Tíminn - 07.10.1979, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.10.1979, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 7. október 1979 Rotten slær öll met Ekki er öll vitleysan eins i henni veröld — þaö hefur John Lydon# ööru nafni Johnny Rotten sannað svo aö ekki verður um villst á undanförnum árum. Þó aö uppátæki Jóns Rotna og félaga hans í hljómsveitinni Public Image Ltd. hafi oft á tíöum veriö í hæsta máta dularfull# er þó hætt við því aö þeir slái öll fyrri met með plötunni „Metal Box" sem væntanleg er á mark- azð 12. þessa mahaðar. Þessi nýja plata er nefnilega engin venjuleg plata, heldur þrjár óvenjulegar, og þaö sem meira er um vert, platan veröur aðeins gefin út i 50 þúsund ein- tökum og verðiö veröur frekar háttá breskan mælikvarða, eða tæp 8 sterlingspund platan sem mun samsvara tæpum 6500 is- lenskum krónum. Eins og áður segir er hér um að ræða þrjár óvenjulegar plötur, en óvenju- legheitin eru fólgin i þvi að allar plöturnar eru 12 tommu 45 snún- inga plötur, og hápunkturinn er svo umbúðirnar, eða umslagiö, þvi að það er gert úr málmi — litur reyndar út alveg eins og málmboxin sem voruutan um kvikmyndafilmurnar i gamla daga. Samkvæmt upplýsingum Virgin hljómplötuútgáfunnar er talið að spilatimi þessara þriggja platna verði um klukku- Johnny Rotten (tu stundu lengri, en einnar venju- legrar 33 snúningaplötu og þvi eru forráðamenn Virgin þegar farnir að gæla við þá hugmynd að gefa plötuna út aftur og þá sem „double album” og i venju- legu umslagi, En hvað sem þvi viai „nu„ liður er ljóst að „Málmboxið”, þ.e.a.s. hið upprunaiega, verður allt að þvi safngripur og þvi ættu menn að hafa hraðar hendur hafi þeir áhuga á að tryggja sér eintak. —ESE Umsjón: Eiríkur S. Eiríksson „Málmkassinn” Nýjasta plata Johnny 0 Paul McCartney og hljómsveit hans Wings Bátafólkið varð af 100 milljörðum — Engar horfur taldar á að Bitlarnir komi saman á ný Engar horfur eru nú taldar á þvi að bresku Bítlarnir John Lennon# Paul McCartney# George Harrison og Ringo Starr, komi saman til hljóm- leikahalds á næstunni# eftir að áform um góð- geröahl jóm leika til styrktar vítetnamska bátafólkinu fóru út um þúfur í síðustu viku. Fyrstu fregnir hermdu þó að allir Bitlarnir, utan John Lenn- on, hefðu mikinn áhuga á að koma saman til styrktar þessu málefni, en þær fregnir voru siðan bornar til baka af sjálfum aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, Kurt Waldheim, sem tjáði fi;ttamönnum að svo virtist sem Paul McCartney og Ringo Starr hefðu engan áhuga á að styrkja þetta málefni. Var þetta að sjálfsögðu mikið áfall fyrir forráðamenn Flótta- mannahjálpar SÞ, en sam- kvæmt útreikningum þeirra hefði hagnaður af hljómleikum Bitlanna i Genf getað orðið um 130 milljónir sterlingsund, eða sem samsvarar rúmum eitt hundrað milljörðum islenskra króna. Ný plata frá Pink Floyd Breska hljómsveitin Pink Floyd, sem haft hefur hægt um sig að undanförnu, mun innan tiðar senda frá sér nýja stúdióplötu og er jafnvel gert ráö fyrir að útgáfudagurinn geti orðið einhvern tímann i næsta mánuði. Hin nýja plata verður tvöföld „double album” og hefur henni verið valið heitið „The Wall”. Hún var hljóð- rituð i Cannes i Frakklandi, en þessa dagana er unnið að fullvinnslu hennar i Los Angeles i Bandarikjunum. Ekki er að efa að Pink Floyd aðdáendur munu fagna hinni nýju plötu, ekki sist fyrir þær sakir að nú eru liöin rúm þrjú ár siðan siöasta stúdióplata hljómsveitarinnar kom út. Nýir menn í Doobie Brothers Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað aö undanförnu innan bandarísku hljómsveitarinnar Doobie Brothers# en sem kunnugt er hættu Jeff „Skunk" Baxter og John Hartman í hljómsveitinni fyrr á þessu ári. Það má segja að þessi ákvörðun Baxter og Hartman hafi komið nokkuð á óvart, þvi að trymbillinn Hartman er einn af stofnendum hljómsveitar- innar og Baxter er einn af bestu gitarleikurum Vesturstandar- innar. Ákvörðun þeirra varð þó ekki haggað og nú styttir Hartman sér stundir viö að hreinrækta arabiska gæðinga á búgarði sinum, en Baxter hefur alfarið snúið sér að stúdió- mennskunni og eitt hans fyrsta verkefni á þvi svifti var er hann lék með i einu lagi á plötu Jakobs Magnússonar, „Special Treatment”. 1 stað þeirra Baxter og Hartman voru ráðnir þrir hljóð- færaleikarar i hljómsveitina, en þeir eru, Cornelius Bumpus (saxófónar, flauta og hljóm- borð), Chet Mac Cracken (ásláttur) og John Mc Fee (gitar). Fyrir eru i Doobie Brothers þeir Patrick Simmons, Michael McDonald, Tiran Porter og Keith Knudson. Hljómsveitin á meðfylgjandi mynd heitir The Orchids og verður ekki sagt annað en að hún sé sannkallað augnayndi. Það skal tekið fram að karlmaðurinn á myndinni telst ekki til hljómsveitarmeð- lima, heldur mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra. Ef tón- listarhæfileikar stúlknanna eru svo i samræmi við útlitið, er engin hætta á öðru en að heimsfrægðin sé innan seilingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.