Fréttablaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 9
Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst býður upp á tvær línur í alþjóðlegu meistaranámi. Kennarar koma frá erlendum háskólum, innlendum sem erlendum fjármálafyrirtækjum og Háskólanum á Bifröst. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Alþjóðlegt meistaranám í bankastarfsemi, fjármálum og viðskiptum Meistaranám í alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum – International Banking and Finance Námið höfðar til þeirra sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í alþjóðlegu banka- og fjármálaumhverfi. Lögð er áhersla á að nemendur geti að námi loknu tekist á við flókin stjórnunar- og sérfræðistörf á sviði alþjóðlegrar banka- og fjármálastarfsemi. Boðið verður upp á námsferð til New York. Meistaranám í alþjóðlegum viðskiptum – International Business Námið er góður undirbúningur fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem stunda alþjóðleg viðskipti. Námið mætir vaxandi þörf í samfélaginu fyrir vel menntað fólk með þekkingu á alþjóðlegum viðskiptum. Námið er meðal annars skipulagt í samvinnu við kennara frá Copenhagen Business School.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.