sem fólki dettur í hug. Sjóðið vatn og látið kólna. Hellið vatninu yfir hráefnið í doll- unum og stingið svo í frystinn. Vatnið er soðið til að klak- inn verði tær í gegn og til að ná skreytingunni í miðju klakans er best að lagfrysta. Frystið fyrst í botni formsins. Leggið svo gren- ið eða berin ofan á frysta lagið, bætið við meira vatni og frystið á ný. Þriðja laginu er svo bætt við þegar seinna lagið er tilbúið. Þegar skreytingin er orðin gegnfrosin má gefa hugarfluginu lausan tauminn. Hægt er að fylla fötu af klökum og leggja frystu einingarnar ofan á, setja í fallegar skálar eða bera fram með eftirrétti. Fljótandi kerti fara líka vel með ísskreytingu til að gefa hlýju á móti kulda. Á mynd- inni eru kertin fryst í klaka og sellerí þannig að selleríið umvefur kertið. Skreytta ísfatan nýtist sem hlýlegur kælir fyrir vínflöskur eða kampavín og er líka augnakonfekt ein og sér yfir hátíðarnar. - jóa Ljómar nú ís og hjarn Oft þarf ekki meira en snjó og ís til að koma hátíðarskapinu af stað. Með því að nota fljótandi kerti má ná fallegum glampa á ísinn. Falleg ísskreyting kemur gestum og gang- andi í hátíðarskap. fréttablaðið/stefán Að bræða gott súkkulaði vel Þegar súkkulaði er brætt er best að gera það við mjög lágan hita. Ef hitinn er of mik- ill getur súkkulaðið brunnið við eða hlaupið í kekki. Um leið og súkkulaðið fer að bráðna er gott að hræra aðeins í því. Gott er að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þá er vatn hitað í potti og hitanum haldið og súkkulaðið sett í skál sem hvíl- ir á pottbörmunum. Fylgjast þarf vel með því að ekki kom- ist vatn eða gufa í súkkulaðið því þá þéttist það og hleypur í grófa kekki. Þó er möguleiki á að laga slíkt með því að bæta grænmetisolíu út í, aðeins einni teskeið í einu þar til súkkulaðið verður slétt aftur. Góða súkkulaðibráð. - jóa ÁSKRIFTARSÍMI 550 5060 | WWW.VISIR.IS 100 HUGMYNDIR FYRIR JÓLABÖRNIN LAGT Á HÁTÍÐARBORÐIÐ ÆVINTÝRIÐ Í ENGLABORG JÓLABLAÐIÐ KOMIÐ ÚT! MÁLUM BÆINN RAUÐAN Bakstur Þegar pipar- kökur bakast… Margir spyrja sig hvað eigi að gefa þeim sem eiga allt. Ein lausn á þeim vanda er að gefa persónulegar gjafir, eitthvað sem fæst ekki úti í búð. Tilvalið er fyrir fjölskyldufólk að baka saman piparkökur og skreyta þær. Hægt er að búa til ömmu og afa, og reyna að líkja eftir fötunum þeirra með skreyt- ingum. Jafnvel er mögulegt að útbúa heilu fjölskylduna af piparkökukörlum og -kerling- um og bæta við gæludýrum og mörgu öðru skemmtilegu. Öllum herlegheitunum er svo pakkað fallega ásamt skemmti- legu korti og viðtakandinn getur ekki annað en glaðst yfir þessari stórskemmtilegu gjöf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.