Tíminn - 03.10.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1979, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. október 1979 5 Umræður i borgarstjórn um málefni Breiðholts: „DREGIST HEFUR ÓHÓFLE6A AÐ FRAM- KVÆMAÝMIS ÞESSARA ATRIÐA máli, sem hér væri til umræðu. Davið Oddsson tók næstur til máls og sagðist vilja ræöa nokk- uð um þessa embættismenn borgarinnar, sem Guörún Helgadóttir segði að legðust gegn góðviljuðum áformum vinstri meirihlutans. Sagöist hann vilja fá að vita hverjir þessir huldumenn eða góð- verka-eyðileggjarar væru, og baö borgarstjóra að upplýsa, hvort undirmenn hans heföu visvitandi tafið mál, sem borg- arstjórn heföi samþykkt, gegn hans fyrirmælum. Egill Skúli Ingibergsson, svaraði Davið og sagöist yfir höfuð hafa góða reynslu af starfsmönnum borgarinnar. Seinkanir og tafir yrði aö skrifa á sinn reikning, sem sjálfsagt mætti rekja til æsku hans sem bor ga rs tar fs man ns. Varöandi reynslu sina I starfi eigi „Þið misstuð ekki meirihlutann vegna þess að þið lofuðuð ekki nógu miklu”. borgarstjóra undanfarið ár, þá yröi hann að segja, að sér hefði komiö á óvart hvað pólitlskir fulltrúar i borgarstjórn litu þá borgarstarfsmennina miklu hornauga. Yfirleitt væru em- bættismenn borgarinnar allir af vilja gerðir til að koma vilja borgarstjórnar 1 framkvæmd, Þessari tortryggni þyrfti þvi að eyða. Við lok umræðunnar tók Kristján Benediktsson aftur til máls, og sagði það auðséð mál i ljósi undangenginna umræðna, að minnihlutinn — þ.e. sjálf- stæöismenn — I borgarstjórn hefðu eitthvað annað i huga en málefni Breiðholts, þegar þeir hefðu fitjað upp á þessu um- ræðuefni. Þeir heföu notaö hana sem kærkomið tækifæri til að koma ýmsum öörum atriðum að. Þeim til hughreystingar gæti hann þó sagt það, aö hann héldi að þeir hefðu ekki misst meirihlutann við siðustu borg- arstjórnarkosningar vegna þess aö þeir heföu ekki k>fað nógu mikiu. Hvað varöaði tilefni sjálfrar fyrirspurnarinnar, þá hefði sér þótt eðlilegt að forystumenn fé- lagasamtakanna i Breiðholti hefðu fyrst snúiö sér til núver- andi borgarstjóra, heldur en fyrrverandi borgarstjóra, eins og raunin heföi orðiö á. Kvaö hann þaö hlyti að vera vænlegra til árangurs. Vakti Kristján athygli á þvi, aö oft hefði þurft að ræöa fjár- mál borgarinnar i september og skera að einhverju leyti upp fjárhagsáætlun ársins, i að- halds- og samdráttarátt. Nú væri raunin önnur, enda heföu ræöumenn kvöldsins úr rööum minnihlutans ekki minnst á það einu orði. Það væri ekki nóg með það aö nýi meirihlutinn kæmi ýmislegu i verk, heldur heföi hann lfka borgað heilmikiö af þeim skuldum, sem hann hefði tekiö viö af siöasta meiri- hluta. — en það þýðir þó ekki, að ekkert að gera,” sagði Kristján Benediktsson Kás — Eins og sagt var frá i Timanum urðu fjörlegar um- ræöur á siðasta fundi borgar- stjórnar, i tilefni fyrirspurnar frá Birgi Isleifi Gunnarssyni um vissar framkvæmdir I Breið- holti, sem félagasamtök I Breið- holti III höföu óskað eftir að lok- ið yrði I sumar. Verkefnin voru þessi: 1. Frágangur á spildu milli I- þróttavallar og Noröurfells (tveir sparkvellir og gras). 2. Gangstétt við Austurféll. 3. Frágangur undirgangs á gatnamótum Suöurfells og Noröurfells, og spildu viö SVR-stöð við Iöufell. 4. Lagfæra umhverfi Skeljungs hf., svo og spildu við Norður- fell. 5. Malbikun stæðis fyrir vinnu- vélar við Suöurfell (á móti Kötlufelli), einnig þyrftu að vera fleiri slik stæði við Suð- urfell. 6. Lagfæring bráöabirgðabila- stæðis I vesturenda iðnaðar- svæðis við Krummahóla. 7. Óskum eftir aö yfirvöld skyldi verslunareigendur til að annast þrif við verslunar- húsnæði i hverfinu. 8. Förum þess á leit, að fræðsluyfirvöld grandskoöi, hvort ekki sé unnt að yngstu nemendur Hólabrekkuskóla fái leikfimikennslu veturinn 1979-1980. 9. Gengið sé betur frá spark- völlum I Hólahverfi. 10. Æskilegt væri að betur yröi gengið frá svæöum viö gæslu- völl og leikskóla við Suöur- hóla. 11. Umferðarnefnd athugi gatnamót Vesturbergs, Vest- urhóla og Suðurhóla. 12. Æskilegt væri, að lögreglu- yfirvöld athugi, hvort ekki væri hægt aö leiöbeina ung- lingum, sem eiga vélhjól i hverfinu. Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, svaraði fyrir- spurninni. Sagði hann að bréf félagasamtakanna I Brdðholti III hefði ekki komiö I sinar hendur fyrr en i lok júni, en þá hefði hann strax látiö athuga hvað af þessu væri mögulegt að framkvæma I sumar, enda allt- af staðið til að veröa við eins mörgum þessara óska og tök væru á. Hins vegar yrði hann að segja eins og væri, aö litið af þessum verkefnum hefði komist I fram- kvæmd. Tók Egill þaö sérstak- lega fram, að ekkert þessara verkefna hefðu verið inn á fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár. Að þvi búnu vék hann tali slnu aö nokkrum þeirra atriða sem tiltekin eru I bréfi félagasam- takanna I Breiðholti. Nefndi hann i þvi sambandi varðandi 6. lið, aö þegar hefja hefði átt framkvæmdir viö malbikun bflastæðisins, þá heföi verið hætt við það vegna mjög há- værra mótmæla Ibúa i nágrenn- inu. Birgir tsleifur Gunnarsson þakkaði borgarstjóra fyrir svör hans, en hafði á orði, aö heldur heföi honum þótt þau rýr. Markús örn Antonsson tók næstur til máls og ræddi aöal- lega þaö, sem hann kallaöi ó- fremdarástand i umferðarmál- um Breiöholtsbúa, en hann hefði einmitt gert fyrirspurn um þaö efni á borgarstjórnarfundi sl. vetur. Lagði hann fram tillögu, sem fól I sérað lagfærðyrði til bráöabirgða tenging Breiðholts I og Reykjanesbrautar, um malarveginn i gegnum Blesu- gróf. Var hún samþykkt og vis- að til borgarráðs. Kristján Benediktsson sagði það gott, að Breiðhyltingar heföu eignast ötula flutnings- menn i borgarstjóm. Hann benti hins vegar á, að hér hefði átt sér stað hlutverkaskipti frá fyrri tið. Varðandi þau atriði, sem komið hefðu fram I fyrirspurn Birgis.þásagðiKristjánrétt, að dregist heföi óhóflega aö koma sumum þeirra i framkvæmd. Það þýddi hins vegar ekki það, að ekkert yrði gert. Það yröi hins vegaraö hafa i huga, að er- indið hefði borist seint, og á versta tima, þ.e. þegar sumar- leyfi hefðu staöiö sem hæst. Nú væri unniö að undirbúningi sumra þessara atriða hjá em- bætti borgarverkfræðings, og vonandi tækist að koma einhverjum þeirra I fram- kvæmd nú i haust. Þór Vigfússon, formaður um- ferðamefndar, sagði að nefnd- inni hefði aldreiboristerindi um að athuga gatnamót Vestur- bergs, Vesturhóla og Suðurhóla, sty. 11. liö. En hún myndi að sjálfsögðu fjalla um það, nú þegar henni væri kunnugt um það. Varðandi tillögu Markúsar Arnar, sagðiÞór.aö staöið hefði til að framlengja Stekk jarbakka niður á Reykjanesbraut á þessu sumri, én hins vegar heföi ekk- ert fjármagn fengist til þeirrar framkvæmdar, þannig að falla heföi þurft frá þeim áformum i bili. Magnús L. Sveinsson, sté i pontu á eftir Þór og rif jaöi upp I mörgum orðum kosningabar- áttuna fyrir siðustu borgar- stjórnarkosningar, og jafnframt hverju hver hefði lofaö. Klykkti hann siðan út meö þeirri tilgátu sinni, að framkvæmdir núverandi meiri- hluta í borgarstjórn drægjust saman I réttu hlutfalli viö aukna skattheimtu. Guöriin Helgadóttir tók einnig til máls við umræðuna, og sagði ekki ástæðu til langra umræðna, til upprifjunar á særindum vegna úrslita siðustu borgar- stjórnarkosninga. Hvaö varöaði efni fyrirspurn- ar Birgis Isleifs, þá sagði hún, aö sér væri ekki grunlaust að ýmislegt i bréfi Breiðholtsbúa heföi verið auðvelt að fram- kvæma. Hins vegar virtust em- bættismenn borgarinnar ekki nógu fljótir til, eins og t.d. I þessu máli.Húnhefðirekiö sig á það, i fleiri málum en þessu, og þaðmeiraaösegja málum, sem verið hefðu inni á fjárhagsáætl- un, að svo virtist sem einhver þyngsli væru i borgarkerfinu, sem kæmu i veg fyrir aö verkin væru unnin. Sér virtist sem ein- hver dauð hönd legðist á ýmis verkefni, og hindraði framgang mála. En I ljósi þess, sem á undan væri gengið, þá myndi hún fylgjast persónulega meö þvi TOPPURINN FRÁ FINNLANDI Engan asa fáðu þér Tæki sem má k treysta Sérstakt kynningarverð kr. 671.000 Staðgr. kr. 637.450 reiðslukjör frá 0.000 kr. út ; rest á 6 mán. 3ara ábyrgð á myndlam 50 ara • 26 tommur • 60% bjartari mynd • Ekta viður • Palesander, hnota • 100% einlngakarfi • Gort fyrir fjarlaagdina • 2—6 motrar • Fullkomin bjónuata Verslidísérverslun meó LITASJÓNVÖRP og HUÓMTÆKI 29800 BUÐIN Skipholti 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.